Vísir - 05.12.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 05.12.1968, Blaðsíða 9
V1S IR . Fimmtudagur 5. desember 1968. Raunvísindi hafa tæplega verið talin til menningarfyrirhrigða á íslandi — en nú virðisf jbað vera að breytast, segir Þorbjörn Sigurgeirsson, fyrsti maðurinn, sem fær stúdentastjórnuna □ Jú, ég þykist sjá að rannsóknarstarfsemi og raunvísindi eru að smáhækka á metaskálunum, þó að sú þróun gangi ekki mjög hratt. Ef dæma skal út frá því, sem annars staðar gerist, er þó einsýnt, að þetta er í þá áttina, sem þróunin verður að verða. Raunvísindi hafa tæplega verið talin til menning- arfyrirbrigða hér á íslandi til þessa, en nú virðist þama einhver breyting á að verða, sagði Þorbjörn Sigurgeirsson, forstöðumaður eðlisfræðideildar Raunvísindastofnunarinnar í viðtali við Vísi í tilefni þess, að honum var veitt stúdentastjarnan nú í fyrsta sinn, sem stúdentaakademían veitir þetta viðurkenningartákn. Ctúdentastjömuna skal veita íslenzkum manni fyrir fram úrskarandi starf á svið} vísinda mennta eða lista, segir f reglu- gerð akademíunnar. Fyrsta spumingin sem við lögðum fyr- ir Þorbjöm, var, hvort ekki mætti túlka þá staðreynd að vísindamanni var nú veitt stjarn an, á þá leið að sól vísindanna á íslandi færi nú eitthvaö hækk- andi. — Annars er ég raunar bjart sýnn á vísindin hér á landi, hélt Þorbjörn áfram. Við eigum mikið af vel menntuðum vísinda mönnum í mörgum greinum. — Þetta eru yfirleitt ungir menn. Það þarf ekki mikinn spámann til aö sjá að þeir eiga eftir að vinna mikið starf. — Hvaða sviði raunvísinda telur þú að við eigum að ein- beita okkur að? Það hefur verið margbent á jarðvísindin, þar sem möguleik- amir eru sannarlega fyrir hendi. Það er þó vissulega hættulegt að einblína of mikið á aðeins eitt svið raunvísinda. Öll vís- indastarfsemi verður að vera alhliða. Okkur er t.d. algjörlega nauösynlegt að stunda eðlis- fræði hér, þö að oft sé haldiö fram að við eigum erfitt með að keppa við stærri þjóðir í þeirri vísindagrein. Það sé okkur of dýrt. Því er til að svara, að okk- ur er jafn nauðsynlegt að vinna á þessu sviði, þó að við skörum ekki fram úr á nokkurn hátt. Það hefur viljað brenna viö hjá okkur Islendingum að stíla allt upp á stóra vinninginn, en um leið gleymum við að puöa. Það er oft hægt aö ná meiru með elju jg iðjusemi en með áhlaup- um. Hvað mundir þú telja standa fslenzkri vísindastarfsemi mest fyrir þrifum? Vísindastarfsemi verður að fá að þróast jafnt og þétt. Það er erfitt að koma á beinum stökk- breytingum, sem ömggt yröi að leiddu til framfara Það mundi þvi ef til vill standa vísindastarf seminni fyrir þrifum, að ekki er nægjanlegt að gert til að tryggja þessa stöðugu uppbyggingu. Að sjálfsögðu þarf fyrst og fremst að veita þeirri starfsemi, sem þegar er hafin allan þann stuðn ing, sem hugsanlegur er til þess að starfsemin verði eðlileg og óþvinguð og kyrkist ekki af fjárskorti. Það þarf töluvert •fé til þess að skapa vinnuað- stöðuna, en oft er þar svo hægt að vinna mjög mikilsvert starf án dýrra tækja. Viö getum gert töluvert að því að veljá okkur slík verkefni. Þetta gefur tilefni til spurn- ingar um val rannsóknarverk- haft hagnýtt gildi. Það er mjög hættulegt í þessari starfsgrein að einblína á þessa hagnýtu þýð- ingu, heldur er skynsamlegra að fara þær leiöir, sem rannsókn- imar opna og kanna á eftir hvað hægt er að hagnýta sér af niðurstöðum rannsóknanna. Þar með er ekki sagt, að hið hag- nýta sjónarmið eiga aldrei rétt á sér. Þvert á móti verður að sjálfsögðu einnig að beina kröft unum að því sem bíður úrlausn ar. Það gæti þó aldrej verið rétt stefna að velja eingöngu einhver sérstök hagnýt verkefni fyrir stofnun eins og t. d. há- skólastofnun. Það em alltaf einhver aðkall- andi verkefni á hverjum tíma, sem bfða úrlausnar, en það er atvinnuveganna að finna hvar skórinn kreppir að og ákveöa að einhverju leyti, hvaða verk- efni skuli ráðast í. Annarserekki alltaf alveg raunhæft að skipta rannsóknum f hagnýtar og grundvallarrannsóknir. Mörkin eru ekki alltaf svo skýr. Hver finnst þér þróun ís- lenzkra vísinda hafa orðið á undanfömum árum? !*hl : u ?th£ Jíft. tfc, iM ^ efna. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, sagði f ræðu um daginn, aö íslenzkir vísindamenn yrðu að sníða sér betur stakk eftir vexti og velja verkefnin frekar með tilliti til hagnýtra en undirstöðurann- sókna. Ertu sammála þessu mati? Wei, ég er ekki alveg sammála ' ráöherranum þarna. Að vísu má vel velja rannsóknar- svið með tilliti til að það gæti Tjað hafa orðið augljósar fram farir, en þróunin hefur þó því miöur gengið allt of hægt, sem ég álít vera mjög hættu- legt fyrir atvinnuvegina og þjóö arbúskapinn f heild. I nágranna löndum okkar hefur þróunin á þessum sama tfma verið mjög hröð, en þaö er eins og þetta framfaraskref hafi ekki byrjað hjá okkur ennþá. Okkar framlag tU vísindanna t.d. miðað við þjóðartekjur er ekki sambærilegt viö nokkurt nágrannaland okkar eins og kom fram á ráðstefnu Vísinda- félagsins. Við veröum raunar að leita til Portugals eða Grikk- lands til að finna hliöstæður. Bandarfkjamenn verja margfalt meiru í vísindin miðað við þjóö- artekjur á mann. Það skyldi eng inn halda að þeir gerðu það, ef þeir héldu aö dollararnir, sem fara í vísindin skiluðu sér ekki aftur í einu eöa ööru formi. Efling visindanna í nágranna- löndum okkar hefur verið ná- tengd eflingu háskólanna. Háskólamir þar hafa veriö efldir af öllum mætti. Það, sem staöiö hefur á þar er ekki fjármagnið, heldur skipulagið og menntaðir starfskraftar, sem er vísbending um þaö, hve þróunin hefur verið hröð. Ég hef alltaf verið að búast við sömu þróun hér, en ekkert hefur gerzt. Við eigum því miður ekki við sama vandamál að stríða með mannskap og skipulag en von- andj kemur til þessa vandamáls hérna. Það er kannski mótsögn að æskja eftir vandamálum, en vandamál af þessu tagi myndu sýna að við værum á réttri braut. Telur þá að lítill áhugi at- vinnuveganna á rannsóknar- störfum, geti aö einhverju leyti valdið því að hér er minna um vísindastarfsemi en f nágranna löndunum? , . v'l " ' : TTugmyndin með rannsóknum ','JL í þágu atvinnuveganna og stofnanir í þeirra þágu er, að sú rannsóknarstarfsemi kæmist í snertingu við þá og væri bor- in beint uppi af þeim. Þetta sjónarmið kemur fram í lögun um um rannsóknarstofnanir at vinnuveganna 1965. Eftir að lög in voru samþykkt hefur það sjónarmið orðið áleitið meöal vísindanna að þessar stofnanir ættu að heyra beint undir há- skólann. Nú síöast kom þetta sjónarmið fram á ráöstefnu Vfsindafélagsins um daginn. Mér er kunnugt um, að slíkt fyrirkomulag hefur gefizt vel t.d. í Noregi. Við verkfræöiskól ann í Þrándheimi eru margar stofnanir, sem vinna beint fyrir atvinnuvegina, en heyra skipru lagslega undir háskólann Fjár- magnið til rekstrarins kemur að einhverju leyti a.m.k. frá at- vinnuvegunum. Þetta samkrull hefur gefizt vel og eitthvað f þessa átt gæti einnig átt vel við hér. Alveg sérstaklega, þegar Háskóli íslands fer að útvíkka sína starfsemi meö raunvísind- um og greinum, sem snerta at- vinnuvegina. Þessi stækkun háskólans verð ur raunar ekki gerö nema há- skólinn og stúdentar hans hafi greiðan aögang að rannsókna- stofnunum. Þama mætti slá tvær flugur í einu höggi. Rann- sóknimar yrðu í þágu atvinnu- Veganna um leið og stúdentar yrðu þjálfaðir í þessum grein- um atvinnulffsins. Þróun í átt til þessqi skipulags sem ég hef nú lýst, mundi ég telja vænlegasta I vísindapóli- tík okkar nú þótt að sjálfsögðu þurfi margt annað að athugast, sagði Þorbjörn að lokum. — í grein, sem birtist á næstunni hér i blaðinu verður vikið að helztu verkefnum, sem nú er unnið að viö eðlisfræöistofu Raunvísindastofnunarinnar. -vj- Teljið þér, að vegur Is- lenzkra vísinda hafi vax- ið á undanfömum árum? Hörður Þórhallsson, viðskipta- fræðinemi: Já, ég tel það hik- laust. Mér finnst þau hafa sann- að sína nauösyn og gildi meö alls konar rannsóknum. Hjálmar Thomsen, múrari: Já, þau hafa það. Marteinn Sverrisson, vélvirki: Já. Pétur Danielsson: Mér þykir það sennilegt. Karólína Júlíusdóttir, húsmóðir: Ég er nú bara ekki nógu fróð í þessum hlutum, þó hefði ég talið, að þetta miðaði allt fram á við heldur en öfugt. S. B. Johanson, form. samtaka aðventista á íslandi: Ég tel að ' þeim hafi farið fram eins og annars staöar, en held nú, að þau mættu einbeita sér enn meir f þágu einstaklingsins og ! þar með þjóðfélagsins. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.