Vísir - 14.10.1968, Blaðsíða 3
V 1 SIR . Mánudagur 14. jktóber 1968.
Rætt við Ragnar Tómasson, Tógfræðing
Allir þurfa að ,eiga sér þak
yfir höfuðiö. Sumir leigja,
en það færist hlutfallslega mik-
ið í vöxt, að fólk eignist hús-
næði, er það býr í. Fasteigna-
salarnir gegna mikilvægu hlut-
verki í þessum efnum, og gekk
blaðamaður Vísis á fund eins
þéirra, Ragnars Tómássonar
lögfræðings er rekur fasteigna-
sölu og lögfræðiskrifstofu að
Austurstræti 17. Hann hefur
komið fram með nýjar hug-
myndir um fasteignasölu og með
hverjum hætti fólk geti fært
sér þjónustuna sem bezt í nýt.
— Hvað eru margir fasteigna
salar í Reykjavík, Ragnar?
— Það er erfitt að áætla
fjölda fasteignasala, en ég tel, að
starfandi fasteignasölur í Reykja
▼ík séu um 30.
— hvernig er starfið?
— Maður kynnist mörgu fólki
og fær að skyggnast bak við
tjöldin um vandamál fólks. Það
Jeitar til okkar með einhver
þýðingarmestu mái sín. Miklu
fkiptir, að það fái hjá okkur hald
góðar ráðleggingar. Við á þess-
ari skrifstofu teljum okkar hlut-
vsrk helzt að leysa vandræði
viðskiptamannsins, hvetjum
hann til að skoða sem fléstar
íbúðir og látum hann fá sölu-
skrá endurgjaldslaust, sem hann
getur farið með heim.
— Er það ekki nánast eins-
dæmi?
— Það held ég. Ég veit a.m.k.
ekki af öðrum, sem hafa svona
söluskrá. En þær eru hið mesta
þarfaþing og spara bæði okkur
og viðskiptavinum okkar mikið
ómak. Menn átta sig i stórum
dráttum á verði og útborgunum
fásteigna o.s.frv.
— Nú hefur margt misjafnt
verið sagt um fasteignasala, og
sumir talið þá braskara. Er eðli
legt að fólk sé tortryggið?
— Því er ekki að neita, að
fólk hefur stundum kvartað und
an ágengni og röngum upplýs-
ingum hjá fasteignasölum. Sem
betur fer, mun það heyra til
undantekninga. Hvað „fasteigna
brask" snertir þá held ég að fast
eignasalar stundi þá iðju lítið.
Þeir eru oft aðilar að byggingum
en ekki finnst mér vert að kalla
þá sem byggja, braskara.
40.000 - 50.000 í KOSTNAÐ
Á MÁNUÐI.
— Nú er þóknun fasteigna-
sala 2%. Er ekki mikill gróði
af þessu?
— Ja, hvað er gróði? Fast-
eignasalar hafa 2% sölulaun og
getur það út af fyrir sig gefið
gott tímakaup ef eingöngu er
miðað við þann tíma sem fer í
að selja hverja einstaka fast-
eign, en hver borgar fyrir alla
þá vinnu sem við leggjum fram
við að reyna að selja hinar hin-
ar sem ekki seljast? Ég hugsa
að lágmarkskostnaður við fast-
eignasölu f dag sé 40—50.000
kr. á mánuði, í húsaleigu laun og
auglýsingar. Vinnud. fasteigna-
sala er óhemjulangur. Það
er ekkert sem kalla mætti fastan
matar- og kaffitíma, frí um belg
ar eða aö hætta vinnu klukkan
fimm, Þeir verða að leggia nótt
við dag i erilsömu starfi.
— Hvaða þjónustu veitir fast-
eignasalinn?
— Við reynum að benda fólki
4 sem flestar fasteignir, en reyn
um ekki að segja því hvað sé
bezt, þvi yfirleitt telur fólk
sig vita bezt um það sjálft. Við
reynum þá frekar að leiðbeina
því um það með hverjum hætti
það getur fest kaup á þeim í-
íbúðum sem það hefur mestan
áhuga á. Auðvitað koma upp
óteljandi atriði sem fasteignasal-
inn verður að kunna góð skil á,
bæði varðandi lögfræðileg vanda
mál, skattamál o.fl.
100,000 - 200.000
1 SPARIMERK JUf T.
— Hverjir eru helztu lána-
möguleikar kaupenda?
— Eins og málum er háttað
hérna, er ekkj margra kosta völ.
Það er fyrst og fremst Hús-
næðismálastjórn, en hún lánar
aðeins til nýbygginga. í öðru
lagi eru það Iífeyrissjóöir. Þeir
ráöa oft mestu um, hvort ungt
fólk getur ráðizt í kaup hús-
næðis eða ekki. Oft á unga fólk-
ið eitthvert sparifé, sparimerki
eða til dæmis bíl sem það þá
selur. Ég tel, að sparimerkin
hafi gert mörgu ungu fólki ó-
metanlegt gagn. Þess eru mörg
dæmi, að þau séu hið eina, sem
unga fólkið getur lagt fram.
