Vísir - 15.11.1968, Page 6

Vísir - 15.11.1968, Page 6
V1SIR . Föstudagur 15. nóvember 1968. TONABIO Víðfræg og snilldar vel gerö, ný, amerisk gamanmynd. — Myndin er gerð af hinum heimsfræga leikstjóra Billy Wilder Walther Matthau fékk „Oskars-verðlaunin“ fyrir leik sinn í þessari mynd. Jack Lemmon Walther Matthau. Sýnd kl. 5 og 9. NÝJA BÍÓ r HER-l [NAMSI Iarinj sEam histi BP1 .... ómetanleg heimild .. stór kostlega skemmtileg. .. . Mbl. ..., Beztu atriði myndarinnar sýna 'ureign hersins við grimmdarstórleik náttúrunnar í landinu. . Þjóöviljinn. Verðlaunagetraun Hver er maðurinn? Verðlaun 17 daga Sunnuferö til Mallorca fyrir tvo. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ Doktor Strangelove Æsispennandi amerísk stór- mynd með hinum vinsæla Peter Sellers i aðalhlutverki. íslenzkur texti. Synd kl. 9. Miðasala frá kl. 7 . HATNARBÍÓ Demantaránið mikla Hörkuspennandi, ný litmynd um ný ævintýri lögreglumanns ins Jerry Colton, með George Nader íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. WOÐLEIKHUSIÐ Vér morðingjar Sýning í kvöld kl. 20 Fáar sýningar eftir. Puntila og Matti Sýning laugardag kl. 20 Hunangsilmur Sýning sunnudag' kl. 20 Aðeöngumíðasaian opin frá kl .315 til 20. Sími 1-1200. MINNING: ÁRMANN SVEINSSON, stud. jur. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meira hefur lifaö svefnugum segg, er sjötugur hjarði. (Jónas Hallgrímsson). Ármann Sveinsson er látinn. Hann varð aöeins 22ja ára gamall, en markaði á skammri ævi dýpri og varanlegri spor en margir þeir, sem lengur lifa. Við hann voru bundnar glæstar vonir. Því er mikill harmur að okkur öllum kveðinn við hið sviplega fráfall hans. Ármann hafði eldlegan áhuga á málum þjóðar sinnar, og mál- efnum stúdenta, og þótt ungur væri að árum, bjó hann yfir meiri þekkingu á íslenzkum þjóðmálum en flestir aðrir. Hann barðist á mörgum víg- stöðvum, bæði innan samtaka stúdenta og samtaka ungra sjálf stæðismanna. En þótt kraftar haAs væru þannig margskiptir, var hann alls staðar sama drif- fjöðurin, og ósérhlífni hans við þau störf, sem hann tók sér fyrir ''endur, var við brugðið. Við núverandi stjórnarmenn í VÖKU, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, nutum þeirrar gæfu að fá Ármann Sveinsson sem okkar forustumann s.l. vor. Við tókum til starfa glaðir í bragði með brennandi hugsjónir, fullir af áhuga og eldmóði æskunnar. Ármann var tvímælalaust okk ar " mestur. hugsjónamaður ! , ,og bjó yfir einstökum hæfileika til að laða .am áhugamál, sem við hinir bárum í brjósti, og . koma þeim í þann búning, að þap vektu áhuga annarra. Hann birtist okkur.sem harður mála- fylgjumaður, en maður, sem virti skoðanir andstæðinga sinna. Framkoma hans mótaðist af lipurð, drengskap og trausti til samstarfsmanna sinna. Hann var gæddur öllum þeim kostum, sem sannan foringja mega prýða. Undir styrkri stjórn Ármanns Sveinssonar var hafinn undir- búningur að framboði VÖKU og stefnumótun vegna kosninga til stjórnar Stúdentafélags Háskóla íslands snemma í sumar. Þar komu forystuhæfileikar hans skýrt í ljós. Hann krafðist mik- ils af öðrum, en þó meira af sjálfum sér. Sigur VÖKU í þessum kosningum var að mestu hans vefk. Kunnmgsskapur okkar Ár- manns Sveinssonar hófst