Vísir - 31.10.1968, Síða 1

Vísir - 31.10.1968, Síða 1
- ■ " 58. árg. - Fimmtudagur 31. október 1968. - 246. tbl. FLEIRI PILLUR FUNDNAR Kj Fleiri Valium-piilur hafa komið í leitirnar en þær, sem fund- ust, þegar húsleit var gerð i íbúð pilluætanna á Héagerði. Fólk í gistihúsinu í Búðardal fann fyrir nokkru glas þar undir rúmi með 500 töflum. Við nánari athugun hefur komið i ljós, að fjórmenningarnir, sem handteknir voru f íbúðinni í Hga- gerði undir áhrifum róandi lyfja, fóru í ökuferð vestur í Búðardal daginn eftir, að brotizt var inn í Tngólfs Apótek. Eins og menn muna var stolið úr apótekinu og 15000 töflum af Valíum, að því að lyfsalinn taldi. Fundust pillurnar í herbergi, sem mennirnir höfðu gist í. Nú munu vera komnar ca. 2500 töflur í Ieitimar, en ekkert bólar á afgangnum. Þjófurinn situr inni, en þýfinu var stolið frá honum og þræta fjórmenningarnir fyrir það, að vita neitt um, hvar hitt sé geymt. TVISYNT UM ATVINNU UTI Á LANDI í VETUR □ Atvinnuástandið og horfur á atvinnu firfi mjög slæmar víða úti um landsbyggðina og sækir vetrarkvíði að mönnum. Talaði blaðið við nokkra staði úti á landi og fékk upplýsing- ar um ástandið á þeim stöðum. \ • Rúmlega 30 manns voru skráð ir atvinnulausir j Grafarnesi sem er aðeins færra en í vor sem leið. Atvinnuleysið stafar fyrst og fremst af gæftaleysi og fiski- leysi. Fiskvinna er þó í gangi eins og er. Atvinnuástand i Grafarnesi hefur yerið mjög slæmt þetta ár þar sem vertíð brást. Stefán Friðbjarnarson á Siglu firði veitti blaðinu þær upplýs- ingar að rúmlega 40 manns séu atvinnulausir þar, jafnt karlar og konur. „Horfur eru mjög óvissar, sagði Stefán, og er það af því að ekki er vitað hvernig starfseminni verður hag að í niðurlagningarverksmiðj- unni og hversu margar tunnur verða smíðaðar í tunnuverksmiðj unni. Þessi tvö fyrirtæki og frystihúsið eru helztu atvinnu- gjafar hjá okkur yfir vetrar- mánuðina. Sagði Stefán að þeir Siglfirðingar vonuðust eftir að fá % hluta tunnusmíðarinnar í ár eins og í fyrra en þegar væri búið að kaupa efni í 70 — 80 þúsund tunnur. Mundi það bjarga miklu. Bæjarstjórinn á Húsavik, 10. síða. Frost um allt land □ í morgun var frost um I allt Iand, mest 14 stig á Hvera völlum, en í byggð 11 stig á Þingvöllum og á Nautabúi í ' Skagafirði. í Reykjavík var I 10 stiga frost. Fékk blaðið þær upplýsingar ] 1 hjá Veðurstofunni, að horfur i séu á því að frosú-kaflinn haldi i áfram en þó er búizt við því að eitthvað dragi úr frostinu á næstunni, en lítið eitt dró úr • því í gær. Frostið í morgun mældist nið- ur í 5 stig við sjóinn bæði norð- an- ofa sunnanlands. Isinn á Tjöminni var í morg- un að því er bezt ivirtist mann- heldur, og hér eru nokkrir pilt- ar að renna sér fótskriðu eftir I svellinu. Innflutningur meginorsök erfíðleikunna segir i ályktun 3. jbings Málm- og skipasmiðasambandsins Atvinnuástandið i málm- og skioasmíðaiðnaði hefur ekki ver- ið iafnslæmt í áratugi og s.l. tvö ár. Munu nú liggja fyrir opinber "öqm er staðfesta, að atvinna hef ur dregizt saman um 20% á ár- inu 1967 f bessum iðngreinum, segir í álvktun 3. þings Málm- oa skipasmíðasambands íslands, sem var haldið um helgina. Meginorsök þessa ástands er stóraukinn innflutningur á hvers konar vélum, tækjum, verksmiðjum