Vísir - 12.11.1968, Síða 9
V í SIR . Þriðjudagur 12. nóvember 1968.
9
Útflutningsverðmætin eins og 1956
*
B „Yið teljum æski-
legt að tollabreytingar
eigi sér stað í áföngum
eftir þessa gengislækk-
un. Það myndi skapa iðn
aðinum betri aðstöðu“,
sagði dr. Jóhannes Nor-
dal, seðlabankastjóri að-
spurður á fundi með
blaðamönnum í gær, þeg
Seðlabankastjórarnir dr. Jóhannes Nordal og Davíð Ólafsson á fundi með blaðamönnum í
gær.
— Sýnir hve erfiðleikarnir eru miklir, sagði
dr. Jóhannes Nordal á blaðamannafundi
í gær, þegar hann tilkynnti nýja gengið
ar hann tilkynnti nýja
gengið. „Það er þó ekki
í verkahring Seðlabank-
ans að ákvarða tolla-
breytingar.“
Dr. Jóhannes sagði að
nettógjaldeyrisstaðan væri
nú fyrir neðan núll. Engir
lánasamningar hafa verið
gerðir vegna gengislækkunar-
innar, „hvað sem síðar kann
að verða“.
Reiknað er með því að inn-
flutningur muni minnka um
15—17% (miðað við óbreytta
gengisskráningu) vegna geng-
islækkunarinnar. Innflutning-
urinn hefur dregizt saman
um 20% á þessu ári vegna
síðustu gengislækkunar.
Dr. Jóhannes upplýsti, að
útflutningsverðmætin í ár
yrðu örlítið hærri en þau
voi;u áriö 1956. Þessi tala
týnir hve erfiðleikamir eru
miklir. Slíkt ifnahagsáfall
hefur ekki komið fjmir
nokkra þjóð, sem stendur
nærri okkur efnahagslega. —
Hann var spurður hvort hann
teldi að rekja mætti þetta
mikla afall til stefnu ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmál-
um. Hann svaraði því neit-
andi, en bætti við aö óeðlilegt
væri þó að aðhyllast stefnur
ríkisstjómar eins og trúar-
brögo. Stefna hlyti að breyt-
ast nokkuð með breyttum
viðhorfum.
í upnhafi blaðamannafund-
arins gerði dr. Jóhannes eft-
irfarandi grein fyrir gengis-
lækkuninni:
B Dollarinn á 88 kr.
Bankastjórn Seðlabankans hef
ur, að höfðu samráði við banka-
ráð og að fengnu samþykki ríkis
stjórnarinnar, ákveðið nýtt
stofngengi íslenzkrar krónu, og
tekur það gildi frá kl. 9 á morg
un, hinn 12. nóvember 1968.
Er í dag að vænta staðfestingar
stjómar Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins á ákvörðun þessari.
Hið nýja stofngengi er 88,00
fslenzkar krónur hver banda-
rískur dollar, en það er 35,2%
lækkun frá því gengi, sem í
gildi hefur verið. Jafnframt hef
ur verið ákveðið, að kaupgengi
hvers dollars skuli vera 87,90
krónur og sölugengi 88,10, en
kaup- og sölugengi annarra
mynta f samræmi viö það. Ráð-
gert er, að Seðlabankinn birti
fyrir opnun bankanna á morgun
þriðjudaginn 12. nóvember, nýja
gengisskráningu fyrir allar
myntir, er skráðar hafa verið
hér á landi að undanfömu, en
þangað til slfk gengisskráning
hefur verið birt, helzt sú stöðv
un gjaldeyrisviðskipta, er til-
kyn var af Seðlabankanum í
gser.
í tilefni þessarar gengisbreyt-
ingar vill bankastjórn Seðla-
bankans láta fara frá sér eftir-
farandi greinargerð:
B Orsökin ekki óeðli-
leg þensla innan-
lands.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að útflutningsfram-
leiðsla íslendinga hefur á und-
anförnum tveimur árum orðið
fyrir meiri áföllum og erfið-
leikum en um áratuga skeið.
