Vísir - 31.10.1968, Page 2

Vísir - 31.10.1968, Page 2
VALSMENN ..SVÆFÐU'' FRAMARA // — og komu i veg fyrir að þeir yrrnu Reykjavikurtitilinn, a. m. k. i bili — Liðin mætast nú i hreinum úrslitaleik Það má með sanni segja, að Valsliðið, sem tróð fjalimar í Laugardals- höllinni í gærkvöldi, haf i verið nýtt Valslið. Með yfirveguðu spili og öruggum leik, nokk- uð, sem ekki hefur verið þeirra sterkasta hlið und anfarin ár, tókst þeim hið ótrúlega, en það var að rjúfa sigurgöngu Fram í Reykjavíkurmót- inu í ár og sigra þá með 3 marka mun, 8—5. 1 Með þessum sigri tryggði Valur sér auka- leik um verðlaunin, sem Fram hefur hreinlega átt undanfarin 4 ár, og sig- urmöguleikar Vals í þeim aukaleik, sem fer fram n.k. sunnudag, eru góðir. Hinn nýi þjálfari Vaismanna, Reynir Ólafsson fyrrum leik- maður úr K.R., hefur hleypt nýju blóði og áhuga í leikmenn sína og þeir gegna sýnilega öllu þvi sem hann segir þeim að gera, og framkvæma það eftir beztu getu. Þaö sem hann hefur sagt þeim fyrir þennan leik, hefur áreiðanlega verið, i halda boltanum og skjót^a ekki nema i „dauðafæri“, og að komast yfir í byrjun og láta Framarana sækja, og gefa ekki færi á lang- skotum. Þetta tókst prýðilega, þau fáu skot, sem kc.aust í gegnum þétta vörn Vals lentu flest í öruggum höndum Jóns Breið- fjörðs, im sýndi í þessum leik frábæra markvörzlu. Við mikil fagnaðarlæti sam- æfðs klappliðs Valsmanna skor- uðu þeir tvö fyrstu mörk leiks- ins, áður en meistararnir komust á blað, Jón Karlsson og Ólafur Jónsson voru þar að verki, en Sigurður Einarsson minnkaði bilið, með fallegu marki af línu. Hinn efnilegi ieikmaður og verðandi landsliðsmaður úr Val, Ólafur Jónsson, bætti þá tveim mörkum við. Báðum á sama hátt með því að brjótast inn í horn- unum. Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jáfna, en Jón í markinu og stangimar sáu um að það tækist ekki, en það voru ekki færri en 4 skot Fram sem smullu í stöngunum á þess- um mínútum. Björgvin Björgvinsson skor- aði annað mark Fram af línu þegar 5 mínútur vom til hálf- leiks. Og Framvömin sló bolt- ann í sitt eigið mark, úr lausu skoti Hermanns Gunnarssonar rétt fyrir hálfleikslok. Þannig var staðan í hálfleik, 5 — 2, nokk- uð sem engan hafðí órað fyrir, og sízt að Islands- og Reykja- víkurmeisturunum frá i fyrra, Fram, skyldi ekki takast að koma boltanum í netið nema tvisvar sinnum á 20 mínútum. Björgvin Björgvinsson skor- aði fyrir Fram í byrjun siðari hálfleiks, og enn af línu eftir góða sendingu frá Ingólfi. En Hermann Gunnarsson átti ekki síðri sendingu á línuna í hendur Jóns Ágústssonar sem skoraði 6. mark Vals, og stuttu síðar bætti hann sjálfur við marki með föstu skoti. Ingólfur minnkar bilið með marki úr víti, en Jón Karlsson skorar síðasta mark Vals I þetta sinn, með gegnumbroti. Fjórum mínútum fyrir leiks- lok skorar svo Björgvin Björg- vinsson enn af línunni, en það- an komu fjögur af fimm mörkum Fram I þessum leik. Síðustu' mínúturnar var stig- inn mikill darraðardans á vell- inum, og var þar meira leikið af kappi en forsjá. Framarar orðnir æstir og Valsmenn yfir spenntir, en þeim tókst aö halda forustunni það sem eftir var! og vinna leikinn við mikil fagn- aðarlæti áhorfenda. Eins og fyrr segir var leikur Vals yfirvegaður og rólegur, og laus við allt fum. Þeim tókst að útfæra sína ákveðnu leikaðferð , Áhugú!eysi hjá Ármanni og Þrótti Það var litill áhugi hjá leik- mönnum Ármanns og Þróttar i síðasta leik þeirra ' Reykjavíkur- mótinu, og var þeim sýnilega báð- um sama um hvernig leikurinn færi. Ekki var áhuginn meiri hjá á- horfendum, þvi að varia heyrðist klappað fyrir mörkunum, sem sum voru þó nokkuð laglega unnin. Ármenningar höfðu yfirleitt frumkvæðið í þetta sinri, og tókst að sigra, og var það mest að þakka