Vísir - 23.12.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 23.12.1968, Blaðsíða 10
V1SIR . Mánutíagur 23. desember 1968. Dauf jól í Laufási Ingólfur læknir Gíslason, sem ólst upp á Þverá í Dalsmynni, segir svo frá andláti sr. Bjöms Halldórs- sonar: 1 Það var á vökunni rétt fyrir jólin 1882, að sendi- maður kom til okkar með þær óvæntu og sorglegu fréttir, að prófasturinn í Laufási hefði orðið bráðkvadd- ur daginn áður, nefnflega þann 19. des. Hann hafði ver- ið hress að vanda, en þó dálítiö lasnari fyrir brjósti síðustu dagana, gegndi samt starfi sínu og sat við skriftir um daginn, en er hann stóð upp og ætlaði að ganga milli herbergja, hné hann niður við þröskuldinn og var þegar örendur. Þóttu öllum þetta hinar verstu fréttir og urðu jólin fremur daufleg í þetta sinn. Þór- hallur var að taka embættispróf í Kaupmannahöfn og hef ég frétt, að dánarfregnin hafi ekki komið honum á óvart, hvort þaö var fyrir drauma eða annars konar vitranir veit ég ekki. Prófasturinn var jarðsunginn 1? jan. 1883, auðvitað í Laufási. Þar hvfla flestallir þei: prestar, sem þar hafa verið. Er ^éra Matthías frétti lát sr. Björns orti hann eit af sínum fegurstu erfiljóðum. Er þetta upphaf að: Sá flýtir - sá flýtir að fara burt, þér fósturlands dætur og synir. Sjá, grjótið stendur í götunni kjurt og grasið á jöröunni visnað og þurt, en burt eru bjarkir og hlynir, á burt mínir kærustu vinir. í dag D við þessi orö Davíðs sálma: Gangið inn um hliö hans með þakkargjörö, í forgarða hans með lofsöng, lofið hann, veg- samið nafn hans.‘‘ En nú segja margir: Það er erfitt að syngja lofsöng á and- streymistímum. Erfitt að segja: ^rottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, þegar oss skortir svo margt. En Guð hef- ur ekki gleymt oss, og vér skul— um ekki heldur gleyma honum. Ef hann er oss t'il hægri hand- ar, þá verðum vér eigi valtir á fótum, hvað sem á gengur. Hjörtu vor skulu fagna og sál- ir vorar gleðjast, því að Drott- inn er vort skjól. Hann hefur gefið oss þessa hátíð, hann mun einnig láta hag vom snú ast til heilla, ef vér treystum honum. Og hvað sem í skerst, þá megum vér ekki játa rík- dóm Kfists, ríkdóm þessarar há tíðar, sem oss er ætlaður fyrir helga trú, fara fram hjá oss. Jólin viljum vér ekki missa úr skammdegismyrkrinu, ekki missa kirkju vora, ekki vera án messuhelginnar, ekki án fagnaðarboðskaparins. Minn- umst þess einnig, að það er hátíð oftar en á jólunum, það er hátíð í kirkjunni flesta helgi daga og vér erum allir boðnir velkomnir. ra. I Vér vitum, að hásæti Drott- ins er á himnum, en það er stór kostlegt, að geta sagt: Drottinn kom til þessarar jarðar, þegar Jesú fæddist. Enn stórkostlegra að geta sagt: Drottinn kemur. IJann kemur til þfn og mín. Hann er oss nálægur í sínu ÚR GRUNDARFIRÐI í fyrstu var kirkja á Eyri, síðar Hallbjarnareyri, í Eyrar- sveit fremst á nesinu jnilli Kol- grafarfjarðar og Grundarfjarðar. Sú kirkja virðist aftekin 1563. A 12. öld er kirkja risin að Sct- bergi við Grundarfjörö austan- verðan, og hefur þar uin langan aldur verið sóknarkirkja og prestssetur. Á s.l. 25 árum hefur byggzt kauptún í fjarðarbotninum og ber nafnið Grundarfjörður. Þar eru um 600 ibúar. Kirkja var vígð þar 1986, og nýtt