Vísir - 01.12.1968, Page 3

Vísir - 01.12.1968, Page 3
3 ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Yið samn- insaborðið Dansk íslenzka Sambandslaganefndin á fundi i kennarastofu Háskólans í Alþingishúsinu í júlí 1918. Talið frá vinstri, sitjandi: J. C. Christensen, Einar Arnórsson, Jóhannes Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson, Bjarni frá Vogi, þá fyrir borðendanum Hage ráðherra, Arup prófessor og Borgbjerg ritstjóri Standandi eru skrifarar nefndarinnar: Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri, Gísli ísleifsson stjórnarráðsfulltrúi, Funder og Magnús Jónsson frá Úlfljótsvatni, sem var íslenzkur maður en skrifari dönsku nefndarinnar. □ Lokaþátturinn í sjálf- stæðisbaráttu íslendinga til fullveldis hófst að morgni laugardagsins 29. júní 1918,þegar varð- skipið Islands Falk brun aði inn á hina nýgerðu höfn í Reykjavík og lagðist upp að eina hafn- arbakkanum, sem þá var búið að fylla upp, bakk- anum, sem nú er fyrir framan hina nýju toll- gæzlustöð. Ckipherrann á Islands Falk hafði daginn áður sent loft- skeyti um það, að hann myndi koma til hafnar og hin nýja loft skeytastöö á Melunum tekið viö skeytinu. Það stóð heima eins og sagði í því, að hann sigldi inn á höfnina klukkan 11 um morguninn í bezta veðri. Meö skipinu kom danska samninganefndin. Múgur og margmenni safnaðist niður á bákkann og forustumenn stigu um borð til aö bjóða nefndar- menn velkomna. Fremstir komu íslenzku ráöherramir, Jón Magn ússon forsætisráðherra, Sigurður Jónsson atvinnumálaráðherra og Sigurður Eggerz f jármálaráð- herra. Þangað kom Jóhannes Jó- hannesson forseti Sameinaðs þktgs og Ólafur Briem forseti Neðri deildar, ráðuneytisstjórar og ýmsir aðrir. Eftir að hafa dvalið um skeið 1 skipinu, fylgdu ráðherramir gestunum til herbergja þeirra. Bjó formaður dönsku nefndar- innar, Hage verzlunarmálaráð- herra hjá Jóni Magnússyni for- sætisráðherra í húsi hans við Hverfisgötu (nú næsta hús aust- an Þjóðleikhúss), hinir dönsku sendinefndarmennimir bjuggu í húsi Sturlu Jónssonar við Hverfisgötu (Sturla var mágur Jóns forsætisráöherra, en hús hans er nú danska sendiráðið), skrifari dönsku nefndarinnar var Islendingur, Magnús Jóns- son frá Úlfljótsvatni, og bjó hann í húsi Jóns Þorlákssonar í Bankastræti 11. Samdægurs og dönsku fuli- trúamir komu til landsins eða kl. 5 síðdegis komu íslenzku og dönsku nefndimar saman til fyrsta fundar og var fundar- herbergi þeirra kennarastofa Háskóla íslands, sem þá var á neðri hæð Alþingishúss- ins, þar sem skrifstofa forseta íslands er í dag. Á þessum fyrsta fundi gerðist ekki annað en að nefndarmennirnir voru kynntir hver fyrir öðrum. Fund ir áttu síðan að hefjast næsta mánudag. Skal þá gerð stuttlega grein , fyrir nefndarmönnum á báða bóga. Höfðu verið kosnir fjórir fulltrúar af hvom þjóðþingi. Þá var það ríki í Danmörku stjóm Radikala flokksins, und- ir forseti Zahle, en hún var studd af Vinstri-flokk, íhalds- flokk og Jafnaðarmönnum, og hafði hver þeirra einn „eftirlits- ráðherra“ án stjórnardeildar. Kusu þeir hver sinn mann £ nefndina, nema íhaldsmenn, sem neituðu að eiga þátt í henni. Frá Radikala flokknum var kosinn Hage verzlunarmálaráð- herra, og var hann formaður dönsku nefndarinnar. Frá Vinstri flokknum var kos- inn J. C. Christensen, en hann var þá ráðherra án stjómardeild ar. Hann hafði lengi verið einn af fremstu stjómmálamönnum Danmerkur og forsætisráðherra var hann 1908, þegar Hannes Hafstein