Vísir


Vísir - 31.10.1968, Qupperneq 8

Vísir - 31.10.1968, Qupperneq 8
VISIR . Fimmtudagur 31. október 1968. 8 CSSEKM ,Umverse IreSand' - stærsta Utgetandi ReyKjaprent tu Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri Jón Birgii Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson AuglVsini’astióri Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Malstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: t tugavegi 178. Simi 11660 (5 ifnur) Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Eru sveitirnar vandamál? Landbúnaðurinn í heild hefur af mörgum verið talinn eitt helzta vandamálið í atvinnuvegunum hér á landi. Mikið er til í því, að hann sé ekki nógu arðbær at- vinnuvegur, einkum þegar allar hendur hafa nóg að starfa á öðrum sviðum. Á síðustu misserum hefur hins vegar þrengzt um atvinnu og hefur gildi landbúnaðarins vaxið við það. Hann veitir ekki aðeins öllu sveitafólki atvinnu, held- ur þúsundum manna í kauptúnum víðs vegar um land- ið við flutning og vinnslu landbúnaðarafurða. Sjálfstæðismenn hafa mótað stefnuna í landbúnað- armálum undanfarinn áratug. í aðalatriðum hefur stefnan verið tvíþætt, að auka framleiðsluna með auk- inni ræktun og að skapa bændum betri kjör. Hvort tveggja hefur tekizt vonum framar á þessum tíma. Það er jafnvel ekki laust við, að framleiðsluaukn- ingin hafi farið fram úr eðlilegu hófi. Árleg mjólkur- framleiðsla hefur á níu árum aukizt úr 69 þúsund tonnum í 102 þúsund tonn, en hefði neyzlunnar vegna ekki þurft að aukast nema í um það bil 95 þúsund tonn. En ekki er hægt að segja, að offramleiðslan sé mikil á þessu sviði. Landbúnaðarstefnan hefur í meginatriðum verið rétt á undanförnum árum. En það þarf auðvitað að endurskoða hana stöðugt eins og aðrar stefnur. Flest- um þykir æskilegt að miða hana við, að við séum sjálf- um okkur nógir í framleiðslu mjólkur og kjöts. Ef of- framjeiðsla virðist verða varanleg, þarf að finna leiðir til úrbóta, svo að þjóðfélagið þurfi ekki að greiða stórfelldar uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir. Kemur þar t. d. til greina að draga úr innflutningi fóðurbætis, sem kostar mikinn gjaldeyri. Mönnum verður tíðrætt um, að offramleiðslan stafi af því, að bændur séu of margir. Það er að mörgu leyti rétt, en það er félagslegt vandamál, sem ekki verður leyst með harkalegum aðgerðum. Svo verður að líta , á það, að framteljendum í landbúnaði hefur á níu ár- um fækkað úr 6200 manns í 5200. Og menn þurfa ekki að ferðast lengi um sveitir til að sjá, að þessi hraða fækkun mun halda áfram, þótt ekki verði gripið til neinna aðgerða. * Athyglisvert er, að fækkun bænda er jafnhröð og framleiðsluaukning landbúnaðarins. Færri hendur vinna meiri störf. Þessa gífurlegu framleiðniaukningu verður að telja landbúnaðinum og landbúnaðarstefn- unni til rekna. Ef framleiðniaukningin helzt, verður landbúnaðurinn orðinn bærilega arðbær eftir nokk- ur ár. , Framleiðniaukningin hefur kostað þjóðfélagið mik- ið fé í formi hárra ræktunarstyrkja. En fyrir bragðið hafa mvndazt mikil verðmæti í tækjum og tæknibún- aði, sem hafa ásamt nýræktinni komið landbúnaði myndarbýla í það horf, að hann verði sanjkeppnisfær í framtíðinni, þegar komið verður fullt jafnrétti