Vísir - 05.12.1968, Blaðsíða 8
§00
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f.
Sparnaður hafinn
JJvarvetna sjást þess nú merki, aö íslendingar eru )
farnir aÖ spara. Flestir reyna um þessar mundir að í
spara við sig einhverja útgjaldaliði, sumir hafa t. d. (
dregið úr reykingum. Þessa' sömu sparnaðarstefnu /
má einnig lesa úr auglýsingum. Fyrirtæki leggja nú )
aukna áherzlu á að vekja athygli á ódýrum vörum, )
sem þau hafa á boðstólum. Þannig setur efnahags- \
ástandið svip sinn á mannlífið. Veðrið er ekki lengur /
aðalumræðuefnið, þegar menn hittast á förnum vegi. )
Menn spyrja hvern annan, hvað þeir ætli að gera til )
að halda útgjöldum sínum í skefjum. )
Liðinn er sá tími, er menn sáldruðu út fé á báðar (
hendur. Nú velta sumir bókstaflega hverjum seðli, /
áður en þeir láta hann af hendi. Fólk hefur almennt /
áttað sig á, að á næsta ári blasa við enn erfiðari tím- )
ar en hafa verið á þessu ári. Meðan gjaldeyrisvara- )
sjóðurinn gat borið hitann og þungann af tjóni afla- )
brests og markaðshruns, vildu margir ekki trúa því, (
að neitt verulega bjátaði á. Sú óskhyggja er nú horfin. /
Flestir eru tiltölulega vel undir erfiðleikana búnir. /
Þeir hafa komið sér upp myndarlegu húsnæði. Þeir )
hafa fengið sér glæsileg húsgögn og annan húsbúnað. j
Þeir hafa aflað sér margs konar heimilistækja. Og )
þeir hafa fest fé í nýjum eða nýlegum bílum. Þeir (
hafa birgt sig upp í fjárfestingu á velgengnisárun- /
um nýliðnu. Þeir geta mætt erfiðleikunum sársauka- /
laust með því að draga úr fjárfestingu og nota meira )
af tekjum sínum til að greiða hækkaðan rekstrar- )
kostnað heimilisins. , )
Aðrir eru verr settir. Þar í flokki er unga fólkið, sem (
ekki er búið að koma sér upp íbúð, innbúi og bíl. Þar )j
eru einnig barnmörgu fjölskyldurnar, sem komast l\
óþægilega í kast við dýrtíðina. Þar eru einnig þeir, V)
sem allra lægstu tekjurnar hafa, ellilaunafólk, sjúkl- i {
ingar og öryrkjar. Á öllum þessum sviðum fylgir /
mikið félagslegt vandamál í kjölfar efnahagserfiðleika (
þjóðarinnar. j
Tilgangsiaust og barnalegt væri að reyna að bæta i\
úr þessu með því að hækka laun almennt. Þá færi \
efnahagslífið fyrst fyrir alvöru á annan endann. Fram- (
leiðsla og framleiðni atvinnuveganna leyfa ekki hærri /
laun en nú eru greidd. Þetta vita raunar allir undi'r )
niðri, þótt sumir félagsmálaberserkir hafi annað á ))
orði. Það verður að fást við félagslegu vandamálin
með öðrum hætti en með almennum launhækkunum. \
Þar fylgir ríkisstjórnin réttri stefnu með því að leggja (
til, að auknar verði fjárveitingar til tryggingakerf- /
isins. I
En félagslegar aðgerðir geta aldrei orðið svo stór- )
tækar, að þær skyggi á véigamestu aðgerðina, — al- \
mennan sparnað. Og sem betur fer virðast íslending- \
ar, þrátt fyrir munað undanfarinna ára, ekki hafa /
gleymt hæfileikanum að spara. (
V í SIR . FJmmtudagur 5. desember 1968.
Erfitt ár fyrir bókaútgef-
endur? — Ekki er ég svo viss
um að þaS verði svo miklu
erfiðara en undangengin ár.
Ég hef þá trú að bókin reyn-
ist eftlrsóknarverð ekki síð-
ur en áður. Bækur hafa held-
ur ekki hækkað f verði frá
því í fyrra. Svo að ef litið er
á peningahlið málsins, eru
bækur ekki sfður útgengileg-
ar f ár.
