Vísir - 23.12.1968, Síða 4

Vísir - 23.12.1968, Síða 4
oIR . JVwnudagur 23. desemher 1968. w usaatf Kerfasníkir Leppalúöason á kreiki í miðbænum — Sjáðu mamma! Þarna er jólasveinninn! sagði lítið barn, sem gekk við hlið miðaldra konu, er leit úr einum búðarglugganum i annan. — Hvaða vitleysa er þetta í þér, barn! Svona, við skulum halda áfram. En litli snáöinn sat fast viö sinn keip og konan hugöi betur að. Jú, ekki bar á öðru! Þarna viö hornið á Landsbankanum stóð einn þessara vinalegu kalla í öllum skrúðanum, rauöum bux um gyrtum oní háleistana og rauðum jakka meö snæri um sig miðjan — að ógleymdri húfunni. Ljósmyndari Vísis var þarna á næsta leiti og trúði vart sín- um eigin augum. Svo vel gat varla borið í veiði. Jólasveinn í miðri föstudagsösinni og enn Jóa, Einari, Stínu og svo fram- vegis og svo framvegis. „Þetta er ekki ónýtt!“ var hvíslaö í eyra ljósmyndaranum. Þar var kominn blaðamaður Visis, sem fylgzt hafði með ferö- um hins skrýtna gests, frá því hann kom auga á hann uppi í Bankastræti. Karlinn hafði skyndilega skotizt út úr sund- inu hjá Hans Petersen, kíkt til beggja handa og tautandi sitt- hvaö í barm sér hafði hann tek- iö stefnuna niður Bankastrætiö. Það var svo sem enginn asi vildu þau karamellur, og þar meö var smjöriö bráðiö. Bezta læknismeöal viö feimni er auð- sjáanlega karamellur. „Eruð þið ekki farin aö hlakka einhver ósköp til jól- anna?“ Jú, þau voru farin að hlakka til. Kringlótt augun litu aldrei af kallinum með hvíta skeggið, en hann var nú kominn í essið sitt. Hló og lék við hvem sinn fingur. „Ho, hó! Og hvaö heita þess- ar litlu dúkkur?" Jólasveinninn vatt sér að tveim litlum telp- um, sem í fylgd með mömmu sinni komu vappandi yfir mitt Torgið. Þeim varð ekki um sel fyrst í staö, en karamellur eru allra meina bót og meö aug- um fest á bréfpokanum stundu þær því upp: „Rut“ og hin í gluggunum. Bftir nokkrar vangaveltur og mikiö taut viö sjálfan sig, opnaöi hann dymar og gekk inn. Öll verzlun lagðist niöur í bili. Það er ekkert hvewdags- brauð hjá jólasveinum að koma inn í slík stórmagasín, eins og verzlun Silla og Valda. Auð- sjáanlega þurfti kallinn aö átta sig á kringumstæöunum og glápti mikiö, en eitthvert skiln- ingarvitið kom honum til þess að halda niður stigann, niður í kjallara. — Auövitað! Þar var mest úrval jólakertanna. Ó, ó, sem þau voru falleg! Kertasníkir leit biðjandi augum i kringum sig,-en enginn hafði veitt honum athygli. Allir voru uppteknir viö að velja sér eitt- hvað til kaupa og afgreiöslu- stúlkurnar önnum kafnar viö aö afgreiöa viöskiptavinina. — Kertasniki varð hugsað til Ket- króks bróður síns, sem ekki var alltaf svo vandur að meöulum, þegar hann munaði í kjötlæri. Nei! Það skyldi aldrei verða. Hann reif sig frá kertunum og JÓLASVEINAR fjórir dagar til jóla. En hrópin í börnunum, sem óðara flykkt- ust utan um vin sinn, vöktu hann þó til raunveruleikans. Hvaö bar eiginlega til? Hafði hvítskeggjaði vinurinn ruglazt í almanakinu, eða hvaö? Hví var hann svo snemma á ferð? „Sælar, elskurnar. Viljið þið gott?“ Jólasveinninn vár''í“öÖa ÖWn við að miðla úr hvitum bréf- poka karamellum á báöa bóga. Með því að hlera á brot úr sam- ræðum mátti heyra, að þarna var á ferðinni Kertasníkir Leppa lúðason, sem hafði orðið uppi skroppa með gjafir, þegar hann var að búa um pakkana. Leiðin lá í verzlanir, þar sem hann ætlaöi að svipast um eftir fleiri gjöfum. Hann átti eftir að pakka inn gjöfum handa Siggu á kallinum. Hann staldraði við í öðru hverju spori, góndi út í loftið, gaf sér tíma til þess að gægjast inn í búðarglugga og veifa til barna, sem leið áttu fram hjá í bifreiðum feðra sinna. „Sjáið jólasveininn!“ heyrð- ist úr ýmsum áttum. Á Torginu hafði hann stanz- ,að og skyggnzt:.um líkt og væri hann ekki viss á áttunum, kall- greyið. En í sömu andránni var hann umkringdur krakkahóp. „Hó, hó, hmmmm!" Hann starði á þau, eins og hann vissi ekki almennilega hvaðan þeim hafði allt i einu skotið upp. Þau störðu á móti og sögðu ekki neitt. Biðu þess bara, að jólasveinninn segði sitthvað skemmtilegt. „Ha, hmmm. Vilj- ið þið gott?“ Þvílík spurning! Auðvitað vatt sér inn á gölf. „Halló! Komiö þið öH sæl og blessuð!“ Allir litu upp, en það var misjafnlega tekið undir kveðjuna. Fullorðið fólk er ekki svo uppveðrað, þótt það sjái einn af þessum skrýtnu köllum. Það er upp úr því vaxið. En þarna voru samt einhverjir jóla- sveinavinir, sem létu hann ekki standa lengi einan. Enn var hann umkringdur börnum og karamellupokinn hófaí á toft. Áður en Kertasníkir vissi af, var hann kominn í hrókasam- ræður við Guðrúnu litlu á Sól- vallagötunni — eða var >að í kjallaranum hjá Silla & Valda hitti Kertasníkir Guó.únu á Sólvallagötunni og fleiri krakka, sem voru að sjá sér út, hvað þau vildu helzt í jólagjöf. „Hanna". Báðar voru Finnsdæt- ur, en kynnin urðu ekki löng. Jólasveinninn hafði ekki alveg gleymt aðalerindinu og spurði nú til vegar. Einhver fræddi hann á því, að hann stæði á Lækjartorgi. Óskapa sveitamaður var hann að vita þetta ekki. Með halarófu af krökkum kjagaði hann af stað inn Aust- urstrætið. En lítið miðaði hon- um áfram. Annað veifið þurfti hann að stanza og veifa, klappa á lítinn koll... og miðla kara- mellum. Hjá verzluninni Silla og Valda stanzaði hann. Eitt- hvað virtist vekja forvitni hans i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.