Vísir - 26.11.1968, Qupperneq 8
8
VISI R . Þriðjudagur 26. nóvember 1968.
I
VISIR
Otgefandi Reykjaprent ö.t
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoflarritstjðri: Axei Thorsteinson
Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson
Ritstjórtiarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar. Malstrætj 8. Simar 15610 11660 og 15099
Afgreíðsla: Aöalstræti 8. Simi 11660
Ritstjórn: tmgavegi 178. Simi 11660 (5 Unur)
Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. JL0.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda hi.
Vinnufríður og gengi
fTranski frankinn hefur þótt vera traust mynt undan-
farin ár. í trausti þess taldi de Gaulle sig í fyrra geta
gert harða hríð að dollaranum og hinu vestræna gjald-
eyriskerfi. Þá söfnuðu Frakkar miklu gulli og seldu
jafnframt dollara sína, svo að um tíma virtist dollar-
inn hætt kominn.
Þetta gerbreyttist í vor. Síðan hefur frankinn verið
á hraðri niðurleið. Undanfarnar vikur hefur hann
rambað á barmi gengislækkunar. Fyrir helgina voru
vestrænir fjármálamenn og franskir stjórnmálamenn
sanrifærðir um, að hann mundi falla um 10% eða því
sem næst. Þá sagði de Gaulle nei. Sú ákvörðun hans
hindrar vissulega ekki fall frankans, heldur frestar
því aðeins.
Nú er von, að menn spyrji, hvers vegna frankinn,
sem var svo traustur fyrir ári, er nú orðinn eins sjúk-
ur og fréttir síðustu daga bera vitni um. Allir, sem
eru kunnugir málinu, eru sammála um orsökina.
Hnignun frankans stafar fyrst og fremst af óeirðun-
um og verkföllunum í Frakklandi í vor. Stúdenta-
óeirðirnar ollu í sjálfu sér ekki efnahagsöngþveiti. En
í kjölfar þeirra komu verkföllin, og þau settu efna-
hagslíf Frakka á annan endann.
Tjón Frakka í þessum verkföllum er talið í tugum
milljarða íslenzkra króna. Þjóðartekjur þeirra á þessu
ári lækka sem svarar þessu tjóni. Þetta ólán hlýtur
að koma fram í skerðingu lífskjara frönsku þjóðarinn-
ar, annaðhvort í gengislækkun eða haftakerfi. Hið
síðamefnda hefur raunar í för með sér enn meiri
kjaraskerðingu en gengislækkun hefur og leiðir síðar
til enn meiri gengislækkunar en annars hefði orðið.
Aðra sögu er að segja frá nágrannalandi Frakk-
lands, Vestur-Þýzkalandi. Þýzka markið er alltaf að
styrkjast. í seinni tíð hefur mjög verið rætt um hugs-
anlega gengishækkun þess. Styrkur þess stafar ekki
hvað sízt af hinum stöðuga vinnufriði þar í landi.
Vestur-Þjóðverjar verða fyrir litlu sem engu verk-
fallstjóni og geta því aukið þjóðartekjumar í friði frá
ári til árs. Vegna þess friðar og auðs em laun lág-
tekjumanna hærri þar en annars staðar í Evrópu.
Við íslendingar höfum því miður ekki áttað okkur
á gildi vinnufriðar. Allsherjarverkfallið í fyrravetur
olli þjóðfélaginu stórtjóni, sem kemur fram í kjara-
skerðingu. Þetta ólán okkar stafar fyrst og fremst
af því, að stjórnmálamenn ráða verkföllunum. Þeir
ýta fólki út í verkföll út af pólitík.
í Vestur-Þýzkalandi sinna verkalýðsleiðtogarnir
hins vegar stjórnmálum aðeins lítillega. Þeir em ekki
að hugsa um annarleg stjórnmálabrögð, heldur hags-
muni verkalýðsins. Þess vegna fara þeir ekki út í verk-
föll, heldur leyfa fyrirtækjunum að safna fé og kröft-
um, svo að þau geti borgað hærri laun en þekkjast
annars staðar í Evrópu.
HVAÐ
ÁLÍTUR
ÞJÓÐIN
T ítið er vitað um almennings-
álitið hér á landi. Það er
hægt að sjá í blöðum og tíma-
ritum, hvaða skoðanir eru helzt
hafðar á lofti. En menn vita
ekki, hve mikils fylgis þessar
skoðanir njóta meðal fólksins
í landinu. íslendingar eru sjald-
an spurðir um afstöðu sína til
einstakra mála.
Menn kjósa í kosningum til
þings og sveitastjóma um per-
sónur og heildarstefnur, en ekki
um einstök mál. Kjósendur
velja þá menn, sem þeir treysta
bezt frá almennu sjónarmiði,
og sætta sig við, að þessir
menn taki í einstökum málum
aðra afstöðu en kjósandinn hefði
viljaö.
Nauðsynlegur þáttur
Ckoðanakannanir eru vinsæl
aðferð til aö komast að
því hvert sé almenningsálitið
í einstökupi málum. í flestum
menningarlöndum eru þær tald-
ar nauðsynlegur þáttur í hinni
lýöræöislegu framvindu. Þar
hafa risið upp sérstakar stofn-
anir, sem mnast slíkar kann-
anir. Bandaríska Gallup-stofn-
unin er ein hin þekktasta, en
margar fleiri stofnanir af þessu
tagi njóta almenns álits fyrir
vönduð vinnubrögð.
Þessar stofnanir lifa á viö-
skiptum. Þær taka að sér skoð-
anakannanir fyrir ýmsa aðila.
