Vísir - 15.11.1968, Síða 1

Vísir - 15.11.1968, Síða 1
58. árg. — Föstudagur 15. nóvember 1968. - 259. tbl. 9 Hjólreiðamaður, sem hjólaði austur Suöurlandsbraut í morg- un, varð fyrir jeppabifreið, sem ekið hafði niður Hallarmúlann og beygði til vesturs inn á Suðurlandsbraut. Eyðilagðist reiðhjólið, en pilturinn á hjólinu slapp án meiðsla. Ökumaðurinn bar því við, að hann hefði ekki séð piltinn, en það er orðið algengasta við- kvæði ökumanna, sem lenda f óhöppum. Gott heilsufar / Reykjavík — Það má segja, að heilsu- farið f borginni sé gott þessa dagana, sagði Bragi Ólafsson, aðstoðarborgarlæknir í viðtali Stal víni úr Naustinu Brotizt var inn í Naustið f nótt og stolið 22 flöskum af áfengi. Þjófurinn hafði gengið á hirzlur með rofjárni í leit að verðmætum og unnið mikil spiöll á bamum uppi á lofti, en einnig hafði hann reynt að brjótast inn í tóbaks- hirzlur veitingahússins. Varla er mánuður liðinn, síðan brotizt var inn í Naustið og stoliö áfengi, en grunur leikur á því, að þarna sé sami þjófurinn á ferö- inni, því í fyrra skiptið náðist þjóf- urinn ekki. Vantraust Forustumenn stjórnarandstöðu- flokkanna, þeir Ólafur Jóhannes- son og Lúðvík Jósefsson, munu á mánudaginn leggja fram á Alþingi tillögu um vantraust á ríkisstjórn- ina. Útvarpsumræöur verða um til löguna, svo sem vandi er til. Svo sem kunnugt er, telia stjóm arandstæðingar ríkisstjórnina bera ábyrgð á efnahagsvanda þjóðarinn- ar, og vilja þeir, að stjórnin fari frá. ’við Vísi í morgun, og megum við vera ánægð. Það er ekki mik ið um þessa venjulegu kvilla, kvef og hálsbólgu og þess hátt- ar nú. Aðstoðarborgarlæknir taldi þetta geta stafað af þvf að óvenju gott veðurfar hefur verið undanfarið. Á listanum yfir farsóttir í Reykja vfk vikuna 26. okt. til 2. nóv. er mest um hálsbólgu 'og kvefsótt 80 og 74 tilfelli af hvoru, sem er ekki talið mikið í borg á stærð við Reykjavik. Banna skipum sínum veiðar norðan við Island í vetur Eigendur stærsta togaraflota Bretlands, Associated Fisheries, hafa ákveðið að senda ekki skip sín til veiða norðan við ísland í vetur. Hefur togurum þeirra verið skipað að halda sig sunn- an við Norðurskautsbauginn á veiðum sínum við lsland yfir vetrarmánuðina desember, janú- ar, febrúar og marz. Ástæðan er niðurstaða þeirra at- hugana, sém að undanfömu hafa verið gerðar á brezku togaraslysun- um við Norðurland í fyrravetur. Niðurstaða þeirra athugana er sú, að tvö af skipunum, sem fórust hér við land, togararnir Ross Cleveland og Kingston Peridot, hafi sokkið með samtals 38 mönnum vegna þess að stöðugleiki þeirra var ekki nægjanlega mikill til þess að þola íshleðsluna, storminn og öldugang-- inn. Togarahringurinn AF hefur líka fariö fram á það aö stöðugleiki skipa hans verði rannsakaður og hvemig megi bæta hann. VOKNUÐUM VIÐ OGUR- LEGAN HÁVAÐA — />egar mörg hundruð metra aurskriða féll fáeina mefra frá bænum, segir bóndinn i Seldal i Norðfirði ^ Viö heyrðum miklar drunur, rétt um það leyti, sem við vorum að fara að sofa, annars var nú lítið sofið, því að maður bjóst alltaf við þessu þá og þegar. Þannig sagði Guðlaugur Friðriks son, bóndi í Seldal í Norðfirði frá, þegar Vísir náði tali af honum í morgun, en f fyrrakvöld féll gífur- leg aurskriða úr brekkunum ofan við bæinn, yfir túnið og girðingar. — Skriðan féll aðeins fáeina metra frá bænum. Aðalhlaupiö sat eftir hér skammt ofan við bæinn, sagði Guðlaugur, en aurinn rann hér niður allt tún, fyllti skurði og braut niður girðingar. Hér er þykkt lag af aur yfir túninu. Vísir í vikulokin fylgir blaðinu á morgun til áskrifenda Þetta var mörg-hundruð metra breitt, sagði Guðlaugur, þegar hann var spurður um stærðina á hlaup- inu, og það staðnæmdist ekki fyrr en héma í ánni fyrir neðan bæinn og flaut auövitað