Vísir - 01.12.1968, Síða 11

Vísir - 01.12.1968, Síða 11
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 11 REYKJA VÍK 1918 — Bær gasljósa, hafnargerðar, stein- húsahalla og bifreiða Ijóst varð, að danska samninganefndin kæmi til Reykjavíkur sumarið 1918, fyrsta erlenda sendinefndin er kom til ráðstefnuhalds á Is- landi, höfðu menn einna mestar áhyggjur af því, að hin fslenzka höfuðborg hefði ekki upp á neitt gistihús að bjóða þeim. Það varð að finna þeim bústað f einka- húsum. Að vísu er ekki hægt að segja að það kæmi að neinni sök, heldur reyndist það þvert á móti kostur að t.d. formaður dönsku samninganefndarinnar, Hage ráöherra, bjó heima hjá Jóni Magnússyni á Hverfisgöt- unni. Það gaf þeim betra næði til einkasamfunda, þar sem tal- ið hefur verið að vandamálin hafi verið leyst í hreinskilni og vináttu milli gestsins og gest- gjafans, en þrátt fyrir það, var því ekki að leyna, að bæjarbú- um fannst það hinum íslenzka höfuðstað til minnkunar að hafa ekkert viðeigandi gistihús fram að bjóða. Gistihúsamálum bæjarins hafði farið stórlega aftur frá því á gullaldarárunum í byrjun ald- arinnar. Þá höfðu verið í bæn- um tvö mjög vel viðunandi gisti hús, Hótel Reykjavfk og Hótel ísland. Og þó þetta hefðu aðeins verið stórir timburhjallar, fannst bæjarbúum ljómi glæsi- leikans leika um hótelin tvö, sérstaklega Hótel Reykjavík, þar sem margar miklar veizlur voru haldnar og hótelstýran Margrét Zoega stýröi af mestu rausn. Hótel Reykjavík hafði staðið á rimanum milli Austurvallar og Austurstrætis, næst fyrir austan ísafoldarprentsmiöju, þar sem Austurstræti 10 og 12 eru nú í dag. En svo fuðraði þetta stórhýsi upp á einni nóttu í mesta húsbruna, sem orðið hef ur á landinu 25. aprfl 1915. Það gekk illa að fjarlægja hinar miklu brunarústir eftir þann atburð. Hótelstýran hafði séð rekstur sinn leggjast f rúst og hún var mjög treg og sein til að leggja í þann kostnað að hreinsa til. Þannig stóð bruna- lóðin enn ófrágengin þremur árum síðar 1918. Það var djúp svört kjallara eða grunnhola f jörðina, sem fylltist af vatni og þótti hún smánarblettur á bæn- um. Hótel ísland stóð hins vegar á sínum stað, en sá var hængur þar á, að hótelreksturinn hafði lagzt niður. Árið 1908 höfðu fslenzkir góðtemplarar keypt þessa háborg Bakkusar og hald- ið mikla sigurhátíð af því til- efnL Þeir hugðust reka áfeng- islaust gisti og veitingahús. En allar áætlanir þeirra féllu um koll, því að stöðugur rekstrar- halli var á fyrirtækinu. Svo að þeir sáu sér ekki annað fært en að leggja það niður og í stað þess voru gistiherbergin leigð út og ennfremur voru þar fyrirtæki til húsa. Þar haföi Oscar Clausen heildverzlun sína og þar rak Jensen-Bjerg verzlun sína, Vöruhúsið. Og öðr mn boðlegum gistihúsum var ekki til að dreifa. Þegar dönsku samninganefnd- armennimir komu með Islands Falk til Reykjavíkur í júnflok 1918 bar fyrst fvrir augu þeirra mestu og. stórkostlegustu fram- kya^rnd, sem gerð hafði verið á íslandi. Það var Reykjavíkur- höfn. Sú framkvæmd hófst árið 1913 og var beitt stórvirkari vinnuvélum, en þekkzt höfðu nokkru sinni fyrr á íslandi. Grjótnám var í Öskjuhlíðinni og malamám var austantil f Skólavörðuholtinu, Þar stóð risavaxinn krani eöa moksturs- vél, sem hét Kyklop, og era til dæmis lægðimar milli Þorfinns- götu og Snorrabrautar og þar sem Heilsuvemdarstöðin stend- ur að mestu hans verk. Tvær jámbrautarlínur vora lagðar úr Öskjuhlfðinni, önnur til vesturs yfir núverandi