Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 9
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ En skammvinnur síldargróði og óræftir draumar, um stóriðju, settu svip sinn á tímabilið ingarlöndum? Lausleg íhugun með einfaldri eðlisávísun segir okkur, að það verði ekki fram- kvæmanlegt. Það getur varla leikið á tveim tungum, að ef við ætlum að halda sömu lífskjör- um og nágrannaþjóðir okkar og ekki dragast aftur úr, þá er það lífsspursmál fyrir þjóðina í nán- ustu framtíð að finna efnahags- kerfinu fleiri stoðir til að standa á. ★ Það vildi svo einkennilega til, að einmitt um þær sömu mundir og ísland var að öðl- ast fuilveldi fyrir fimmtíu ár- um, voru á döfinni áætlanir um stórkostlegar rafvirkjanir og stóriðju á íslandi með aðstoð erlends fjármagns. Þaö voru meðal annars áætlanir Titan- féiagsins, aðallega með ensku fjármagni, um að virkja Þjórsá. Hafði félag þetta og íslenzkir umboösmenn þess þegar keypt upp vatns og virkjunarréttindi í ám og fossum og komu fossa- málin þá oft til umræöu á al- þingi, sérstaklega á þinginu 1919. En þar mættu þessar virkjunaráætlanir útlendra manna megnri andspymu, aðal- lega frá íslenzkum þjóðemis- sinnum, sem höfðu lært að elska hina íslenzku fossa og náttúru- fegurð í rómantískum kvæðum Steingríms Thorsteinssonar og gátu ekki hugsað sér að ofur- selja þá útlendum auðhringum. Þar kom það ekki að haldi þó Hannes Hafstein hefði ort í alda mótaljóðum sínum: Sé ég í anda knör og vagna knúða krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða. Og ekki dugðu heldur draum sýnir Einars Benediktssonar, menn höfðu fengið illan bifur á ógeðfelldu braski erlendra auð jöfra með íslenzka náttúmfeg- urð og auðlindir og andspym- an gegn þessum áætlunum varð því mjög sterk. ★ Það má i þessu sambandi rifja upp nokkur orö úr ræöu, sem Bjarni Jónsson frá Vogi flutti á þingi um þessar mund- ir. Þau sýna þá sterku and- spymu, sem stóriðjuhugmynd- imar mættu og áttu sinn þátt í því, að fresta því um hálfa öld að íslendingar gerðust stór- iðjuþjóð og byggðu efnahag sinn á fleiri fótum en fiskinum úr hafinu. Þar sagði Bjarni m.a.: „Hér býr fámenn og fátæk þjóð i víðlendu landi. Það er strjálbygjjt og samgöngur ófull komnar. Ef stóriðia risi upp, þá yrði i\ún til þess að draga svo fólk frá landbúnaðinum, að jarðir legðust í eyði, því að eng inn væri til að reka þær. Fast- eignir vrðu verðlitlar, að þeim jörðum undanteknum, sem næst lægju iðjuverinu. Þar mundu nokkrar hræður hokra til að fylla þarfir lýðsins, sem í verk- smiðjunuro ynni. Stórbændur hrökkiuðust af höfuðbólum sínum og yrðu þjón ar iðjuhöldanna. Þetta yröi af- leiðing stóriðjunnar, hún Iegði aðalatvinnuveg landsins i kalda kol, gerði að engu menningu vora og þjóðemi, því að varla væri hægt að tala um oss sem sérstaka þjóð. Gulliö rynni út úr landinu og yki á áhð^efna- manna úti í löndum, seiir hefðu landið að féþúfu. Erlendur verkalýður flyttist inn í landið og afmannaöi ís- lendinga. Fyrst mundi tekinn all ur sá vinnukraftur, sem hér væri að fá þar til sveitimar væru tæmdar og landbúnaöurinn í eyði. Þaö yrði stóriöjunni ekki nægilegt, að breyta bændaliði landsins í iðnaðarlýð, heldur rændi hún þá síðan þjóðeminu. Flytja þyrfti inn milli 20 og 30 þúsund manns, auk þess sem landbúnaðurinn yrði