áfram eftir henni niöur í sjó. Niður að ánni eru lfk- lega 500 metrar, gæti ég trúað. Guðlaugur sagði að hlaupið hefði vísast stórskemmt bæinn heföi það komið á hann. Talsverðar skemmdir urðu á húsum á Neskaupstað vegna vatns- elgs og rann vatn undan hlíðinni f gegnum eitt hús, svo að yfirgefa varð það. Vegasambandslaust er enn við Neskaupstað og er f ráði að gera bráðabirgðavað yfir Norð- fjarðará. Ríður á miklu að staður- inn komist í vegasamband, því að söltunarstöðvamar em að verða tunnulausar og nú berst mikiö af síldinni, sem veiðist einmitt til Norðfjarðar. Meira af hroli- vekjum í sjón- varpinu í vetur 4= Sjónvarpið mun halda áfram að flytja framhaldsmyndaflokka líka þeim, sem nú er nýlokiö, Mel- issu, og varð ákaflega vinsæll með- al áhorfenda. * Næsta þriðjudag verður nýr flokkur eftir sama höfund tek-. inn til meðferðar. í þeim flokki em þrjár sakamálasögur, sú fyrsta heit- ir „Leitin að Harry“ og verður sýn- ingum á þeirri mynd lokið fyrir jól. Aðalhlutverkið leikur Jack Hedley. ; Tveir II ára teknir i nóft fyrir innbrot: BRUTUST INN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Tveir ellefu ára gamlir drengir vora handteknir í nótt, grunaðir um að vera valdir að innbroti í bún ingsherbergi Þjóðleikhússins, en þaðan var stolið í gærkvöldi ávis- unum og fleira smávegis. Dreng- imir viðurkenndu að hafa stolið veski fyrr um daginn frá einum starfsmanni heildverzlunarinnar Heklu, en í því voru um 5000 kr. i peningum, auk ávfsanaheftis. Helming peninganna höfðu dreng- irnir eytt, þegar þeir fundust. ,,Hef ekki efni á ai selja varahluti fyrír hálfvirði" — segir Albert Guðmundsson, sem hefur lokað Renault-umboðinu „ÞAÐ ERU TVÖ ÁR síðan ég sagði Renault-umboðinu upp, en samkvæmt samningi við Renault-verksmiðjurnar á að vera 6 mánaða uppsagnar- frestur á umboðinu. Renault- verksmiðjurnar hafa því feng- ið fjórum sinnum lengri tfma en tilskilið er til að finna nýj- an umboðsmann. Það er senni lega tóm vitleysa í mér að hafa ekki hætt fyrir tveimur árum í stað bess að halda þessu gangandi allan þennan tíma,“ sagði Albert Guð- mundsson umboðsmaður Ren ault hér á Iandi í viðtali við Vísi í morgun, en hann hefur nú Iokað umboðinu. Ég hélt þessu gangandi með- an verksmiðjurnar voru aö finna nýjan umboðsmann hér á landi til þess að brúa bilið í varahlutaþjónustu við Renault- eigendur, til þess aö bregðast þeim ekki, sem ég hef selt bifreiðir. Ég hefði reynt að halda umboöinu opnu einhvern tíma ennþá, ef þessar ráöstaf- anir ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komiö til, en ég hef ekki efni á því að selja varahlutina fyrir hálfviröi. Ég hef hrein- lega ekki efni á því að borga meira með varahlutunum. Verkstæðið veröur opið á- fram. fyrst um sinn þannig, að hinir um 650 Renault-eigendur geta fengið þjónustu áfram. Varahlutir verða afgreiddir til verkstæöisins, en ef menn vilja ekki skipta við verkstæðið af einhverjum ástæðum, get ég pantað varahluti fyrir þá, sem þess óska, en þeir verða einnig að greiða það, sem þeir kosta. Ég tel það mjög miður að kastað skuli vera hnútum í við- gerðamennina á verkstæðinu, þó að umboðinu hafi nú verið lokað, eins og gert var í einu Reykjavíkurblaðinu í morgun. Þetta er samvizkusamir og góö- ir menn og eiga ekki slikar að- finnslu skiliö, sem þar kemur fram. Aöspuröur um hvaða ábyrgð Renaultverksmiðjurnar heföu gagnvart Renaulteigendum, sagði Albert að hann teldi, aö verksmiðjunum bæri að sjá fyr- ir varahlutaþjónustu. Annars ættu menn kannski frekar að leita til ríkisins, frekar en til þeirra, sem flytja bifreiöimar inn. Ríkið leggur á 3. hundrað prósent á bifreiðirnar, en álagn- ing innflytjenda er bundin við 5,5% og lækkar kannski.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.