samdi við hann um Uppkastið, — stjórnarbætumar, sem íslendingar þá felldu. Frá Jafnaðarmannaflokknum var kosinn Borgbjerg ritstjóri Socialdemokraten, — einn fremsti foringi þess flokks, mik ill ræðuskörungur og talinn mjög fær samningamaður, væn- legur til'að finna úrlausnarleið- ir, ef allt kæmist í strand. Fjórði maðurinn í nefndinni var svo Erik Amp, sem var prófessor í sagnfræði við Kaup- mannahafnarháskóla. Hann hafði nokkru áöur um skeiö ver- ið skrifstofustióri danska for- sætisráðuneytisins, og þótt hann væri ekki þingmaður aðhylltist hann Radikala flokkinn, Hann var flestum hnútum kunnugur varöandi málefni íslands og haföi hann nokkurs konar leið- sagnarhlutverk gagnvart með- nefndarmönnum sínum var hann talinn fljótskarpur maður og ætíð hlynntur og vinveittur íslend- ingum. íslenzkir stjórnmálahættir voru þeir, að fram til ársins 1917 haföi ráðherra verið einn, síðastur þeirra Einar Arnórs- son úr Sjálfstæðisflokknum. Hafði hann farið frá fyrir það að flokkurinn var klofinn í langs- um-menn og þversum-menn, og voru þessi heiti á þv£ byggð, að langsum-menn voru fúsari til samninga við Dani, en hinir þverari. Við þennan klofníng Sjálfstæðisflokksins hafði Heimastjórnarflokkurinn gamli veriö endurreistur, langsum- menn úr Sjálfstæðisflokknum runnið inn i hann og taldist Einar siðan til Heimastjómar- flokks. Hafði flokkurinn kom- izt til valda, undir forustu Jóns Magnússonar, sem hafði tekið við stjórn flokksins eftir að Hannes Hafstein veiktist. Jón myndaði samsteypustjóm og var það fyrsta fjölskipaða rík isstjórn Islands. En þversum- menn héldu enn hópinn og köll- uðu sig áfram sjálfstæðisflokk og tóku þátt í stjóminni, en i henni sátu: Jón Magnússon frá Heimastjómarflokknum forsæt- isráðherra, Sigurður Jónsson í Yztafelli frá hinum nýstofnaða Framsóknarflokki sem atvinnu- málaráðherra og Sigurður Egg- erz frá Sjálfstæðisflokknum sem var fjármálaráðherra. Þeir fjórir menn, sem vom valdir í nefndina voru þessir: Jóhannes Jóhannesson, bæjar fógeti, Heimastjómarflokknum, og var hann forseti íslenzku nefndarinnar. Einar Árnason, prófessor, full trúi Iangsum-manna í Sjálfstæð isflokknum, en bæði Jóhannes og Einar töldust nú Heima-stjórn armenn. Bjarni Jónsson frá Vogi, full- trúi þversum-manna í Sjálfstæð- isflokknum. Þorsteinn M. Jónsson, skóla- stjóri á Borgarfirði evstra úr Framsóknarflokknum. Allir þessir menn úr íslenzka og danska nefndarhlutanum urðu að lokum sammála um þann endanlega samning sem gerður var. En vitað var fyrir- fram, að ýmsir erfiðleikar vom i vegi á báða bóga. I Danmörku var allsterk hreyfing, aöallega i íhaldsflokkn um að berjast gegn því, að Is- lendingar fengju nokkurn auk- inn rétt. Fyrir hreyfingu þessari stóö einna helzt ungur þingmaö ur Ihaldsflokksins að nafni Ole Bjöm Kraft, sem löngu síðar, eftir seinni heimsstyrjöldina varð kunnur maður sem utan- ríkisráðherra Dana. Hugsjón þessara manna var að berjast gegn sundurlimun hins danska veldis. Þeir höfðu orðið fyrir sár um vonbrigðum árið 1917, þeg- ar stjómarflokkarnir sameinuð- ust um að selja Bandaríkja- mönnum hinar dönsku eyjar í Vestur Indíum og kenndu J. C. Christensen mjög um aö hafa þar svikið danska þjóðernishags muni og gengið í lið með Radi- kölum og Jafnaðarmönnum í að lima í sundur Danaveldi. Nú börðust þeir gegn því að ísland væri einnig limað frá því. Þá var einnig talsverð mót- spyma í Jafnaðarmannaflokkn- um við íslenzkt sjálfstæði, en af öðrum hvötum. Þeir