eyðilagður. Þessir útlendingar hlytu að raska jafnvæginu hér innan- lands og ekki myndu þeir sætta sig viö aö læra íslenzku sem móðurmál, heldur færu þeir eðlilega fram á að nota sitt eig- ið mál bæði í skólum, lögsögu o. fl. Hver væri gróöinn fyrir ís- lendinga þá? Þeir fengju aö Iosna við þjóðemi sitt, sem þeir hafa orðið að sitja uppi með í margar aldir. Þeim gæti orðið það afsökun á dómsdegi, að þeir hefðu glatað þjóðerni sínu af ó- sigrandi orsakamauðsyn, en ekki af uppskafningshætti ein- um.“ Þannig var reiðilestur Bjama frá Vogi í Fossamálinu og virð- ist öll þessi gífuryrði hans skammsæ og afkáraleg í augum nútímamanna. Verður þó að taka fram, að hér helgaði til- gangur meðalið, því að hann var aðallega, að bjarga Sogsfossun- um og berjast fyrir að koma þeim í ríkiseign úr höndum danska auðjöfursins H. N. And- ersen. En um leið átti hann samt sinn þátt i því, að vísu á- samt fleiri orsökum, að allar áætlanir og draumar um ís- 'lenzka stóriðju rannu þá út í sandinn. Eins og þá stóð á reyndist heldur engin knýjandi nauðsyn fyrir íslendinga að snúa sér að stóriðjuframleiðslu. Þá voru fiskimiöin full af gæðafiski og golþorski og uppgripaveiði tog- aranna varð upp úr stríðsáran- um slík að það þekkja nú ekki aðrir en aldnir sjómenn í minn- ingadraumum sínum frá gömlu dögunum. í stað rafvirkjana og stóriðju, sem á þeim byggöist, eignuðust íslendingar líka um þessar mundir aðra tegund stóriöju. Þar var síldveiðin og sá iðnað- ur, sem á henni byggöist, ann- ars vegar síldarsöltunin, sem að vísu er nokkurs konar iðn- aður, það er gróf verkun hrá- efnis, og á hinn bóginn síldar- bræöslan, sem í stórkostlegu magni sínu er sú starfræksla sem stundum hefur getað nálg azt erlenda stóriðju að hrika- leik sínum. Fvrsta síldarbræðsl an var reist á Siglufirði 1911, en það var ekki fyrr en upp úr 1920, sem þessi iðnaður tók að belgjast út. Á fyrri stríðsárun- um var hins vegar framkvæmd geysimikil sildarsöltun, enda voru þá uppgripa síldarár, veidd ust til dæmis 20 þúsund tonn árið 1916, 12 þúsund ánð 1919 og 13 þúsund 1920. En strax á eftir, sumarið 1920 kom hrunið mikla, þegar síldin hrapaði í verði um 40 prósent og Is- lenzkur sjávarútvegur stóð gjaldþrota eftir. Það urðu örlög íslands, að eignast enga venjulega stóriðju með öraggri tilfærslu hráefna og árvissri framleiðslu. Áætlan- ir um stórvirkjanir hrundu, en í staðinn eignuðust íslendingar sitt ." larævintýri. Og fátt eða ekkert hefur markað jafn djúp spor í íslenzkt efnahagskerfi og síldin, þessi hvikuli og svikuli fiskur. AT,ð eigum síldinni vissulega stóra þakkarskuld að gjalda. Henni eru að þakka flestir stærstu velgengnistímar sem yfir landið hafa gengið, auðvit- að að undanskildum hemáms- áranum. Hvenær sem hún hefur viljað vera svo góð að láta veiða sig hefur hagur gervallrar þjóð arinnar og lífskjör hækkað, og nýjasta dæmið um það eru vel- gengisárin fyrir hálfum ára- tug, þegar þjóðin lifði senni- lega meiri hagsæld en hún hef- . ur nokkru sinni fyrr þekkt. En sá hængur hefur jafnan fylgt síldinni, að hún hefur um leið verið sá ótryggasti atvinnu vegur, sem hægt er að hugsa sér. Á þessu hefur þjóðin brennt sig hvað eftir annað og það hef ur ítrekað valdið hinum stærstu bakslögum. Á þessu brennum við okkur æ ofan í æ og er þó eins og við viljum