Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 5
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 5 wsa ■ Það voru mörg öfl og margir aðilar, sem tóku saman hönd- um, þegar algert sam- komulag tókst í Sam- bandslaganefndinni 18. júlí 1918 og Sambands- lagasamningurinn undirritaður. var VT’ið samningsgerð þessa var það áberandi, hvernig sátta viljinn sigraði og hinir ólík- ustu aðilar fengust næstum því á óvart til aö sveigja sig og láta af sínum ýtrustu kröfum. Þess vegna hefur mátt benda á það hve mikinn þátt einstakir menn hafi átt í þv£ að samkomulag tókst og má jafnvel meö sanni segja, að breytt afstaða margra manna hafi valdið úrslitum. Þegar við lítum yfir röð hinna dönsku samningamanna, má með sanni segja, að samn- ingsgerð þessi hafi mjög verið undir því komin, að Radikali flokkurinn fór með völd i Dan- mörku og hafði áriðiáður unn- ið taisveröan kosningasigur. Það var í fyrsta og einasta skiptiö sem Radikali flokkurinn varð þriðji stærsti flokkur að at- upp baráttuna fyrir Islendinga innan fiokks síns og hafö; rétt- lætið fram. Þegar litið er yfir röð hinna íslenzku nefndarmanna sjáum við, að það hafði talsverða þýð- ingu, að Einar Arnórsson pró- fessor sat i nefndinni, en hann var færasti stjómlagafræðingur íslendinga og átti mikinn þátt í að óskir íslendinga komu fram á öruggum réttarlegum grund- velli. Þar sem hann var, þar var ekki hætta á að hnútar yrðu laust bundnir, þekking og skerpa náði inn I kjama vanda málanna. Samningar fóru aö sjáifsögðu fram á dönsku, en eftir að samkomulag hafði tek- izt, varð það hlutverk Einars að þýða samninginn á fáum klukku stundum yfir á íslenzku. Þar sá enginn missmíö á og þó fannst Einari sjálfum í vandvirkni sinni að betur hefði mátt gera, ef meiri tími og ráðrúm heföj gef- izt. Þá er varla nokkur vafi á þvi að afstaða Bjama Jónssonar frá Vo'gi olli úrslitum í máiinu. Hann hafði fyrr og síðar verið stækastur þversum-maður gegn öllum sáttum og samningum við Dani. Hann hafði átt ríkastan þátt i að fella Uppkastið 1908 og hafði æ sfðan verið fremst- J6n Magnússon, forsætisráðherra 191S. ússon hefði verið áhugaiítill í sjálfu fánamálinu hafði hann beitt því sem vopni úti í Danmörku til að fá dönsku stjórnina til samninga. Er almennt taliö, að málið hafi tekið alveg nýja stefnu £ sam- tölum Jóns við Zahle forsætis- ráðherra Dana í þessari Kaup- mannahafnarferð og álitið að það hafi æxlazt svo til, að Zahle taldí vandkvæði á því að vera að taka fánamáliö eitt sér og nokkurs konar aukaatriði út úr og látið þau orð faila aö fánamálið ætti að taka upp með sambandsmálinu í heild. Og þá gekk Jón Magnússon á iagiö og óskaöi þá eftir því að sambands málið allt yröi tekið upp. Þessar umræöur og samninga umleitanir næsta sumar fóru fram á hentugasta tfma, þegar hugsjónir Wilsons forseta Banda ríkjanna um réttíæti og sjáifs- ákvörðunarrétt þjóðanna flugu á vængjum vonanna um heim- inn og höfðu sérstaklega mikil áhrif hjá smáþjóð eins og Dön- um. Þar við bættist svo von Dana, að réttiæti yröi látið ráða í má'lum Suður-Jóta, en þar höfðu tugþúsundir danskra manna, heil héruð og borgir byggðar dönskumæiandi mönn um verið innlimuð í Þýzkaland eftir strfðið 1864. Var það stærsta mál dönsku þjóðarinn- HÖFUNDUR SAMKOMULA 6SINS — Jón Magnússon, hinn hyggni forsætisráðherra Islands 1918 kvæðamagni meö dönsku þjóð- inni, en oftast hefur hann aö- ems veriö smáflokkur. En þaö hefur fylgt frjáisiyndum sjónar miðum þessa flokks, að hann hefur aiitaf verið velviljaður og skilningsríkastur á sjónarmiö Islendinga. Hefur hann ekki gert það endasleppt við okkur og er þess skemmst að minnast, að einn af foringjum hans Jörg- en Jörgensen knúði lausn hand- ritamálsins fram fyrir nokkrum árum. Þá má einnig segja aö afstaða J. C. Christensens foiingja vinstri flokksins á samninga- fundunum f Reykjavík sumarið 1918 hafi valdið úrslitum. Hann var fulltrúi hinna þjóðlegu dönsku afla