Vísir - 23.12.1968, Side 6
V1SIR . Mánudagur 23. desember 1968.
Á Boðaslóð
Loftleiðir h.f. ætla frá og með apríl/maí-mán-
uði n.k. að ráða allmargar nýjar flugfreyjur
til starfa. í sambandi við væntanlegar um-
sóknir skal eftirfarandi tekið fram:
© Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára
— eða verði 20 ára fyrir 1. júlí n.k. —-
Umsækjendur hafi góða almenna mennt-
un, gott vald á ensku og öðru erlendu
tungumáli, helzt þýzku, frönsku eða
Norðurlandamáli.
© Umsækjendur séu 162—172 cm á hæð og
svari líkamsþyngd til hæðar.
© Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja
kvöldnámskeið í febrúar/marz n.k. (3—4
vikur) og ganga undir hæfnispróf að því
loknu.
0 Á umsóknareyðublöðum sé þess greini-
lega getið, hvort viðkomandi sæki um
starfið til lengri eða skemmri tíma.
© Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum fé-
lagsins, Vesturgötu 2 og Reykjavíkur-
flugvelli, svo og hjá umboðsmönnum fé-
lagsins úti um land, og skulu umsóknir
hafa borizt ráðningárdeild félagsins,
Reykjavíkurflugvelli, fyrir 6. janúar n.k.
WFTIEIDIR
TZlettur í Bfldsey. Þá minnist
ég þess, að einhvem tíma
kom ég í Stykkishólm, hitti þar
eldri mann og bað hann að ferja
mig og bömin mín út i Breiða-
fjarðareyjar, hvers hann var fús
til. Á leiðinni út, varð ég þess
vísari að þama var á ferð gam-
all eyjabóndi, og hann átti
ennþá sína eyju.
Nú var hann kominn til lands,
drukknaður i mannhafinu og
menningunni og gat ekki lengur
hirt eyjuna sína. Gamlj maður-
inn bauð mér góö boð, ef ég
vildi vera í eyjunni hans einn
vorbjartan hálfan mánuð meöan
æðurin var áð vagga með ung-
ana sfna niður að „Boðasjóð".
Hvers vegna tók ég þessu
ekki? Ef til vill vegna þess að
mig skorti þá innri skynjun,
sem listamannsauga Veturliða
Gunnarssonar sér f breiðfirzkri
bám?
Skuggaþungan desemberdag
geng ég niöur Skólavöröustíg-
inn. Á gangstéttinni utan við
blómaskálann hans Svavars,
stendur skilti, sem á er letrað:
Málverkasýning Veturliða
Gunnarssonar. Garðurinn er
laðandi umhverfi, ef til vill er
eins með listamanninn, sem er
að sýna þar. — Hveit veit?
Veturliði er fæddur á Suður-
eyri í Súgandafirði. Þeir em
bræður hann og Guðbjartur.
— já, stundum ieituðu menn
að nöfnum í biblíunni eða fom-
sögunum áður en barn var vatni
ausið. Ég ólst upp í fjölunni.
Hún sjálf og allt, sem henni
fylgir er ævintýri. Þat er alltaf
eitthvað nýtt að gerast, Fjaran
er sá heimur, sem fóik yfirleitt
þekkir ekki og kynnist lftið þótt
það aki f bíl, t. d. umhverfis
Snæfellsnes.
í myndum mínum vil ég gefa
fólki kost á þátttöku í þvf, sem
ég þama hef upplifað. 1 þeirri
túlkun reyni ég aö vera trúr.
Hverpig öðrum tekst að skilja
það, er ekki mitt vandamál.
— — Ég óska ekki eftir að
vera lítill Fransmaður hér
norður í hafi. Ekki tfzkufyrir-
bæri, heldur maður, sem reyni
að skilja rödd og svipmót þeirr-
ar náttúm, sem ég er fæddur til
að þjóna.
— Þar sem bamsfingur stmku
blöðmþang vorlangan dag.
Og báran hljóðláta kvað
sitt fagnaöarlag. —
— Hvers vegna svo margar
myndir frá Breiðafirði?
— Breiðifjörður og Strandir
opinbera þann undraheim og
skapa þá stemmningu, sem
aldrei hefur komið fram í mynd-
list áöur.
Ef fólk ætlar aö finna himna-
rfki á jörð, þá verður það að
gjöra svo vel og skilja eftir bíl-
inn, ferðast á milli Breiðafjarð-
areyjanna, skilja eftir klukk-
una, vera óháð öllum tíma og
sofna og vakna, þegar náttúran
býður.
Þú velur myndum þínum
ýmis óstaðfærð nöfn, t. d. Boöa-
slóö?
— Boðaslóð er sú slóð, sem
hafið hefur tileinkað sér —
fjaran.
— Mér skilst að þú sért róm-
antískur i list þinnr?
— Já, ég er það og vil vera
það Rjórpantík eru ailar okkar
innri tilfinningar. Þeir sem fara
Veturliði Gunnarsson.