fyrir tæpum fimm árum, er við vor- um nemendur við Menntaskól- ann í Reykjavík. Æ síðan reynd ist hann mér traustur og góöur félagi, úrræðagóður, þegar ég leitaði til hans, og eindæma hjálpfús. Á samstarf okkar bar aldrei skugga, fyrir því minn- ist ég hans með hlýhug og þökk. Ármann Sveinsson kveikti þann áhuga í brjóstum okkar, sem með honum unnum, að seint mun slokkna. Störf hans og hugsjónir munu verða okk- ur sem lýsandi kyndill inn í óráðinn heim framtíðarinnar. Skarð er fyrir skildi í fylking- um Vökumanna, sem seint verð- ur fyllt. Ég votta Helgu Kjaran, ekkju Ármanns Sveinssonar, syni þeirra Birgi, svo og ættingjum öðrum einlæga samúð í sorg þeirra. Sævar Bjöm Kolbeinsson. Jjað fór fyrir mér sem fleirum, þegar fréttist um andlát Ármanns, að ég trúði ekki þeirri harmafregn. Það gat ekki verið að einn svipmesti og dugmesti forystu- maður stúdenta væri látinn, aö- eins 22ja ára að aldri. Það gat ekki verið, að glæsi- legum félagsmálaferli vpri lok- ið, Ármann átti svo inörgum verkefnum ólokið. — En eigi má sköpum renna. Ég var svo lánsamur að eiga í félagsmálum náið samstarf við Ármann á síöastliðnum þremur 'árum eöa frá því hann kom í Háskólann, en einkum þó á þessu ári Ekki var hægt annað en ci.'.st að kappi, ósérhlífni hans og einurð, enda voru af- köst hans firnamikil. Mig fýsir að nefna hér fáein dæmi um afköst hans á sviði félagsmála stúdenta aðeins frá upphafi þessa árs. I febrúar hafði hann forystu um og skapaði málefna- grundvöllinn fyrir ályktun VÖKU, félags lýðræðissinnaöra stúdenta um flokksræöi og varð landskunnur fyrir að veröleik- um. í apríl varð hann formaður VÖKU og tók skömmu síðar sæti í stúdentaráði, sem fulltrúi lagadeildar. í ágúst samdi hann að mestu samning þann, sem nú gildir um samstarf stúdenta- ráðs og Sambands íslenzkra stúdenta erlendis. í september og október stjórnaði hann kosn- ingabaráttu VÖKU í kosningun- um til Stúdentafélags Háskól- ans, sem lauk með sigri VÖKU. Auk þess vann hann mikilvæg störf fyrir Samband ungra sjálf- stæðismanna í sumar og fleira mætti nefna. — Nú er þessi einarði baráttu maður að velli lagður, langt fyrir aldur fram. — Það er sem storm hafi lægt. — — Stúdentar og einkum VÖKU-félagar standa í eilífri þakkarskuld við Ármann Sveins son fyrir störf hans í þágu mál- efna þeirra. — Ármann, ég þakka þér, ssnl'ai'mennur stúdent og yinur, fýrir alltof 'skamma samveru og sámvinníí; 'Megi ötul barátta þín veröa okkur lifendum fordæmi og hvatning. — — Ég votta Helgu Kjaran og ungum syni þeirra, Birgi, svo og öðrum aðstandendum og vinum, mína dýpstu samúð. Júlíus Sæberg Ólafsson stud. oecon. t dag verður til moldar borinn Ármann Sveinsson laganemi. Fregnin um sviplegt fráfall hans 10. nóvember síðastliðinn kom sem reiðarslag yfir alla stúd- enta við Háskóla Islands, og þá einnig okkur, sem völdumst ásamt honum á síöasta hausti í stjóm Stúdentafélags Háskóla ’slands. Þar áttum við þvi láni að fagna að starfa meö honum og kynnast mætavel. Þegar starfstímabiliö var á enda nú í háust, vorum við þess fullviss, að þau kynni ættu eftir að end- ast lengi og verða jafnvel enn betri. Við trúðum því, aö stúd- entar ættu eftir að njóta góðs af kröftum hans og áhuga á mál efnum