Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 1
VISIR
ö». arg. — Mmmtudagur 12. desember i»b8. - 282. tbL
Utlánaaukning boðuð
Verður dregið úr „frystingunni" ?
■ Forsætisráðherra, Bjarni
Benediktsson boðaði á Al-
þingi í gær útlánaaukningu bank
anna næstu mánuði einkum til
að bæta úr rekstrarfjárskorti at-
vinnuveganna. Mun Seðlabank-
inn vera að undirbúa aukningu
fjárstreymis til viðskiptabank-
anna og atvinnuveganna. Rætt
er um, að það muni gerast með
því, að dregið verði úr „fryst-
ingu“ sparifjár f Seðlabankan-
um, en hún hefur jafnan verið
mikið deiluefni.
Það sjónarmið viröist ríkja í
j ræðum manna á Alþingi í gær, að
á tímum samdráttar í efnahagslíf-
inu éetti að auka útlán til atvinnu-
aukninga, þótt hins vegar hefði sú
stefna haft kosti að draga úr út-
; iánum á tímum þenslu og verð-
bólgu, eins og voru fyrir tveimur
árum.
1 M->- 10. síða.
5. skartg ri pa þ jóf naðu ri nn í sama hverfi
Jólasveinur j
ó Akureyri
„Jólasveinar einn og átta of- í
an koma af fjöllunum“, segir í /
vísunni og á sunnudaginn komu f
f jórir hinna fyrstu til Akureyr- >
ar, þeir Kertasnikir, Pottasleik- (
ir, Hurðaskellir og Gluggagæg- v
ir. Bersýnilega eru jólasvein-J
amir fyr á ferðinni á Norður-)
landi. i
Þeir völdu sér auðvitað KEA >
til að staðnæmast á og komuí'
þar fram á svalir og sungu mik- <■
ið og sögðu börnunum sögur. S
í Hafnarstrætinu var fjöldi r
barna með foreldrum sínum að|
hlusta og horfa á þessi fyrir- »
bæri, jólasveinana. (
130 þús. kr. verðmæti / úrum stolið / nótt
□ Kvenúrum að verð-
mæti allt að 130 þúsund
krónur var stolið úr
skartgripaverzlun Sig-
urðar Jónassonar að
Laugavegi 10 í nótt. Brot
in var rúða í hurð verzl-
unarinnar, farið inn og
greipar látnar sópa um
einn bakkann í af-
greiðsluborðinu.
Kona nokkur heyrði brothljóð
rétt fyrir kl. 3 í nótt og gerði
lögreglunni tafarlaust viðvart,
en lögreglumennirnir gripu í
tómt, þegar þeir komu á stað-
inn. Þá grunaði þó, að þjófur-
inn væri skammt undan og var
gerö saumnálarleit í nágrenn-
inu, en allt kom fyrir ekki. Það
sást hvergi bóla á þjófnum.
í ágúst var brotizt inn í s.kart
gripaverzlun Muggs að Ámt-
mannsstíg 2, en síðan hafa ver
ið framin nokkur innbrot í
skartgripaverzlanir i hverfi
þessu. Brotizt var inn í verzl-
un Kornelíusar fyrir mánuði og
stolið 13 úrum og fleiri gripum,
en þýfið fannst morguninn eftir
í poka falið í klósettkassa í húsi
einu. í þeim sama poka fannst
þýfið úr verzlun Muggs.
Aftur var brotizt inn í skart
V ~
gripaverzlun Muggs, en stolið
aðeins 5 gullhringjum og tveir
þeirra fundust fyrir utan verzl
unina. Einnig var brotizt inn í
skartgripaverzlun Steinþórs og
Jóhannesar, en þýfið fannst í
poka í ruslakassa uppi á Arn-
arhóli, eftir aö hringt hafði ver
t ið til lögreglunnar og henni sagt
til þess.
Þjófnaðir þessir hafa ekki
upplýstust en sá grunur hefur
læðzt að mönnum, að þarna sé
að verki einn og sami maöurinn
í öll skiptin.