áhugaleysi Þróttaranna. t hálfleik var staðan 9—7 Ár- manni í vil, en Þróttaramir komust næst þvi að jafna í 12—11, en þá tóku Ármenningar við sér, og skoruðu 4 mörk í röð, og gerði him „hávaxni" Ástþór 3 þeirra. Leiknum iauk svo með þriggja marka sigri þeirra, 16—13, sem má teljast sanngjarnt, og vel af sér vikið hiá ''jiifaralausu liði. Þróttaramir voru sýnu slakari en í fyrri leikium, og þegar áhug- inn er ekki fyrir hendi, er ekki að búast við miklu. Halldór Bragason var beztur þeirra í þetta sinn, og skoraði 7 af 13 mörkunum, en hiá Ármanni voru markvörðurinn og Ragnar beztir. í sókninn; og vörnin stóð fyrir sínu með Jón Breiðfjörð fyrir aftan sig, sem sannaði nú að hann á aðal-markmannssætið í landsliðinu fyllilega skilið. Ólafur Einarsson og Jón Karls son voru sterkustu sóknarmenn Vals I þessum leik, en allir áttu þeir prýðis leik í þetta sin. Leikur Fram var góður, þó svo að þeir hafi tapað, og ó- líkt skemmtiiegra var að sjá hraðan og fjölbreyttan leik heldur en rólegan leik Vals- manna. En Fram þolir sýnilega illa að mótherji þeirra Ieiki hægt, og voru skotbráðir í meira lagi. Beztir þeirra voru Björgvin og Sigurbergur, línu- mennirnir knáu, ásamt Ingólfi Óskarssyni, sem mataði línuna óspart. Dómarar í þessum leik voru Magnús V. Pétursson og Bjöm Kristjánsson og skiluðu þeir sínu vanþakkláta starfi prýði- lega. — kln — Valsstulkurnar Reykjavikur- meistarar Valsstúlkumar urðu Reykja- vikurmeistarar í fimmta sinnið í röð, er þær í gærkvöldi gjörsigr- uðu Ármann, 11-3, í heldur ð- jöfnum og óskemmtilegum leik. í hálfleik var staðan 3-0 fyrir Val. • Hart var barizt í leiknum í gærkvöldi — eru þeir að spara sig fyrir stðrleikinn? spurðu menn, því Framarar lenda aftur i kvöld í kröppum dansi á Seltjarnarnesi gegn FH. Víkingar ekki lengur tveggja stjörnu lið" unnu KR (og þjálfarann sinn) 17:10 Það er leitt til þess að vita, að jafnskemmtilegt lið og Vík- ’ngsliðið skuli leika í 2. deildinni í ár. Þeir, eins og Vaiur, hafa fengið nýjan þjálfara, sem einn- ig er úr KR, en var mótherji í þessum leik, en það er landsliðs- biálfarinn, Hilmar Biörnsson. — Hann hefur breytt þeim úr ..tveggja stjörnu Iiði“ (Einar iVIngnússon og Jón Hjaltah'n) frá í fvrra i .,f’ nm stjörnu lið“, sem ■’kki gefur eftir þeim beztu í 1. döildinni. Þð að mótherjar þeirra í bessum Ieik væru úr 1. deild, KR, sigruðu beir samt með yf- Vh-n-ðnm. 17—10 þá tóku KR-ingar við sér, énda allir mættir *til léiks, en tveir þeirra komu ékki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleik og minnk- uðu bilið um 3 mörk. Og enn minnkaði bilið. I byrjun síðari hálfleiks skoraði Karl Jó- hannsson tvö mörk, og munaði nú ekki nema einu marki á liðunum. En þá tóku Vikingar glæsilegan sþrett og skoruðu 9 mörk á móti 2 frá KR, og unnu þar með leikinn (og þjálfarann sinn) 17:10. Einhver óljós grunur læddist að beim sem sáu þennan leik, að I næsta Reykjavíkurmóti yrði dæm- Þeir byriuðu vel í lniknum, og 'nu snuið við, að Víkingur léki þá komust 6 mþrkum yfir, 9—3, en í 1. deild og KR í annarri. Mikið mega þeir bæta sig KR- ingamir ef þeim á að takast að bjarga sér frá fallinu í ár. Liðið vantar skotmann i staðinn fyrir Gísla Blöndal, og þó svo að liðið státi af tveim léttum vinstri- handar skotmönnum tekst því ekki að nota þá rétt, og ekkert er um leikfléttur, byggðar í kringum þá, sem ætti þó að vera auðvelt því sjaldgæft er að eitt lið hafi tvo eða fleiri slíka menn á sinum snær- um. En eitthvað verður KR að gera ef fallið á ekki að blasa við i vor, Gunnar Hjaltalín var beztur þeirra í þetta sinn, ásamt Karli Jóhanns- syni, en hjá Víkingi þeir Einar M. Þórarinn og Sigfús, unglinga- landsliðsmarkvörðurinn í knatt- spyrnunni. — klp —

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.