milli atvinriugreina. // )) skip heims hefir nýlokið fyrstu ferð Skipið er 312.000 lestir og 345.5 m. á lengd l’AÐ ER EKKI OFT, sem heims- fréttir berast frá Bantry Bay á suðurströnd Irlands, en þaðan bárust í gær þær fréttir, sem birtar voru í heimsblööunum, jafnvel á forsiöum þeirra, því aö til Bantry Bay kom i gær stærsta skip heimsins, „Uni- verse Ireland“, en þaö var í fyrstu ferö sinni eöa jómfrú- ferðinni, og flutti olíu til „Gulf Europe Terminal". Skipið er þriðjungi stærra en stærsta skip, sem nokkum tíma áður hefur komið til hafnar i Evrópu. gkipið lagðist við hafnargarð, sem skagar á fiórða hundrað metra út frá landi. Þótt veður- skilyrði væru góð var gætt allr- ar varúðar og 6—7 dráttarbátar voru notaðir til þess að hnika risaskipinu til, svo að það kæm- ist í rétta stöðu. ti! þess að leggja því að, en er þvi var lok- ið, voru olíuleiðslur á hafnar- garðinum tengdar olíudælum skipsins og byriað aö dæla 310.000 lestum af hráoliu, og átti því að vera lokið á sólar- hring. Til marks um það hve mikill viðburður þetta þótti, er það að viðstaddir voru 150 fréttamenn frá 12 löndum og höfðu frétta- mennimir leigt sér farþegaskip og siglt til móts við risaskipið. en fréttaliósmyndarar tóku myndir úr fiórum þyrlum, og veittist erfitt að ná myndum sem leiddu nægilega vel I ljós stærð skiosins. Oh'ustöðin sem fyrr var nefnd „Gulf Fnrone TerminaT* er á- eynni Whiddy i flóanum, og var varið miklu fé til bess að ganga þannig frá öllu að sem minnst bæri á henni úr lofti og eru olíu- geymarnir mjög lágreistir, þeir eru 12 talsins og „hverfa næst- um inn í landslagið“, og eru málaðir grænir eða í sama lit og „eyjan græna“. Olíustöðin er miðstöð dreif- ingarkerfis félagsins í Evrópu, sém á að fá olíu frá Kuwait við Persaflóa, og verður hún flutt þaðan í 6 risa-oliuskipum til Bantry Bay, og þaðan i minni skipum til ýmissa hafnarbæja i álfunni. Þessi 6 risa-olíuskip, hvert um sig 312.000 lestir, eru skrásett í Líberíu og eru eign dótturfélags hins mikla banda- ríska útgeröarfélags Nationai Bulk Carriers, sem svo aftur hef ir leigt þau Gulf Europe Termin al. Þetta mikla skip „Universe Ireland“ er 345,5 metra langt — 40 metrum lengra en Effelturn inn er hár, og hæðin frá kili til efsta þilfars er 32 metrar eöa á- líka og 10 hæða hús. Hæð á stýr- ishúsi frá kili er 50 metrar. — Geymar rúma 2.25 milljónir olíu fata, en tilsvarandi magn af bensíni myndi fyl'la geyma 10 milljón farþegabfla. Skipið er knúið meö tvöfaldri eim-túrbínuvél og er stjórnkerf- ið ekki með öllu þannig úr garði gert, að skipinu megi stjórna al- gerlega með því að þrýsta á hnappa í brúnni, en svo er líka 52 manna áhöfn á skip- inu. Hraði Universe Ireland er 15.75 hnútar á klst. ______ Eerð milli Kuwait og Bantry Bay tekur tvo mánuði, og er öll risaskipin hafa verið tekin i notkun kemur slíkt skip þangað 10 hvem dag og hver farmur nægir til þess að hráolía sé fyr ir hendi til vinnslu i rúman mánuð miðað við 60.000 fata Olíustöðin kostaði um 1.6 milljarð ísl. króna. Geymamir eru 12 sem fyrr var getið og rúm ar hver 80.000 kúbikmetra. Bantry Bay er í einum feg- ursta landshluta írlands. Víð- tækar ráöstafanir hafa verið gerðar til þess að hindra óhreink un sjávar en ef olía