Vísir


Vísir - 12.11.1968, Qupperneq 8

Vísir - 12.11.1968, Qupperneq 8
8 VIS IR . Þriðjudagur 12. nóvember 1968. VISIR Otgef&ndi Reyklaprent teJ. Fra'nKvavndaatjðri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjóri: AxaJ rhorsteinson Fréttastjórl lón Birgir Pétursson Ritstjórnarfuiltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Malstræt: 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: l "íugavegi 178. Simi 11660 (5 linurl Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðla Visis — Edda hi. Hvað fákna orðin? Tveir mætir menn skrifuðu greinar um sósíalisma í dagblöð í haust. Þótt þeir rituðu báðir um sama orð- ið, rituðu þeir um gerólík hugtök. Ólafur Bjömsson prófessor talaði um sósíalisma sem þá efnahagsstefnu, sem framkvæmd er í ríkjum Austur-Evrópu. Þor- steinn Thorarensen rithöfundur talaði hins vegar um sósíalisma sem almenna mannúðarstefnu. Ef farið er eftir skilgreiningu Ólafs, verður að telja, að sósíalistísk stefna ríki ’cki á Norðurlör.dum, þótt jafnaðarmenn hafi verið þar við völd í áratugi. Og sé farið eftir skilgreiningu Þorsteins, eru allir ís- ) lenzku flokkarnir sósíalistískir, Sjálfstæðisflokkur- V inn sem aðrir. Svona geta skilgreiningar skipt miklu máli. Enginn hefur einkarétt á réttri skilgreiningu orða. Raunverulega höfðu báðir höfundarnir rétt fyrir sér, því að hvor um sig skýrði út, hvað hann ætti við með orðinu sósíalismi. Lesendur vissu því, um hvaða hug- tak var verið að ræða. Þessa kurteisi sýna ekki allir ireinahöfundar. Margir nota orð eins og sósíalismi og kapítalismi, afturhald og framsókn, vinstri og hægri, án þess að nokkur viti, hvað þeir eiga við með þess- nm orðum. Þótt erfitt sé að ákveða, hvað sé sósíalismi og hvað ekki, er tiltölulega auðvelt að ákveða, hvort eitthvað ié sósíalistískara en annað, því að þá er aðeins um afstætt mat að ræða. Það er t. d. erfitt að segja, hvort vinstristjómin á ámnum 1956—1958 hafi haft sósíal- istíska stefnu og hvort viðreisnarstjómin á ámnum 1959—1967 hafi haft kapítalistíska stefnu. Hins vegar er auðvelt að sjá, að vinstristjórnin var að minnsta kosti sósíalistískari en viðreisnarstjórnín, því að hin síðamefnda afnam innflutnings- og fjárfestingarhöft. En hún innleiddi varla neinn kapítalisma. Miklu frem- ur er hægt að segja, að hún hafi dregið úr sósíalism- anum, sem hefur gegnsýrt íslenzkt atvinnulíf frá kreppuárunum. Það merkilega er nefnilega, að íslenzkur þjóðarbú- skapur er sósíalistískari en þjóðarbúskapur þeirra Norðurlanda, sem hafa haft jafnaðarmannastjóm ára- tugum saman. Ef einhver vildi koma á hér á landi hlið- stæðum skilyrðum einkarekstrar og gilda á Norður- löndunum, yrði hann samstundis úthrópaður sem kapítalisti. Það sem hér er kallað kapítalismi er sósíal- ísmi hjá Norðmönnum, Dönum og Svíum. Þar láta jafnaðarmannaleiðtogarnir sér nægja áætl- anarbúskap í atvinnulífinu, en hér er það í enn meira mæli ríkisrekið. Lánsfjárútvegun, uppbætur og styrk- ir, gengisbreytingar, — allt atriði í höndum hins op- inbera, eru þyngri á metunum í rekstri fyrirtækja, en hvort forstjóri þess stendur sig vel eða ekki. Þess vesna er ekki ástæðulaust að biðja menn um að vara sig á nafngiftum og athuga heldur slagorða- ( laust, hvaða ástand liggur að baki nafngiftanna. / ai Þjóðflutningar vorra tíma • Það vekur jafnan athygli, er fólk austan tjalds reynir að slíta af sér f jötrana og komast þanga'ð, sem lýð- ræði ríkir, en líklega hefur það farið fram hjá mörgum, enda Iítið verið um það birt, .að margir komast til dæmis heim til Þýzkalands friðsam- Iega frá hinum ýmsu löndum Austur-Evrópu. Og það fólk, sem þannig kemur, er fyrst Iátið fara í flóttamannabúðir í Göttingen og Niirnberg. Alls hefur um hálf milljón manna af þýzkum uppruna látið skrá sig hjá Alþjóða Rauða krossinum til þess að komast til síns gamla ætt- lands. Verður hér sagt nokkru nánar frá þessum þjóðflutn- ingum vorra tfma. Þjóöverjar þeir, sem búa í löndum Austur-Evrópu og fá heimild til að setjast aö í Vest- ur-Þýzkalandi, koma fyrst við í sérstöikum flóttamannabúöum í Göttingham og f Nilmberg, þeg- ar komið er vestur fyrir jám- tjaldið. Á síðasta ári fiuttust um 26,000 manns að