oe verksmiðiuhlutum, sem hæet er að smíða og var áður smíðað innan- lands, segir f ályktuninni. — Jafn- framt hafa viðgerðir og viðhald íslenzkra skipa verið framkvæmt erlendis í ríkari mæli en áður var. islenzkar stálskipasmíðastöðvar hef ur skort verkefni, á sama tíma og keypt hafa verið fiskiskip erlendis frá í stórum stíl. Vegna ofangreinds er ályktað, að stöðvaður verði innflutningur iðn- framleiðslu, sem hægt er að smíða innanlands. Viðgerðir skipa, véla op i tækja verði gerðar innanlands. — Tryggja þarf, að skipasmíðar verði hér öruggur atvinnuvegur. Lánafyr- irgreiöslu til reksturs málmiðnaðar- og skipasmíðafyrirtækja verði kom- ið í betra horf og samkeppnisað- staða þessara fyrirtækja verið bætt verulega með lánakerfi, sem tryggi kaupendum framleiðslunnar sömu lánakjör og erlendir aðilar bjóða. Þingið birti einnig langa ályktun um aðbúnað og öryggi á vinnustað og teiur að margt þurfi þar um að bæta. // Thulebjórinn lækkar í verðT' „Viö munum reyna aö koma til móts við neytendur og lækka verðið á Thulebjórn- um,“ sagöi Eysteinn Áma- son, framkvæmdastjóri Sana- verksmiðjanna á Akureyri, í morgun. Mun mörgum þorst- látum Islendingi þykja það gleðitfðindi. Eysteinn kvað verðhækkun- ina á bjórnum, sem varð fyrir nokkru, hafa komið á versta tíma vegna minnkaðrar kaup- getu fólksins. Nú yrði hann Iækkaður. Þá sagði Eysteinn, að bjórinn gerjaðist ekki í glæru flöskunum, eins og margir hafa haldið. Minni gerðin kostar tólf krónur í „sjoppunum“ í höfuðborginni, er á glærum flöskum og hefur selzt ailvel. Framkvæmdastjórinn neitaði því, að gjaldþrot væri yfirvof- andi hjá verksmiðjunum. Þrálát- ur orðrómur hefur verið um það, að Sana h.f. væri í skulda- dfki og algert hrun yfirvofandi. Hafnarbíó vill byggja í nýja „miðbænum // <> Hafnarbíó í Reykjavík, sem hef- ur um árabil verið starfrækt i gömlum hermannaskála við Skúla- götu hefur nú sótt um að fá að byggja nýtt kvikmyndahús í hinum fyrirhugaöa „miðbæ'* austan Kringlumýrarbrautar. • Umsóknin var tekin fyrir i borgarráði á þriöjudaginn og af- greidd þaöan til skipulagsnefndar borgarinnar. £g mun ekkisitju lands- fundinn" segir Hannibal og boðar yfirlýsingu „Nei, ég mun ekki sitja þetta efni, áður en lands- landsfund Alþýðubanda lagsins,“ sagði Hannibal Valdimarsson, formaður bandalagsins, í viðtali við blaðið í morgun. — Hann boðaði sérstaka stefnuyfirlýsingu um fundurinn hefst á morg- un. Hannibal kvað nokkuð mörg félög Alþýðubandalagsins háfa kosið fulltrúa á landsfundinn. Þó hefðu verið dæmi þess, að fulltrúar hinna ýmsu héraða hefðu verið „sirkaðir út“ til þess að fylla hópinn, og gaf hann þar með í skyn, að þeir hefðu ekki verið kosnir á lög- mætum fundum. Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins hefur tilkynnt, að um 120 fulltrúar á landsfund- inn hafi þegar verið kosnir, aö því er kunnugt sá. Aðeins tvö félög hafa neitað að kjósa full- trúa. Annað þeirra er Akureyr- arfélagið, þar sem samþykkt var með 36 atkvæðum gegn 30 að senda enga fulltrúa. Hitt er fé- lagið í Bolungarvík. Landsfundurinn mun taka á- kvörðun um, hvort Alþýðubanda lagið verðj formlega stjórnmála- flokkur, flokkur „íslenzkra sósíalista“.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.