flugvallarsvæði og Melana vestur að Ánanaust- um og hin var þar sem Snorra- braut er nú og beygði síðan vestur með sjónum þar sem Skúlagatan er nú. Þegar hér var komið sögu höfðu hafnargarðar verið hlaðn- ir aö mestu, en eftir var að fram kvæma mikla uppfyllingu og bar talsvert á jámbrautinni, þar sem hún þaut um milli hafnarinnar og Skólavörðuholts Bílaöld var hafin í Reykjavík. Vinsælustu tegundimar hétu Ford og Overland. ins á 30—40 km hraða og lét eimpípuna stöðugt blása. Reykjavfk var árið 1918 bær með milli 16 og 17 þúsund íbúa. Hún hafði tekiö feikilegan vaxt- arkipp á f’Tsta áratug aldar- innar. Þá hafði íbúatala hennar næstum tvöfaldazt, hlaupið úr 6500 og upp í 12 þúsund. Þá risu upp hin víðáttumiklu timb urhúsahverfi við Njálsgötu og Grettisgötu, við Þingholtsstræti Miðstræti og Laufásveg, við Lindargötuna, Tjarnargötuna og húsin höfðu sprottið upp á svæö inu kringum Vesturgötuna. En síöan kom peningaleysiskreppa og stöðnun í húsbyggingum og ekki bætti það heldur úr skák, þegar heimsstyrjöldin brauzt út og timbur hækkaði í verði. Enda var nú svo komið aö gífur legt húsnæðislevsi var í bænum og höföu veriö sett húsaleigu- lög, sem bönnuðu að taka íbúð- arhúsnæöi úr notkun og reglur um hámarksleigu. Var þá oft deilt um það, hvort húsnæði væri íbúðarhæft, en á þann ein- kennilega hátt, aö húsbyggjend ur vildu fá kjallara dæmda ó- íbúðarhæfa til þess að geta leigt þá fyrir vörugeymslu, en bæjar stjóm hélt því fram þrátt fyrir raka og kulda að þetta húsnæði væri vel íbúðarhæft. Þótt almenningur hefði ekki bolmagn til aö koma sér upp íbúöum vegna peningaleysis, var þó enn talsvert byggt í borg inni og vora það ýmsir auö- menn og fyrirtæki, sem þar vora að verki. Sjálfur forsætis- ráðherrann Jón Magnússon byggði á þessum árum eitt glæsi legasta og stærsta einbýlishús í bænum, Hverfisgötu 21, sem nú er eign Prentarafélagsins. Og það var tímanna tákn, að það var byggt úr steinsteypu. Með steinsteypunni mátti segja, að ný öld væri aö hefja Yfirlitsmynd yfir Reykjavík 1918. Þar sést að skipaflotinn liggur fyrir festum í öryggi innri hafnarinnar. innreið sina. Ýmsar tilraunir höfðu verið gerðar með stein- steypu allt frá aldamótum, en það var ekki fyrr en á heims- styrjaldaráranum, sem hún sló í gegn. Þá fyrst er fariö aö beita ýmsum hagræöingaraðferð um, hrærivélar era teknar í notkun og gerð steypumóta verður auðveldari. Það má segja að sigurför steinsteypunnar hefj ist á árabilinu 1914 — 1921 og flest stórhýsi, sem þá vora gerð svo sem Þórshamar við Vonar- stræti, hús Jóns Þorlákssonar í Bankastræti 11, Vatnsstígur 3 þar sem Borgarprent er nú, hús Valdemars Paulsens á Klappar- stíg og síðast Eimskipafélags- húsið, sem byggt var 1921 og settu þau talsverðan svip á bæ- inn, þó gömlu timburhúsin væra eftir sem áður ríkjandi f bæjar- myndinni. Það var einmitt áriö 1918, sem lokið var einu mesta og glæsilegasta steinsteypta hús- inu. sem æ sfðar hefur sett mik inn svip á Reykjavík. Það var hús Nathans og Olsens, sem r geneur venjulega undir heitinu Reykjavíkurapótek. — Þessi risastóra höll þótti þá átt- unda furðuverk heims. Það var eins og að koma inn f kon- ungshöll, því að svo hátt var til lofts í húsinu. Þá var það skreytt listaverkum, höggmynd af Heimdalli með lúöurinn og myndum í tröppugangi af ýms um stórmennum íslenzkrar sögu. En þó vakti það kannski einna mesta athygli, að húsið var raflýst, því að komið hafði verið fyrir f kjallara þess dfsil