Vísir


Vísir - 31.10.1968, Qupperneq 16

Vísir - 31.10.1968, Qupperneq 16
VÍSIR Fimmtudagur 31. október 1968. 70 keppendur á haustmóti Taflfélagsins Bj'órn Sigurjónsson varð skákmeistari félagsins Skákmeistari Taflfélags Reykja- víkur varð að þessu sinni Bjöm Sigurjónsson. Hann sigraði á haustmóti félagsins, sem nýlega er iokið. Sjötíu keppendur luku keppni á mótinu. þar af voru 24 í meistara- flokki. Tefldar voru niu umferðir eftir Monrad-kerfi og hlaut. Björn 71/2 vinning Annar varð Björn Víglundsson með 7 vinninga og í þriðia til fjórða sæti þeir Björn Theódórssc.: og Gylfi Magnússon með 6 vinninga hvor. Sextán þátttakendur voru í 1. flokki og bar Jóhann Þorsteinsson sigur úr býtum með 7y2 vinning úr niu skákum. Sigurvegarar i 2. flokkj urðu i a-riðli þeir Steingrimur Steinþórs- 'on og Kristján Guðmundsson með 6 vinninga af S skákum, en í b- riðli Helgi Jónsson og Sigurður Sigurjónsson með 6y2 vinning. Unglingameistari Taflfélagsins v-'.rð Ögmundur Kristinsson. Taflfélagið efnir til hraðskáks- móts í Skákheimilinu á sunnudag og á fimmtudaginn í næstu viku hefst bikarkeppni TR á sama stað. ®£K ■mwbwb nswrnr ^i.rTi.iiiw/snn.r.gR „ALLAVEGA ÁHUGI Á AÐ VERNDA vagnaleiðirnar bættar? Þannig hljóðaði fyrsta spurn- ingin af tæplega tuttugu á þriðja hverfafundi borgarstjórans, Geirs Hallgrímssonar með íbú um Mela- og Vesturbæjarhverfa að Hótel Sögu í gær. Fundur- inn var hinn fjörlegasti og komu fram á honum margar spurning ar, sem höfðu komið til umræðu á hinum fundunum tveimur. Um þjónustu Strætisvagna Reykjavíkur hefur verið spurt á öllum fundunum. Endurskoð- un á leiðakerfi SVR stendur nú, en ekki er búizt við, að nýtt leiðakerfi taki gildi fyrr en næsta vor. — Ég vona þó, að Hagabúar verði þá með bros á vör, sagði borgarstjóri á fund Borgarstjóri svarar fyrirspurnum í gæj. Fundarstjóri var María Pétursdóttir, hjúkrunarkona, fund- inum í gær- SVR á við ™]°®aj.ritari Agnar Friðriksson, stud oecon. serstakt vandamal að stja. Viö- 1 ° ^ stétta og gatna. Minna var þó skiljanlega spurt um gatnafram framkvæmdir í þessum borgar- hluta, en í þeim tveim, þar sem fundir hafa þegar verið haldnir, enda hefur að mestu verið geng ið frá öllum götum í þessum borgarhluta. Borgarstjóri sagði að fram- kvæmdir við ráðhúsið yrðu ekki í bráð. Kæmi þar tvennt til. Annars vegar efnahagsástandið, sem réttlætti ekki að hefja slíka framkvæmd nú og svo, að áhugi væri um það innan ráðhúsnefnd- ar og borgarstjórnar að skapa meiri einingu meðal borgarbúa um ráðhúsið, þetta sameiningar tákn borgarinnar. Æskilegt væri að sami einhugur um ráðhúsið ríkti meðal borgarbúa og innan borgarstjórnar. Þar varð enginn ágreiningur um staösetningu ráð hússins og teikningar þess voru samþykktar með 12 atkv. af 15. — Hann sagði það vera mikið matsatriði hve langt ætti að vera milli sjoppa og skóla. Skólar væru um alla borgina og sömuleiðis verzlanir. Frágangur opinna svæða ætti að koma í kjölfar gatnagerðarfram- kvæmda. Hvers vegna hafa málefni yngstu borgaranna í gamla Vest- urbænum gleymzt? spurði móðir við Ránargötu. Engin leiksvæði eru í hverfinu og því ekkert nema gatan fyrir börnin við »->■ 10. síöa. Hafa lögregluþjónar meiri áhuga á Nixon og Humphrey en umferðinni? — Við áttum öll að mæta H-deginum í vor með bros á vör, en það var erfitt fyrir okkur Hagabúa. Frá þeim degi voru tvær strætisvagna- leiðir í hveríinu, leið 19 og 20 stórlega skertar. Hvenær verða strætis- skiptavinum hefur