Það ei ekkj ótítt, að hjón eigi
um 100.000—2000.000 krónur í
sparimerkjum. Um aðra lána-
möguleika er það að segja, að
bankar eru illfáanlegir til að
lána fé til fasteignakaupa, nema
þá Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis, sem lánar út á fast-
eignir. Sé um smáfjárhæðir að
ræða til að brúa bilið unz fólk
fær útborguð lán frá Húsnæðis-
málastjóm eða lífeyrissjóðum,
Ragnar Tómasson.
er að sjá fyrir þróunina í þá
átt, að menn séu að vérða írá-
bitnir stóru „stéinkössunum".
Efnahagsástandið nú opnar augu
manna fyrir því, út í hvaða
reginvitleysu byggingamál okk-
ar voru komin. Segja má, aö
ekkert sé svo illt, að ekki fylgi
því eitthvað gott!
— Hvað er að segja um fast-
eignir utan Reykjavíkur og í
nýju hverfunum?
— Eftir því sem borgin þenst
út og samgöngur batna, verða
skilin ekki eins glögg milli
þess, hvort menn eiga heima i
Reykjavík eða aðliggjandi bæj-
arfélögum. Tilkoma álverk-
smiðjunnar í Straumsvík, hefur
haft hvetjandi áhrif á verð fast-
eigna og eftirspurn í Hafnarfirði.
Barnafólk flytur mjög gjaman
í Kópavog. Þar fá menn rúm-
góðar íbúðir við betra verði en
í Reykjavík. Seltjarnarnes er
vaxandi íbúðarsvæði, og Flat-
irnar eru alltaf mjög vinsælar,
enda rólegt og fallegt einbýlis-
húsahverfi.
1 Reykjavík sjálfri er fast-
eignaverð mismunandi. Sumir
staðir eru i tízku, til dæmis
Háaleiti og Hvassaleiti fyrir
íbúðir í fjölbýlishúsum. Eini-
melur fyrir einbýlishús og
Laugarásvegur og Safamýri em
vinsæl hverfi fyrir sérhæðir,
svo að nokkur dæmi séu nefnd,
Ný hverfj eru alltaf nokkurn
tfma að taka við sér í eftirspurn.
Fyrir nokkrum árum var það
næstum eins og að bjöða fólki
Síberíuvist að bjöða fbúð í
„Unga fólkið á að ganga i lífeyris-
sjóði og safna spaiimerkjunT
fá menn þó oft fyrirgreiðslu
bankanna. Tryggingafélög og
ýmsir sjóðir hafa gert eitthvað
af þvi, að kaupa skuldabréf. Þá
er nokkuö algengt að menn
„slái“ sér lán á svörtum mark-
aði, en þar mun frekar vera um
húsbyggjendur að ræða en
kaupendur notaðra fasteigna.
NOTAÐ EÐA NÝTT?
— Hvort ættu menn fremur
að kaupa notaö húsnæði eða
húsnæði f byggingu?
— Einn kosturinn við að
kaupa fullgert er sá, að
greiðslur allar fram í tímann
1‘ggja ljósar fyrir strax í upp-
hafi. Menn vita betur. hvar
þeir standa, og komast síður í
ógöngur með greiðslur.
Ef menn kaupa íbúð í smíð-
um, geta þeir fengið allt að 380
þúsund og 75 þúsund að auki,
séu þeir meðlimir verkalýðsfé-
laga. Með þvf að eiga eitthvað
af peningum, geta þeir komið
sér upp ódýrara húsnæði og geta
dreift greiðslunni á lengri tíma.
Þeir geta unniö sér þetta tölu-
vert ódýrt meö því að leggja
fram eigin vinnu, og svo geta
þeir innréttað fbúðina að eigin
vild. Um leið tekuf þetta fólk
á sig óviss útgjöld, a. m. k.
sýnir reynslan það að húsbyggj-
endur reisa sér oft hurðarás um
öxl.
Raunar komast margir ódýr-
ara út úr þvi að byggja sjálfir.
Til dæmis segjast margir, sem
byggt hafa raöhús í Fossvogi,
hafa eytt til þess 6—7 hundruð
búsundum krónum að gera bau
fokheld. en mundu geta selt
fyrir milljón. Þetta er þó ekki
dæmigert um „gróða“ hús-
byggjenda.
STÖÐUGT VERÐLAG.
— Hvernig hefur verð á fast-
eignum þróazt að undanförnu?
— Verðlag hefur verið nokk-
uð stöðugt f rá gengislækkun-
inni á síðastliðnu hausti. Fram
til þess tíma hafði það farið
töluvert lækkandi, lækkað um
allt að 10% á lt/2—2 árum.
