Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 12
/2 VÍSIR . Fimmtudagur 12. desember 1968. '
„Ég hef þau að vísu, en Wheeler
Jæknir lætur mig skera úr því,
hvenær gripið skuli til þeirra, hr.
Bancroft. Og ég er þeirrar skoð-
anar, að varast beri í lengstu lög
að grípa til þeirra ...“
„Eigið þér við, að hann liggi
þannig vakandi alla nóttina .. allar
nætur?" heyrði Charles sjálfan sig
spyrja. j;
Hún vafði saman tímaritið, eins
og hún léti gremju 'sína og óþolin-
.mæði bitna á því, um leið og hún
lét svo lítiö að svara. „Þaö rennur
á stundum mók á hann undir morg
uninn. Og eins og þér hljótið aö
vita, þá sefur hann oft á daginn.
Montgomery segir það að minnsta
kostí. Var það nokkuð annað, hr.
Bancroft?“
Charles sneri sér reiðilega frá
henni, og það varð þögn í herberg-
inu. Því næst settist hann á stól,
sem stóð viö rekkju Parsons. „Ég
er dálítið þreyttur", sagði hann
lágt. „Ég ætla að hvíla mig hérna
dálitla stund, áður en ég fer aö
sofa“.
Augu Parsons voru opin. Charles
lokaði augunum. Sat þannig góða
stund. Honum varð hugsað til Alex
andríu. Var hann kannski viljandi
að draga það á langinn að fara inn
til hennar? spurði hann sjálfan sig.
Loks opnaði hann augun aftur og
leit á gamla manninn.
Augu hans voru lokuð. Hann and
aði eðlilega eins cfg sofandi maður,
og barmurinn lyftist og hneig viö
hvert andartak.
Hann hafði komizt að raun um
það, að Charles hinn, ef ekki sjálf
ur hann, stóð í mikilli þakkarskuld
við gamla manninn. Hefði Charles
hinn getað brugðizt honum nú, þeg
ar það þýddi, að allt það, sem þessi
maður háfði unniö að langa ævi,
yröi lagt í rústir? Jafnvel þótt Par-
son sjálfur fengi aldrei aö vita það?
Hann reis úr sæti sínu eins hljóð
lega og honum var unnt, gekk
fram hjá stólunum, þar sem hjúkr-
unarkonar sat og lézt vera niður-
sokkin í lestur tímaritsins. Svo
gekk hann sem leiö lá eftir myrk-
um ganginum að svefnherbergisdyr
unum. Hafði Charles hinn kvænzt
Alexandríu af ást? Enn hafði hann
ekki oröið neins annars vísari um
það, en það sem ráða mátti af orð
um Houghtons ... við vitum báðir,
hvers vegna þú kvæntist Alex-
andríu fyrst og fremst. Jafnvel hún
rennir grun í það... Var það sá
grunur, sem Houghton hafði alið á
með höggormstungu sinni árum
saman, sem staðfest haföi að Iok-
um það djúp, sem Charles þóttist
hafa skynja,ð, að skildi að Charles
hinn og eiginkonu hans?
Hann nam staðar við svefnher-
bergisdyrnar. Honum mundi aldrei
auðnast að fá svar við öllum þeim
spumingum, sem á hann sóttu. Um
leið og hann segði það litla sem
hann sjálfur vissi væri öllu lokið.
Öll titrandi óvissa hennar yrði aö
bjargfastri vissu. Og hann hafði
ekkert sér til vamar.
Það var niðamyrkt í svefnherb-
erginu, og hann var þakklátur fyr-
ir það. En um leið og hann lokaöi
dyrunum á eftir sér, varð hann
gripinn fáti... hvemig átti hann
að hreyfa sig þar inni, hann hafði
ekki hugmynd um, hvar ljósrofinn
var apk heldur meir. Var hún vak-
andi? Var hún I svefnherberginu?
Hann haföi mesta löngun til aö
snúa á brott aftur. Ganga lögregl-
unni á vald. Eða fara til læknis-
ins ... hvað hét hann? Wheeler
hafði hjúkrunarkonan sagt. Halda
á brott, sama hvert var, og sama
hver var ...
„Skemmtirðu þér vel?“ Hin
lága og hljómþýða rödd hennar
rauf allt í einu þögnina, og enda
þótt hún væri ekki iaus við óþolin
mæði, jafnvel ásökun, brá þar um
leiö fyrir þessari hlýju glettni, sem
einkenndi svo mjög alla framkomu
hennar.
„Ekki get ég sagt það“, svaraði
hann og brosti með sjálfum sér
að sannleikanum í svarinu.
„Ertu drukkinn?"
„Nei“.
Á samri stundu var allt um sein-
an. Herbergið var baöað í svo
. skærri birtu, aö skar í augun.
Hann sá hvítan, nakinn arm hennar
hverfa frá Ijósrofanum, sá að hún
lá á bakið undir ábreiðunni og
svart hárið flóði um svæfilinn.
Hún var rjóð íjvöngum .. ef til vill
eftir svefn, ef til vill af eftir-
væntingu ... eða kvíðablandinni
andúð. Augu hennar hvíldu á hon-
um, spyrjandi og rannsakandi.
Loks virtist hún komast að ein-
hverri niðurstöðu. „Nei“, sagði hún,
„Þú ert áreiðanlega ekki drukk-
inn“. Hún lá grafkyrr, og ábreiðan
féll mjúklega að grönnum líkama
hennar. „Ég geri ráð fyrir, að ég
ætti að leggja fyrir þig ýmsar eig-
inkonulegar spurningar".
Hann átti í haröri baráttu við
sjáifan sig, kom ekki upp orði gat
ekki haft af henni augun og bölv-
aði Charles hinum með sjálfum sér.