aldrei læra af reynslunni. Og verst var þetta reynsluleysi nú síðast, þeg ar jafnvel hinir elztu og reynd- ustu sjómenn vora famir að trúa því, að héðan í frá myndi síldin líklega aldrei bregðast, nú væru uppfundin þau tæki og veiðiaðferðir, sem trvggðu ár- vissa aðfærslu hráefnis, þaö voru bergmálsdýptarmælamir og kraftblökkin, sem höföu ger- breytt öllum aöstæðum. En þaö fór sem fyrr og nú hefur síldin tvö ár í röö brugðizt okkur og það hefur enn einu sinni skapað erfitt kreppuástand og þjóðarfátækt. Þegar Siguröur Eggerz lýsti yfir fullveldi við Stjórnarráðs- húsið 1918, lagði hann áherzlu á það, aö nú byrjaði ný saga íslenzku þjóðarinnar. Þessi fimmtíu ár sem síðan hafa liðið hafa verið brennd marki síldar- ú- /intýrisins. Og það hefur ekki aðeins haft bein áhrif á efna- hagskerfi okkar í stórfelldum afla- og tekjusveiflum, heldur virðist sem síldin hafi greypt sig inn í lífsskoðanir og sál þjóö arinnar. Þar hefur stundum allt orðið að víkja fyrir hinu ærsla fulla síldarævintýri. Menn hafa hlaupið tii eins og óðir væra i hvert skipti, sem sildin kom að Iandi, hlaupið frá orfi og ljá, hlaupiö frá smábátaútveg og gef ið frat í þorskinn. Við hlið síld- arævintýrisins liggja víðsvegar aðrar vænlegar atvinnugreinar í rústum, annar bátaútvegur koðn aði niöur á Austfjörðum I síð- asta sildarævintýrinu og menn hafa hlaupið frá hamrinum og söginni, frá skólaborðinu, gefiö lönd og leið fegurstu framtíðar fyrirætlanir sínar, til að höndla stórgróða síldarvörpunnar. Og þá er þá heldur engin von að menn hafi haft mikinn áhuga á annarri stóriðju, sem var erf- iðari og kostnaðarsamari og gaf engar milljónahrotur, heldur hægan, sígandi, öruggan ágóða. Sildin hefur gengið í gegnum sálarlíf og viðhorf manna til vinnunnar. Hinn mikli síldar- iðnaður gerir sára litlar kröfur til vöruvöndunar eða gæða. Það er bara að moka þessu hrá- efni eins og hverjum öðrum skít upp úr sjónum og síðan inn í ofnana. Þannig hefur hún kom ið þvert á allar kröfur hins eðli- lega iðnaöarþjóðfélags, þar sem það er vöravöndunin, hug- kvæmnin, áhuginn og natnin í stóra og smáu, sem úrslitum ræður. I áratugi hefur verið reynt að byggja upp við hliðina á síldariðnaðinum aðra tegund síldariönaðar, þar sem ná- kvæmni og vandvirkni verður s^ sitja í fyrirrúmi, niðursuðu- iðnaöinn. Og það þarf ekki að koma á óvart, að þessar tilraun ir hafa oftast orðið endaslepp- ar. Hver skyldi nenna að sýna natni við slíkt verk, þegar hann getur farið út í næstu verk- smiðjubyggingu og mokaö gúanó fvrir sömu eða hærri laun. Og þó er þetta kjarni og fram tíðarvon þjóðarinnar. Ef hún ætlar að halda til jafns við aðr- ar menningarþjóðir um lífskjör og framfarir, verður hún að leysa sig undan síldargróða hugarfarinu og taka upn keppn- ina á sama grundvelli’ vand- virkni í framleiðslu, og iðnaðar- þjóðimar eru orðnar lærðar og þjálfaðar í. Þetta hlýtur að vera kjarninn í þeirri nýju sögu is-. Ienzku þjóðarinnar, sem nú er að hefiast á öðrum aldarhelm- ingi fullveldisins. Þorsteinn Thorarensen. framfara Loksins er að því komið að draumur Einars Benediktssonar og annarra skáldhuga rætist um stórvirkjanir og stóriðju. Hefst þar með nýtt tímabil með meiri festu og öryggi í íslenzk- um stjómmáium? á íslandi 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.