Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 2
VI S IR . Fimmtudagur 12. desember 1968.
Körfuknattleikur
í Ték-kóslóvakíu
• Tékkneska lýðveldið varð
50 ára hinn 28. október
1968 og körfuknattleiksíþrótt
in í Tékkóslóvakíu er aðeins
fáeinum mánuðum yngri.
• Körfuknattleikur hefir öll
þessi ár verið ein af þjóð-
aríþróttum Tékka. Og það
varð einmitt í körfuknattleik,
sem þessi litla Mið-Evrópu-
þjóð vann sín fyrstu gullverð-
Iaun, eftir heimsstyrjöldina
siðari, þegar Tékkar sigruðu
í Evrópumeistarakeppni karla
í Genf 1946.
Tékkar höfðu umsjón með
framkvæmd IV. Evrópumeistara
keppni karla 1947, V. Evrópu-
meistarakgppni kvenna 1966 og
V. heimsmeistarakeppni kvenna.
Framkvæmd Tékka á þéssum
mótum hefur verið talin til
fyrirmyndar.
Þar var í ársbyrjun 1919,
þegar prófessor J. A. Pibal
kynnti körfuknattleikinn í
Tékkóslóvakíu, en hann hafði
áöur starfað við Occidental
College í Kaliforníu.
Forustumaður körfuknattleiks
f Tékkóslóvakíu, prófessor F.
Marek, var fulltrúi þjóðar sinn-
ar við stofnun Alþjóðasambands
körfuknattleiksmanna, FIBA,
árið 1932. Síðar var próf. Marek
kjörinn heiðursfélagi FIBA, fyr-
ir störf sín á vettvangi alþjóð-
legs körfuknattleiks.
Kvennalandsliö Tékkóslóvakíu
er talið eitt hið sterkasta í
heiminum, eins og árangur þess
í heimsmeistarakeppni kvenna
ber ljósan vott um. Innan Evr-
ópu hafa tékknesku stúlkumar
skipzt á við stúlkumar frá
Sovétríkjunum með aö sigra á
öllum mótum frá lokum síðari
heimsstyrjaldar.
Það var því engin tilviljun
að Alþjóðasambandið valdi
kvennalið Tékkóslóvakíu til aö
keppa á sýningarleik, sem hald-
inn var fyrir Alþjóða Ölympíu-
nefndina í Madrid fyrir þrem
árum. Eftir þennan leik þeirra
gegn Brasilíu, var ákveðið að
taka til athugunar, að gera
körfuknattleik kvenna aö
Ólympiuíþrótt.
Karlaflokkar Tékka hafa
sýnt frábæran árangur í kapp-
leikjum innan Evrópu, allt frá
stríðslokum. Af \ fjárhags-
ástæðum hefir lið þeirra þó
aldrei tekið þátt í heimsmeist-
arakeppninni og aöeins öðru
hverju keppt á Ólympíuleikun-
um. Ásamt Sovétríkjunum, Ung-
verjalandi og Búlgaríu hefir
landslið Tékkóslóvakíu jafnan
verið meðal þeirra Sterkustu í
Evrópu. Og tékkneska landslið-
ið er hið eina sem sigrað hefir
rússnesku Evrópumeistarana á
undanförnum árum. Árið 1955
á móti I Budapest tókst þeim
að sigra Rússana og 11 árum
síðar tókst Tékkum að endur-
taka þetta í alþjóðakeppni, sem
haldin var í Ragusa á Ítalíu.
Evrópumeistarar 1946, 5.
sæti á Ólympíuleikunum í Róm
1960 og sigurvegarar í heims-
meistarakeppni stúdenta í París
1947, eru meðal ánægjunlegustu
sigra tékkneska landsliðsins.
Ennfremur unnu Tékkar silfur-
verölaunin á Evrópumeistara-
keppninni í Helsink; 1967.
