Vísir - 15.11.1968, Page 2

Vísir - 15.11.1968, Page 2
2 VÍSIR . Föstudagur 15. nóvember 1968. Fyrsta keppnin i júdó i gærkvöldi: ,Stefnum að keppnum við önnur iönd — segir Sigurður Jóhannsson, formabur Júdófélagsins ■ Á fimmtu hæð fisk- iðjubáknsins á Kirkju- sandi er stunduð jap- önsk menning, eða einn af snörum þáttum henn- ar, júdó. Þessi íþrótt hef- ur um nokkurra ára skeið verið iðkuð hér á landi, en það var fyrst í gærkvöldi að fært þótti að stofna til kappmóts í íþróttinni. „Við höfum aldrei fyrr átt svo marga ágæta júdómenn“, sagði Sigurður Jóhannsson for- maður Júdófélags Reykjavíkur 1 gær, eftir að þessu fyrsta móti félagsins lauk, en 16 keppendur tóku þátt i 30 glím- um þetta kvöld. Fimm kepp- endanna höfðu áður keppt á erlendum mótum, m. a. einn við góðan orðstír, Bjarni Björnsson, sem var með á háskólamóti í Bretlandi i fyrra. „Þetta er byrjunin á frekari keppnum í þessari grein“. sagði Sigurður. „Við stefnum að því að keppa síðar við önnur lönd í júdó. Norðurlandamótiö verö- ur næst haldiö 1970 í Stokk- hólmi og þar verðum við meðal þátttakenda og hefur þátttaka okkar verið samþykkt, enda þótt viö séum ekki beinir aðilar að Norðurlandasambandinu". Sigurvegarar í fyrstu júdó- keopninni urðu þessir: 1 1. flokki (meistaraflokkur er efsti flokkurinn, en ekki var keppt í þeim flokki nú): Svavar Carlsen, sem lagði alla sína keppinauta. 2. flokkur: Hörður Harðarson, en í 2.—3. sæti komu tvíbura- bróðir hans Haukur og Ólafur Ingólfsson jafnir. 1 3. flokki var ekki keppt, en í 4. og 5. flokki vann Rúnar Gunnarsson, sem kunnur er fyrir ágætar kvikmyndir sínar í sjónvarpinu. Lagði hann báða keppinauta sína. í flokki byrjenda, vann Guð- mundur Ottósson, vann alla 6 keppinauta sína, en hann er mjög efnilegur nýliði, 22ja ára að aldri. Næstur honum varð Jóhann Kristjánsson með 5. vinninga en hann er 17 ára og sömuleiðis prýðis efni. í húsi Júpiters og Mars er líf og fjör. Auk júdómannanna, sem eru oft mjög fjölmennir, urðu alls um 140, þegar flest var í fyrra, er alls kyns starf- semi sem ekki á skylt við fisk- inn og þá allt of sjaldgæfu peningalykt, sem hann framleið- ir og sendir upp á hæðir húss- ins, þama voru t. d. í gærkvöldi fjölmennir flokkar skylminga- manna, og á neðri hæð í hús- inu beljaði bítlahljómsveit af miklum móð. Um eitt skeið læröu menn líka dansspor í þessu húsi, en það mun nú lið- in tíð. Það er ánægjulegt, ef nýjar íþróttir eins og júdó og skylm- ingar eru að sækja á í heldur fábreyttu félagslífi okkar. Við höfum undanfarna áratugi ver- ið allt of íhaldssamir í íþrótta- greinavali og nú er mál til komið að fitja upp á meiri fjöl- breytni, — með því móti einu verður hægt að finna hverjum manni sína íþróttagrein, — fót- bolti, frjálsar íþróttir og hand- bolti henta nefnilega ekki öll- um. — jbp — í > ' v'% f ,'•> v .....................'*!■ . v" ■ fri-. •• .• ' .W8HIUI) Bræðurnir Guðbjörn (t. v.) og ÓIi B. að horfa á leik, þar sem iið þeirra voru að keppa. Óli B. fimmtugur Óli B. Jónsson, þekktasti knatt- spymuþjálfari landsins, heldur upp ð fimmtugsafmællð sitt suður á Miami-strönd í Flórída í dag. Óli B. hefur komið víða við. Ég minnist hans sem þjálfara persónu- lega hjá K.R. og síðar Þrótti, en auk þess hefur hann þjálfaö Kefla- vík, Vestmannaeyjar og Val, — og það var sama hvar Óli B. kom við, hann vann alls staðar gott Keppendur á fyrsta júdómðtinu ásamt starfsmönnum. Schmidt kom ekki! ,Ég er bjartsýnn", segir Axel Einarsson, formaður HSI fyrir leikina B Þýzka landsliðið kom til Reykjavíkur í gærdag, — og dómararnir sænsku einnig. Hans Schmidt, aðalstjarna þýzka landsliðsins, kom ekki með lið- inu, meiddist iila í leik skömmu verk, sem kom fram á betri ár- j fyrlr brottförina. Schmidt, sem angri liðanna, sem hann þjálfaði. j hefur 19 landsleiki að baki, átti Nú hefur Óli tekið við þjálfun I ekki hvað minnstan þátt í að síns gamla félags, K.R., og ekki j sigra fsland í leikjunum í fyrra efum viö að K.R. haföi gert rétt ■ í þegar það „valdi íslenzkt" í þessu j tilliti. :ýzkaiandi. Þjóöverjarnir búa á Hótel Sögu, a. íþróttahöllina, og í hádeginu ætla þeir að synda í útisundlaug að íslenzkum sið, enda þótt nú sé kominn vetur, en slíkt mundi þykja mesta fásinna I þeirra heimalandi. „Ég er bjartsýnn á úrslitin,“ sagði Axel Einarsson, formaður HSÍ í viðtali i gær, „ég held að við vinnum. Þessi leikur fer mikið eftir varnarleiknum, ég veit að skotmennirnir standa sig. Það gera Þjóðverjar hins vegar líka, og því _ jbp — I og í dag skoða þeir Reykjavík, m. I ríður svo mikið á vörninni og markvörðunum“. Mikill áhugi er greinilega fyrir leikjunum og búast má við fjöl- ■' menni báða leikdagana, á laugar- dag og sunnudag. Sala aðgöngu- miða er hafin hjá bókabúðum Lás- usar Blöndal. OPIÐ TIL KLUKKAN 10 í KVÖLD Skolið núna Kaupið núna s £^ct<ar?cX-> öí) i ry Simi-22900 Laugaveg 26 f Skotkeppni um helgina Skotfélag Reykjavíkur hyggst' halda síðasta útimót ársins uppi í Leirdal um næstkomandi helgi, ef veður leyfir. Verður þá keppt um Goðaborgarstyttu félagsins, sem Niels Jörgensen verzlunarmaður gaf félaginu til þess að keppa um i skeet, þ. e. a. s. keppendur reyna að hæfa með hagiabyssu leikskífu, sem varpað er til flugs af kastvél- um. Þessi íþrótt sem enn er lítt kunn hér á landi hefur verið stunduð um nokkurra ára skeið af all-: mörgum félagsmönnum skotfélags- ins og má búast við spennandi keppni um helgina ef veöurguðirnir' leyfa. Verði fært veður verður keppn- in eftir hádegi um kl. 2 laugardag- inn 16. þ. m. en frestast ella til sunnudagsmorguns (17. þ. m) — Væntanlegir keppendur eru beðmv að hafa samband við flugskífu- nefnd í síma 50859 eða 41429.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.