Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 8
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ X- □ íslendingar geta vissulega státað af mikl- um efnalegum framför- um síðan þeir öðluðust fullveldi fyrir 50 árum. Það er eldri mönnum munntamt að segja að kraftaverk hafi orðið hér á landi á öllum sviðum, eða að það sé ekki hægt að lýsa með orðum ein- um þeim geysilegu breyt ingum, sem hér hafi orð- ið á skömmum tíma. Þannig má segja að ný saga hafi verið sköpuð og nýtt ísland risið upp, alls ólíkt því vanþróaða landi, sem var hér fyrir fimmtíu árum með frum stæðum og fátæklegum lifnaðarháttum. Það er sama hvar drepið er niður. Kannski hefur breytingin verið hvað athyglisveröust í samgöngum, sérstaklega á landi og í lofti. Ferðamenn, sem þurfa að bregða sér milli landshluta og milli landa í dag, lifa í raun- inni alls ekki í sama heimi og feður þeirra fyrir 50 árum. Þá var þó rétt farið að brydda á nýjungum, kannski voru eitt- hvað yfir 50 bílar komnir til landsins, gamallegir skrölt- andj Fordar og meö þeim var hægt aö komast með góðu móti austur í Rangárvallasýslu, suð- ur um Reykjanes og upp í Hval- fjörð. Með harðneskju voru þeir jafnvel notaðir til aö ferðast um torfærur öræfanna. Og áriö eft- ir að ísland fékk fullveldi, kom hingað fyrsta flugvélin, og ór- aði menn þá tæpast fyrir undr- um nútímans, þotunum, sem skjótast margar dagleiðir þeirra tíma á einni til tveimur klukku- stundum. Þó er hreykni okkar yfir breyttum samgöngum ekki ó- blandin. Á því sviði eigum við margt ógert og vanrækt. Við höfum flutt inn í landið hin dýrustu og fullkomnustu sam- göngutæki erlend. En það sem við höfum sjálfir þurft að skapa og leggja fram, vegir og flugvellir er ákaflega ófullkom- ið hjá okkur og stenzt hvergi þær kröfur, sem gerðar eru tfl slikra mannvirkja í fjöl- mennari og auöugri löndum. Umskiptin hafa einnig veriö sláandi mikil í híbýlakosti manna og er það einn gleggsti votturinn um þær geysilegu breytingar, sem orðiö hafa á lífskjörum fólks. Að hverfa aft- ur til aldamótanna í Reykjavík Síldarævintýrið hefur löngum töfrað íslendinga. Þar var að fá þann fljóttekna gróða, er hefur sett mark sitt á allt þjóðlíf fslands, en inn á milli komu alvarleg bakslög, sem valdið hafa kreppusveiflum bæði í markaðshruni og aflabresti. Hið sanna er þó, að eftir aö mikilvæg tæknibylting varð í sjávarútvegi okkar skömmu eft- ir aldamót, mótorbátar voru teknir í notkun kringum 1905 og togarar kringum 1910, hefur ekki þurft að óttast, að íslend- ingar geti ekki bjargazt af. Við það varð svo stórkostleg aukn- ing í þjóðarframleiðslunni, að efnahagskerfi okkar fékk þar, með framrás tækninnar, þann grundvöll, sem það hefur síðan staðiö á. En viö það hefur viðleitnin og takmarkið tekið breytingum. Hið mikla markmið, sem stefna verður að, er að tryggja það, að Iffskjör með þjóðinni séu ekki lakari en í nágrannalöndum okk- ar, með hinum vestrænu menn- ingarþjóðum. Það er við þetta vandamál, sem stöðugt verður að kljást og því miður, þá vakir enn stööugt með okkur óttinn og grunsemdin um að okkur mistakist í þessu stærsta við- fangsefni hins íslenzka ríkis. Þvf að sannleikurinn er sagna beztur, efnahagskerfi okkar er byggt upp með öðrum hætti en meö flestum öörum menningar- Hálf væri á ýmsan hátt, Iíkt því að hverfa aftur á steinöld, því að þá þekktust nær engin híbýla- þægindi, húsgögnum alþýðu- fólks var klambrað saman eins og óvönduðum kössum og oft voru sykurkassar jafnvel not- aðir fyrir stóla. í stað hins gamla viðarasks voru komin ílát úr sprunginni emailleringu, eld- unarplássið var enn kolastó og ekkert rennandi vatn var í hús- um, hvaö þá hreinlætistæki eins og salerni og baðker. Þetta hafði strax tekið mikl- um bótum, um það bil sem þjóð- in fékk fullveldi, að minnsta kosti hér í höfuðborginni, þá var gas komið í húsin til ljósa og eldunar og lokiö var kostn- aðarsömum vatnsveitufram- kvæmdum, salerni voru þá orð- in talsvert útbreidd, oft eitt tæki fyrir margar fjölskyldur, en baðker voru sjaldgæfur lúx- us. Um önnur áhöld til aö létta undir með húsfreyjunni var vart að tala. Árin í kringum fullveld- iö voru þar að auki mjög erfið og rfkti þá mikið húsnæðisleysi í bænum. Þá var það algengast að stórar barnafjölskyldur yrðu að hírast í tveimur litlum her- bergiskytrum. Húsin voru þó alls ekki slæm, þau voru flest lítil timburhús og þau standa enn tugum saman á sínum stað við Grettisgötuna eða