mótor með rafal. Reykjavík var í þá daga gas- borg. Gasstöðin sem var mikið mannvirki með stóram gas- geymi stóð þá inni við Rauðar- árstíg, þar sem nýja Lögreglu- stöðin er nú að rfsa og gasið var notað bæði til hitunar og ljósa. En litla dfsilrafstöðin f Nathans og Olsenshúsinu var vottur þess, að menn gerðu sér gasljósin ekki að góðu. Slíkar framfarir höfðu orðið i raf- tækjatækninni að nú var sýnt að rafmagnið yrði Ijósakraftur framtíðarinnar og áður en ára tugur var liðinn hafði raf- magnsstöðin við Elliðaár verið reist og yfirleitt var rafmagn- iö mjög tekið að verka á fmynd unarafl manna. Stór erlend fé- lög keyptu upp fossaréttindi. Titan-félagið með ensku fjár- magni hugði á virkjun Þjórsár og danskt félag ..Fossafélagið ísland" ætlaði að virkia Ljósa- foss og leggja járnbrautir, en allar slíkar stóráætlanir hrundu í nýjum kreppum. Ef borið er samah við nú- tímann voru þessi ár gevsilega erfið fyrir alj ðu manna Vöru verð hafði hækkað mjög á strfðs áranum. Almennt vöruverð hafði þrefaldazt frá því í stríös- -jun, olin sem ora svo ómissandi f styrjaldarrekstrin- um höfðu nífaldazt f verði. En á sama tíma höfðu laun sáralftið hækkað. Við sjáu msamanburð inn við nútfmann með því að bera saman, að tímakauDÍð var 70—80 aurar, en kílóið af smjöri kostaði 7 krónur. Þó höfðu kjör- in verið sæmileg á fyrstu tveim ur áram strfðsins, þegar verð- hækkanimar vora ekki orðnar mjög miklar og vinna var nóg. En á seinni hluta styrjaldarinn- ar krei.pti mjög að og raunvera leg ástæða þess var líklega sú að Bretar sem kevntu afurðirn- ar héldu kverkataki f íslandi og þ’4n»”ðu afurðaverðið miskunn arlaust niður. Margháttaðar opinberar ráð- stafanir þurftj að gera til að tryggja vistir og bæta úr vand- ræðum hinna fátækustu. Sér- stök sendinefnd undir forustu Thors Jensen hélt til Englands til aö kría út kol og matvörur og rætt var við fulltrúa ftala um saltsendingar. Á sama tíma og Jónj Magnússvni tókst vel samninsaaerð við Dani fvlgdi það oftast stjórnmálaferli hans að margar óhennilegar fjármála ákvarðanir voru teknar. Þannig var veana kolaskortsins ráðizt f það að kaupa surtarbrandsnám ur norður á Tjörnesi fyrir 16 þúsund krónur og var bví fé ger- samlega kastað á glæ. Og bað var mikið gagnrýnt að árið 1918 var 73 þúsund krónum kastað f atvinnubótavinnu viö að sprengja grjót í Öskiuhlíöinni. Að lokum verður svo að minn ast á nýtt samgöneutæki sem var mjög farið að setia svip sinn á götulffið f Revkjavfk Það var bifreiðin. öld bifreiöanna hófst að ráði 1913 og fvrstu bifreiöa lögin, bar sem ökunróf var til- skilið vora frá 1915. Þá var malbikun gatna hafin og var verið að malbika Kirkjustræti og Pósthússtræti op Laugaveg upp að K’ narstfg. Þegar hér var komið sögu voru 30—40 bflar f Revkiav'k og fr—»Ustu gerðirnar voru Eord og Over- land. Þeir voru nær allir opnir fólksflutningabilar með tjald- húsi yfir en þó voru nokkrir vörubílar. Þeir voru hvarvetna á ferðinni með skarki og mótor drunum, Enn hö'ðu menn þó tæplega áttað sie á notagildi þeirra og bað var f rauninni ekki fvrr en f snænsku vefkinni sem það varð mönnum fyllilega ljóst, hve ómissand; bessi tæki vora. begar jæknar fengu bíla til flutninga í læknisvitjunum sfnum fram og aftur um bæinn og auðveldaöi það mjög verk heirra Na»sta ár TOfQ f->ustu menn tumim ssmin rfl »ð taka ökupróf og síðan hefur hifreið- in verið allsrátðandi 1 þjóðlífs- myndinni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.