og bjóst enginn við að hann gengi svo langt, sem raun bar vitni. Það varð ekki hjá því komizt, að hann streitt- ist mest hinna dönsku nefndar- manna á móti, og ef til vill fór hann iengra en umboð flokks hans hafði náð. En úr því hann hafðf tekið þá ákvörðun, var hann svo sterkur og áhrifamikill innan síns flokks, að aldrei þurfti að óttast það, að flokks- bræður ómerktu aðgerðir hans. Hann knúði fram einróma fylgi flokksins við samningana. Elns mætti segja, að þaö hefði ráðið miklu, jafnvel úrslitum, aö danski íhaldsflokkurinn neitaði að útnefna mann í nefndina. Sá fulltrúi hefði sennilega aldrei fengizt til aö undirrita það sam komulag sem endanlega náðist í Reykjavík sumarið 1918 og því hefði ályktun nefndarinnar ekki orðið einróma. Þaö er líka hugs- . anlegt að nærvera nefndar- manns Ihaldsflokksins hefði orð ið til að stæla Christensen í mót spymu hans. Ef til vill réði fulltrúi danska Jafnaöarmanna, Borgbjerg rit- stjóri einnig úrslitum. Það er kunnugt að sterk andstaða var innan flokks hans við fráskiln að íslands, en af skilningi og réttlætiskennd gagnvart þessari norrænu bræðraþjóð tók hann ur f flokki þeirra, sem fannst Danir aldrei ganga nógu langt og vildu fremur hafna öllu en taka því sem Danir buðu hverju sinni. Það viröist varla geta leik ið á tveim tungum, að ef hann hefði kosið að beita sér gegn samningunum 1918, hefðj hann getað enn einu sinni æst upp öldur Danahaturs og óvináttu og fellt þetta samkomulag. Þaö sést bezt á því hve lítil þátttak- an var í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um haustið 1918. Það log- aöi undir niðri tortryggni í garð Dana, sem kom fram í áhuga- leysi og varhygð gagnvart samn ingunum. Þegar nafn Bjama frá Vogi var komið undir samning- inn, án alls fyrirvara, þá mátti segja að bjöminn væri unninn. Þannig lögðu margir hönd á plóginn og margir gegndu mikil- vægu úrslitahlutverki til aö koma þessu höfuðnauösynja- máli íslenzku þjóðarinnar fram. En þó stendur eirm maður og hlutverk hans f þessum samning um ofar öllum öðrum. Það var Jón Magnússon, sem var for- sætisráðherra Islands í þá tfö. Það var hann sem lagði grund- völlinn að öllu þessu marghátt- aða samkomulagi Sambandslaga samningsins 1918. Það er ekki hægt að segja, aö Jón Magnússon hafi verið neitt sérlega glæsilegur maður eða höfðinglegur í framkomu. Vegna meiðsla, sem hann hafði hlotiö á unga aldri var göngu- lag hans hálf afkáralegt, hann stakk við og sveigðist út á aöra hlið í öðm hverju spori: Og hann var heldur enginn fljúg- andi mælskumaður, sló sér aldrei upp með hástemmdum ræðuflutningi. Hann talaði sjald an og flutti stuttar ræöur og eins og muldraði þær áherzlu- laust og leiðinlega. Það mátti segja að hann hefði komið og tekið við stjórnarvelin- um, þegar hinir háfleygu til- finninga og baráttumenn höfðu siglt sjálfstæðismálinu f strand, svo að ekkert varð komizt á- fram með það sakir æsinga, sundrungar og flokkadrátta. — Hann komst til hæstu virðinga en sjálfur ,ar hann einstaklega óáleitinn maöur og virtust áfarif og völd fremur hlaðast ósjálf- rátt á hann, en að hann sækti fast eftir þeim. Sjálfur gaf hann táknræna lýsingu á hlutverki sínu, þegar hann sagði: — „Hvenær hef ég sagzt vera skör- ungur, — og hvað höfum við að gera við skörunga?" Það sem landið þurfti mest eftir allan hávaðann, var ekki skömngsskapur, heldur mann- vit og hyggindi til sameiningar í samninga og nefndaherbergj- um. Og þetta var einmitt það sem Jón Magnússon haföi til að bera og því varð hann þjóö sinni til slíkra heilla. Hann tók við fomstu Heima- stjómarflokksins síðara, eftir aö Hannes Hafstein veiktist 1917 og á því sama ári myndaði hann fyrstu þriggja manna ríkisstjóm ina. Þetta vom tímar heimsstyrj aldar, og sfðari helmingur styrj- aldarinnar varö mikill erfið- leikatími fyrir íslenzku þjóð- ina. Framkvæma þurftf margar óvinsælar ráðstafanir, binda öll útflutningsviðskipti við Breta og gera