höfðu á stefnuskrá sinni sem alþjóða- hyggjumenn að afnema landa- mæri og stofna Bandaríki Norð- urlanda og fannst það þá öfug- þróun að ísland yrði fullvalda ríki. Er talið að Stauning foringi flokksins hafi veriö andsnúinn íslenzku fullveldi, en að að Borg bjerg, sem var annar aðalforingi inn hafi ráðið þeirri stefnu, að ekki kæmi til greina að þvinga íslendinga til sambands gegn vilja þeirra. Hér heima á Islandi var einn- ig til Jafnaðarmannaflokkur og átti hann einn þingmann. Flokk- urinn virðist einnig hafa verið tvískiptur, annars vegar var al- þjóðhyggjumaðurinn Ólafur Friðriksson, sem hafði gert sér ferð á hendur til Kaupmanna- hafnar og tekizt að vinna Borg- bjerg á það að styðja íslend- inga, en var hins vegar reiðu- búinn í alþjóðahyggju sinni að slá af kröfunum gagnvart Dön- um og samþykkja til dæmis sam eiginlegan þegnrétt þjóðanna. Hinum megin var þingmaður flokksins Jörundur Brvnjólfs- son, sem var þjóðlegri. Fannst honum flokksbræöur sínir ger- ast of miklar undirlægjur gagn- vart Dönum, og átti það sinn þátt í því, að hann sagði sig úr flokknum um þessar mundir og hallaði sér að Framsóknarflokkn um. Þess var beðið með lang mestri eftirvæntingu hvaða af- stöðu fulltrúi þversum-manna í nefndinni, Bjami frá Vogi myndi taka, en hann hafði á 6ínum tíma átt mikinn þátt í því að fella uppkast Hannesar Hafstein 1908. Það fór nú svo og olli ef til vill úrslitum, að Bjarni studdi þá samninga sem tókust, og átti uppsagnarákvæð- ið mestan þátt í að fá hann með, en auk þess er talið, aö Jón Magnússon hafi kunnað bet ur lagið á Bjarna en Hannes Haf stein hafði gert, enda skilið það nú betur, hve mikilvægt var aö fá stuðning hans. Tveir flokks- menn Bjarna fengust ekki til að fylgja honum, Benedikt Sveins- son og Magnús Torfason. ★ Fundir sambandslaganefndar- innar stóðu með litlum hléum frá 1. til 18. júlí. I byrjun lögðu báðir aðilar fram sitt hvort frumvarp að sambandslögum og var talsverður ágreiningur til að byrja með. Sem von vár, þybb- aðist J. C. Christensen mest við, þar sem hann var einkum full- trúi hinna þjóðlegu dönsku afla, og var hann viðkvæmur fyrir því að gera nokkuð, sem hægt væri að kalla sundurlimun Dana veldis. Gekk þetta svo langt til að byrja með, að sagt var að hann hefði tárfellt og látið þau orð falla, að það væri ekkert annað fyrir dönsku nefndina að gera en að fara heim. En hér eins og löngum endra- nær var fulltrúi Radikala flokks ins okkur vinsamlegastur og hollastur. Hage ráðherra var í fararbroddi að láta undan rétt- lætiskröfum íslendinga. Danirn- ir féllust á það að lokum að Is- land yrði frjálst og fullvalda ríki, tengt Danmörku konungs- sambandi. Þeir voru tregir til að afsala Hæstarétti Dana æðsta dómsatkvæöi og ollu því helzt landhelgisdómar, sem þeir ótt- uðust að í'slendingar vrðu of harðir í svo vekia mvndi fjand- skap við Breta og einnig voru þeir tregir til að fá Is- lendingum í hendur utan- ríkismálin, þar sem þeir gátu ekki með nokkru móti ímyndað sér, að sami konungur gæti ver ið yfir tveimpr ríkjum með ó- líka utanríkishagsmuni og ólíkri utanríkisstefnu. Þeir héldu báð- um þessum málaflokkum í orði samningsins. En þó svo, að ís- lendingar gátu sagt þeirri þjón- ustu upp. Danir voru líka mjög hikandi við uppsagnarákvæðið og féll- ust aðeins á það, þar sem Is- lendingar hefðu annars gengið frá samningum. Svo langt gengu Danir í þess- > 13. sfða ;

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.