Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 3
 ■lllSili - •>X' •:•:•*.:.•■:.:■>:•:• • • ■ I Tillaga 4 eftir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvald S. Þorvaldsson, Tillaga 5 eftir Helga Hjálmarsson og Vilhjálm Hjálmarsson, en tæknilegur ráðgjafi þeirra var Vífill Oddsson. V'* k>TR . Fimmtuu«gur 12. desemoer i,968. SEÐLABANKI ÍSLANDS VIÐ TJÖRNINA Tiilaga 1 eftir Gunnlaug Halldórsson og Guðmund Kr. Kristinsson. A f ýmsum ástæðum hefur mönnum orðið tíðrætt um þá fyrirætlun Seðlabankans að byggja stórhýsi á lóðinni að Fríkirkjuvegi 11, þar sem hús Thors Jensens stendur nú. Til marks um aö þessi fyrirætlun væri ekkert fleipur var hald- in samkeppni um byggingu fyr- ir Seðlabanka Islands, sem tíu arkítcktar tóku þátt í og unnu tveir og tveir saman. Úrslitin eru kunn, eins og frá hefur verið skýrt áður, en um þessar mundir stendur yfir sýn- ing í húsnæði Byggingarþjón- ustu arkitekta að Laugavegi 26 á þeim tillögum, sem bárust í keppnina. Það er fróðlegt og skemmti- legt að ganga þar um og skoða tillögumar og greinilegt er, að dómnefndin hefur ekki verið öfundsverð af verki sínu. Eins og myndirnar hér á síð- unni sýna eru á staðnum líkön af öllum tillögunum fimm, en dómnefridin hefur gert grein fyrir þeim hverri fyrir sig í fáum orðum, og hér fer á eftir úrdráttur úr áliti nefndarinnar: Æ. I Tillaga 1. Gunnlaugur Hall- dórsson og Guðmundur Kr. Kristinsson. Þriggja hæða hús. Heildarmynd þess einföld og skýrt mótuð, og húsið í hæfi- legri fjarlægö frá húsunum um- hverfis. Burðarsúlur á framhlið, klæddar grásteini eða marmara, gefa því tígulegan svip. Þetta er fallegt hús, en dómnefndin telur þó, að það fari ekki alls kostar vel í umhverfinu. Kröf- um um bllastæði er ekki full- nægt, en skipting hússins er vel hugsuö og leiðir af sér, að herbergjastærðir geta orðið hæfilegar og byggingarkostn- aði stillt 1 hóf. Ennfremur álítur dómnefnd, að það sé galli á húsinu, að dagsljós er ekkert f bankasal. rÆ TiUaga 2. Verðlaunatillaga Skarphéðins Jóhannssonar og Guðmundar Kr. Guðmundsson- ar. Tillagan gerir sérstaklega góð skil því, er varðar stað- setningu hússins í umhverfinu. 1. og 3. hæð eru dregnar inn á við og því samræmist húsið betur tvíhæða húsum umhverf is. Mikil reisn er yfir húsinu og efnisáferð hinnar hrjúfu steinstevpu kemur vel heim við grannhúsin og grásteinshleðslu Tjarnarbakkans. Tala bílastæða og staðsetning hússins eru f samræmi við útboðsskilmála. Grunnmýndir og sneiðingar sýna, að hér er um að ræða vel leyst verkefni. TiIIaga 3. Jón Haraldsson og Birgir Breiðdal. Húsið hefur mjög sérkennilegt svipmót og er tilkomumikið, en krefst meira rýmis en um er að ræða á þessum stað. Aðalinngangur er frá Fríkirkjuvegi yfir stétt, sem gerð er umhverfis húsið (utan lögleyfðrar byggingarlínu) f 2,5 m hæð frá jörðu. Öllum aðkomuleiðum er vel fyrir kom- ið. Fyrirkomulag hússins að inn an er mjög bundið og tiltölu- lega mikið rými fer f stiga og ganga. Tillaga 4. Manfreð Vilhjálms- son og Þorvaldur S. Þorvalds- son. stórt gleri klætt hús, er umlykur skrifstofuhæðirnar en þær mynda laust rými innan veggja. Það stendur á 3,5 m háum steinvegg, sem umlykur það og gefur því sérstæðan svlp. Hæð hússins er þó slík, að ekki verður talið, að það fari nógu vel í umhverfinu, þar eð það hlyti að bera ofurliði lág- hýsin umhverfis. Heildargerð hússins er skýr og rökrétt, en henni eru samfara kostnaðar- söm atriði, og skal f því efni sérstaklega bent á þakgerðina. Tillaga 5. Helgi Hjálmarsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Heildargerð hússins einkennir föst og ströng samsvöfun, sem veitir því tilkomumikihn svip, en þetta ásamt hæð þess og fyrirferð gerir það að verkum, að það hlýtur að Verða mjög þyngslalegt gagnvart húsum I nágrenninu og bera þau ofur- liði. Kröfum um bílastæði er vel fu'Jnægt. Opnar svalir inn í bankasalinn gætu valdið trufl- un, og vafasamt er að næg dags birta nái inn i skrifstofur f innri hluta hússins. Meginkerfi hússins er vel hugsað, bæði hið ytra og innra. Þetta hér að framan eru nokk ur atriði úr niðurstöðum dóm- nefndar varðandi tillögurnar, sém bárust. Þar er margt fleira tínt til, bæði til lofs og lasts, en hér í blaðinu er takmarkað rúm eins og á svæðinu við tjörnina, og þvf verða mvndirn- ar að tala sínu máli. Tillaga 2 verölaunatillagan, eftir Skarphéðin Jóhannsson og Guðmund Kr. Guðmundsson. Tillaga 3 eftir Jón Haraldsson og Birgi Breiðdal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.