Vísir - 31.10.1968, Side 5

Vísir - 31.10.1968, Side 5
V1S IR . Fimmtudagur 31. október 1968. ■V* .8B8S4L -***rqwawaw Sparið tímann — með húsráðum dagsins i dag ^slMsMSss; llTúsráð þurfa ekki alltaf að vera frá þ\. . gamla daga til þess að koma að gagni. í sænsku kvennablaöi er dálkur, sem er eingöngu helgaður hús- ráöum og miðla þær húsmæður, sem senda til hans ráðlegging- ar, öðrum af reynslu sinni. Hér á eftir fara nokkur þessara hús- ráða þar sem ráðin er bót á ýmsum vandamálum hversdags- ins. • Það getur verið erfitt að ná kertum úr kertastjakanum, þeg- ar þau hafa brunnið langt nið- ur. Skrúfið tappatogara i kertis- stubbinn og dragið hann út, þá gengur það eins fljótt fyrir sig og þegar korktappi er dreginn úr. Maður sleppur einnig með þessu við vaxmolana. • Annað ráð varðandi kerti. Kerti, sem eru látin standa á borðum eru mikið í tízku um þessar mundir. Til þess að koma í veg fyrir þaö, að þau rispi borðiö og skilji eftir sig vaxfar er sett ein teiknibóla neðan i hvert kerti. • Það getur reynzt erfitt að hreinsa nýjar kartöflur, sem hafa verið í geymslu nokkra daga. Látið þær í kalt vatn stund arkom og þá er auðvelt að ná óhreinindunum af. • Þegar maður þarf aö fletja kökudeig er gott að setja deigið milli tveggja plastarka, t. d. tveggja stórra plastpoka, sem hafa verið klipptir í sundur. Það gengur þá mjög vel að fletja kökurnar og þið losnið við allt deig á kökukeflið og boröið, auk þess verða kökurnar þunnar og góðar. • Það gengur helmingi hraðar að þeyta rjómann, ef maður set- ur skálina í ískalt vatn meðan maður þeytir. • Maður kemst hjá málningar- slettum á gluggum og gleri, ef maður setur þunnt lag af sápu á glerið. Það er auðvelt að þvo það burtu, þegar liturinn hefur þomað. • Skemmtilegar og fljótiegar í saumi em svuntur, sem saum- aðar eru úr frottéhandklæðum í hæfilegri stærð. Saumið bara einn saum í annan kantinn og þræðið mittisbandið í gegn. • Þegar þarf að sautna úr galloni eða öðru efni, sém renn- ur, er hægt að líma sauminn niður með límbandi og þá reyn- ist auðvelt að fá sauminn þráð- beinan. • Ef sósan eða jafningurinn hefur orðið of þunnt, hrærið þá ofurlitlu af kartöfluflysjum í. Það gengur fljótar fyrir sig en að setja í meira mjöl þar sem það þarf að sjóða í fimm mín- útur en flysjumar þurfa aðeins að þrútna ofurlítið. Þetta ráð er einnig gott, þegar bjarga -þarf súpu. • Hræra má skyriö út með mjólk og ávaxtasafa og e. t. v. kaupa meira magn í einu og geyma í fry^tinum. • Þvoið koparhluti upp úr heitu vatni, sem sett hefur verið í uppþvottaefni og sítrónusýra. Koparinn verður skínandi hreinn og gljáandi án þess að þurfi að pússa hann. Skolið á eftir og þurrkið. • Notið tvær rykþurrkur við að jSurrka af. Hristið úr þeim báðum í einu og vinnan gengur tvöfait hraðar. • Þegar smábörnin vilja borða sjálf setjið þá diska og giös á plastbakka með kanti. Skolið síðan af plastbakkanum í stað þess að þurrka af borði, stól og gólfi. • Það er hægt að koma í veg fyrir það að buxumar poki á hnjánum með því að sauma taftstykki innan í rétt við hnéð og festa í hliöarsaumunum. • Geymið málningarpenslana í plastpoka eða dós með loki milli þess sem málað er. Oftast þarf að mála fleiri en eina umferð yfdr flötinn og það er gott að sleppa við að þvo penslana á milli þess sem þeir em notað- ir. • Fljótlegur fiskréttur: Lauk- skífa látin krauma smástund á pönnunni. Fiskflak eða sneiðar af frystum fiski settar í salt, pipar, 1 dl tómatkraft, sólselju og síðast mjólk, sem nærri þek- ur fiskinn. Látið krauma í tíu mín. Borið fram með kartöflu- stöppu. • Það gengur fljótar fyrir sig að afhýða lauk, ef maður setur hann eitt augnablik í heitt vatn. PENINGAR Kaupi veðtryggða víxla kr. 100—500 þús, 3ja —6 mánaða — Tilboð merkt „Viðskipti — 1648“ sendist augld. Vísis strax. BRONCO '66 lítið ekinn, Volkswagen ’56, Volkswagen ’63 til sýnis og sölu í dag. Bíla og búvélasalan. við Miklatorg, sími 23136. TIL LEIGU nýtt raðhús nú þegar. — Uppl. í síma 21667 milli kl. 7 og 9 í lcvöld og næstu kvöld. FELAGSLIF SKÖVERZLUN ffitwbs KARLMANNA KULDASKÓR NÝKOMNIR PÓSTSENDUM. SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Æfingatafla knattspyrnudeildar K.R. 5. flokkur Sunnudaga kl. 1 C Mápudaga kl. 6.55 A-B Miðvikudaga kl. 5.15 D Föstudaga kl. 6.05 A-B 4. flokkur Sunnudaga kl. 1.50 A-B Miðvikudaga kl. 6.55 A Föstudaga kl. 6.55 B 3. flokkur Sunnudaga ki. 2.40 Miðvikudaga kl. 7.45 2. iokkur Mánudaga kl. 9.25 Fimmtudaga kl. 9.25 Meistara- og 1. flokkur Mánudaga klf 8.35 Fimmtudaga kl. 10.15 „Haröjædar" Mánudaga kl. 7.45 FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA ' FRAMLEIÐANDl IsIalslsIálaHElsiIálsiSllIsIaláliIatalsB lELDHÚS- 1 1 BiH | bi _ k ig Bllálálalálálálálálalálalálálá^ii lálála ifí KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI ífc STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HR UMSOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SlMl 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI u

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.