Vísir - 05.12.1968, Blaðsíða 3
V t ts i R . Fimmtudagur 5. desemDer líroo. ~ J
;AVAVJVAWV.V.VA%WAW.VAV.V.V.,,.V.V.V.,.V.,.W.,.,.VA,.VAWVW.V.VAV.WWM%W.VA%WW.,.V.V.,.,.V»W.,.V.VI
Það er ekki á hverjum degi,
sem Vísindafélag fslands efnir
til samsæta. Það hefur gerzt
tvisvar á hálfri öld, en í bæði
skiptin var um afmælishóf að
ræða. Það fyrra var á 25 ára
afmæli félagsins fyrir 25 árum,
en það seinna var haldið sl.
föstudag £ tilefni hálfrar aldar
afmælis félagsins.
Með þessu er ekld sagt, að
starfsemi félagsins sé daufleg.
Félagið heldur einn fund í mán-
uði t vetrum, og er ávallt flutt-
ur einn fyrirlestur, ýmist í
raunvísindum eða hugvísindum.
Þetta segir því þá sögu, ef bor-
ið er saman hlutfall ■ skemmti-
samkoma í þess orðs venjuleg-
ustu merkingu og annarra sam-
komuhalda, að vísindamenn eru
meira fyrir þær skemmtanir,
sem byggjast á ígrunduðum
skoðanaskiptum, en þeim yfir-
borðskenndari.
Ýmislegt gerðist £ hófinu, sem
þótti £ frásögur færandi, enda
hefur það komið fram £ fréttum.
— Dr. Sigurður Nordal var lýst--
ur heiðursfélagi félagsins, fyrir
þátt sinn i stofhun félagsins,
störf að málefnum þess og verk
i þágu islcnzkra mennta. Tll-
kynnt var um, að Ása Guð-
mundsdóttir Wright hefði stofn-
að verðlaunasjóð til að standa
undir fjárveitingum og viður-
kenningargjöfum til tslendinga,
sem unnið hafa veigamikið vís-
Yfir borðum. Á myndinni sjást m. a.: Fremst Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, dr. Gylfi Þ. Gíalason, menntamálaráð-
herra, forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn og kona hans frú Halldóra Eldjám, Halldór Halldórsson, prófessor, forseti Vísinda-
félagsins, dr. Bjami Benediktsson, forsætisráðherra og kona hans, og Ármann Snævarr, háskóiarektor.
indalegt afrek á Islandi eða fyrir
þarfir íslands. Sjóðurinn verð-
ur i vörzlu félagsins.
VISINDAHOF A
25 ÁRA FRESTI
Þá var tilkynnt að Seðlabank-
inn hefði ákveðið að gefa hálfa
milljón króna, sem einkum skal
varið til útgáfustarfsemi, sem er
einmitt annað höfuðverkefni fé-
lagsins.
Hófið fór hið bezta fram, enda
var það heiðrað af mörgum
merkum gestum, eins og t. d.
forseta fslands, forsætisráö-
herra og menntamálaráðherra.
-vj-
Halldór Halldórsson, forseti Vísindafélagsins afhendir Sigurði
Nordal prófessor, dr. phil & litt & jur skírteini til staðfesting-
ar að hann hafi verið kjörinn heiðursfélagi félngsins.
Við borðhaldið. Á myndinni sjást m. a. dr. Þórður Þorbjarnarson, forstöðumaður Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, dr. Þorleífur Einarsson, jarðfræðingur, dr. Sturla Friðriks-
son, erfðafræðingur, dr. Sigurður Nordal, prófessor og dr. Gylfi Þ. Gísiason, menntamála-
ráðherra.
V.^v^v.v.v.'.v^v.v/.v.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.'.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.'.v.v.v.v.v.v.vnv.v.’/.v.v.v.v.v.v.v.v.'.v/.v.v/.'.v/
Ryðverjum bílinn FIAT
Látið okkur gufuþvo mótor bifreiðarinnar! Við ryðverjum með því efni sem þér
Látið okkur gufubotnþvo bifreiðina! sjálfir óskið. Hringið og spyrjið hvað
Látið okkur botnryðverja bifreiðina! það kostar, áður en þé'r ákveðið yður.
Látið okkur alryðverja bifreiðina! FIAT-umboðið Laugavegi 178. Simi 3-12-40.
■gnyrf™
K.F.U.M. — A.D.
Aðaldeildarfundur í húsi félags-
ins við Amtmannsstig í kvöld kl.
8.30. Séra Sigurjón Þ. Árnason flyt
ur erindi: „Náðarmeðulin I. Guðs
orö.“ Allir karlmenn velkomnir.
AUGLÝSIÐ í VÍSI
\
t