Vfsismaður Ieit sem snöggv-
ast inn á skrifstofu Almenna
bókafélagsins f Austurstræti og
spjallaði við Baldvin Tryggva-
son um útgáfuna, sem er einn
sá þáttur þjóðlífsins, sem verð-
ur hvað mest áberandi um þess-
ar mundir, hvort mönnum líkar
betur eða verr.
— Nei, kostnaðarauki við
bókaútgáfu hefur ekki verið
verulegur segir Baldvin, fyrr en
þá núna eftir gengisfellinguna.
Þá hækkaði pappír og annað til
bókagerðar, svo að þeir, sem
hafa verið seinir með útgáfuna
Baldvin Tryggvason,
Hvers á
bókin að gjalda?
— bókaútgáfuspjall við Baldvin Tryggvason
verða fyrir einhverju skakka-
falli.
— Og salan?
— Salan gengur mjög svipað
og í fvrra, annars er of snemmt
að spá nokkru um hana. Það er
nú svo með þessa bókasölu okk-
ar að þessir síðustu dagar fyr-
ir jólin ráða algjörlega úrslit-
um. Undir þessa sök erum við
líka seldir hér hjá AB, enda þótt
við höfum nokkra sérstöðu mið
að við aðra, að því leyti að við
gefum út bækur allt árið um
kring.
Nú, svo er ekki svo auðvelt
að bera saman árin. Útgefand-
inn er kannski með mikla sölu-
bók þetta árið, en lélegrj hitt ár-
ið. Sá vandi, sem útgefendur
eru alltaf að glima við, er að
finna bækur, sem seljast, enda
þótt öll ábyrg útgáfufyrirtæki
séu jafnan meö einhverjar bæk-
ur, sem hafa takmarkaða sölu-
möguleika, en eru gefnar út,
vegna þess að þær hafa menning
arlegt gildi. Slíkt er sjálfsagt
og skylt.
— Er ekki ógjörningur að
gera sér fyrirfram grein fyrir
sölumöguleikum bókar?
— Jú, það má segja að það
gildi sama lögmál um þetta og
til dæmis leiksýningar. — Þær
bækur. sem maður reiknaði
kannski með aö myndu seljast
dræmt, reyndust óvænt miklar
sölubækur — og aðrar, sem á-
litið var að flygju út, seldust
minna.
Jgruð þið að taka upp nýja
stefnu í bókaútgáfunni með
því að gefa út verk ungra, ó-
þekktra höfunda i hóflega dýr-
um útgáfum, samanber ljóða-
bækurnar nú í haust?
— Það hefur bæði mér og
fleirum vaxið í augum sá ógur-
legi kostnaður, sem verið hef-
ur viö bókaútgáfu hér á landi.
Útgefendur hafa yfirleitt lagt
rika áherzlu á að hafa bækum-
ar í vönduðu bandi, það er að
segja innbundnar. Og þeir eru
að sjálfsögöu ekki einir um það.
Bókakaupendur hafa helzt ekki
viljað bækur öðruvisi en inn-
bundnar. — Heftar bækur hafa
lftið selzt.
Við erum með þessari útgáfu,
að reyna að draga úr þessum
kostnaöi og það er hlutur, sem
aðrir hafa reynt áður. Jafnframt
reynum við að gera þessar bæk-
ur svo vel úr garði sem kostur
er. Fyrsta bókin, sem kom út hjá
okkur í þessu formi, var skáld-
sagan „Fólkið á ströndinni", sem
bundin er inn hjá Bókfelli. Síðan
koma þessar fjórar ljóðabækur,
sem bundnar eru í Odda, eða
það er að segja Sveinabókband-
inu. Samvinna við þessi fyrir-
tæki hefur ^engið mjög vel.
Ljóðabækumar gefum við út
í óvenju stóru upplagi, minnsta
kosti miðað við að þama er
um unga höfunda að ræða. Og
við reiknum með, að það,
sem kemur f hlut útgáfunnar
verði sáralítið, jafnvel þótt bæk-
umar seljist upp. — Þannig
reynum við að lækka verðiö,
svo að það verði að minnsta
kosti ekki því til fyrirstöðu að
þessi ljóð verði keypt og lesin.