prests- setur, sem stendur hjá kirkj- unni, tekið í notkun á þessu ári. Eru nú tvö guðshúsin í Grundarfirði, Setbergs- og Grundarfjarðarkirkjur. Á hverjum sunnudagsmorgni er fjölskyldumessa í Grundar- fjarðarkirkju kl. 10.30. Koma þá börn og foreldrar saman ti' kirkju. Síðdegismessur eru a? jafnaði annan hvem sunnudag Kirkjuskóli fyrir börn á aldrin um 4—9 ára er á fimmtudags- morgna kl. hálf ellefu. Er þá sameiginlega farið með bænir og ritningarvers, sagðar sögur og æfður víxllestur fyrir morg- unmessumar á sunnudögum. 1 safnaðarheimili kirkjunnar er ágæt aðstaða fyrir unglinga- fundi og fermingarundirbúning. Unglingaskóli sveitarinnar hef- ur einnig fengið þar inni fyrst um sinn. Söngkennsla og nokk- ur tónlistarkennsla á vegum organista kirkjunnar, Áslaugar Jigurbjörnsdóttur, fer einnig fr'am i safnaðarheimilinu. Þar eru haldnir ýmsir fundir, svo sem kvenfélagsfundir, héraðs- fundir fyrir prófastsdæmið ög fundir í félagi áfenglsvamar- nefnda á Snæfellsnesi. Jólahugleiðing eftir sr. Magnús Guðmundsson i Grundarfirði L Jólin eru að koma. Á þús- undum heimila um gervallt land ið hljómar jólakveðjan: Gleði- leg jól. Sú kveðja á fagran hljóm í eyrum vorum. Á heim- ilum og í kirkjum óma jólasálm amir. Þeir eru jafnómissandi og jólakveöjan. Án þeirra finnast oss engin gleöileg jól. Á þessum jólum eiga líka vorar raddir að hljóma í þúsund radda skara, sem syngur Jesúbaminu lof. Fyrsti jólasálmurinn var sung- inn af englum: „Dýrð sé Guöi í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Þaö var eins á Betlehemsvöllum og í draumi Jakobs í Betel: Englar Guðs gengu upp og niður stig- ann frá jörðu til himins. Þegar Jakob vaknaöí, sagði hann: Sannarlega er Drottinn á þess- um stað. Hér er hlið himinsins. Hér er Betel, hér er Guðs hús. Þegar vér heyrum jólaboð- skapinn og syngjum jólasálm- ana, finnum vér sannleika þess- ara oröa: Sannarlega er Guð hér mitt á meðal vor. Hér er Betel, Guðs hús. Englamir á Betle- hemsvöllum sögðu furðuleg- ustu tíðindi. Þeir sögðu, að him inninn væri komirin til jarðar- innar. Hann kom í barninu frá Betlehem. 1 vitund kristinna manna er Betlehem helgur og h’imneskur staður. Hirðingjamir, vitringamir og postularnir hafa sagt: Vér sáum dýrö Guðs í honum, sem fæddist I Betlehem. Ljósið eilífa, sem var hjá föð- urnum, hefur verið opinberað oss. Höfunda Nýjatestamentis- ins skortíir orð til að lýsa þeim ósegjanlega ríkidómi, sem kom- inn er í Kristi. Þetta er ekki aðeins fortíð: Guð var í Kristi, heldur Guö er á meöal vor enn í dag. Enn í dag skín ljós eilífð- abinnar, enn I dag starfar Krist ur í kirkju sinni á meðal vor. Kristnir menn safnast saman í Jesú nafni í kirkjunum. Þeir treysta fyrirheiti Jesú: „Hvar sem tve'ir eða þrír eru saman- komnir í í .ínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.