læki í sjó út vegna slysni eða bilunar, verð- ur tekin í notkun dæla sem sog- ar olíuna af yfirborði sjávar og er norsk uppfinning og nefnist tækið Trygve Thunes Oil Re- framleiðslu á dag. cover. (NTB). Stytzti Vietnamfund- urinn í París til þessa mm Fuiltrúar Bandaríkjanna og N Víetnam komu saman á fund f gær í París, en fundir eru haldn ir vikulega og jafnan á miðviku- dögum. Þetta var stytzti við- ræöufundurinn frá þvf sam- komulagslagsumleitanir hófust í maí sl. Og hvorki gekk eöa rak frekar en áður, en samtímis hjaðnar aldrei orðrómurinn um, að viðræður fari fram með leynd og eitthvað kunni að gerast þá og þegar, en hið eina sem virðist nokkurn veginn vfst er, að Bandarfkjastjóm býður að hætta sprengjuárásum á Norður Víetnam, gegn tilslökunum, en stjómin í Hanoi krefst skilyrðis- lausrar stöövunar. Myndin er af Averill Harriman og einum fuM- trúa Norður-Víetnam, Bui Diem. /f' „Heilsuðu Konráði og Gisla, greyið Gísli!" Ur bréfi Jónasar Hallgrimssonar til Brynjólfs í sumar fann Aðalgeir Kristjánsson, skjalavörður safn stór- merkra bréfa Jónasar Hallgrímssonar til vina sinna. Fann, hann þau í sjálenzka landsskjalasafninu f Kaupmannahöfn. í nýútkomnu tímariti Máls og menningar eru þrjú bréfanna til Brynjólfs Péturssonar birt, meinfyndin og skemmtileg, og eitt kvæði Jónasar, áður óþekkt. Hér birtist eitt bréfið úr ritinu, stafrétt: Saurum 28. Apr. 1844 Gleðilegt sumar! Allrahæstvirti dýrmæti Sir! Jeg fer nú að fara með þig einsog Sira Jón Austmann meö Finn — það er að skilja biðja þig auðmjúklega að fyrirgjefa, ”þótt jeg viti ekki hvurnig jeg á að titla þig verðuglega”. Þetta var fallega af sér undið, kunn- ingi! jeg ”syng og dansa” einsog vitlaus skjepna síðan áðan jeg fjekk brjefið þitt; segi þeir nú það verði skítur úr öllum Fjöln- is feðrum; nei nei kall minn! ekki nema í mesta lagi helming- inum; heilsaðu Konráði mínum ástsamlega frá mjer. Guði sje lof að þú ferð nú að minnsta kosti ekki í helvítis jökulámar austur á lands enda; ó hvað jeg hef specúlerað í þjer í dag Brínki, og ekkiert þókt að neinu, nema að móðir þin góð fjekk ekki að lifa þángað til núna f sumar. Fyrsta verkið mitt verður nú að breiða út til fólks heima að þú megir þfn svo mikið hjá stjóm- inni, að — að, — ó hvað þeir skulu reka upp stór augu! Sjálf- ur þarftu nú ekki annað að gjera enn blessaður að láta Iiggja vel á þjer svo heilsan batni enn meir og þú getir lifað enn leing- ur; jeg á vest með fýluna hún vildi fegin gjera útaf við mig. Fiedler sendi mjer ritgjörð sína áðan meö exp(r)ess, hún verð- ur líkl. eitthvað fjegur blöð, jeg skal snara henni á ísl. og senda þjer með næsta pakkapósti, svo hún gjæti komist í þetta ár, ef þið vilduð. Heilsaöu Konráði og gfsla, grejið Gísli! jeg gjet meö aunevu móti rjert bón hans hvað feginn sem jeg vildi; jeg hef verið að bíða eptir and- anum, enn hann hefir ekki vilj- að koma. Sendu mjer ef þú kjemur því við einn blá, jeg gjet ekki orðið gefið undir brjef og ekki aöstaöið þessa Correspond- ance. Jeg var á balli í gjærkvöldi og hálfleiddist hvað kjemur til að vorið getur ekki einuslnni verið rautt, svo sem til dáMti'llar tilbreítingar? Vertu blessaður! J. Hallgrfmsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.