— Það væri einkennilegt ef
þau ljóöskáld, sem nú eru uppi
ættu ekki einhvem hljómgrunn
hjá fólki, þótt þau yrki ekki á
þann hefðbundna hátt með ljóö-
stöfum og rfmi, eins og eldri
skáldin. Það er ekki hægt að
slá þannig striki yfir nútíma-
skáldskap, af því að hann er
ekki hefðbundinn að formi. — -
En skáldskapur yngr; skáldanna
hefur hingað til ekki notið vin-
sælda almennra lesenda. Við
erum sem sagt að gera til-
raun með að gefa fólki kost á
að kynna sér þessi yngri ljóð-
skáld. — Við munum væntan-
lega halda áfram á þessari braut
og gefa út fleiri slíkar bækur,
aðgengilegar hvað verðið snertir,
ekki einungis ljóð, heldur einnig
kannski fræðirit ýmiss konar,
sem vftj teljum eiga erindi til
fólks.
'JV'ú er alfræðisafnið komið allt
, út, er eitthvað nýtt á döf-
inni hjá ykkur í svipuðum dúr?
— Um þaö er of snemmt
að segja ennþá. Síðasta bókin í/
alfræöisafninu kemur út innan
örfárra daga, þetta er alls 21
bók orðið. Það er aö sjálfsögðu
ýmislegt í athugun, en ég reikna
ekki með að nýr bókaflokkur
komi fram i dagsljósið á næsta
ári. Það tekur langan tima, ár
eða meira að undirbúa nýjan
bókaflokk og það hefur ekki
verið tekin nein ákvörðun um
hann ennþá.
— Hafa alfræðibækumar skil-
að hagnaði?
— Já, þær hafa gert það,
fram að þessu. Þetta eru bækur,
sem prentaðar em erlendis, með
stómm upplögum erlendra bóka.
Þær bækur koma út samtímis
á mörgum tungumálum í ekki
minna en 300—700 þúsund ein-
tökum. — Þannig verða þær til-
tölulega mjög ódýrar í fram-
leiðslu. — Þessar bækur hafa
notið vaxandi vinsælda. Það
færist til dæmis mjög í vöxt að
þær séu notaðar af skólanem-
um við úrlausn ýmissa verkefna.
Ég held að kennarar, að minnsta
kosti í raunvísindagreinum, taki
þessum bókum með miklum
þökkum.
— Hvað er næst á döfinni
í bókaflokknum íslenzk fræði,
er verið að vinna að nokkm
álíka verkefni og orðtakasafn-
inu?
— Seinni hluti orðtakasafns
ins er nú kominn í setningu og
kemur út á næsta ári. —Svo er
jú verið að vinna að ákveðnu t
verkefni, sem ekki er unnt að
skýra frá enn sem komið er.
Cvo að vikið sé að almennari ,
hlið bókaútgáfunnar á ís- ,
landi í framtíðinni...
— Ég vildi já, gjarnan minna
á það ranglæti sem bókaútgef-
endur og raunar blaðaútgefend- ■
. ur líka, verða að sætta sig við.
Það er tollur á1 pappír og öðru
efni til bókagerðar, sem er 30
—35%. — Eftir gengisfelling-
una hækkar þessi tollur enn og
verður enn þyngri byrði. Ég legg
áherzlu á þá kröfu, að þessi
tollur veröi afnuminn með öllu, '
þannig að islenzkir bókaútgef-
*endur njóti samkeppnisaðstööu
við erlenda útgefendur, sem
geta flutt inn bækur sínar hing-
að tollfrjálst.
Aö endingu vildi ég svo gjarn
an minnast á þá stefnu sjón-
varpsins, sem tekin hefur verið
upp í fréttum þess, að minn-
ast ekki á eina einustu bók,
sem út kemur. — Mér finnst
sjálfáagt að getið sé um mynd-
listarsýningar, leiksýningar og.
annaö, sem gerist í menningar-
Iífinu, eins og gert er — en
ég vildi bara spyrja: Hvers á
bókin að gjalda. Er það í raun
og veru álit útvarpsráðs að bóka
útgáfan sé svo lítilfjörleg og ó-
merkileg, að ekki taki að minn-
ast á hana?
Maður hefur heyrt að skýr-
ingin á þessu sé sú, að það sé
ekki hægt aö velja á milli og það
verði að gera öllum útgefend-
um jafnhátt undir höfði. En ég
spyr þá aftur: — Er það ekki
einmitt hlutverk fréttamanna,
að meta hvaö eru fréttir og hvað
ekki. — Bókaútgefendur og höf-
undar yrðu að hlíta því mati,
eins og aðrir.
X H.