Vísir - 16.11.1968, Page 2

Vísir - 16.11.1968, Page 2
VI SIR . Laugardagur 16. nóvember 1968. Haustmerki - eilíf ðarútsý n Faðir, ég vil, að þaö sem þú gafst mér, að einnig þeir séu hjá mér þar sem ég er. (Jóh. 17, 24.) Cumarfegurðin er farin. Það furðaði marga á því í vor, hversu allt gat blómgazt á svo stuttum tíma, sem raun bar vitni. Svartsýnin varð að víkja fyrir þeim furðuverkum, sem Guð lét gerast í náttúrunnar ríki. En nú er allt að umbreyt- ast á ný. Dauðinn í náttúrunni, veturinn, kom öllum á óvart fyrr en nokkurn varði og nú má hvarvetna rekja sporin hans. Fölnað hvert strá og fallin sérhver rós, frosin aö botni svalalindin tæra, dagurinn liðinn, dáið fegurst ljós, dauðinn nú hvessir brandinn logaskæra. Eyðimörkin, sem við blasir, mundi áreiðanlega læða inn í sálir okkar ugg, jafnvel örvænt- ingu, ef við treystum því eigi, að Guð láti vetri fylgja vor, og veki allt, er blundar, af vetr- ardvalanum. Hliðstæða þessa gerist í mann- lífinu aðeins á enn undursam- legri hátt. Það, sem við eign- umst fegurst og bezt, þeir, sem við unnum svo heitt, að allt annað, sem heimurinn býður, verður í samanburði við þá hjóm eitt, einnig þeir eru merkt- ir feigðarrúnum dauðans, oft löngu fyrr en okkur óraöi fyrir. Og þótt það sé ólíkt auðugra og betra að hafa elskað og misst heldur en að hafa aldrei elskað, þá er ég samt viss um að ekkert annaö en vonleysi, • tilgangsleysi og blýþung sorg fyllti hjörtu okkar á skilnaöar- Kirkjan og æskan þessum ókirkjulegu tímum þegar svo margir finna þjóðkirkjunni og þjónum henn- ar það . til foráttu, að hún sé værukær og láti ekki nógu mik- ið til sín taka — þá er það gleðilegt að heyra um hið fórn- fúsa umfangsmikla starf, sem unnið er undir forustu norð- lenzkra presta. — — Þessi sam- tök, sem heita Æskulýðssam- band kirkjunnar í Hólastifti héldu 9. aðalfund sinn i Ólafs- firöi f öndverðum september. Skýrsla formanns, sr. Péturs Sigurgeirssonar, bar með sér að starfið er í miklum blóma. Tekjur sambandsins námu 665 þús. kr. á árinu. Mest var það eigin fjáröflun en einnig kær- kominn styrkur frá Alþingi, bæjarfélögum og félagssamtök- um. Sumarbúðirnar við Vest- mannsvatn voru stækkaðar, reistur 26 manna svefnskáli, svo að nú rúmar hann fleiri böm og aðstaða skapast til að hafa þar námskeið, jafnvel skóla, á vetrum. En þótt sumar- búðimar séu vitanlega aðalverk- efni félagsins, er það ekki nema einn þáttur þess. Sambandið hefur nú tekið við útgáfu Æsku- lýðsblaðsins, það gaf á s.l. ári út 4. bók sína: Sólrún og sonur vitavarðarins eftir sr. Jón Kr. ísfeld, það gaf út jólakort, hélt uppi bréfaskóla, efndi til rit- gerðasamkeppni. kom á fót for- ingjanámskeiði og æskulýðsmóti auk venjulegra fermingarbarna- móta. Má af þessari stuttu upp- talningu sjá, að hér er um mjög fjölþætt starf að ræða. Er þó ó- getið þeirrar athyglisverðu nýj- ungar að í samvinnu við Fálk- ann h.f. gaf sambandið út hljómplötu meö jólaguðspallinu og jólasálmum, sem sungnir eru af bömum undir stjórn Birgis Helgasonar. — — - Fundinn í Ólafsfiröi sóttu um 50 manns — þar af 14 prestar. I sambandi við h var haldið kirkjukvöld og guðsþjónusta með fjölmennri altarisgö. gu þar sem um 60 manns gengu til a,ltaris, flest ungt fólk. Fundar- slit fóru fram í hófi, sem Ólafs- fjarðarsöfnuður hélt fundar- mönnum f félagsheimilinu Tjarn- arborg. Voru Ólafsfiröingum þakkaðar rausnarlegar móttök- ur og höfðingleg gestrisni. Stjónr ÆSK í Hólastifti skipa nú: Sr. Pétur á Akureyri, sr. Sigurður á Grenjaðarstað, sr. Þórir á Sauðárkróki, Guð- mundur Arthursson skrifstm. og Sigurður Sigurðsson verzlun- arm., báðir á Akureyri. stundu ef ekkert væri annað framundan en hin kalda gröf. ,,Ef þú sviptir mig eilífðinni sviptir þú mig öllu,“ sagði Ib- sen og mælti þá áreiðanlega fyrir munn margra. En eins og Guð kemur til liðs við okkur, þegar við stöndum andspænis dauðanum f náttúrunnar ríki, meö von sinni um nýtt vor — þannig kemur hann ráðþrota raunabörnum einnig til hjálpar meö því að opna þeim sýn inn f óravíddir handan grafarinnar og fultvissa þá um, að móða lífsvatnsins haldi áfram að streyma handan við hetiarós. Þótt fátæklega fölni allt, sem lifir og fleygt og valt sé auðnu vorrar hjól, þá horfir heilög ásjön lífið yfir og hverju fræi tofar nýrri sól. Til að sannfæra mannanna börn hefir Guð leyft sjáendum að skyggnast inn