stúdenta, lands og þjóð- ar. Við sjáum nú á bak honum, snögglega og óvænt, og okkur setur hljóöa. í félagsstarfi kunna skoðanir stundum að verða skiptar um stefnu og starf. Svo var og í félagi okkar. En leiðina að því eftirsóknarveröa marki, að efla samstöðu stúdenta og á- hrif, þeim sjálfum og þjóöinni til heilla, vildum við öll fara, — og ekki sízt hann. Hann fylgdi hugsjónum sínum og skoðunum fast fram. En dreng- skapur — mesti kosturinn í hans fari — Ieiddi hann ávallt fyrst á braut samkomulags og skilnings á viðhorfum annarra. Þessum eiginleika gæddur vann hann hug og hjarta allra þeirra, sem með honum störfuðu. Af þessum sökum valdist hann á stuttri ævi til fjölda trúnaðarstarfa. Meðal annars var hann forseti Framtiöarinn- ar, málfundafélags Menntaskól- ans í Reykjavík. í Háskóla ís- lands átti hann sæti í stúdenta- ráði og var starfandi formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Hann átti sæti í stjórn Stúdentafélags Háskóla íslands síðastliöinn vetur og vann að „uki að öðrum verkefnum á veg- um félagsins. öll þessi störf voru leyst af hendi með þeim þrötti og prýði, er jafnan ein- kenndi hann. Drengskapur hans og störf öll skapa honum minn- isvarða, sem ekki mun riða f ólgusjó tímans. Eftirlifándi eiginkonu hans, Helgu Kjaran, og ungum syni þeirra, Birgi, vottum viö dýpstu samúð okkar. Við horfum til baka með þakklæti í huga. Stúdentar syrgja af heilum hug. Samstarfsmenn í stjóm S.F.H.Í. 1967—1968. Ármann Sveinsson, stud jur. Kveðja frá Stúdentaráði Há- skóla íslands. ’jVfl'aðurinn með ljáinn hefur skyndilega höggvið skarð í raðir íslenzkra stúdenta. Það 10. síöa STJÖRNUBÍÓ ULUGARÁSBÍÓ Harðskeytti ofurstinn fslenzkur texti Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Drepum, karlinn Hörkuspennandi ný amerisk mynd í litum með íslenzkum texta. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. HÁSKÓLABÍÓ LEYNIMELUR 13 í kvöld MAÐUR OG KONA laugardag Uppselt YVONNE sunnudag MAÐUR OG KONA þriðjudag Aðgöngumiðasalan í Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. Endalaus barátta Stórbrotin og vel leikin lit- mynd frá Rank. Myndin ger- ist á Indlandi. byggð á skáld- sögu e.tir Ranveer Singh. Aöalhlut”erk: Vul Brynner Trevor Howard íslenzkur texti. Sýnd kl 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára. SAMLA BÍÓ | 1 WINNER OF 6 ACADEMY AWARDSl MEIRÓGOLÐWVN'MAVER míuw ACAflOPOWIPROOUCDON DAVID LEAN'S FILM OF BOHIS PAST£RNAKS DOCTOR ZHH^LGOIN-—v-‘—:XS6’ METR0C0L0R Sýnd kl. 5 og 8.30. AUSTURBÆJARBIO Njósnari á yztu nöf Mjög spennandi ný amerísk kvikmynd i litum og cinema scope. íslenzkur texti. Frank Sinatra. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Eg er kona II Jvenju djörf og snennandi, ný dö isk iitmvnd gerð eftir sam- nefndr söt Siv Holms Sýnd aðeins kl. 5.15. 'no ' oornurr nnan 16 ára Leikfélag Kópnvogs Ungfrú éttansjálfur Höfundur: Gísli Ástþórsson. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Leikmynd: Gunnar Bjarnason ' Frumsýning n.k. laugard. 16. nóv. kl. 8.30 í Kópavogsbíói. Aðaöngumiðasalan er ODÍn frá kl. 4.30. Sími 41955. Fmmsýningargestir vitji miða sinna í aðgöngumiðasölu Kópa vogsbfós fyrir laugard.kvöld.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.