fækkað úr 18 milljónum í 12 milljónir á fáum árum á sama tíma og svæðið sem þjóna þarf hefur aukizt stórlega. Önnur mál, sem alls staðar virðast vera ofarlega á baugi, voru ráðhúsmálið, sjoppur í ná- grenni skólanna, frágangur op- inna svæða frágangur gang- ATKVÆÐIÐ" Þriðji hverfafundur borgarstjóra / gær. — Nær 600 milijóna halli í september Vöruskiptajöfnuðurinn var í septembermánuði óhagstæður um 588 milljónir króna. Útflutningur- inn nam um 300 milljónum, en innflutningurinn 888 milljónum. Útflutningur í mánuðinum var svipaður og í sama mánuði í fyrra, en innflutningur niikiu meiri. Hinn óvenju mikli innflutningur stendur í sambandi við álagningu 20% innflutningsgjaldsins, sem ollj því, aö margar vörusendingar voru tollafgreiddar fyrr en ella heföi orðið. Innflutningsgjaldiö er ekki talið með í verðmæti inn- fluttrar vöru. Vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd hefur verið óhagstæður um 2,7 milljarða fyrstu níu mánuði þessa árs. Fjölmenni var á fundinum í gær, eins og tveimur fyrri fundum. Á myndinni sjást m. a. Gísli Hall- dórsson, arkitekt og Ragnar Jónsson f Smára. Þriggja ára áætlun um ferðamál: 300 milljónir í gjaldeyris- tekjur alltof lítið' í // Fjórir þingmenn hafa lagt fram tillögu á Alþingi, þar sem gert er ráð fyrir þriggja ára áætlun Lídó verður gert aí diskóteki með mjólkurbar fyrir unga fólkið ■ Gert er ráð fyrir, að Lídó taki til starfa á vegum Æskulýðsráðs um áramótin. Unnið er nú að endurbótum og lítils háttar breytingum á húsinu. Jafnframt er verið að skipuleggja starfsemina sem par a að fara fram. Talaði blaðið í morgun við Reyni Karlsson framkvæmda- stjóra Æskulýðsræðs, sem veitti þessar upplýsingar. Sagði hann ennfremur að í Lídó yrði reynt .ð hafa starfsepii fyrir alla ald- ursflokka og væntanlega skemmta unglingarnir sér í mis- munandi flokkum eftir aldri. „1 Lídó verður fyrst og fremst um stórar samkomur að ræða eins og dansleiki þjóðlagakvöld og þar verður diskótek, en ennþá er 'þetta allt í deiglunni. Ég geri ráð fyrir að um einhverjar veit- ingar verði að ræða t. d. mjólk- urbar en ekki í því horfi, eins og þegar veitingahúsið var rekið' sem matsölustaður á kvöldin.“ Þá sagði Reynir að verið væri að endurnýja teppi. gard- ínur og húsgögn í húsinu og salnum er skipt niður til þess að gera hann vistlegri. Arkitekt- inn Manfreð Vilhjálmsson legg- ur á ráöin um breytingar á hús- inu. Starfsemi Æskuiýðsráðk að Fríkirkjuvegi mun fara fram á sama hátt og undanfarna vetur, t. d. með opnu húsi og ekki brcytast við tilkomu Lídó. um ferðamál. Stefnir áætlunin að því að margfalda ferðamanna straum til landsins á áætlunar- tímabilinu og skapa sem traust- astan grundvöll að því að gera ísland að ferðamannalandi. Flutningsmennirnir gera ráð fyrir stofnun níu manna nefndar, er kanni málið og skili áliti snemma á næsta ári, svo að Alþingi geti fjallað um það og bvrjunarfram- kvæmdir hafizt á næsta ári. Beinar gjaldeyristekjur þjóðar- ínnar vegna ferðamála munu nú vera um 300 milljónir króna á ári eða þnapplega sú upphæð, sem landsmenn sjálfir verja til ferða- laga erlendis á ári hverju. Þingmennirnir benda á ýmsar leiðir til aukningar ferðamanna- ,straumsins, svo sem skipulagða landkynningar- og auglýsingastarf- semi, samgöngubætur 'um óbyfegö- ir og stóraukna laxfiskarækt. At- hugaðir verði möguleikar á eriendu lánsfjármagni til að hrinda áætlun- inni í framkvæmd.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.