Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 5
ii n
|
\
VISIR . Fimmtudagur 12. desember 1968.
Islenzkir kjólar,
sem standast
samkeppnina
Tslenzkir kjólar geta fyHilega
staðizt samkeppnina við þá
innfluttu eftir þeim tízkusýning
um að dæma þar sem þeir hafa
verið sýndir. Við munum eftir
kjólunum frá Kjólameistarafélag
inu á tízkusýningunni í sam-
bandi við Iðnkynninguna í sum-
ar. Núna nýlega voru sýndir
íslenzkir kjólar I bland á tízku
sýningu, sem Módelsamtökin
stóðu að. Þeir voru frá Kjólnum
í Þingholtsstræti en það fyrir-
tæki hefur saumað kjóla í hvorki
meira né minna en 29 ár.
Á myndunum, sem fylgja eru
tveir kjólar fyrir táningana. —
Báðir eru þeir í svörtu, sem er
tfzkulitur vetrarins og svart
klæðir jú ekki sízt þær kom-
ungu. Annar er úr chiffon. Er
hringskorinn og með hvítum
kanti og hálsmálið er vafflaga
eins og svo mikið er í tízku
núna. Hinn kjóllinn er langerma
með skáskomum pífum, efnið
er ull með silkiþræði verðið er
2900. Pífumar eru handbrydd-
aðar með chiffon. Verð á kjól-
unum er yfirleitt frá kr. 2000. —
sem sjást hér eru
fallegir og sérlega vel unn-
; *
j Islenzka kvenna-
j blaðið, sem hefur
Istaðizt tímans tönn
TTkkur hefur orðið tíörætt um
erlend kvennablöð hér á
síðunni að undanfömu. Ekki sízt
vegna þess, að efni þeirra hefur
undanfarið verið sérstaklega
valið með jólin í huga. Þar hafa
bæði verið góð ráð og uppástung
ur. En ekki má gleyma þvf ís-
lenzka kvennablaði, sem hefur
þraukað af árin og fremur yngzt
í útliti en hitt, blaðið Húsfreyj
an. Jólahefti þess er nýkomið
út, með skemmtilegri forsíðu-
mynd og efni þess er fjölbreytt
einnig og þar er að finna ýmis-
legt, sem á við fslenzkar aðstæð
ur og er hvergi að finna f erlend
um kvennablöðum hversu vel
sem við leitum.
Við höfum áður minnzt á það,
áð áskrift að Húsfreyjunni yröi
vel þegin jólagjöf og sem kostar
aðeins 120 krónur. en það er
árgjaldið fyrir fjögur hefti. Ekki
væri úr vegi, að láta jólablaðið
iylgia með.
En lítum nú á efnið. Fvrst er
Jólasöngur 1921 eftir Ólöfu frá
Hlöðum. bá er siötta franíhalds
greinin um fsl. þjóðbúninga,
og fjallar þessi um kórónu
þeirra, skautbúninginn og kyrt-
ilinn. „Þegar kvöldar eftir anna
saman dag, kenna margir til
þreytu og spennu aftan í hálsi
og f höfðinu, sem jafnvel veldur
höfuðverk." Þannig byrjar grein
in um 7 heilræði gegn þreytu,
sem er myndskreytt. Þar næst
er grein af léttara taginu. —
Kóngssonurinn, sem ekki vildi
giftast kóngsdóttur, aðalsögu-
hetjan er Haraldur krónprins f
Noregi. Jólasagan er „Ekki er
allt sem sýnist“, eftir Guðrúnu
Finnbogadóttur. Næst eru: Jóla
gjafir handa litlu stúlkunum, og
fylgja snið með og uppskriftir,
stór grein er um smákökubakst
ur og sagt er frá heimatilbún-
um jólakortum. Sjónabók hús-
freyjunnar, er fastur þáttur um
margs konar saumaskap og hann
yrðir, í þetta sinn fjallar hann
um vefnað á ramma, gefin er
uppskrift að lopapeysu með
brekánsmunstri, frú Auður Þor-
bergs lögfræðingur svarar lög-
fræðilegum spurningum, þá er
greinin, „Börnin' og jreningarn-
ir“ eftir Önnu Snor'radóttur. —
Það er enginn vafi á þvf að marg
ar konur fýsir að sjá þessa grein
á prenti, sem flutt var sem fyr-
irlestur í útvarpsþættinum. „Við
sem heima sitium" í febrúar
þessa árs. Þá er stórfróölegur
bókalisti, sem ber yfirskriftina
„Bækur fyrir mæður og verð-
andi rnæður". Listinn skiptist 1
eftirfarandi kafla: Meðgöngutfmi
og fæðing, Hvað á bamið að
heita?. Umönnun ungbarnsins,
Þroski barnsins og uppeldi. Leik
ir og föndur, Sögur og upplestur
Hvernig varð ég til?, þáttur um
bækur er næsta efni, svo Úr
ýmsum áttum, Minningargrein
um Halldóru B. Björnsdóttur og
kaflinn „Að hafa gát á efnahag
sínum".
