Vísir - 31.10.1968, Blaðsíða 9
VlSIR . FimmtudagKr 31. október 1968.
&
Með stormara á
pj I Grundarfirði er víða fagurt til fjalla að líta. Kirkjufell
ber það einna sérkenniiegastan '•vip, og Helgrindur ber
þar hátt við loft. í lygnu fjarðarins er gott að ieita hafnar
síðan þar var sköpuð aðstaða til landtöku, enda hefur þar
myndazt fallegt og skipulega byggt fiskiþorp með sniði nýrra
tíma.
Jþarna hitti ég Finn Svein-
bjömsson, þvi nær áttræö-
an ungling, fæddan í Króki í
Lárplássj 27. september 1889.
Þar ólst hann upp með foreldr-
um sínum, Sveinbirni Finns-
syni og Guðnýju Árnadóttur.
Faðir hans stundaði landbúnað
og sjó eftir því sem fyrir féll.
Bömin vom átta og heimilið
þurfti margs með.
Finnur byrjaði 12 ára gamall
að skrölta á árabátum frá Lár-
ós eb 1904 réðist hann á skak-
skútu sem gerð var út frá Ólafs-
vík, þá 15 ára gamall.
— Já, ég var aðeins 15 ára.
Skúta þessi hét Matthildur og
henni réði Einar Markússon.
Hann var faðir margra bama,
sem fræg urðu fyrir list sína
og athafnir. T. d. María og
Einar Markan og Einar skip-
herra.
— Hvemig voru þessi fyrstu
kynni þín af sjómennskunni?
— Ég var drullusokkur að
draga miðað við þá vönu, en
mér féll strax vel sjórinn.
Þarna var ég þrjár vertíðir, og
þá var nú farið að lagast með
skakið hvaö fiskinn snerti. Því
næst fór ég á Suðurlandsvertíð,
þá sæmilega hlutgengur sem
dráttarmaður. Við lögðum upp
aflann í Viöey. Strax þegar við
vorum lagztir þar, voru menn
sendir með hafnarbátnum inn
til Reykjavíkur með þvottinn
okkar og jafnframt til aö sækja
brennívín. Þetta líkaði mér illa,
því sumir gættu lítt hófs og
urðu vart vinnufærir, kom þá
starfið mest á okkur hina.
Á þessu skipi var ég aftur
næstu vertíö. Skipstjórinn, Jó-
hann Jónsson, var Breiöfirðing-
ur og hafði flesta háseta. þaöan.
Ekki er ofmælt, að þessi sjó-
sókn var oft slarksöm og all
ógnvekjandi, ekki sízt óvönum.
Þá var ekki rafmagn í skipum
en notazt við olíu og karbít-
lugtir. Margar sögur mætti
segja frá þessu vosi, en þær
yrðu sjálfsagt hver annarri lík-
ar í aðalatriðum. Stundum var
siglt svo að lunning var alltaf
í kafi hléborðsmegin, enda þótt
uppi væru aðeins smápjötlur af
seglum, og þeir sem stóðu viö
dælumar hverju sinni voru
bundnir.
Eftir að veru minni á þessu
skipi lauk fór ég til ísafjarðar
og réðist þar á „Fiskarann".
Það var skúta. sem tilheyrði
verzlun Árna Jónssonar eða
Ásgeirsverzlun eins og hún
var kölluð. Þama var ég háseti,
en síðan stýrimaður næstu þrjú
sumur.
Áriö 1914 tók ég þetta
„pungapróf" sem þá var kallað
og varð að því loknu skipstjóri
á einum af „Ámapungunum“.
Þetta voru óttaleg hom, sem
enginn mundi líta við nú á dög-
um, en á þessu lærði maður
þó sjómennsku og að haga segl-
um, sem því miöur, allt of fáir
viröast nú kunna.
Árið 1916 keypti ég ásamt
tveim Isfiröingu.,1 skakbát frá
Noregi, sá var með hjálparvél.
Sameignin gekk ekki betur en
það, að veturinn eftir seldum
við útgerðina og réðist ég þá
tll hinna Sameinuðu íslenzku
verzlana og fór sem skipstjóri
á „Fiskarann“.
