Vísir - 18.12.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 18.12.1968, Blaðsíða 8
s Útgefandi: ReyKjaprent h.í Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegj 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Sparnaðarfjárlög ) JJíkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp sitt um ) leið og Alþingi kom saman í haust, þrátt fyrir óviss- \ una, sem þá ríkti í efnahagsmálum. Stjórnarandstaðan ( gagnrýndi þetta harðlega og sagði, að nær hefði ver- / ið að fresta komu frumvarpsins, unz fjarmáladæmi / "þjóðarinnar yrði ljóst, heldur en að leggja fram mark- ) laust plagg, sem greinilega þyrfti að gerbreyta síðar. d Þ'róun mála hefur sýnt, að rétt var að fara að venju / og leggja fjárlagafrumvarpið fram strax í þingbyrjun. / Fyrir bragðið verður nú hægt að afgreiða það með ) eðlilegum hætti fyrir aramót. Þótt frumvarpið væri ) ekki endanlegt í sinni fyrstu mynd, sýndi það samt \ þá beinagrind, sem fjárlögin hluti. að byggjast á. Þeg- ( ar fjármáladæmi þjóðarinnar skýrðist svo í nóvem- / ber, var tiltölulega auðvelt að endurskoða frumvarp- / ið með tilliti til hinna nýju aðstæðna. Ef frumvarpið ) hefði verið látið bíða, væri afgreiðsla þess ekki komin ) jafnvel á veg og raun ber vitni. \ Eyðslustefna hefur ekki til þessa einkennt meðferð ( Alþingis á frumvarpinu. Frumvarpið er eftir meðferð / fjárveitinganefndar sama sparnaðarfrumvarpið og í ) upphafi. Það gerir ekki ráð fyrir nýjum sköttum eða ) álögum og gerir samt ráð fyrir, að enginn greiðsluhalli ) verði á ríkissjóði á næsta ári. í ríkisrekstrinum er nú \ smám saman að sjást árangur af ströngum sparnað- ( araðgerðum fjármálaráðuneytisins, og stuðlar þetta I mjög að því, að nú verður hægt að afgreiða hallalaus / fjárlög án nýrra skatta. Stjórnarandstæðingar hafa lagt fram þá breyting- y artillögu við fjárlagafrumvarpið, að 350 milljónum \\ króna verði varið til framkvæmda í því skyni að j/ tryggja atvinnu víða um land. Þetta er vissulega fall- ) ega hugsað, en óneitanlega er ábyrgðarlaust að láta \ ekki fylgja neinar tillögur um, hvernig þessa fjár skuli ( aflað. Stjórnarandstæðingar boða, að síðar komi til- / lögur um þá hliðina, og verður fróðlegt að sjá þær. I Vonandi verða þær ekki í líkingu við „16 punktana“, i sem stjórnarandstæðingar lögðu fram við aðra um- Y) ræðu um frumvarpið. Ýmist var þar um að ræða at- ,\ riði, sem stjómvöld eru þegar að vinna að og ekki ( valda sparnaði fyrr en eftir langan tíma, eða einskær f/ sparðatíningur, sem engin áhrif hefur á fjárlaga- / dæmið í heild. Það er auðvelt að haga sér eins og ) milljarðamæringur í útgjaldatillögum en hafa aðeins ) óljósar og almennar tillögur um sparnað á móti. \ Þrátt fyrir mikla kosti fjárlagafrumvarpsins er á ( því ljótur löstur. Þar er ekki gert ráð fyrir nægum / fjárveitingum til jarðhitarannsókna og vírkjanarann- / sókna, sem þó eru undirstaða uppbyggingar stóriðju ) á Íslandi. Vísir hefur áður bent á, að lækka fnegi ) styrki til landbúnaðarins úr 521 milljón í 500 millj- \ ónir og nota mismuninn til þessa lífsspursmáls þjóð- i\ arinnar. (( __________V1SIR . Miðvikudagur 18. desember 1968. >f ■ í yfirlitsgrein i erlendu blaði fyrir nokkru var sagt, að meðal þeirra, sem kunnastir vaeru gangi mála í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og þar um slóðir, væri enginn, sem ekki væi* sannfærður um, að til nýrr- ar styrjaldar myndi koma, ef Jórdanía — riki Husseins kon- ungs — liðaðist sundur. Þetta er líka almenn skoöun, Brú í Jórdaníu eyðilögð í ísraelskum hefnileiðangrL Ný styrjöld, ef liðast sundur að því er virðist. Jórda'nía er ríki, sem hvílir á veikum stoö- um, hefur aldrei getað staðið á eigin fótum efnahagslega, en hlotið fjárhagslegan