Tékknesku félagsliðin Spar-
tak Brno, Slavia University
Prag hafa náð frábærum ár-
angri í bæði Evrópubikarkeppni
og keppni um World Cup. Hafa
lið þeirra hvað eftir annaö
komizt í úrslit um sigurverö-
launin.
Innan vébanda Körfuknatt-
leikssambands Tékkóslóvakíu
eru um 800 félög. Hjá þjóð með
14 milljónir íbúa getur það tal-
izt gott að eiga 3200 körfu-
knattleikslið og 35000 virka
keppendur.
Sterkustu liöin í Tékkósló-
vakíu eru: Sparta Praha, Slavia
University Prag, Orbis Prag
(Bæheimi) NHKG Ostrava,
University Brno (Moravia) og
Slovan Bratislava íSlovakia).
Innan tékkneska sambandsins
starfa 17 alþjóðadómarar, sem
hlotið hafa réttindi sín frá
FIBA. Forseti Körfuknattleiks-
sambands Tékkóslóvakíu, hr.
Josef Anderle, hefir verið for-
maöur þeirrar nefndar FIBA
sem sér um alþjóöakeppni
kvenna. Aðalþjálfari kvenna-
landsliösins, Dr. Miroslav Kríz,
hefir frá upphafi veriö meðlim-
ur framkvæmdanefndar Evr-
ópubikarkeppni kvenna. Aðal-
ritari tékkneska sambandsins,
Jirí Doskocil, var árið 1967
kjörinn í Mini-Basket nefnd
FIBA. 1 þessu sambandi er
skemmtilegt að geta þess, að 1
Tékkóslóvakíu, þar sem skortur
er á íþróttasölum, hefir Mini-
Basket náð mikilli útbreiðslu.
1 Tékkóslóvakíu eru í dag 50
körfuknattleiksþjálfarar 1. stigs,
450 þjálfarar II. stigs og 600
þjálfarar III. stigs.
Landsliðsþjálfari Tékka er
ing. Vladimir Meger. Forseti
tékkneska sambandsins í fjölda
ár var Oldrich Hradec frá Prag,
en hann lét af störfum 1968 og
í staö hans var kjörinn Josef
Polak frá Braitslava.
Tékkneska körfuknattleiks-
sambandiö mun sækja um að
fá aö halda úrtökumót fyrir
Ólympíuleikana 1972 og fyrir
heimsmeistarakeppnina 1978.
Prag, höfuðborg Tékkósló-
vakíu mun sækja um að halda
sumar Ólympíuleikana 1980.
Sundmót skólanna
Fyrrí hluti hins fyrra sund-
móts skóla í Reykjavík og ná-
, grenni 1968 — ’69 fór fram í Sund
höll Reykjavíkur þriðjudaginn
3. des. og hófst kl. 20.00. Áttust
við yngri flokkar.
Keppni í boösundi stúlkna 10 X
33!/3 m fór þannig (sundaðferð
bringusund):
1. Hagaskólinn, Reykjavík 4.50.2
'2. Gagnfr.d. Laugarnesskóla 5.02.0
3. Gagnfr.d. Miðbæjarskóla 5.09.0
‘4. Gagnfr.d. Laugalækjarsk. 5.09.6
5. Kvennaskólinn í Rvík 5.14.9
6. Gagnfr.sk. Kópavogs 5.14.8
7. Gagnfr.sk. v. Réttarholtv. 5.18.0
8. Gagnfr.sk. Keflavíkur 5.20.0
, 9. Gagnfr.d. Hlíðask., R. 5.34.7
\ Tími sveitar Hagaskóla er bezti
1 tími, sem náðst hefur í þessu boð-
, sundi. Bezta tíma til þessa átti
Gagnfræöask. Keflavíkur 4.51.1.
Hlaut sveit Hagaskóla nú í
fyrsta sinn elzta bikar skólamót-
anna, stúlkur úr Keflavik hafa
unnið alls þrisvar.