Vestur- götuna og enn unir margt eldra fólk sér bezt í þeim, enda rýmra um, en þegar bamaskarinn var mestur í þeim. Þó standast þau auðvitað engan samanburð viö algengar nútíma-íbúöir. stórstígra 1 húsnæðismálunum hljóp það á snæri hins íslenzka fullveldis, að ný byggingarefni og aöferðir voru einmitt þá að ryðja sér til rúms í heiminum. Sementið og steinsteypan kom sér vel fyrir okkur í byggingarefnalausu iandi til að sýna umheiminum, að við gætum sjálfir gert betur en nýlendustjórnin, sem hafði látið þjóðina hírast um aldaraö- ir í moldarhreysum. Og þar er komið að því, aö þaö verður að varast að draga of fljótfærnislegar ályktanir af því, að það sé einungis okkur sjálfum að þakka, að slík stór virki hafa verið unnin í fram- kvæmdum og uppbyggingu eða að þetta sýni og sanni, hve Danir hafi stjórnað landinu illa í sinni valdatíð. Það er miklu víðar í ''heiminum, sem borgir hafa verið byggðar frá grunni, jafnvel milljónaborgir með stór- kostlegum verksmiðjum, þar sem fyrir fárum voru aðeins þorp eða óbyggð landssvæði. Þessi sama saga hefur veriö að gerast víðs vegar f veröldinni, en mest hefur borið á henni til dæmis í vesturhluta Bandaríkj- anna, sem var mjög dreifbýll fyrir hálfri öld, en hefur nú hin mestu þéttbýlishverfi og stór- iðju og sama mætti segja um stóriðjusvæði Rússa í Síberíu, svo aöeins nokkuð sé nefnt. Þaö er meira að segja vafa- samt hve mikla þýðingu sjálf fullveldisyfirlýsingin 1918 hafði í þessu sambandi, hún fjallaði aðallega um formlegt sjáfstæði þjóöarinnar út á við, en þegar nokkru áður höfðu íslendingar eignazt all víðtæka sjálfstjóm, sérstaklega vil heimflutning ráð- herraembættisins og saman viö bað blandaðist stórkostlegur aö- flutningur erlends fjármagns, sem hrinti af stað hinni fyrstu miklu framfaraöldu upp úr alda- mótunum. Við vorum því þegar orðnir þátttakendur í hinni al- mennu framfarasókn vestrænn- ar tæknimenningar, og það verður að teljast aðalatriðið í umbótunum, að við þoröum og gátum gerzt þátttakendur í þeirri þróun. Aftur á síöustu öld, heyrðist oft syngja í þeim tálknum hjá varkárum mönnum þjóðarinnar, að ísland væri ekki fært um að standa á eigin fótum. það gæti ekki orðið efnahagslega sjálf- stætt. Slíkt væru aðeins hugar- órar og gyllivonir. Þessi ótti og grunsemdir héld- ust allt fram á þessa öld, og því er ekki aö leyna, aö stundum hefur þessi söngur heyrzt allt fram á okkar daga. Hvenær sem erfiðleikar dynja yfir, í kreppu og útflutningserfiðleikum. bæra þessar gömlu grunsemdir á sér og þegar fréttimar af erfiðleik- um okkar berast út í heim, má mikiö vera, ef sumum Dönum kemur ekkj til hugar, að betra hefði verið fyrir mörlandann að una við hína tryggu og traustu dönsku stjórn, eða fram koma dylgjur og hótfyndni gamalla Stór-Dana um að strax og fslendingar urðu sjálfstæðir hafi efnahagsmálin farið í handa- skolum. þjóöum. Þaö er mikil áhætta, sem fylgir því, að 95 prósent útflutningsafurða okkar skuli allt vera sama vörutegundin, ekki sízt þegar hún er fiskafli, sem löngum hefur reynzt ótrygg framleiðsla bæði að aflabrögð- um og markaðsverði. Þar hafa stöðugt svo langt sem sagnir ná orðið bakslög, sem hafa komið hart niður á þjóðinni í lækkuð- um þjóðartekjum og arði, og erum við einmitt nú, að súpa seyðið af einu markaðshruninu. Þar við bætist það svo, að þjóðinni hefur stöðugt fjölgað og grunsemdir fara aö kvikna um það, að eftir því sem hún verði fjölmennari, muni fiskafl- inn, sem eru takmörk sett. ekki. nægja til að framfleyta sístækk- andi þjóð. Þegar I'sland hlaut fullveldi fyrir 50 árum, var heildaríbúa- tala landsins aöeins i krineum 90 þúsund. en nú er hún. sem kunnugt er. komin vfir 200 bús- und. Það refur auga teið að með þessari mannfiölgunarbró- un verður hún komin í kringum 400 þúsund um næstu -’damót og þvi blasir þessi spurninp vægðarlaust við okkur: —Vnrðtr hægt aö auka fiskframleiðsluna svo að hún get' baldið áfram aö standa undir kannski hálfrar milljón manna bióðfélagi með síauknum tilkostnaði þess bættum lífskjörum, menntun. vísindum og listum. jafnvel með þeim styttri vinnutima, og hálf- gerðu letingjalífi, sem þá virð- ist auðséð, að verður komið á. í flestum hinum vestrænu menn- I áratugi hefur íslendinga dreymt um það að færa sér í nyt „hin hvítu kol“ - raforkuna og koma á fót stóriðju. Þetta er teikning frá 1917 af fyrirhugaðri raforkustíflu Titan-félagsins f Þjórsá. «iESEI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.