austan til Vest- ur-Þýzkalands og hittu þannig ættingja sfna, sem iafnan ieitast við að taka á móti slíku fólki. Þótt þetta sé allstór hópur, er hann aðeins brot af 500,000 manna fjöida af þýzkum upp- runa, sem hefur látið skrá sig hjá Rauða krossinum í hinum ýmsu löndum Austur-Evrópu, til að gefa til kynna, að þaö óski að hafa vistaskipti. Ógerningur er að segja með vissu, hversu margir menn af þýzku bergi brotnir eru búsettir í Austur- og Suðaustur-Evrópu. Fólk þetta er búsett milli Oder- Neisse-línunnar og Hvíta-Rúss- lands, milli Svartahafs og Eystra salts og hefur yfirleitt borgara- rétt í því landi, sem það er bú- sett f. Langflestir þeirra 26,000 manna, sem fengu heimild tií að flytja vestur á síðasta ári, voru úr þeim héruðum Austur- Þýzkalands, sem nú eru undir stjórn Pólverja. Um 200,000 manns óskar að flytjast frá Póllandi til Vestur- Þýzkalands. Þar sem stjórnin I Varsjá levfir ekki aðeins óvinnu færu fólki að fara úr landi, held- ur og mönnum, sem vel geta unnið fyrir sér, hefur gengið bezt að sameina fjölskyldur frá Póllandi ættingjum í heimaland- inu. í þessu efni lætur sambands stjórnin í Bonn einskis ófreistað við að koma fólki fyrir og leysa fjárhagsvandræði þess, unz það er komið í fasta vinnu. Þannig greiöir sambandsstjómin far- gjöld þessa fólks frá Oder- Neisse-lfnunni og til Þýzkalands, og hún greiðir einnig öll þau háu leyfisgjöld, sem pólsk stjómarvöld krefjast í sambandi við brottflutning fólks. Þar sem hér er yfirleitt um mjög efna- lítið fólk að ræða, veitist því erfitt að afla fjár til að greiða gjöldin. og sást það fljótt sum- arið 1967, þegar Pólverjar hækk- uðu þau skyndilega. Minnkaði þá aðstreymið til Þýzkalands snögglega. en nú hefur það auk- izt aftur. Stjómarvöld í Bonn telja sig hafa rökstudda ástæðu til að ætla, að austan járntjalds búi um það bil 3,2 milljónir manna af býzkum unpruna, og sé um það bil fjórðungur búsettur í Efri-Slesíu, sem Pólverjar ráða og skrá þetta fólk þar sem heimamenn. Áætlað er, að í Tékkóslóvakíu sé tala Þjóðverja um þaö bil 160,000 — stjórnin í Prag segir, að þeir séu um 134.000 — í Ungverjalandi 250,000 manns og í Rúmenfu 384,000 manns. Þjóðverjamir f Rúmeníu — Siebenburgen-Saxar og Banat-Svabar, eins eru oft kallaðir — eru undantekningar- laust rúmenskir ríkisborgarar. Þar í landi hafa 71.000 manns af þýzkum uppruna látið skrá sig til flutnings til Þýzkalands, ' en flutningar þaðan hafa gengið • treglega — aðeins komu 440 ár- ið 1967, en árið 1966 voru þeir 600. Þeir, sem hafa gert sér von , ir um, að það mundi flýta fyrir heimflutningi Þjóðverja, að, stjómin í Bonn tók upp stjórn- málasamband viö Rúmeníu, hafa j orðið fyrir nokkrum vonbrigð- i um. Tékkar hafa á hinn bóginn ver ið örlátari á leyfi til brottflutn- : ings úr landi sínu. Hafa stjóm- i völd þar veitt 54.000 slfk leyfi á síðustu árum eða öllum, sem ; sótt hafa um brottfararleyfi. En ekki er sopið kálið, þótt f ausuna : sé komið, því aö tékknesk ; stjómvöld krefjast hárra gjalda fyrir afhendingu nauösynlegra j skilrfkja til brottflutnings, og ■ þau veitist mönnum erfitt að ‘ greiða. Eru leyfisgjöld þessi mis- há frá 400 tékkneskum krónum i upp í 10.000 — en tékkneska , krónan jafngilti ísl. kr. 7.90 eöa þar um bil. Gert er ráð fyrir, að í Sovét- ríkjunum búi um milljón manna ■ af þýzkum uppruna. Megniö af þessu fólki átti heima í Eystra- saltsríkjunum og Memelhérað- ' inu, en auk þess hafa lengi verið ■ smáhópar þýzks fólks í ýmsum ■ lýðveldum Sovétríkjanna. En þeir eru tiltöilulega fáir, sem fá • að flytjast úr Sovétríkjunum — j í fyrra komu um 100 á mánuði ; þaðan, og á fyrsta fjórðungi þessa árs voru þeir aðeins 184. i Nær enginn Þjóðverji, sem bú- : settur var í þeim hluta Austur- '. Prússlands, sem nú er undir beinni sovétstjóm, hefir fengið heimild til að flytja þaðan — frá : stríðslokum hafa aðeins 130 I manns, sem bjuggu í Köngsberg , og grennd, sem nú heitir Kalinin ! grad, fengið heimild til að flytj- ast vestur til Þýzkalands. I Og enn í dag bíður útlegð margra Tékkneskt flóttafólk nýkomið frá Vínarborg. Myndin tekin á Kennedy-flugvelli í New York.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.