Vísir


Vísir - 01.10.1968, Qupperneq 16

Vísir - 01.10.1968, Qupperneq 16
 þegar kvikn- aði í gaskút í Slippnum • Það varð handagangur í öskjunni f Slippnum í gær, þeg- ar kviknaði í einum gaskútnum meðan starfsmenn voru að vinna mfeð logsuðutækjum að viðgerð eins skipsins í Slippnum. Nokkur hætta er á því, þegar svona nokkuð hendir, að kúturinn springi, einkum ef hann hitnar mik ið utan frá. Fumlaust gripu því starfsmennirnir til þess ráðs að kæla kútinn utan með þvi að sprauta á hann vatni, meðan beðið var eftir slökkviliðinui | Það hafði kviknaö i siöngu, sem lá frá gas- kútnum, en strax og eldsins varð vart, var hún rifin frá honum, og viðeigandi ráðstafanir gerðar eins og að færa súrefniskúta, sem nærri voru, burt i örugga fjarlægð. Með útbúnaði sínum tókst slökkviliðinu að slökkva eldinn, sem logaði í stút kútsins, en til vara voru þó sprengjumottur breiddar yfir kútinn. Þegar ljóst var orðið, að ailt mundi vera i lagi með kútinn, var hann fluttur til ísaga, þar sem hann hlaut viðeig- andi móttökur. Það þótti tryggara, því menn töldu sig ekki 100% ör- ugga á því, að ekki logaði inni í kútnum. Púntila frumsýnt • Leikrit Bcrtholds Brechts Púntila bóndi og Matti vinnu- maður veröur frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu n.k. föstudag. Leik- stjórinn er Wolfgang Pintzka frá Austur-Berlín sem er einn af aöalleikstjórum við Alþýöu- tiúsið þar. Pintzka vann lengi jndir handleiðslu Brechts við 8erliner Ensemble, leikhús. hans. Þýðingu á leiknum gerði Þor- steinn Þorsteinsson en bundið mál þýddu þeir Guðmundur Sigurðsson og Þorgeir Þorgeirs- son. • Le'kmdur eru um 20 talsins og í aðalhlutverkum eru Róbert Amfinnsson sem Púntila, Erlingur Gíslason sem Matti og Kristbjörn Kjeld sem Eva dóttir Púntila. Leikritið gerist í Finnlandi og ;r gamanleikur. Á myndinni eru tveir menn, sem koma við sögu á uppsetningu Púntila, þeir Man fred Grund, sem geröi leikmynd < ir og búningateikningar — og Pintzka, leikstjóri. •••••••••••••••••••••••• Fulltrúar SIF enn í Portúgal ■ ■■ Það var aldeilis handagangur í öskjunni við að mönnum Slippfélagsins í gærdag. kæla gaskútinn, sem kviknað hafði í hjá starfs- Fulltrúar SÍF eru í Portúgal og biða niðurstöðu tilrauna sinna til að selja þangp* ''erulegt magn i saltfisks. Stefán lönsson, skrif- stofustjóri, tjáði biaðinu, í morgun, að óvíst væri, hvenær þeir kæmu heim, o- færi hað eftir þvi. hversu vel þeim yrð? ágengt i allri skrif- finnskunni í Portúeai Fulltrúarnir eru þeir Helgi Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri, og Tómas Þorvalds- son. Hafa þeir áður farið til margra Suður-Ameríkuríkja, svo sem Bras- !: Argentínu og Uruguay. Stefán kvað mest undir Portúgal komið, hvernig til tækist um sölu þess magns sem enn er óselt. / Þriðjudagur lv oktðber 1968. Fegursti garður í Gurðuhreppi að Smáraflöt 3 • Eins og á undanfömum árum hefur Rotaryklúbburinn Görðum, en félagssvæði hans nær yfir Garðahrepp og Bessastaðahrepp, veitt viðurkenningu fyrir fagran og vel hirtan skrúðgarð á félagssvæðl sínu. Að þessu sinni hlaut viöurkenn- ingu garðurinn að Smáraflöt 3 i V 10 sfða VISIR í dag hækkaði verð dagblað- anna í Reykjavík. Vísir kostar nú 10 krónur eintakið í lausa- sölu og 125 krónur á mánuði í áskrift. Er Vfsir áfram ódýrasta dagblaðið I áskrift. Frlendir verktakar greiía tolla og skatta eins og íslenzkir Um toll- og skattgreiðslur eriendra verktaka við ál- bræðsluna í Straumsvík gilda sömu reglur og um íslenzka verktaka þar. Sömu reglur gilda fyrir alla aðila um að- stöðugjald og söluskatt. Þetta uplýstist í fréttatilkynningu frá iðnaðarmálaráðuneytinu. Erlendir verktakar í Straums vík munu vera átta, en íslenzk- ir verktakar ellefu. Auk þess hafa ýmsir hinna erlendu ís- lenzka undirverktaka .1 ágúst- lok störfuðu í Straumsvík 872 menn, þar af voru íslendingar 82%, en hlutur íslendinga hefur yfirleitt verið um 90%. Þá er það ákvæði í samningum ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og svissnesku álverksmiðjunnar, að Islendingar hafi forréttindi um -þjónustu og efnissölu til verk- smiðjunnar, aö því tilskildu, að þeir séu samkeppnisfærir við er lenda aðila. Ráöuneytið hefur fylgzt með því, að þessar reglur séu virtar. Sumir ánægdir og aðrir óánægðir í Breiðholti Gæði íbúðanna i Breiðholtshverf inu, sem Framkvæmdanefnd bygg ingaráætlunar lét gera, virðast mjög mismunandl. Fjöldi fólks hefur hringt til Vísis og kvartað um marg víslega galla á íbúðunum, og hefur blaðið birt fréttir og myndir af sumu af þvi. Sums staðar hefur fragangi verið mjög ábótavant. Ýmsir aðrir fbúar í Breiðholti munu hins vegar allánægðir meö sinn hlut og telja galla á frágangi ekki meiri en víða gerist um íbúð- ir og enn aðrir telja galla á íbúð- um sínum ekki umtalsverða. Er mikil umræöa um þessi mál meðal íbúanna og ekki laust við, að um flokkadrætti sé að ræða vegna hinna ólíku skoðana. „Úthverfi" — nýtt blað unga fólksins „Úthverfi“ heitir nýtt blað, sem nokkrir ung’r menn hafa tekið sig saman um að gefa út. „Sumarkaupið okkar fór i þetta,“ sögðu þeir. þegar þeir litu við á ritstjórnarskrifstofum Vísis um helgina. Piltarnir heita Rósmundur Guðnason, Stefán Unnsteinsson, Öm Elíasson. Allir eru þeir nemendur í Menntaskólanum við Hamrahh'ð, en sögðu þó. að þessi blaðaútgáfa þeirra væri skólan- um öldungis óviðkomandi. Blaöið er hið veglegasta rit, 56 síður, inniheldur margvíslegt éfni og er smekklega uppsett. Þeir sögðu, að tilviljun em hefði ráðið nafni blaðsins, hug myndina hefðu beir fengið a< nafni sænsks lióð" ng tilo-'-'gur inn með útgáfunni væri einna helzt sá, að svna fram á. að ungt fólk getur gefið út annað en pop-blað. Nýtt frímerki kemur út 30. iKtúber n.k. Merkið er gefið tilefni af 150 ára afmæli ndsbúknsalns íslands og er nyndin á merkjunum, sem eru 20 kr. og 5 krónur að verðgildi, ir lestraráal safnsins. 8HS» Mýtt frimerkl

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.