Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 13
V í SIR . Fimmtudagur 12. desember 1968. 13 Sjómenn og hlutaskiptin • Gera má ráð fyrir að viðræður muni hefjast milli ríkisstjórnarinnar og fulltrua Alþýðusam- bands íslands á næst- mmi, þrátt fyrir að rík- isstjómin verður ekki við ósk ASÍ á dögunum varðandi sjávarútvegs- frumvarpið. Ósk ASl var að ríkisstjómin drægi til baka ákvæðin í sjávar- útvegsfrumvarpinu, sem hafa á- hrif á hlutaskipti sjómanna, og ASÍ taldi þvingunarákvæði og brot á rétti sjómanna sem ann- arra launþega til frjálsra samn inga. Rfkisstjómin hefur neitað að verða við þessum óskum og all- ar líkur benda til að frumvarp- ið verði samþykkt eins og það kom frá stjóminni. Það er að því leryti frábrugðið ýmsum fyrri frumvörpum um ráðstöfun gengishagnaðar, að hann verð- ur nú allur látinn renna til sjávarútvegsins. TTins vegar hefur komið i ljós, sem sennilega var ekki vitað, þegar ASÍ krafðist þess að ákvæðin, sem snerta hlutaskiptin yrðu numin burtu, að samningar sjómanna og út- gerðarmanna falla sjálfkrafa úr gildi ef frumvarpið verður að lögum. Sjómenn sögðu ekki upp samningum sínum eins og mörg önnur launþegafélög 1. nóvem- ber sl. og tóku samningarnir þá gildi til ársloka 1969. Sjó- menn hafa því að öllum líkind- um möguleika á því að rétta hlut sinn ef þeir telja það nauðsynlegt eftir að frumvarp- ið verður oröið að lögum. Þetta getur haft þau áhrif að fulltrúar ASl sjái ekki ástæðu til að halda fast við fvrrgreinda kröfu sína. í stæðan til þess að sjómenn sögðu ekki upp samningum er öðrum þræöinum sú aö þeir töldu samningana fremur hag- stæða og óttuðust átök um hlutaskiptin. Hlutaskiptin eru út gerðinni mjög óhagstæð einkum eftir að tækjakostnaður jókst meö tilkomu tækja, sem létta störf sjómannsins og auka afla- líkumar. Hlutaskiptin hefðu ef- laust orðið aðalatriði nýrra samninga um þetta leyti, hvem- ig sem annars hefði árað, vegna tækniþróunarinnar. Þaö má því gera ráð fyrir að þau verði aðaiatriði samningaviðræðna ef þær verða teknar upp. Tjað hefur mikið verið ritað um það ákvæði sjávarútvegs- frumva'rpsins. sem hafa áhrif á hlutaskiptin. Því hefur verið ha’.^ið fram í málgögnum stjóm arandstöðunnar að hér væri um árás á sjómannastéttina að ræða. Þessi ákvæöi eiga sér þó ýmis fordæmi, t. d. frá 1958. Þær aðgerðir voru mun óhag- stæðari sjómönnum, ef hægt er um það að ræða, en það sem í frumvarpi ríkisstjómarinnar felst. Vandamál sjómanna vegna annarra ástæðna hafa verið dregin inn í áróður stjórn- arandstöðunnar af mönnunum, sem stóöu að aðgeröunum 1958. Þau eru notuð sem tilfinninga- ieg röksemd gegn' ákvæðunum að þessu sinni. Þetta er gert á þann hátt að það má gjarnan tala um blygðunarleysi í því sambandi. Gráthljóðið í mál- gagni þess ráðherra, sem stóð að hliðstæðum ákvæðum 1958 er aðeins enn eitt dæmiö um fádæma hræsni og yfirdreps- skap. En þó að hlutaskiptaákvæðin virðist í fljótu bragði séð ekki hagstæð sjómönnum, þá kemur þó í ljós eins og sýnt hefur veriö fram á hér í Vísi, i fyrra- dag, að sjómenn eru betur sett- ir eftir gengisfellingu, en ef hún hefði ekki verið gerð, þrátt fyrir ákvæðin. Þá mega þeir bú ast við kjarabótum, þegar nýja fiskverðið verður ákveðið, en umræður um það hefjast þegar sjávarútvegsfrumvarpið hefur verið afgreitt á Alþingi. Það mun og allt verða gert til aö tryggja þeim sem bezt kjör án þess að það skapi fordæmi fyr- ir aðrar iaunastéttir og án þess að það setji útgeröina í ný rekstrarvandræði. 'T’ilgangurinn með hinum um- deildu ákvæðum var öðrum þræðinum að treysta rekstrar- grundvöll útgeröarinnar, koma í veg fyrir að gengisfellingin þyrfti að veröa meiri en hún varð og tfl að ekki væri hægt að segja að sjómenn fengju stórkostlegar kauphækkánir sem aðrar launastéttir gátu byggt á kröfur sínar. Þaö virð- ist að minnsta kosti sem allt þetta hafi að einhverju leyti komiö til álita þegar ákvæðið var sett í frumvarpið. Þar viö má bæta að stórkostlegur afla brestur þarf ekki endilega aö vera gild röksemd fvrir kaup- hækkun hjá sjómönnum, þótt auðvitað geti það oft átt sér stað. Cjómenn hafa sjálfir lagt fram ^ meginröksemdina fyrir þessu. Það gerðu þeir t.d. 1965 þegar þeir höfnuðu hugmynd- um um jöfnun hinna miklu tekna þeirra miili ára. — Þeir sögðu þá réttilega að veið arnar væru mjög mismiklar frá ári til árs og afrakstur þeirra færi eftir því. Þeir ættu því heimtingu á að fá aö verja tekjum sínum hvenær sem og hvemig, sem þeir kærðu sig sjálfir um. Afleiðing þess að ekkert var gert varð þjóðar- búinu nokkuð 'ýr vegna þess að stuðlað var mjög að verðbólgu í landinu á eftir. En í sjálfu sér virðist röksemdin eðlileg, enda er um veiðimenn að ræða, sem taka töluverða áhættu. Þetta eru einmitt slíkir tímar, þegar áhætta segir hvað mest tfl sín. Iðnaðarhúsnæði Til leigu er iönaöarhúsnæði á jarðhæð 240 ferm. — UppL l síma 37685 eöa 31154. Auglýsingasími VÍSIS er 15610 og 15099 l raftœkjav ínnustofan TENGILL Ódýrar Otiljósaseríur samþykktar af raffanga- prófun ríkisins. SÓLVALLAGÖTU 72- Reykjavík. Sími 22530. Hteima 38009 Opið til kl. 10 á hverju kvöldi Allar vörur okkar eru enn á gamla verðinu oc«4gr>al-vö!!tr» _ <J <J Simi-22900 Laugaveg 26 )t 1 /!~N Veljum M’V islenzkt til jólagjaia TRÉSMIÐJAN VÍÐI R H.F. AUGLÝSIR CUPA-sjónvörpin komin aftur. — Munið: 3ja ára ábyrgð fylgir hverju sjónvarpi. Trésmiðjan Víðir hf. Laugavegi 166. Sími — 22222 —22229 ) /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.