Ár i.. 1921 gekk ég í hjóna—
band með HöIIu Halldórsdóttur,
höfum við síðan verið samferða
á lífsleiðinni, eignazt 5 börn
og þar af eru 4 á lífi. Ánnan
son okkar misstum við 1959,.
bá 25 ára gamlan. Sjórinn vildi
hann, þótt aldrei hefði hann
lyst á mér.
Fyrsta hjúskaparárið vorum
við búsett í Stykkishólmi en
keyptum þá kotið Spjör í
Stykkishólmi, konan mín var
hneigð til búskapar, enda komu
þau umsvif öll í hennar hlut,
því ég var oftast bundinn sjón-
um. Ég var þó jafnan síðan
kenndur við kotið og kallaður
Finnur í Spjör.
— Hvenær hættir þú sjósókn?
— Ég stundaöi sjó að stað-
aldri fram til 1947, eftir það
fór sóknin að linast og ég fór
að fullu í land 1949—1950. Þá
hafði ég reynt flestar þær að-
ferðir, sem notaðar voru á
þeim tímum við /iskiveiðar hér
við land. Á minni sjómannsævi
var ég oftast bátsráðandi, eftir
að hafa náð þeim réttindum er
til þess þurfti. Aldrei lenti ég i
neinum þeim háska, að drægi til
slysa. Veöur slík sem þau er
voru úti fyrir Vestfjörðum í
vetur, þegar sjóslysin uröu og
brezku togararnir fórust, hef ég
aldrei reynt, það er að segja
þessi gífurlegu frost.
Oft fyrr á árum hafði maður
áhuga á að sækja undir högg.
Allir ungir hafa gott af að
mæta einhverju misjöfnu svo
af því fái þeir lært.
— Eina sjóferðasögu, Finnur?
— Ýkjusögu meinar þú.
— Nei. ekki get ég látiö mér
detta í hug neinar ýkjur, þótt
á jafnlöngum sjómannsferli hafi
eitthvað það við borið, sem mér
er forvitni á að heyra.
— Við fórum út frá ísafirði
á annan í hvítasunnu. Ég var
þá meö einn af „Ámapungun-
um“, sem GERPIR hét. Þetta
var einmastraður koppur, frem-
ur lítill Við lögðum út í sunnan-
golu og héldum austur fyrir
Straumnes, þar var oft fiskivon
á vorin.
Þama erum við að flækjast
til og frá I fjóra sólarhringa
og fáum reytingsafla. Þessa
síðustu nótt átti ég vakt á
dekki, en segi við stýrimann-
inn um leið og ég fer niður kl.
4, að láta mig vita ef veðra-
brigði verði. Við höfðum þá
ekki haft landkenningu i tvo
sólarhringa. Á 7. tímanum um
morguninn vakna ég við mikil
læti og báturinn kastast sitt á
hvað. Ég lit upp og sé, að þeir
eru farnir að rifa. Nú galla ég
mig og fer svo upp á dekk,
læt „heisa“ forseglin og slá
—.dir stormklýfir. Þá er komið
norðaustanrok. Þegar búið er
að slá undan er augljóst að
skipið þolir ekki þessi segl. Ég
læt þá taka niður fokkuna og
binda pikkinn á stórseglinu.
Þegar viö höfum lensað í
klukkutíma fáum við landkenn-
ingu. Ég hafði hugsað mér að
fara inn á Aðalvík, en tapa
strax aftur landinu. Þegar kom-
ið er á að gizka móts við Fljót-
in er ekkj lengur fært að lensa.
Ég læt þá leggja skipinu út
Finnur Sveinbjörnsson
Stav
O
um, með stormara á stag, og
hífa upp pikkinn, en taka þriöja
rif í stórseglið. Þegar viö höf-
um legið stundarkom, sjáum
við hafísjaka skammt frá okk-
ur til hlés og virðist drífa beint
á hann, en skammt sást vegna
dimmviðris.
Nú var ekki um annað að
gera en heisa fokkuna < lensa
undan fyrir jakann, læt ég
mann vera á varðbergi og held
svona þar til ég hygg að við
séum komnir vestur fyrir
Straumnesröst, þá legg ég hon-
um aftur til út um. Þetta lán-
aðist furöanlega, en ég hafði
látið binda mig viö stýrið, þeg-
ar við byrjuðum aftur að lensa.