Hvernig mátti það vera, að hann
hefðí ekki unnað þessari konu?
Hún hristi höfuðið. „Ég hef bar-
izt við sjálfa mig stundum saman ..
stundum saman í bókstaflegri
merkingu, og tekið þá ákvörðun
að lokum að spýrja þig ekki neins.
En samt sem áður kemst ég ekki
hjá að leggja fyrir þig eina spum
ingu ... Houghton segir, að þú haf
ir eyðilagt bílinn þinn?.
„Já“, svaraði hann rölega, þótt
hann fyndi hverja taug í líkama
sínum strengjast ósjálfrátt.
„Varðstu fyrir meiðslum?"
„Nei“, svaraðj hann eins lágt
og honum var unnt. „Eiginlega
ekki. Aðeins vottur af losti...“ —
Og hann gat vart annað en brosaö
að því með sjálfum sér, þegar hon-
um varð hugsað til þess, hve lítið
brot það var af sannleikanum.
„Mér þykir fyrir þessu, vinur,
ég veit, hvað þér þótti vænt um
bílinn“, sagði hún. „Ég vildi bara,
að þú vissir, hvað ég er hrædd
um þig, fyrir það hvað þú ekur
hratt. Þú veizt, hve oft hefur
slegið í brýnu með okkur...“ Hún
stöðvaði sig í miðri setningu. „Hvar
varstu nóttina í New York?“ spurði
hún. „Að hótel Plaza?“
„Nei“, sagði hann, og vildi helzt
af öllu grípa tækifærið og hefja
frásögn sína, en kom sér ekki að
því. Hvaöan kæmi honum réttur til
aö valda henni frekari sársauka?
„Hvemig gaztu verið þar um
nætursakir, farangurslaus?" spuröi
hún, en brá svo aftur á glettni.
„Þeir þekkja þig oröið þaö vel á
Plaza, að þeir hafa eflaust hleypt
þér inn, eins fyrir það“.
Og allt í einu geröist hún hrað
mælt og áður en honum vannst
tóm til að svara. „Fyrirgefðu, vin
ur minn, ég var búin að heita því
að sýna þér ekki neina tortryggni.
En ég er svo tortryggin I eðli mínu
ég ræð ekki við það ...“
Svo hækkaöi hún róminn lítið
eitt. „Saknaðir þú mfn?“ spuröi
hún.
„Jg“, svaraði hann og vissi, að
hann sagði þaö satt. Hann rifjaði
það upp fyrir sér, þegar hann vakn
aði af sinnuleysinu eða hvað það'nú
var, þar sem hann stóö á götuhom
inu, aö sú tilfinning sem greip
hann fyrst var dapur söknuður,
sár grunur um að hann hefði glat-
aö einhverju sem væri honum óum
ræðilega dýrmætt. „Já“, endurtók
hann hærra en fyrr. „Ég saknaði
þín...“
„Það gleður mig“, sagði hún, og
röddin var hvíslandi og heit. „Á
stundum þrái ég það svo sárt, aö
við gætum einungis horfiö aftur
til þeirra daga, þegar þú varst ný-
kominn heim frá Kóreu ... daganna
áður en við giftumst, eða þessar
fáu vikur eftir þaö, þegar við vor-
um í New York. -.. áður en við
settumst að hér. Hefur sú þrá ekki
hvarflað að1 þér einhvern tíma
líka?“
Seljum bruna- og annað fyllingarefni á mjög hagstæðu verði. Gerum
tilboð í jarðvegsskiptingar og alla flutninga. — Þungaflutningar hf.. -
Sími 34635. Pósthólf 741.
rökuro aC oxkur Qvers konaj murni. -
og sprengivinnu i búsgrunnuro og ræs
um Leigjuro ú1 loftpressui íb >hbr
sleöa Vélaleiga Steindórs Signvat,-
ifinai Alfabrekki vif Suöurtands
braut slrrn 10435
TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR
FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA
Cjrval af Aklæðum
LAUGAVEQ «2 - SlMI 10825 HEIMASlM! 83832
BOLSTRUN
Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverSi
GÍSLI
JÓNSSON
Akurgerði 31
Smi 35199.
Fjölhæt larðvinnsluvél ann-
ast lóðastandsetnlngar, gref
húsgmnna, holræsl o.O.
Stöðvið hann með spjótum.
aæsæxaMJsmmmtswmammmii
Skaðið hann ekki.
BgynBgwMMwa.iU'iiasaaHWi
Kórak.
SmciSasfúEkiSit
Umsögn: Þær em sígildar, í ætt
við Sigurbjörn Sveinsson og H. C.
Andersen ... hér em eingöngu góð
fræ ... bókin er okkur öllnm holl
... góð jólagjöf barni.
, Kristján frá Djúpalæk
í Vm Akureyri.
BÓKAÚTGÁFAN RÖKKUR
Svissnesk úr.
Þórður Kristófersson úrsm.
Sala og viðgerðaþjónusta
Hrísateig 14 (Hornið við Sundlaugavcg.)
Sími 83616 Pósthólf 558 - Reykjavík.
/UK Velium
Wistakt
t il iolagjaia
fJ==*OUJU£/SAgí
RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022
ÍslmíUnffur
-ísufoM
© Vestfirðingar Norðlendi-gar
og Austfirðinef': helma og
hciman! Fylgizt með i
.ÍSLENDINGI - ÍSAFOLГ
• Áskrift kostar aðeins 300 kr.
Áskriftarsfminn er 96-21509.!
BLAÐ FYRIR VESTFIRÐl
NORÐUR- OG AUSTURLAND'
ííiain^.
I