Orsaka þessara vandamála er
ekki, eins og svo oft áður, sér-
staklega að leita f óeðlilegri
þenslu innanlands á þessu tíma-
bili eða meiri hækkun fram-
leiðslukostnaðar hér á landi en
f nágrannalöndunum, er dregið
hafi úr samkeppnishæfni at-
vinnuveganna, heldur hefur hér
átt sér '■tað gjörbreyting í ytri
skilyrðum þjóðarbúskaparins,
einkum a"abrögðum og útflutn-
ingsverðlagi, sem íslendingar
fá lítt eða ekki við ráðiö. Hafa
þessi umskipti orðið þeim mun
tilfinnanlegri, að þau hafa kom
ið í kjölfar mikilla veltiára, þeg-
ar útflutningsframleiðsla var 6-
venjulega mikil og verðþróun
afurða hagstæð. og hö.fðu lífs-
kjör, tekjur og allur innlendur
kostnaður hækkað fyllilega til
samræmis við þá miklu tekju-
myndun, er því fylgdi.
B 45% minnkun í út-
flutningi frá 1966.
Séu bornar saman útflutnings
tekjur árið 1966 og síöustu á-
ædanir um útflutning á þessu
ári, má öruggt telja. að átt hafi
sér stað á þessum tveimur ár-
um lækkun útflutningsverðmæt-
is, er nemi í heild sem næst
•i5%, ef miðað er við óbrevtt
gengi á dollar. Viö þetta bætist
svo, að erlendur kostnaður sjáv
arútvegsins hefur lækkað til-
tölulega lítið, þótt framleiðslu-
verðmæti hans hafi minnkað,
svo að nettó-gjaldeyristekjur af
starfsemi hans hafa lækkað enn
meir, eða ekki um minna en
55% frá því, sem þær reyndust
á árinu 1966. Hefur þessi sam-
dráttur verið að koma fram
jafnt og þétt á undanförnum
tveimur úrum, og er orðið ó-
hjákvæmilegt að horfast í augu
við það, að litlar vonir viröast
til þess, að um mikinn eða skjót
an bata geti orðið að ræða á
næstunni, hvorki í aflabrögðum
né verðlagi á erler ’ -m mörkuð-
um.
Aðgerðir í efnahagsmálum á
þessu tímabili hafa stefnt að
því að draga úr áhrifum tekju-
missisins á lífskjör þjóöarinnar
og atvinnu, og hefur það verið
gert í þeirri von, að erfiðleik-
arnir yrðu skammvinnari en
raun ber vitni. Hefur þetta ver-
ið gert með því að halda uppi
meiri eftirspurn innanlands en
tekjur þjóðarbúsins hafa raun-
verulega leyft, en mismunurinn
hefur verið jafnaður með notk-
un hins mikla gjaldeyrisvara-
sjóðs, sem fyrir var, svo og
með erlendu lánsfé, einkum því
sem komið hefur inn vegna stór
framkvæmdanna við Búrfell og
í Straumsvík. Jafnframt hefur
verið gripið til margvíslegra ráð
stafana til þess að aðstoða sjáv-
arútveginn og tryggja áfram-
haldandi rekstur hans, þrátt fyr-
ir sívaxandi örðugleika, sem
hinn stórfelldi tekjumissir hef-
ur haft í för með sér.
fl Allt í hættu sam-
tímis
Eftir þvi sem lengra hefur lið
iö, hefur þó reynzt erfiðara að
verja þjóðarbúið fyrir afleiðing-
um þeirra algjöru umskipta,
sem átt hafa sér stað í sjávar-
útveginum. Hafa þv£ samdráttar
áhrif þau, sem áttu sér upptök í
lækkandi útflutningstekjum,
smám saman breiðzt út um hag-
kerfið og stöðnun og síðar sam-
dráttur fylgt í kjölfarið. Með
versnandi greiðslujöfnuöi og
minnkandi gjaldeyrisforða hef-
ur svigrúmiö til þess að halda
uppi eftirspurn og atvinnu
minnkað jafnt og þétt. Er nú
svo komið, að allt er í hættu
samtímis: greiðslustaöa og efna
hagslegt örvggi þjóðarinnar út
á við, lífskjör almennings og
skilyrðin fyrir því, að hægt sé
að tryggja nægilega atvinnu.
Til þess að bægja þessum hætt
um frá dyrum e,r óhiákvæmilegt
að nú verði gripið til róttækra
efnahagsráðstafana er hafi það
meginmarkmiö að skapa atvinnu
vegunum á ný viöunandi afkomu
og vaxtarskilyrði. Er það skoöun
bankastjórnar Seðlabankans, að
gengisbreyting hljóti að verða
einn meginþáttur slíkra ráðstaf
ana, enda veröur ekki séð, að
unnt sé eftir öðrum leiðum að
ná þeim markmiðum, sem nú
eru brýnust tslenzkum efnahags-
málum, en þau eru bætt atvinnu
skilyrði aukin framleiðsla og hag
stæður greiðsluiöfnuður við út-
lönd.
