Vísir - 11.12.1968, Side 2

Vísir - 11.12.1968, Side 2
ÍR HNEKKTI EINVELDINU! Vann KR 59:54 og varð Reykjav'ikurmeistari i körfuknattleik ■ Þeir 300 áhorfendur, sem horfðu á úrslitin milli KR og ÍR í gærkvöldi í körfuboltanum, urðu sann- arlega ekki fyrir vonbrigð- um. Leikur liðanna var mjög spennandi, — þegar aðeins voru eftír 5 mínútur hafði ÍR eitt einasta stig yfir, — þáttur Birgis Jak- obssonar varð ÍR heilla- drjúgur undir lokin, og sig- ur vannst. ÍR komst yfir i byrjun 4:0, en þá tóku KR-ingar mikinn kipp, skoruðu 15 stig, og á markatöfl- unni var staðan 15:4. KR virtist líklegt til að verja titil sinn og sanna ótvíræða yfirburði, — og þó. ÍR-ingum tókst að sanna ágæti sitt, jöfnuðu leikinn og í hálfleik hafði ÍR náð yfirhöndinni eftir að hafa leitt með 2 — 3 stigum nokkra I til undir lokin að KR fór að saxa hríð. á það forskot, aðeins einu stigi 1 seinni hálfleik tókst JR að halda munaði þegar 5 mínútur voru eftir. um 10 stiga forskoti lengst af, þar ' ÍR tókst engu að síður að kom- ast frá leiknum með sigurínn. — og Reyklavíkurmeistaratign, þölck sé frábærum skotum Birgis Jak- obssonar. KR varð því að láta sér nægja annað sætið að þessu sinni, en gaman verður að sjá þessi lið í keppninni um íslandsbikarinn á næsta ári. Ármenningar, sem unnu KFR í gærkvöldi urðu þriðju, KFR í fjórða sæti. Reykjavíkurmeistarar ÍR í körfuknattleik ásamt þjálfaranum, Einari Óiafssyni. FRI-stjórn skiptir með sér verkum Þjálfari Tékkana, Vladimir Heger. • Fyrsti fundur nýkjörinnar stjómar Frjáisíþróttasambands íslands var haldinn miðvikudag- inn 5. desember. Stjómin gkipti þannig með sér verkum, að Tómas Jónsson, Sel- fossi, er varaformaður, Svavar Markússon, Reykjavík, gjaldkeri, Snæbjöm Jónsson, Reykjavík, fundarritari, Finnbjöm Þorvalds- son, Garðahreppi, bréfritari, á árs- þinginu var Örn Eiösson, Kópavogi, kjörinn formaður, Sigurður Björns- son, Reykjavík, formaður laga- nefndar og Sigurður Helgason, skólastjóri Laugagerðisskóla, for- maður útbreiðslunefndar. Á fundinum var ákveðið að efna til ráðstefnu 1 febrúarmánuði, þar sem rætt verður um málefni frjálsíþrótta frá sem flestúm sjón- armiðum. Öllum aðilum F.R.I. verður boðið að sækja þessa ráð- stefnu, en nánar verður skýrt frá tilhögun hennar til sambandsaðila bréflega. Ákveðið var að skrifa 60 til 70 beztu frjálsíþróttamönnum lands- ins bréf með tilliti til æfinga og undirbúnings næsta keppnistíma- bils. Tæpast verður um að ræða sérstakar æfingar á vegum F.R.Í., en reynt aö samræma undirbún- inginn og stuðla að því, að hann verði sem beztur. Fjármálin voru og rædd, en þau eru í slæmu ásigkomulagi hjá F.R.Í. Lögð var áherzla á að gera stórátak á þessu sviði. Margar leiðir voru ræddar. en aðeins get- ið um eina hér. Ævifélagar F.R.Í. eru fáir en sambandið á marga velunnara. Ákveðið var að gera átak í þessum efnum, en ævifé- lagagjaldið er kr. 1.000.00. Góð afrek í innan- félagsmóti í Laugunum Á innanfélagsmóti í Sundlaugun- Gíslason, Á, 1500 metrana á i um í Laugardal 24. nóv. s.l. synti Ellen Ingvadóttir undir gildandi j íslandsmeti í 1000 m. og 1500 m. skriösundi. Þar sem aö mót þetta var ekki auglýst veröur þessi ár- angur ekki staðfestur sem fslands- met. Tími Ellenar var 14:44,2 á | 1000 metrum og 21:56,7 á 1500 metrum. Önnur i sundinu var Ingi- í björg Haraldsdóttir, Æ, á 24:28,4, 3. Halla Gunnarsdóttir, Æ, 24:59,5 og 4. Helga Gunnarsdóttir, Æ, j 25:23,9. ' I karlaflokki synti Guðmundur 20:10,3, nr. 2 var Gunnar Krist- jánsson, Á, á 20:51,0 og 3. Finnur Garöarssoní fA, á 21:32,2. Allar vörur okkar eru enn á gamla verðinu <r <r Simi-22900 Laugaveg 26 Opið tií kl. 10 á hverju kvö!di

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.