á mis við hana hafa ekki lifað
lffinu — eða ekki þorað það —
em ónáttúrlegir. Rómantfk er
víðtækt hugtak. Það er að þora
að vera maður, kannast viö sinn
uppruna — ekkj leikbrúða
sviptivinda og-ónáttúrlegra afla.
— Þitt listnám?
— Ég hef verið í mörgum
skólum víðsvegar, en ég forðast
að láta koma fram í mínum
myndum neinar reglur. List
lýtur engum reglum og ég virði
þær aðeins að þvf marki, sem
ég get notað þær í þjónustu
þeirrar tjáningar, sem mér
finnst gera verk mfn sönnust
á hverjum tfma.
Ég hef aldrei getað málað
eftir resepti eða listaverkatíma-
ritum.
- Er ekki svipað erfitt að
vera skáld og listmálari?
— Skáldin hafa fleiri tröppur
og vinna í keðjuverkandi hring.
Gagnrýnin þar er „hringekja
ástarinnar". Málarar eiga enga
penna til að lyfta þeim f hæðir.
— Er von á fleiri sýningum
hjá þér á næstunni?
— Ég ætla mér að sýna í
Unuhúsi f febrúar f vetur. Þar
hef ég hugsað mér að sýna ein-
göngu myndir frá þeim stemmn-
ingum, sem ég hef orðið fyrir
á fótgöngu minni um Strandir.
— Þar er nú ekki fjölbýlt
orðið?
— Ég var ekki að leita byggð-
ar. Ég þræddi fjöruna?
— Og veðrið?
— Ég hreppti öll þau veður,
Ræft er v/ð Veturliða Gunnarsson, listmálara
En það er erfitt að vera spá-
maöur heima hjá sér. Hinir
svokölluðu menningarvitar, sem
lifa fyrir þaö að sjá sjálfa sig f
ræöustól, þeir eru svo upp-
teknir, t. d. við að bjarga þjóð-
um í Vietnam og af baráttunni
við reglurnar og skipulagið, sem
þeir hafa sett sjálfum sér til
dýrðar.
Þessir myndlistaskólar í dag
eru nánast föndumámskeið, sem
senda nemendur frá sér með
það á tilfinningunni aö þeir séu
einhver ofurmenni i „kúnst-
inni“ fyrir það eitt aö hafa til-
einkað sér handverksreglur.
Ótal skólastelpur eru sendar
út á einhver svokölluð lista-
námskeið koma svo heim og
halda sýningu til að punta upp
á fjölskylduna.
Þetta er harmleikur gagnvart
listinni. — Ég geri aldrej þá
mynd, sem ég ekki hef upplifað
sjálfur. Komist sú stemmning
ekki til skila, þá er það vegna
þess, að áhorfandinn lifir lffi
langt fjarri mínum heimi. ■
— Er erfitt að vera íslenzkur
listamaður?
— Það er svo þröngt á topp-
inum. Menn þurfa helzt að
hafa heila „gloríu" af erlend-
um ummælum og heila hjörð af
íslenzkum rithöfundum kringum
sig.
iÉg hef aldrei haft löngun eða
tíma til aö sitja á kaffihúsum
og ,,diskutera“ við áhrifamenn.
Það eru engin vandamál í list-
inni að bögglast fyrir mér. Menn
eru alltaf að tala um „pró-
blem“ Ég hef ekki hugmynd
um hvaö það er.
sem fslenzk útskaganáttúra
hefur upp á að bjóða. í þvf
ligur sú stemmning, sem ég vil
njóta, heldur mér föstum og
bindur mig við landið.
1 Suður-Frakklandi er aldrei
talað um veöur. Þar er alltaf
sólskin og blíöa, en það hefur
aldrei náð tökum á mér. Ég hef
ekki 'farið til Frakklands til aö
vera hundraðasta útgáfa af ein-
hverjum Fransmanni, heldur til
að sjá mit* eigið land úr fjar-
lægð eins og skáldin forðum.
— Ég sé að þessi breiðfirzka
bárumynd þin er seld?
— Já, hana fékk fslenzkur
arkitekt, sem búsettur hefur
verið i Mexíkó siðastliðin sex ár.
— Ég hef lítið spurt þig um
ætt og uppruna, Veturliði?
— Láttu það vera. Ég er lítiö
fýrir aö pissa utan f þá, sem
búið er að mokr yfir.
— Hvað svo að lokum?
— Að lokum. 1 myndlist er
engin lokaspurning til.
Það er ekki öllum gefið að
vera gáfaðir fyrirvaralaust:
Ég er alltaf viðbúinn verð-
hækkun og jarðskjálftum. Það
er eöli okkar tíma. Mér finnst
eiginlega að iarðskiálftinn sé i
einhvers konar kreppu. Kippur-
inn um daginn var ekki nógu
stór, samkvæmt okkar eðli. Þvi
ég hef hitt marga, sem vildu
gjarnan hafa fundið hann.
Ég vona bara að Seðlabank-
inn veröi búinn að byggja þegar
næsti kippur kemur, því þá get-
ur almenningur notið þess á
annan hátt.
Þ. M.