Sú gengislækkun, sem nú hef
ur verið ákveðin, mun í fyrsta
lagi skapa útflutningsatvinnu-
vegunum á ný viðunandi rekstr-
argrundvöJl, svo að tryggt verði
að öll tækifæri til framleiðslu-
aukningar, betri nýtingar og fjöl
breyttari framleiðslu, verði not-
uð til hins ýtrasta. Við ákvörðun
gengisins hefur verið að þvt
stefnt, að sjávarútvegurinn verði
rekinn hallalaust og án rekstrar-
styrkja, og hefur þar m.a. verið
stuðzt við víðtækar upplýsing-
ar um afkomu hans. sem einkum
hefur verið unnið að á vegum
Efnahagsstofnunarinnar.
B Iðnaðinum hvatn-
ing til útflutnings.
Gengisbreytingunni er þó
vissulega ekki einungis ætlað að
bæta stöðu sjávarútvegsins, held
ur mun hún einnig hafa örvandi
áhrif á fjölmargar aðrar fram-
leiðslugreinar, einkum í iðnaði,
þar sem hvatning til framleiðslu
aukningar og til útflutnings ætti
að skapast í skjóli hagstæðara
gengis. Ahrifamáttur gengis-
breytingar er fyrst og fremst í
því fólginn að hún breytir hlut-
föllunum á milli innlends og er-
lends kostnaðar f öllum greinum
þjóðarbúskaparins, jafnt í fram
leiðslu sem neyzlu. Hvarvetna
hvetur hún til meiri gjaldeyris-
ölfunar, jafnframt því sem öll
verðhlutföll færast íslenzkri
vöru og þjónustu í hag. Það er
einmitt slíkur tilflutningur eftir-
spurnar frá erlendum til inn-
lendra framleiðsluþátta, sem er
nauðsynlegur til þess, að jafn-
vægi geti náðst að nýju i
greiðsluviðskiptum við útlönd
eftir hina stórfelldu lækkun út-
flutningstekna, sem átt hefur sér
stað undanfarin tvö ár. Gengis-
breytingin mun þannig styrkja
stöðu þjóðarbúsins út á við og
skapa skilyrði þess, að á ný
endurheimtist traust manna inn-
anlands og utan á íslenzkum
gjaldmiðli.
fl Aukning útflutn-
ingsframleiðslunn-
ar nauðsynleg.
Með gengisbreytingunni ættu
13. síöa
VÍSIE SPT&:
„Hvernig lízt yður á nýja
gengið?“
Agnar Friðriksson, stud.
oecon: '
— Vegna hins mikla verð-
falls á útflutningsafurðunum
varð að gera þetta eða hlið-
stæðar ráðstafanir. Gengis-
breytingin gerir því aðeins gagn,
aö verölagi og kaupgjaldi
verði haldið í skefjum. Gengis-
breytingin mun koma mjög illa
við verkafólk og hlýtur að vera
nauðsynlegt að gera ráðstafanir
til atvinnuaukningar.
Ármann Pétursson, sjúkra-
liðsmaður:
— Illa. — Menn eru að tala
um hvaða áhrif þetta hafi á
sparifjármyndun, en ég held aö
gengislækkunin muni engin á-
hrif hafa á hana. Það getur eng-
inn sparað.
Þórður Ingibergsson, farmað-
un
— Mér sýnist allt vera á
niðurleið. Við farmenn verðum
fyrir stórfelldri kjaraskerðingu,
þar sem við fáum hluta af tekj-
unum greiddan í erlendum
gjaldeyri.
Kjartan Ólafsson, starfsmaður
Sósíalistaflokksins:
— Mér lízt auðvitaö mjög
illa á gengislækkunina. Hún
þýöir mikla kjaraskerðingu fyr-
ir almenning, eri hún hefur þeg-
ar orðið mjög mikil. Ég býst
við að verkalýðurinn muni
snúast til varnar.
Páll Stefánsson, framkvæmda
stjóri Sambands imgra sjálf-
stæðismanna:
— Var þetta ekki það, sem
koma þurfti?