Vísir


Vísir - 26.11.1968, Qupperneq 7

Vísir - 26.11.1968, Qupperneq 7
V1SIR . Þriðjudagur 26. nóvember 1968. V morgun útlönd í morgun útlönd morgun • § útlönd í morgun útlönd Ráðstafanirnar til verndar frankanum hyrjuðu að koma í Ijós í gær — Horfurnar uppörvandi oð margra áliti, en aðrir efagjarnir um frambúðarárangur ■ Opinber talsmaður í Bonn sagði í gærkvöldi, að já- Icvæði þeirra ráðstafana, sem gerðar voru í síðastliðinni viku í Bonn frankanum til stuðnings, hefðu byrjað að koma í ljós í gær. ■ Af hinu mikla fé, sem streymdi tii Vestur-Þýzka- Iands í fyrri viku, er menn bjugg ust við, að markið yrði hækkað, var eitt þúsund milljónum marka skipt aftur í gjaldeyri annarra þjóða. Staða þeirra gjaldmiðla, frankans, dollarans og pundsins, sem spá- kaupmennskan bitnaöi á, batnaði í gær. Meiri varúðar gætti í öllum gjaldeyrisviðskiptum. Lausar stöður I Slökkviliði Reykjavíkur, sem veitast frá 1. janúar 1969 að telja. L Staða eftirlitsmanns í eldvamareftirliti. 2. Staða ritara (skrifstofustúlku). 3. Nökk'rar stöður bmnavarða. Samkvæmt 10. grein Brunamálasamþykktar fyrir Reykjavík, skal ekki veita stöður bruna- varða öðrum en þeim, sem eru á aldrinum 21 —29 ára. Lann samkvæmt kjarasamningi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Eiginbandarumsóknir um stöður þessar á- samt upplýsingum um náms- og starfsferil smdist undirrituðum fyrir 8. desember n.k. Reykjavík, 23. nóvember, 1968. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík. Hellu — Rangárvóllum Sím- Söluþjónusta - Vöruafgreiðsla ÆGISGÖTU 7. ar 21915-21195. Tvöfalt einangrunargler framleitt úr úrvals vestur- þýzku gleri — Framleiðsluábyrgð. LEITIÐ TILBOÐA - Eflið ísienzkan iðnað. - Það eru viðurkenndir þjóðar- hagsmunir. Sveitarstjórastarf Staða sveitarstjóra Patrekshrepps er hér með auglýst laus til umsóknar frá og með 1. janú- ar 1969. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt kaupkröfum, sendist undir- rituðum, sem veitir nánari upplýsingar. Um- sóknarfrestur til 10. desember n.k. Patreksfirði, 20. nóvember 1968. Oddvitinn í Patrekshreppi Ásmundur B. Olsen. Meðal hinna ströngu ráöstafana, sem gripið hefur verið til í Frakk- landi, er að Frakkar verða að skila til Frakklands öllum gjaldeyri fyrir útflutning. Ströngu eftirliti hefur verið komið á með þessari ráðstöf- un og öðrum, sem stjómin hefur gripið til. Willy Brandt utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands vísaði í gær á bug sem fjarstæðu getsökum um, að vestur-þýzka stjórnin notaði forða sinn af erlendum gjaldeyri til þess aö auka stjómmáíaleg áhrif srn í álfunni. Hann kvað afstöðu vestur-þýzku stjómarinnar þá, að velmegun nágrannaþjóðanna væri mikilvæg velfamaði vestur-þýzku þjóðarinnar. I fréttum frá Washington segir, aö þær 500 milljónir dollara, sem Bandaríkin hafi lagt fram frankan- um til verndar, skiptist þannig, að Seðlabankinn — Federal Reserve Bank — hafi lagt fram 300 milljón- ir og ríkissjóður 200 milljónir. Meðal þeirra, sem nú telja horf- urnar uppörvandi, er Fowler fjár- málaráöherra Bandarikjanna, en fjármálamenn margir vestra eru sagðir efagjarnari um, að jákvæöur árangur þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til, veröi varan- legur. Fowler gaf í skyn að bandarísk aðstoð við frankann kynni að verða aukin. Forsætisráðherra Frakklands, Couvé de Murville, gerir í dag ýtar- lega grein fyrir því á