Kannski finnst ykkur þetta
hálf þurr lesning hér á síðunni
en sjón er sögu ríkari. Yfirlitið
ætti þó að gefa hugmynd um
efni blaðsins.
AUGLÝSING
um takmörkun á umferð í Reykjavík 12.—23.
desember 1968
Ákveðið hefur verið ao gera eftirfarandi ráðstafanir
vegna umferðar á tímabilinu 12, —23. desember n.k.:
I. EINSTEFNUAKSTUR:
1. Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs að Hverfisgötu.
2. Á Frakkastíg frá Hverfisgötu til norðurs að Lindar-
götu.
3. í Naustunum frá Hafnarstræti til norðurs að
Tryggvagötu.
4. 1 Pósthússtræti til norðurs frá Austurstræti að
Tryggvagötu.
n. VINSTRI BEYGJA BÖNNUÐ :
1. Ur Njálsgötu norður suður Snorrabra"t.
2. Af Klapparstíg vestur Skúlagötu.
3. Af Vitastíg vestur Skúlagötu.
4. Af Rauðarárstíg austur Hverfisgötu.
5. Af Snorrabraut vestur Laugaveg. (Bannið gildir
ekki gagnvart SVR og einungis á þeim tímum, sem
nauðsyn krefur að mati Iögreglunnar).
m. AÐRAR TAKMARKANIR
Bannað er að aka Rauðarárstíg í suður yfir gatnamót
Hverfisgötu.
IV. BIFREIÐASTÖÐUBANN:
Á Skólavörðustíg norðan megin götunnar frá Týsgötu
að Njarðargötu.
V. Bifreiðastöður takmarkaðar við hálfa klukkustund
á almennum verzlunartfma. /
1. Á eyjunum á Snorrabraut frá Grettisgötu að Flóka-
götu.
2. Á Frakkastfg austan megin götunnar milli Grettis-
götu og Njálsgötu.
3. Á Klapparstíg vestan megin götunnar frá Lindargötu
að Hlverfisgötu og frá Grettisgötu að Njálsgötu.
4. 1 Garðastræti norðan Túngötu.
5. Á Týsgötu, austan megin götunnar frá Skólavörðu-
stíg að Þórsgötu.
Þessi takmörkun gildir á almennum verzlunartíma
frá fimmtudeginum 12. desember til miðnættis
mánudaginn 23. desember n.k. Frekari takmarkanir en
hér eru ákveðnar verða settar um bifrelðastöður á
Njálsgötu, Laugavegi, Bankastræti, Áðalstræti og Aust-
urstræti, ef þörf krefur.
VI. Ökukennsla í miðborginni er bönnuð milli Snorra-
brautar og Garðastrætis á framangreindu tfmabili.
VII. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Aðal-
stræti og Hafnarstræti Iaugardaginn 21. desember kl.
20.00 til kl. 23.00 og mánudaginn 23. desember kl.
20.00 til kl. 24.00. innfremur verður samskonar um-
ferðartakmörkun á Laugavegi frá Snorrabraut og í
Bankastræti á sama tíma, ef ástæður þykja tll.
Vm. Athygli skal vakin á takmörkun á umferð vöru-
bifreiða, sem eru yfir 1 smálest að burðarmagni og
fólksbifreiða 10 farþega og þar yfir, annarra en stræt-
isvagna um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og
Aðalstræti. Sú takmörkun gildir frá kl. 13.00 og þar til
almennum verzlunartfma lýkur alla virka daga nema
laugardaginn 21. og mánudaginn 23. desember, en )>á
gildir bannið frá kl. 10.00. Ennfremur er ferming og af-
ferming bönnuð á sómu götum á sama tima.
Þeim Jimælum er beint til ökumanna, að þeir forðist
óþarfa akstur, þar þrengsli eru, og að þeir leggi
bifreiðum sínum vel og gæti vandlega að trufla ekld
eða tefja umferð. Þeim tilmælum er beint til gangandi
vegfarenda, að þeir gæti varúðar f umferðinni, fylgl
settum reglum og stuðli með því að öruggri og skipu-
Iegri umferð.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
11. desember 1968.
Sigurjón Sigurðsson