Boösundskeppni pilta 20X33%
, m bringusund fór þannig:
1. Gagnfræðaskóli Selfoss 9.13.1
] 2. Gagnfr.d. Laugalækjarsk. 9.26.6
3. Gagnfr.d. Keflavíkur 9.48.8
'4. Gagnfr.d. Hlíðarsk., R 9.51.1
| 5. Gagnfr.d. Laugarnessk. 9.52.4
6. Gagnfr.d. AúsUu-bæjar R. 10.11.7
7. Gagnfr.d. Miðbæjarsk. R. 10.13.0
Tími sveitar gagnfræðask. Sel-
foss er bezti tími, sem náðst hef-
; ur í boðsundi pilta í þessum flokki.
Beztan tíma til þessa átti sveit
gagnfræöadeildar Austurbæjarsk.
9.14.1.
Selfossveitinni var afhentur bik-
ar, sem nú var keppt um í annaö
sinn.
Handhafi hans var sveit Lauga-
iækjarskóla.
♦
Síöari hluti hins fyrra sundmóts
skóla fór fram í Sundhöll Reykja-
víkur fimmtudaginn 5. des. óg
hófst kl. 20.00. Áttust nú við eldri
flokkar skólanna.
Úrslit urðu þessi:
Boðsundskeppni stúlkna (bringu-
sund):
1. Gagnfr.sk. Keflavíkur 5.02.3
2. Kennaraskóli íslands 5.04.6
3. Gagnfr.sk. Austurb., R. 5.05.7
4. Hjúkrunarskóli Isiands 5.29.2
Var stúlkunum úr Keflavík af-
hentur bikar IFRN frá 1966.
Boðsundskeppni pilta (bringu-
sund):
1. Menritaskólinn I Rvík 8.07.2
2. Háskóli íslands 8.08.7
3. Stýrimannask. ísland §.44.2
Gagnfr.sk. Hf., Flensb. 8.32.6
ógilt
Gagnfr.sk. Austurb., R. 8.50.5
ógilt
Gagnfr.sk. Keflavíkur 9.00.1
ógilt
Menntaskólinn synti á einhverj-
um þeim bezta tíma sem náðst
hefur.
Menntaskólinn i Reykjavík vann
nú í annað sinn bikar ÍFRN frá
1967.
Skemmtileg, hugþekk og hrffandi !
drengjabók. I
' j
Bók þessi er endurminningar frá
æsku höfundarins. Þegar sagan ger ;
ist er hann 11 ára gamall og býr ,
með föður sínum í stóru og einmana ,
legu húsi. Drengurinn lifir mjög ,
ævintýralegu Iífi og á margs konar '
dýr sem hann leikur sér við og er ;
þar á meðal hrafninn sem öllu
hnuplar og kemur skemmtilega við
sögu. Dag nokkum finnur Sterling
þvott^bjamarunga úti í skóginum,
og verður hann brátt eftirlæti
þeirra feðga, en nágrannamir em
ekki eins hrifnir þegar þvottabjam-
arunginn, sem skírður er Prakk- ,
arinn, kemst í maísakra þeirra.
Prakkarinn og Sterling fara í ;
margar skemmtilegar ferðir út á ,
héiðina og í skóginn, og una sér
við veiðiskap og aðrar ligtisemdir.
Höfundurinn segir á hrífandi hátt
frá ævintýrum þeirra, lifnaðarhátt- '
um dýra og nátúrunni svo aö sjald ■
gæft er. „Þeim sem ekki þykir vænt ,
ur dýr, getur heldur ekki þótt vænt ,
um mennina", segir Sterling North. :
Bók þessl hlaut heimsfrægð á :
skömmum tíma og hefir hlotið verð '
laun í Bandaríkjunum og víðar. — )
Þessi saga er fyrir drengi 11 ára
og eldri. — 183 bls. Verð kr. 185 •
með söluskatti.
Prentverk h.f.:
DOUSA — einn tékknesku körfuknattleiksmannanna, sem við
fáum að sjá í Laugardal um næstu helgi. - Hann er 21 árs og
2 metrar og 12 sm á hæð. Okkar hæsti maður er „aðeins“ 2.0S.