Vísir - 12.11.1968, Side 12

Vísir - 12.11.1968, Side 12
72 V í S IR . Þriðjudagur 12. nóvember 1968. Þegar bæninni var lokið, tók Houghton eina af hinum þungu silfurskeiðum og bragðaði á súp- únni og svipur hans lýsti innrlegri velþóknun. Hann þerraði varirnar með pentudúknum áður en hann mælti. „Logan, segiö Hönnu að aldrei hafi hún sýnt aðra eins snilli í matargeröinni." Logen fullvissaði hann um aö hann mundi koma orðsendingunni á framfæri og nokkra hríð var þögn við borðið á meðan þau voru 'að gera súpunni skil. Það var Houghton, sem rauf þögnina. „Það verður ekki ýkjalangt þang að til þörf gerist á að kveikja eld hér á arninum", sagði hann. — „Manni finnst það ótrúlegt að vet- urinn skuli vera svona skammt undan, ekki satt?“ Charles varö litið á hinn mikla arin fyrir aftan stól Alexandríu og úti við gluggann. Og hann gat gert sér í hugarlund, hvernig það skíölogaði í viðnum með hvæsi og brestum, á meðan fjölskyldan sat að kvöldverði eins og nú, og það hefði verið þannig kvöld eftir kvöld, og vetur eftir vetur. Logan kom aftur, sótti súpudisk- ana og skálina og líkami hans var stjarfur af elli og hendur hans titruðu. Charles gat ekki annaö en spurt sjálfan sig, hve lengi þessi aldurhnigni maður mundi hafa þjón að fjölskyldunni — og hvað hann mundi hugsa henni. En svipurinn var eins og lokuö bók. Enn var það Houghton, sem rauf þögnina. „Catherine frænka", sagði hann, „við Charles biðjumst -innilega afsökunar á því, að við skyldum færa viðskipti í tal fyrir kvöldverð." Charles furðaði sig á því, að hann skyldi og vera oröað- ur við afsökunarbeiðnina. „Það var smekkleysa, og faðir minn mundi aldrei hafa látið slíkt viögangast." „Afsökunin er veitt“, svaraði Catherine frænka af einlægni og alvöru. En Houghton hélt áfram. „Þú átt heimtingu á að við Alexandría sýn um þér meiri nærgætni.“ Charles tók svo sem eftir því, að hann var ekki talinn þar með — og hann spurði sjálfan sig, hvern ig Charles hinn mundi hafa tekið þessum sífelldu, næstum ósýnilegu tftuprjónsstungum. „Ekki það, að ég býst svo sem við að flest sé skrafað og rætt við kvöldveröarborðin hinum meg- in við fljótið", mælti Houghton enn, þegar Logan setti fyrir hann steikina. „Houghton ....“ sagði Alex- andría. „Já, systir góö?“ „Fyrir alla muni hættu þessu.“ Houghton tók að skera steikina. „Sagði ég kannski eitthvað möðg andi. Þú fyrirgefur þá vonandi." Honum varð með vilja litið á Charl es. „Þetta var ekki neitt persónu- legt, gamli minn.“ Hann setti sneið á disk og rétti Charles. „Handa Catherine frænkú", sagði hann og brosti. Hann skar enn, án þess að flýta sér, en Charles var andartak 'að átta sig áður en hann rétti Catherine diskinn með steikinni. j „Það er undarlegt", mælti Hough ton enn, „að Alexandría virðist allt í einu orðin mun hörundsár- ari en þú, Charles. Fvrir ímynduð- um títuprjónsstungum og móðgun- um. Viltu þykka sneið, Charles? Þú ert vanastur því en þú ert ekki Ifkur sjálfum þér í kvöld. Ef til vill er það eitthvað, sem þú hefur drukkið, sem veldur. Halda þeir því ekki fram, að afrennsli frá verksmiðjunum hafi mengað vatnið í Sheppertonfljótinu ....