fyrir huliðs- tjaldið sem heimana skilur. í Opinberunarbók Jöhannesar eigum við m.a. þennan vitnis- burð: „Ég sá nýjan himin og nýja iörð, og hann sýndj mér móðu lífsvatnsins. Skínandi sem krist- all rann hún frá hásæti Guðs, og beggja megin móðunnar var lífsins tré. Og siá: Mikill m’'">ur. sem enginn fékk tölu á komið, stóð frammi fyrir hásætinu og lambinu skrýddir hvítum skikkj um og höfðu pálma í höndum". Þannig talar heilagt orð ti! okk- ar, hugmvndaríkt og hughreyst- andi. Það minnir okkur á, að beir sem fóru frá okkur og orðn- ir voru hluti af sjálfum okkur, séu nú heima hiá Guði. Við get- um treyst því örugglega, því að Jesús hefir beðið fyrir þeim: „Faðir ég vil, að þaö sem þú gafst mér, að einnig þeir séu hjá mér þar sem ég er.“ Að lokum þetta, vinir mínir. Leitum ekki himinsins ein- göngu vegna þess að þangað hafa horfið þeir, sem við sökn um. Munum að þangað á för okkar að stefna allt frá upphafi vega okkar. 1 raun og sannleika eigum viö að vera tveggja heima börn. Það á ekki að skapa neina árekstra fremur en það olli íslenzku út- flytjendunum til Ameríku vand kvæðum að vera Islendingar og vinna þó fósturl. af heilum hug og miklum dug. Þannig á okkur einmitt að vera farið. Þrá okkar eftir hinu himneska á ætíð að vera lifandi og traust en jafn- framt eigum við að vera trú í okkar verkareitum á jörðinni og reyna eftir því sem Guð gefur okkur náð til að koma þar fram öðrum til góðs og blessun- ar. Við eigum þar að vera salt jarðarinnar og ljós heimsins, eins og segir í Fjallræöunni. Tileinkum okkur þetta heilræði: Settu miðið hreint og hátt hetja í liði dagsins gerstu. Lffsins svið þú opin átt, upp á við með djörfung berstu. Stundum hefir það verið sagt, að ekki sé leiðin frá jörðu til himins erfiðust á vegferð okk- ar mannanna heldur vegurinn frá vöggu til grafar. Okkur brýtur oft þrek og þor, trú okk ar er ekki nógu öflug, vilji okk ar ekki nógu sterkur. Við megn um oft s o lítið af eigin ramleik. En til þess kom Jesús að hann hjálpað okkur á þessarj leið og vrði máttugur I veikleika okkar. Biðjum hann að vera okkur leið- arljós, biðjum hann að hjálpa vantrú okkar og yið leiðarlok Birgir Snæbjörnsson Sr. Birgir Snæbjörnsson, sem skrifar hugleiðingu Kirkjusíð- unnar í dag er fæddur á Akur- eyri 1929. Foreldrar: Snæbjöm Þorleifsson, bifr.eftirl.m. og Jóhanna Þorvaldsdóttir kona hans. Birgir varð stúdent 1949 og lauk guðfræðiprófi 31. jan. 1953. Næsta dag var hann settur prestur í Æsustaðapresta- kalli í Húnaþirgi og vígður 15. febrúar. Þar var hann prestur í rúm 6 ár, þvi næst eitt ár í Laufási við Eyjafjörð en fékk veitingu fyrir öðru prestsemb- ættinu á Akureyri 1. nóv. 1960, sem hann hefur þiónað síðan. — Sr. Birgir hefur starfað mik- ið að menningar- félags- og æsku lýðsmálum, m. a. var hann for- maður karlakórs Bólstaðarhlíðar hrepps og * stjórn Geysis f Akureyri. Kona sr. Birgis er Sumarrós Lillian Eyfjörð Garð- arsdóttir á Akureyri. hér í heimi að hann beri fram bænina: Faðir ég vil að þeir sem þú gafst mér verði hjá mér, þar sem ég er. Prestar og prestaköll Tjrír prestar hafa nýlega látið af embætti: Sr. Heimir Steinsson á Seyðisfirði er farinn til framhaldsnáms 1 Skotlandi, sr. Þórarinn Þórarinsson á Vatnsenda er orðinn kennari í Kelduhverfj og sr. Siguröur Sig- urðsson í Hveragerði hefur tek- ið við skólastjórn i Skógum. Á Seyðisfirði var sr. Rögn- valdur á Hofi í Vopnafirði lög- lega kosinn og Þórhallur Hösk- uldsson kand. theol. hlaut lög- lega kosningu í Möðruvalia- prestakallj í Eyjafirði. Þar hefur sr. Birgir Snæbjörnsson þjónað síðan sr. Ágúst Sigurðsson fór í Vallanes. — Þórhallur verður vtgður á morgun. — Um Ólafs- fjörö sækir sr. Magnús Runólfs- son 1 Ámesi og a. m. k. þrir sækj'a um Hveragerði: Brynjólf- ur Gislason kand. theol., sr. Ingþór Indriðason feröaprestur og. sr. Tómas Guðmundsson á Patreksfirði — — Auk Hveragerðis em nú Vatnsendi (Þóroddstaður í Kinn) og Hof í Vopnafirði aug- lýst laus til umsóknar. *>ór llur Höskuldsson Frá messu i Ólafsfjarðarkirkju iwwMW—oaBnwDi «iOfgii Að fótskör jb/'nni’ Eg fell að fótskör þinni Freloarinn ljúfi minn og bið með bliúgu sh.ni um blessun og kærleik þinn. Lát dýrðarljós þitt lýsa iausnar — er kemur stund svo aiegi það veg mér vísa veginn á Drottins fund. Dagf. Sveinb.son.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.