margvíslegar ráðstafan ir, sem heftu athafnafrelsi manna, til þess að tryggja með opinberum ráðstöfunum aðflutn ing nauðsynjavara. Óhöpp skullu yfir, eins og þegar kola- skipi með nærri 1000 lestir af kolum var sökkt á leiðinni til Islands, sem olli miklum kola- skorti á einum kaldasta vetri sem komið hefur. Það var margvíslegt tilefni til árása á ríkisstjómina, en Jón Magnússon tók upp nýja stjórn málaaðferð, hann varði sig jafn vel fremur linlega, en hafði það fyrir grundvallarreglu að ráðast aldrei harkalega á móti. Hann vann markvisst að því að draga úr spennunni, forðaðist a!1a per- sónulega áreitni og fjandskap. I stað þess leitaði hann persónu- legrar vináttu og samstöðu viö alla aðila. I nóvember 1917 hélt hann á konungsfund með fmmvörp þau sem alþingi hafði samþykkt þá um sumarið. Meðal þeirra vom Iög um að íslenzki fáninn, sem hafði oröið sérfáni þjóðarinnar 1915 yrði gerður að alþjóöleg- um kaupfána. Þannig hugðust sjálfstæðisbaráttumennimir fá fram viðurkenningu á íslenzku sjálfstæði meö hinu formlega tákni, fánanum. Sjálfur haföi Jón Magnússon ekki sériega mikinn áhuga á fánamálinu, fannst það vera yfir borðskennt formsatriði, sem ættí að vera fremur afleiðing samninga um sjálfstæði þjóðar- innar, þótt hann léti ‘lftið í ljósi andstæðar skoöanir sínar á þvf. Á ríkisráösfundi með konungi og dönsku ráðherrunum lýsti Zahle þáverándf forsætisráð- herra Dana vfir því að hann væri mótfallinn fánamálinu og leiddi það til þess aö konungur neitaði að staöfesta fánalögin. Þannig var f rauninni skapað nýtt tilefni til árekstra og fjand skapar milli þjóðanna, enda stóð ekki á því f blaðagreinum og ræöum hér heima, að hinar gömlu sjálfstæðishetjur hæfu andspymu sína og reiddust því sérstaklega, aö hér hefðu Danir f ríkisráðinu farið að skipta sér af fánamálinu, en þeir sögðu að væri algert íslenzkt sérmál. I þessum umræðum var það meðal annars mjög veitzt að Jóni Magnússyni fyrir það, að framkoma hans í ríkisráðinu hefði ekki verið nógu röggsam- leg. Það vakti talsverða athygli, aö hann bar svo að segja ekki hönd fyrir höfuð sér gegn þess um árásum. Hann taldi slíkt engu hlutverki gegna nema vekja æsingar og spilla fyrir lausn. Það kom ekki í ljós fyrr en nokkru síðar, að þótt Jón Magn ar, að endurheimta í frkii og réttíæti þessi glötuðu landsvæði sín, og ímynduðu þeir sér, að það myndi styrkja aöstöðu þeirra f heimi réttlætisins sem rísa áttj upp að styrjöld lokinni að þeir hefðu sjálfir sýnt fslend ingum göfuglyndi. Á þessum hugmyndum mun Jón Magnússon mjög hafa aliö í samtölum sínum við danska ráðamenn og þar hélt hann jafn vel á spilunum og annars staðar og kom þvf svo fyrir að það urðu í rauninni Danir, sem ósk- uðu eftir því að nýir samning- ar yrðu teknir upp um sam- bandsmálið. Lengi eftir aö Jón kom heim lét hann lítið á því bera, hvað áunnizt hafði, en notaði tímann til að vinna málinu gagn f per- sónulegum samtölum. Þannig tókst honum að vinna Bjama frá Vogi á sitt band og að því að sagt er jafnvel foringja Jafn- aðarmanna, Ólaf Friðriksson, sem geröi sér ferö á hendur út til Kaupmannahafnar að undir- Iagi Jóns til að vinna danska Jafnaðarmenn á band íslend- inga. Og með sama hætti vann Jón Magnússon að málinu, eftir að dönsku nefndarmennirnir komu hingað heim og viðræöujr hófust f júlí-byrjun 1918. Þá átti hann stöðugar einkaviðræður við Hage ráðherra, formann dönsku nefndarinnar og þannig sveif andi hans stöðugt yfir samning- • unum, sem enduðu með sigri Is- lendinga. Það er að vísu ekki sama dýrð og tign yfir fullveldistökunni 1918 eins og Lýðveldishátíöinni 1944, þegar lokamarkinu var náð. En aö því skal þó gæta, að í samningunum 1918 var lokasigrinum náö f samningum við Dani. I þeim samningum var líka það blóm, sem spratt út með 25 ára fresti í lýðveldis- tökunni 1944. Og Jón Magnús- son var fremsti höfundur þess merkilega samkomulags.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.