Framleiðendur vilja fá aö vita,
hvemig viðtökur ákveðnar vör-
ur fá. og félagssamtök vilja
vita, hvort hljómgrunnur er
fyrir vmsum hagsmunamálum
þeirra. Stjómmálaflokkarnir
eru í hópi stærstu viðskiptavin-
anna. Þeir vilja fá að vita um
afstöðu almennings til ýmissa
pólitískra mála til þess að geta
samræmt stefnumál sin niður-
stöðunum.
Hér á landi hefur enginn
stjómmálaflokkur enn haft
skynsemi til að fara út á þessa
hagnýtu braut. Er mér nær að
halda, að einhver sálræn vanda-
mál stjómenda flokkanna
kunni að valda tregðu þeirra
til aö hefjast handa. Þeir óttist
fyrirfram, aö almenningsálitið
sé í ýmsum atriðum andsnúið
stefnumálum þeirra. Því vilji
þeir heldur lifa í þeirri sælu
en veiku trú, að stefna þelrra
og aðgerðir séu í algeru sam-
ræmi við vilja flokksmannanna.
Dagblöð og aðrar fréttastofn-
anir úti i heimj skipta yfirleitt
mikið við stofnanimar, sem sjá
um skoðanakannanmar. Þá eru
niðurstöðurnar ekkj ætlaðar til
einkaafnota, heldur til birtingar.
Fréttastofnanir telja nefnilega,
að skoðanakannanir séu meðal
hins bezta fréttaefnis, sem völ
er á. Svo er einnig um Vísi.
Vísis-kannanir
Tjar sem hér á landi hefur að
undanfömu ekki verið rek-
in nein starfsem; á þessu sviði,
hefur Vísir farið út á þá braut,
að annast sjálfur framkvæmd
skoðanakannana til birtingar í
blaöinu. Svo vel vill til, að einn
starfsmaöur blaðsins hefur lært
og tekið próf í tækni þeirri, sem
beitt er í skoöanakönnunum.
Hefur þvi verið hægt að hafa
skoðanakannanimar tiltölulega
vandaðar, þrátt fyrir margvis-
lega erfiðleika. Er nánar rætt
um þá hlið í sérstakri grein hér
i blaðinu í dag, á blaðsíðu 5.
Skoðanakannanir Vísis hófu
göngu sína í byrjun þessa árs.
Þeim hefur síðan verið haldið
áfram jafnt og þétt og em þær
nú alls orðnar 22 að tölu. Við
héldum i fyrstu, að of dýrt
yrði að leita álits, úrtaks úr
þjóðarheildinni. Náðu því fimm
fyrstu kannanimar aðeins til
Reykjavíkursvæðisins. Síðan var
Akureyri bætt við. Fljótlega
kom á daginn, að viðráðanlegt
var að láta úrtakið endurspegla
álit þjóðarinnar í heild. Frá þvi
í tíundu könnun hafa skoðana-
kannanir okkar þvi náð til
þjóðarinnar allrar.
Margra grasa hefur kennt í
þessum 22 könnunum eins og
töflumar hér á opnunni sýna.
Þar vantar tvær þeirra, en þær
fjölluðu um vinsældir manna
og falla því ekki inn í töflu-
formið. Við höfum spurt um
pólitísk mál, efnahagsmál og
utanríkismál. Við höfum einnig
spurt um áfengismál og um-
ferðarmál. Og við höfum lika
spurt um skólamál og menn-
ingarmál. í heild gefa þessar
kannanir nokkra innsýn í hugs-
unarhátt þjóðarinnar. Með því
að halda áfram á þessari braut
viljum við reyna að dýpka
þessa innsýn í náinni framtíð.
„Veit ekki“
■JVTenn voru misjafnlega undir
það búnir að svara spum-
Vinsælustu skoðanirnar
Taflan sýnir, hve mikill hluti þeirra, sem
svöruðu, voru á umræddri skoðun.
1. 80% Stóriðja — já
2. 80% Efta-aðild — já
3. 78]/2% Ölvun við akstur — nei
4. 77% Lenging skólaárs — nei
5. 73% Nato-aðild — já
6. 72% Gengislækkun — nei
7. 71% Hægri umferö (nr. 3) — já
8. 71% Prófkjör innan flokka — já
9. 69% Mink.-.eldi — nei
10. 69% Keflavíkursjónvarp — já
11. 67% Breytt landspróf — já
12. 65% Hægri umferð (nr. 2) — nei
13. 64% Vínbann — nei
14. 63% Varnarliðið — jf.
15. 62% Þegnskylduvinna — já
16. 62% Ríkiskirkja — já
17. " 57% Skólabuningar — já
Almenningsálit?
Tfi’lan sýnir, hve mikill hluti þeirra, sem
spurðir voru, höföu ekki skoðun á umræddu máli.
1. 4% Hægri umferð (nr. 1)
2. 6% Vínbann
3. 7% Áfengt öl
4. 7% Skólabúningar
5. 10% Vamarliðiö
6. 10% Ölvun við akstur
7. 12% Lenging skólaárs
8. 14%% Keflavíkuisjónvarp
9. 15% Minkaeldi
10. 15% Hægri umferö (nr. 2)
11. 19% Ríkiskirkja
12. 22% Hægri umferð (nr. 3)
13. 22% Prófkjör.
14 23% Stóriðja
15. 24% Þegnskylduvinna
16. 29% Breytt landspróf
17. 30% Nato-aðild
18. 36% Gengislækkun
19. 36% Einmenningskjördæmi
20. 60% Efta-aðild.