“ Guð rétti út sína hönd, þegar Jesú fædd- ist, hann bjó á meðal mann- anna fullur náðar og sannleika. En vér getum líka sagt: Jesú er hér. Guö réttir enn út hönd slna meðal vor við heilaga skíi;n, við heilagt borð og þegar orö hans hljómar. Hann býr með -oss í dag. Orð hann eru eins raun- veruleg nú og þegar Jesú gekk um kring, gerði gott og lækn- aði. Enn í dag gerast guðdóm- leg kraftaverk. Jesú Kristur hef ur ekki yfirgefið þann heim, sem hann fæddist inn í. Hann er í gær og í dag og um aldir hinn sami. Á jólum fögnum vér yfir því, að Guö gerðist maður. Guð hef ur vitjað mannanna til aö frelsa oss frá svnd og dauða. Vér heyr um um fæöingu Krists, verk hans, allt hans líf, boðskapinn um dýrlega návist hans á þess- ari jörð. Þetta er ekki aöeins fortíð. Guð starfar enn 1 kikju sinni fyrir sín þeilögu náöar- meðul, fyrir þau kemur Íífs- straumurinn aö ofan. Þess vegna er Guð nálægur oss. Þess vegna er á meðal vor heilagur og himneskur staöur, Guös hús. n. Á jólum safnast kristnir menn saman við hin ólíkustu skilyrði. Sumir í fæðingarkirkj- unni í Betlehem eða í háreist- um dómkirkjum, aðrir syngja konungi jólanna lof við hin frumstæðustu skilyrði I fangels um eða strákofum. En allir krjúpa í anda að jötunni og horfa á jólaljósin. og til allra kristinna manna hljómar hvatn- ingin: „Á fæðingarhátíð frelsar- ans, fagni og syngi kristnin hans. Hallelúja.“ i Það er uppörvandi að koma 1 kirkju, þegar margir koma og lofsöngurinn hljómar meö krafti, Forveri minn í embætti I Ögurþingum, séra Óli Ketils- son, maður Ijúfmannlegur og viröulegur, sagði við mig, er ég kynntist honum á ísafirði: Ég fer aldrei í kirkju á hátíð- um, aðeins á venjulegum sunnu dögum. Hvers vegna? spurði ég. Á hátíðum er ekkert pláss í kirkjunni. — Nú er af sú tíð, að kirkjan rúmi allan söfnuð- inn og margir segja á jölum: Það er ekkert pláss í kirkjunni fyrir mig. Leitt er til þess að vita, að víðar vantar pláss í kirkjunum á jólunum fyrir þá, sem vilja koma, og sums staðar vantar líka kirkjumar. En það er oftar hátíð I Guðs húsi en á iólum og öðrum stór- hátíðum. Hver messa á að vera hátíð. Margir segja: Ég þarf ekki á messu að halda, ég get verið kristinn fyrir því, en þetta er misskilningur. Jesú þurfti sjálfur á því að halda að ganga í Guðs hús. Úr því að hann þurfti þess, þá þurfum vér þess fremur. Ástæðum vorum kann að vera þannig háttað, að vér eigum erfitt með að koma oft og reglulega. En það er mik ilvægt fyrir oss sjálfa og börn vor, ef vér komum. Þá gefum vér öðrum gott fordæmi, gerum lofsönginn fyllri og sterkari og uppörvum og gleöjum vora kristnu bræður. Hversu gleði- legt að sjá guðshúsið fullsetið og heyra kröftugan lofsöng á helgum degi. Sannarlega eiga þá Jólahugvekja Kirkjusíðunnar að' þessu sinnj er skrifuö af sr. Magnúsi Guðmundissynl I Grundarfirði. Sr. Magnús er Reykvíkingur, fæddur hér í borg 29. jan. 1925. Hann varð stúdent 1945 og lauk guðfræöiprófi vorið 1950 með hárri 1. eink. Sama ár varð hann prestur í Ögurþingum við ísafjaröardjúp þar sem hann var í 4 ár og sat í Súðavík. Vorið 1954 fékk sr. Magnús veitingu fyrir Setbergspresta- kalli á Snæfellsnesi þar sem hann hefur verið prestur síðan. Segir nokkuð frá kirkjulegu starfi í prestakalli sr. Magnúsar í meðf. grein. Kona sr. Magnúsar er Áslaug Sigurbjörnsdóttir forstjóra í Reykjavík Þorkelssonar. heilaga húsi. Drottinn er hér, þegar vér söfnumst saman til jólamessunnar og syngjum lof- sönginn. í Guðs húsi er stiginn reistur, sem nær frá jöröu til hlmins. Gleðileg jól í Jesú nafni. Magnús Guðmundsson. Kirkjan í Grundarfirði. Setberg. Hann býr með oss

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.