stuðning frá Bretum og Bandarfkjamönnum, svo og frá frak og fleiri olíu- auðugum. Arabalöndum. Landið hefur þá sérstööu, að Vestur- veldin verða áfram að taka tillit til þess, og Jórdanía er vafalaust liður í reikningsdæminu um þetta hnattsvæði, sem stórveld- rtn mujt in í austri og vestri eru svo upp tekin af. Rúm leyfir ekki að ræöa þetta ýtarlega nú, enda oft veriö gert, en minnt á að Jórdanía er öll á hættulegu hnattsvæöi — er sjálf hættu- svæöi, og svo verður þaö, þar til stórveldunum tekst að ná sam- komulagi, sem tryggir friöinn á þessum hjara heims, en eftir undangenginni reynslu getur þess orðið langt aö bfða, en hitt er svo annað mál, aö takast kann að hindra stórstyrjöld og telja þó margir það vafasamt. fsrael hernam vesturbakka Jórdan í 6 daga styrjöldinni. Meginþorri Araba, sem þar var, flýði til Jórdaníu, en margir uröu eftir. Og það er í Jórdaníu, sem hinn alræmdi félagsskapur arabískra öfgamanna starfar, og lætur þjálfa þar skæruliða til hermdarverka, og það er vegna þessara hermdarverka, sem fsra- elsmenn hafa farið í hefnileið- angra í lofti inn yfir Jórdanfu og er meðfylgjandi mynd af brú, sem eyðilögð var í slíkum hefni- leiðangri fyrir nokkru. Því er ýmist haldið fram, að Hussein Jórdaníukonungur hafi raunverulega veitt leyfi til þjálf- unar skæruliða í Jördaniu eða að hann vilji: banna slfkt en geti ekki vegna afstöðu arab- ískra ríkja. En hinn ungi kon- ungur er athafnamaður, vill áreiðanlega friðsamlegt sam- komulag, og hefir oftar en einu sinni sýnt, að hann á það til aö grípa til sinna ráða, þyki hon- um hin brýnasta nauðsyn til bera. Staða hans er veik, en sá styrkleiki sem hún á, er að þakka einbeitni og þreki kon: ungs, og að hann nýtur stuðn- ings ættflokka, Bedúina, vaskra úlfaldariddara, sem hann getur jafnan reitt sig á, og gerði sein- ast nýlega til þess aö afstýra vá, sem fyrir dyrum var, eftir að sýrlenzkir æsingamenn höfðu reynt að koma illu af stað. — Kunnur Hussein fyrir per- sónulegt hugrekki. Alvarlegar horfir . en ella vegna hermdarverka skærulið- anna og hefnileiðangrá ísraels- manna. Vitað er að viðræður hafa átt sér staö með leynd milli Jórdaníu og ísraels, en ísrael mun krefjast þess, að konungur taki fyrir hryðjuverkastarfsem ina vilji hann ekki — eða fái ekki að taka í taumana geta deil ur harðnað milli ísraels og Jórd anxu, , með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Palestfnska frelsishreyfingin og neðanjarðarhreyfingin E1 Fat Jórdanía Hussein konungur. ah hafa látið mikið til sín taka á undangengnum vikum, sérstak- lega með auknum hryðjuverkum svo að .. ísraelsmenn sáu sig knúna til þess að láta hart mæta hörðu. En leiðtogar Frelsishreyf ingarinnar með hinn mikla fjölda hrjáðs og vanrækts flóttafólks að baki segja, að aldrei verði hvikaö frá því marki, að frelsa Palestínu. Staðreyndin um stofn un ísraelsks nútímaríkis dugar ekki til þess að fá þá til að líta á þessi mál af raunsæi: Palest- ína skal frjáls verða og afhent Palestínumönnum — ekkert ann að kemur til gi4ina. Og fyrir nokkrum vikiun hót- aði hreyfingin Hussein byltingu ef hann legöi hömlur á starf- semi skæruliða, en sú bylting var kæfð í fæðingunni í Amman. Enn höfðu Bedúinar Husseins reynzt honum dyggir. Margt styður þá skoðun, að Sovétrfkin og Bandaríkin verði nú að ná samkomulagi um lausn mála í þessum hjara, — brátt geti allt orðið um seinan. En vonlaust er um neitt slíkt sam komulag fyrr en eftir að Nix- on' er tekinn við, og þá því að- eins að stórveldin tvö verði sammála urp að leysa vandann. Hvort sú Verður reyndin veit þó enginn, en það er von margra vfða um heím. Uppdráttur, sem sýnir landfræðilega legu Jórdanfu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.