íbúðirhafa ekki hækkað f verði
að undanförnu, þrátt fyrir
gengislækkun, innflutnings-
gjald og aukinn tilkostnað, svo
sem hækkun launa.
— Og hvernig horfir nú?
— Það er töluverð óvissa
ríkjandi og ýmsar spár uppi,
en sjálfsagt geta aflabrögð á
næstu mánuðum komiö til með
að ráða mestu um, hver þróun-
in verður. Ég býst við, að fram-
boð og eftirspurn séu ráðandi
þættir í verði og greiðslukjör-
um. Menn taka nú tilboðum
með lægrj útborgun en heir hafa
, gert áður. Bæði eru betr margir,
sem verða að selja, komnir
í greiðsluþrot, Þá eru margir at-
vinnurekendur sem skortir
rekstrarfé og vilja þá gjarnan
minnka viö sir til að losa um
fé. Til þess að selja verða þeir
að semia við þá aðila, sem geta
og vilja kauna. en hinir sfðar-
nefndu hafa bara ekki breiðara
bak en betta.
Margir halda að sér hend-
inni um kaup og sölu vegna
óvissunnar f efnahagsmá' um
Samt sem áður er alltaf tÖlu-
verð hreyfing á fastetgnum.
Menn þurfa að stækka við sig.
minnka við sig og flytja af
ýmsum ástæðum, og þessar
þarfir breytast ekki.
— Hver er ábyrgð fasteigna-
sala?
— Fasteignasalinn ber fyrst
og fremst ábyrgð á þvi, að lög-
gerningar séu forsvaranlega
gerðir, að aöilar kaupsamninga
séu lögráða og yfirleitt að öll-
um löglegum skilyrðum sé
fullnægt. Pappírarnir verða að
vera greinilegir og lögmætir.
Skýrt og greinilega skal vera
kveðið á um réttindi og skvtdur
aðila. Varðandi ástand íbúðar-
innar eru þær venjulega seldar
f því ástandi, sem kaupandi
hefur kynnt sér. Komi fram
duldir gallar. ber seljandi á-
byrgð á þvi, að þeir séu bættir,
Aðalreglan er sú að seljandi
greiði alla skatta og skyldur af
ibúðinni til afhendingardags,
en kaupandi frá þeim tíma.
FRÁBITNIR
„STEINKÖSSUNUM“.
— Er ekki skortur á einhverj-
um tegundum íbúðarhúsnæðis?
— Það vantar nú, eins og oft
áður, nýjar og góðar 2ja, 3ja og
4ra herbergja íbúðir. Yfirleitt
finnst mér vera of lítið til af
minni sérhæðum, þ. e. af stærð-
inni 85—120 fermetrar. Litil
einbýlishús vantar. Menn vilja
vera í einbýlishúsum, en liægt
Hraunbæ, en nú héfur oröið
gjörbreyting þar á og er það
ekki sízt ungt fólk sem sækir
bangað. Fossvogurinn er aftur
á móti f sér flokki af nýju
hverfi að vera. Þar seljast nú
íbúöir góðu verði.
— Að lokum, Ragnar. Hvaða
heilræði vilt þú gefa ungu fólki
sem ei að stofna heimili?
— Ungt fólk á hiklaust að
kappkosta að gerast aðilai að
lífeyrissj .ðum, og almennt tal-
að, ætti að vera miklu meira
gert i þvi, en verið hefur, að
aðstoða ungt fólk við.að koma
sér upp eigin húsnæði. Unga
fólkið er sannarlega fullt bjart-
sýni, áræði og vilja og tilbúið
- að leggja nótt við dag í þvi
skyni. Það hlýtur að vera meg-
in hagsmunamál unga fólksins,
að því sé veitt fyllsta aðstoð til
að gera þetta. Mörg byggingar-
félög eru mjög til fyrir myndar
um þetta Þar gefst meðlimum
kostur á að vinna eins og þeir
háfa tima oe getu til og skápa
sér vinnu. um leið og þeir
leggia grundvöllinn að heimili
SÖLUMENNSKA -
KYNNINGARSTÖRF
Fyrirtæki, er undirbýr nnkla kynningarherferð á al-
gjörri nýjung hérlendis, óskar að ráða nú þegar 3 sölu-
menn til að annast hluta kynningarharferðarinnar. —
Starfið hefst í næstu viku, en áður veröur haidio ntnn-
skeið fyrir væntanlega sölumenn. Þetta er glæsilegt
tækifæri fyrir áhugasama menn, sem vilja afla mikilla
tekna á skömmum tíma. Starf þetta gæti verið hentugt
fyrir nemendur æðri skóla, sem hefðu nægan tíma af-
lögu næstu vikurnar. Uppl. í dag í síma 84853.