“ „Þykka sneið, þakka þér fyrir", svaraði Charles og furðaði sig sjálf YMISLEGT ÝMISLEGT 334 35 I'ökum aö okkui avers konai múraro og sprengivinnu t húsgrunnum og ræs um Leigjum út toftpressui og rffcr. sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai Alfabrekkr við Suðuriands braut slmt 10435 TEKUn ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF AKLÆÐUM IAU8AVE0 6S-5IM110625 HEIMASIMI 63654 BOL.STRUfy Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverði GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Smi 35199. Fjölhæt jarðvinnsluvél ann- ast lóðastandsetnlngar, gref húsgrunna, holræsi o.fl. ur á þeirri annarlegu reiði, sem orð Houghtons vöktu með honum. Og um leið minntist hann orða hans í símanum ... við vorum jafn vel famir að ráðgera að slæða eft- ir líkinu af þér í fljótinu í kvöld er leið. „Ég verð að biðjast afsökunar á að þetta skuli ekki vera kálfa- steik“, sagði Houghton. „Þú komst svo seint I dag, að það vannst ekki tími til að slátra alikálfi...“ Flann rétti honum diskinn. Alexandría Iagði hnífinn harka- lega á diskinn sinn. En það var þó Catherine frænka, sem tók til máls. „Þar sem þú virðist staðráð- inn í því, Houghton, að halda þess- um leiðindum áfram, þá ...“ „Hvað sagði ég nú?“ spuröi Houghton ofur sakleysislega. „Þar sem þú vilt vera við sama heygarðshornið....“ endur- tók Catherine frænka, „þá ætla ég að láta þig vita það, að Clark San- ford tekur það aldrei í mál, að þú seijir fyrirtækið." „Hver er það nú, sem byrjar að ræða viöskipti við matborðið, Cath erine frænka?" spurði Houghton. „Ég þekki Clark Sanford. Við ól- umst upp saman. Og ég veit, að hann lætur siíkt ekki viögangast." „Viðgangast...?“ endurtók Houghton. „Það getur vel farið svo, að hann verði einmitt I for- sæti á stjómarfundinum... - „Viðgangast sagði ég. Hann leyf ir það ekki....“ „Hann getur ekki sagt öðrum hlutafjáreigendum fyrir verk- um...“ „Clark leyfir það aldrei...“ „Sanford er stórauðugur mað- ur ...“ „Ég þekki Clark Hann er gædd- ur ríki sjálfsviröingu, og hann ...“ „Hann er líka snjall og forsjáll kaupsýsiumaður...“ „Hann er fyrst og fremst heið- arlegur..." „Nú skal ég segja þér eitt, Cath- erine frænka", mælti Houghton meö áherzlu. „Clark Sanford mæl- ir heilshugar með sölunni.“ Það varð löng þögn við borðið. Charles lagði nafnið vandlega á minnið — Clark Sanford, sennilega stjómarformaður. . Súnl 32318 BoEhoBti 6 Bolholtfl 6 Bolholti 6 Bolholti 6 Bolholti 6 Bolholts 6 T A B 1 A i Ég- ég er hér til þess aö segja þér, fcg verð að ’osna einhvem veginn úr ... að ... þessum vandræðum með að vera son- ur guðs... og komast til Tarzans. .. sem ... það er faðir minn, sem er i liði óvina H£ MUST BE TELLINS THEM THAT THEY ARE NEVERASAIN TO KAID YOUK CIT1ES.-ANP YOlf MUST LISTEN TOAf£-_.ANP NEVEK AGAINJ ___ w KAIP THE VWZ-PONÍ wmr? Hann hlýtur að vera að segja þeim, að þeir megi aldrei framar gera árásir á borgir ykkar... og þið verðið að hiusta á mig... og gera aldrei framar árásir á ykkar Waz-donanna. Waz-donana. „Loks var það Catherine frænka, sem enn rauf þögnina. „Ég trúi þér ekki, Houghton", mælti hún lágt. 82120 a rafvéEaverkstæÉ s.melsteás skeifan 5 Tökum að okkur: ■ Mótormælingar S Mótorstillingar ■ Viðgerðir á rafkerfi dýnamóum og störturum. B Rakaþéttum raf- kerfið Varahlutir á staðnum. Magnús E. Ealduinsson Utigavest t2 • SönL228C4 Með 8RAUKMANN hitastilli á hverjum ofni getið þér sjálf álcveð- ið hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan hitastiin ár hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg í 2ja m. fjarlægð frá ofni Sparið hitakostnað og aukið vel* liðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði --------------------— SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.