Þá vom ekki stýrishús á þess-
um skipum. Ekki höfðum við
heldur dýptarmæli ðg varð því
að mæla dýpið með blýlóði, þótt
ekki væri álitlegt á litlum bát
í þvílíku veðri úti á opnu hafi.
Hvarf ég þó frá því ráði að leita
lands í Aðalvík.
Svona lágum viö fram til kl.
3 um nóttina, þá fyrst þorði ég
að hálsa yfir, enda fór hann
nú að slaka. Við sigldúm svo
hálfan vind og fáum fyrst land-
sýn af Barðanum. Þegar kom
upp á Miðslæði, verðum við
varir viö þrjá hafísjaka út af
Dýrafirði svo það er ákveðið
að lensa suður fyrir Látrabjarg.
Þá er komið bezta veiðiveður
og fylltum við bátinn á þrem
dögum.
Nú höfðum við verið úti því
nær tvær vikur, vestan gola var
á og héldum við áleiðis til ísa-
fjarðar. Þegar kemur inn í Djúp-
ið móts við Bolungarvík gerir
logn og liggjum við þar í 3
tíma. Þá kemur gufubáturinn
„Ásgeir litli“ innan frá ísafirði,
leggur upp að síðunni og segist
vera kominn til að sækja okkur.
Við skildum þetta ekki vel,
þótt fegnir yrðum, því engar
fregnir vissum við til, aö frá
okkur hefðu borizt. — Jú, það
hafði verið hringt frá Bolungar-
vík og sagt, að einhver Áma-
báturinn lægi þar í logni.
Þegar við lögöumst að bryggju
á ísafirði var þar kominn Ámi
sjálfur til að taka á móti okk-
ur og þóttist hafa úr helju
heimta. En þá hafði verið farið
að reka á fjörur brak úr ein-
um báta hans og var talið að
það mundj vera úr Gerpi.
Á sömu slóðum og við vomm
í upphafi velðiferðar, austan '•
Straumness, var einnig annar 2
bátur. Hann hét GUNNAR. |
Þessi bátur kom aldrei að landi
síðan, en hafði farizt inni á Að-
alvík.
— Hvað segir þú svo um sjó-
sókn fyrr og nú? )
— Það er mjög ólíku saman
að jafna. Ég er hræddur um að
kosturinn eins og hann var um *
borð í skútunum í gamla daga
þætti þunnur núna — rúgbrauð,
smjörlíki, þegar bezt lét kjöt
einu sinni í viku, og svo fisk-
urinn. Það er leikur einn að j
verjast áföllum mlðað við þaö
sem áður var, öllum útbúnaði
og eftirliti er hvergi samlíkj-
andi nú og þá.
— Hvað viltu svo segja að
lokum?
— Hefði þjóðin kunnað að
meta þau gæði, sem henni féllu
í hlut eftir síðustu heimsstyrj-
öld, væri margt á annan veg
en nú er.
Eyðsla peninga án sjáanlegs |
ávinnings hefur verið hóflaus. 5
Þ.M.
m sm:
Mundir þú telja það þér
til minnkunar að fara á
Klepp?
Pétur Jónasson, verzlunarskóla
nemi: — Nei. Alls ekki. Samt
eru fordómar almennings gagn-
vart geösjúkum gífurlegir, og
þyrfti það að breytast.
Bjöm Loftsson, handavinnu-
kennari: — Nei-nei. Þetta er
bara heilsuleysi, en aðbúnaður
er alls ekki nógu góður af hálfu
hins opinbera.
Hrafn Gunnlaugsson, útvarps-
maður 0. fl.: — Eins og skoðun
almennings er á málinu, mundi
ég telja mér það minnkun.
og hver önnur veiki sem engum
er minnkun að, og mér er sagt
að aðbúnaður sé góöur á Kleppi.
Guðrún Komerup-Hansen,
húsfrú: — Nei, hreint ekki.
Geðveiki er sjúkdómur og þarfn-
ast lækningar eins og allir aðrir
sjúkdómar.
Ástríöur Pálsdóttlr, háskóla-
stúdent: — Nei, geðveiki er
eins og hver annar sjúkdómur.
Og nú virðist almenningsálitið
fara batnandi.