Þjófurinn braut rúðuna í hurðinni, en kona heyrði bróthljóðið.
/WVWWVWV/WWWVVVVWWWVWVWW'
Fjárhagsáætlun borgar-
innar hækkar um
aoeins 7,7°]o
Aætlað að útsvör hækki aðeins um 4°Jo
B Fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fýrir næsta ár
verður tekin til fyrri umrreðu
á borgarstjórafundi í kvöld.
Samkvæmt fjárhagsáætlun-
inni verða niðurstöður rúml.
1157 milljónir króna, — verða
nú í annað skipti yfir millj-
arð króna. Þrátt fyrir miklar
verðhækkanir hækkar áætlun
in aðeins um 7.7% eða um
82.4 milljónir króna, en það
er yfirlýst stefna borgaryfir-
valda að halda aukningu í út-
giöídum borgarinnar eins m!k
ið í skef jum og mögulegt er.
Stærstu tekjuliðirnir eru á-
•»1>—>- 10. síða.
Nixon kynnti stjórn sina
nótt í útvarpi og s
I
William P. Rogers utanrikisráðherra, Malvin
Laird landvarnaráðherra
• Richard Nixon flutti út-
varps- og sjónvarpsræðu í
nótt og tilkynnti Banda-
ríkjaþjóðinni val ráðherra
þeirra, sem taka við emb-
ætti 20. janúar um leið og
hann tekur við forsetaemb-
ættinu. Aðalráðherrarnir
eru 12.
William P. Rogers tekur við
embætti utanríkisráðherra af Dean
Rusk, Rogers vardómsmálaráðherra
William P. Roper'’
á forsetatíma Eisenhowers (1957—
1961) og gat sér mikið orð.
Melvin Laird verður landvarna-
ráðherra, tekur við af Clark Clif-
ford. Laird er þjóöþingsmaður. á
sæti í fulltrúadeildinni fyrir Wis-
consin. Hann er taiinn einn af gáf-
uðustu þingmönnum republikana.
Stefna hans varðandi Víetnam-
styrjöldina er, að bundinn verði
endi á hana hið bráðasta og með
samkomulagi sé þess kostur
David Kennedy verður fjármála-
ráöherra. Hann er bankamaöur í
Chicago og einn af kunnustu fjár-
málasérfræðingum ' idsins. Hann
er óskyidur hinni frægu Kennedy-
ætt, sem Kennedy forseti var af.
John Mitchell verður dómsmála-
ráðherra. Hann var kosningastjóri
Nixons í kosningabaráttunni.
Winton Blount verður póstmála-
ráöherra. Hann er nú forseti Verzl-
unarráðs Bandaríicíanna.
Walter Hickel ríkisstjóri í Al-
aska verður innanríkisráðherra.
Clifford Harden verður iandbún-
aðarráðherra Hann er nú rektor
háskóia sambandsríkisins Ne-
braska.
Morris Stans verður verzlunar-
ráðherra. Hann var áður fjárlaga-
stjóri (Budget Director).
George P. Schultz veröur verka-
iýðsmálaráöhérra. Hann er einn af
Stiómend-'irn hýcl/nlanp í PhiraoQ
Robert Finch, vara-rikisstjóri
Kaliforniu verður heiibrigöis-,
mennta- og félagsmálaráðherra.
Hafa þeir lengi veriö perluvinir,
hann og Nixon.
George Romney ríkisstjóri í
Michigan verður húsnæðis- og
borgamálar(iðherra.
John Volpe rikisstjóri í Massa
chusetts verður samgöngumálaráð-
herra.
Nixon kvað fulltrúa stjörnar
sinnar á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna veröa úr flokki demo-
krata. Mikiö hefur verið rætt um
það undanfarið, aö Sargent Shriver,
ambassador Bandaríkjanna í París,
yrði skipaður ambassador þeirra
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nixon hefir valiö menn úr mið-
fylkingu republikana, eöa menn,
M~\ 10. síða.
Metvin T