þingi, sem stjómin hefur gert frankanum og efnahag landsins til vemdar. Tollgæzla f Frakklandi hefur ver- ið mjög aukin og f mörgum landa- mærastöðvum hefur tollgæzlumönn um verið fjölgað um helming og menn úr sérþjálfaðri lögreglu til taks þeim til aðstoðar. Þetta er gert til þess að hindra smygl á gulli og til aukins eftirlits með að lög verði ekki brotin og hin nýbirtu fyrir- mæli önnur og reglur. London í gær: Fé það, sem að undanfömu hefur streymt til Vest- ur-Þýzkalands vegna orörómsins um verðhækkun marksins, fór f gær að streyma til annarra landa í þeirra eigin gjaldmiðli svo tugum millj. marka skipti. Af v.-þýzkri hálfu er sagt, að sterkur orðrómur og áróöur, sem átti rætur að rekja til .Parísar, London og fleiri borga, hafi leitt til hinnar miklu eftirspurn ar á markinu. Endurtekið hefur veriö af opinberri hálfu í Bonn, að allt verði gert sem unnt er til stuðn ings við frankann. Á vegum Efna- hagsbandalags Evrópu hefur verið birt tilkynning um stuðning við frankann. Staða frankans, punds og dollars batnaöi í gær, — en varúð ein- kenndi gjaldmiðilskaup. 1 París hefur verið tilkynnt strangt eftirlit með allri gjaldeyris- verzlun og tilfærslu á gulli og ferðamannagjaldeyrir hefur verið takmarkaður. Þótt bandarísk stjómarvöld hafi látið í Ijós vonir um batnandi horf- ur á alþjóðapeningamarkaði, eru fjármála- og túnkamenn ekki eins bjartsýnir um varanlegan árangur, og gefa nánar gætur að öllu, sem áhrif kann að hafa á þessi mál. SENDILL Sendill á skellinöðru óskast til starfa milli kl. 7 og 8 á kvöldin. DAGBLAÐIÐ VÍSIR Aðal- fundur Landsmálafélagsins Varðar verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 28. nóv. n.k. kl. 8,30. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Lagabreytlngar 3. Gunnar J. Friðriksson, frkv.stj. flytur erindi: Staða íslenzks iðnaðar í dag. Á eftir verða umræður. Stjómin. • I NTB-frétt frá Genf í gær segir, að ef til vill veröi Al- ■ þjóða Rauði krossinn aö hætta hjálparstarfsemi sinni vegna fjár- skorts. Þetta var í gær haft eftir einum helzta ráðamanni stofnunar- innar, Pierre Gaillard. Hann ræddi við fréttamenn og kvað stofnunina þurfa 9 milljónir svissneskra franka fyrir miðbik desembermán- ' aðar, vegna flutningskostnaöar, en til þess að geta framkvæmt áætlun sína um aðstoð til febrúarloka þarf stofnunin 22 millj. svissneskra franka. Fjár er einkum þörf til flutnings á þei.u birgðum, sem stofnunin ræður yfir. • Michel Stewart utanríkisráð- herra og samveldismálaráð- herra Bretlands er lagður af stað. til Pakistan og Indlands og mun hann eiga viðræður við ráðherra þar um ýmis mál, svo sem fólks-. innflutningsmálin. Ennfremur mun hann ræða við þá um fyrirhugaöa ráðstefnu forsætisráðherra sam- veldisins í janúar. • í neðri málstofu brezka þings- ' ins í gær gagnrýndi Edward Heath ríkisstjórnina fyrir meðferð hennar á efnahagsmálunum. Taldi hann hana hafa sýnt, að hún væri ekki fær um aö stjórna þeim mál- um svo vel færi. — Jenkins fjár- málaráðherra varð fyrir svörurn Hann játaði, aö ekki hefði tekizt að minnka óhagstæðan greiðslu- . jöfnuö eins mikið og stjómin heföi gert sér vonir um, en samt heföt miðað í rétta átt. Hann kvað ráð- stafanir þær, sem boðaðar voru i fyrri viku til þess að minnka inn- flutning og auka útflutning og draga úr eyðslu vera beina afleið- ingu ffármálata'eppunnar. I J.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.