Vísir - 28.12.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 28.12.1968, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 28. desember 1968. morgun útlöiíd í morgun útlönd í morgun útÍÖnd í mprgun' • r Saigon-stjómin hemaðarþarfa — jbrátf iyrir friðarviðræðurnar i Parisarborg Þrátt fyrir friðarviðræðumar í París mun suður-víet- namska stjómin að líkindum verja meira fé til hemað- arþarfa heldur en nokkra sinni fyrr. í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1969, sem lagt hefur verið fyrir þjóðþingið, er sagt að aðalástæðan fyrir þessari miklu aukningu útgjalda sé hin almenna hervæðing, sem átt hefur sér stað í Suður-Víetnam undanfama sex mánuði. ver auknu fé til Halli er töluverður á fjárlögun- um, en gert ráð fyrir að hann verði réttur af með bandarískri aðstoð og auknum skattaálögum. I Saigon var talið að öryggisráð Suöur-Víetnam hefði komið saman til fundar í gær til að ræða mögu- leika á samningum um vopnahlé um nýárið. Nguyen Van Thieu forseti kallaði innanríkisráöherrann á sinn fund til forsetahallarinnar, en tals- maður ríkisstjómarinnar hefur var- izt allra frétta viðvíkjandi hvað fór þeim á milli. Víetcong-menn hafa þegar lýst því yfir að um nýárið verði þriggja daga vopnahlé. Á annan jóladag átti forsetinn þriggja klukkustunda langar við- ræður við varaforseta sinn Nguyen Kínverjar munu láta meira að sér kveða í alþjóðamálum 1969 — Alita sérfræðingar Sérfræðingar í niálefnum Kína- veldis telja það líklegt, að Alþýðu lýðveldið muni á næsta ári taka mun meiri þátt í alheimsstjórn- málum en nokkru sinni fyrr, og stjómin i Peking muni leggja á Maó Tse-tung, formaður kínverskra kommúnista hyggur á stðr- sókn á sviði alþjóðamála á næsta ári. Fyrsta skrefið á því sviði er níunda flokksþing kínverskra kommúnista. þaö megináherzlu að undirstrika hlutverk Kína sem stórveldis. Sérfræðingarnir álíta, að sam- skipti Kína við vestræn ríki verði * aftur eðlileg, þar sem nú er að mestu lokið hinni miklu menning- | arbyltingu, sem fræg var í fréttum. Kínverjar munu — að áliti sér- fræðinga — taka „hugmyndafræði- Iega“ og þó fremur ágenga afstöðu : til sárhskipta sinna við Vesturveld- in. Þetta gera þeir með tilliti til ýmissa mála, sem nú eru ofarlega á baugi, t.d. friðarviðræðnanna í Par- ís, hernáms Tékkóslóvakíu og sig- urs Nixons í bandarísku forseta- kosningunum. Aðalvandamál kínversku stjóm- arinnar eru nú í sambandi við fjör- brot menningarbyltingarinnar. Maó formaður telur, að þörf sé á að end- urlífga kommúnistaflokkinn og hressa hann enn við. Mikill undir- búningur er nú undir níunda flokks- þingiö. Leiðtogamir hafa nú komið á aftur röö og reglu eftir ófremdar- ástandið, sem ríkti á tíma menning- arbyltingarinnar, en fólkið hlýtur að viðurkenna flokkinn sem æðsta vald. Landamæri Kína, sem liggja að Sovétríkjunum eru löng og erfitt aö gæta þeirra. Þetta hefur haft það í för með sér, að Kínverjar hafa litið með tortryggni á stjórnmálastefnu ■ Sovétríkjanna, og fulltrúar Kína ■ munu ekki mæta á alheimsráð- ! stefnu kommúnista í Moskvu. I staö i þess munu þeir reyna að taka for- j j ustuna meö því, að halda níunda ; fiokksþingið i Kína á undan Moskvu j fundinum. Níunda flokksþingið er i fyrsta flokksþing kínverskra komm I únista í 11 ár. Cao Ky, sem er sérlegur ráðgjafi forsetans varðandi friðarviðræðurn ar í París, en Ky kom frá París fyrir sex dögum, og á fundinum með for setanum hefur hann trúlega skýrt frá þróun viöræönanna í París og andanum, sem þar rikir. í gær skýrði suöur-víetnamskur talsmaöur frá því aö suður-víet- namskir hermenn hefðu tekið 49 Víetcong-Iiða til fanga. Þessir VSet cong-menn voru nýliðar, sem til- heyrðu herliði, sem er samansafn- að um 37 km norður af Saigon. Sovétríkin heita Aröbum fullum stuðningi í barátt- unni gegn Israelsmönnum ■ Pravda, aðalmálgagn sovézka kommúnistaflokksins, skýrði frá því, að Sovétstjórnin mundi halda áfram í framtíðinni að veita Arabaríkjunum fullan stuðning í baráttunni fyrir þvf að vinna aftur þau landsvæði, sem fsraelsmenn unnu af þeim í júní-styrjöldinni á siðasta ári. ■ í blaöinu er skýrt frá því að samskiptin við þessi ríki muni halda áfram að byggjast á gagn- kvæmu trausti og skilningi, en Grómykó utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna var nýlega á ferð um Arabalöndin, þar sem hann ræddi við ráðamenn. B „Sovétríkin munu halda áfram aö beita sér gegn árásarstefnu Isra- els-ríkis og annarra þess líka“, segir í greininni. Ennfremur segir þar: „Sovétstjórnin hefur aftur lýst yfir ánægju sinni yfir afstöðu Egifta til ákvörðunar öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna, sem tekin var í nóv- ember í fyrra, um brottflutning ísra elsks herliðs frá hinum hemumdu svæðum“. Hussein Jórdaníukonungur og Nasser forseti Egiftalands — Sov- étríkin hafa nú ítrekað heit sitt urn fullan stuðning við Arabaríkin í baráttunni gegn ísraelsmönnum. rjrjnrj Ctórmeistaratign í skák út- heimtir mikla elju og á- stundun. Það hefur verið sagt að 90% af árangri i skák bygg- ist á vinnu og aftur vinnu. Stór- meistarar verða að gjörþekkja hin flóknu lögmál manntaflsins og vera sífellt á verði gegn nýj- urn afbrigöum og stöðum sem geta skotið upp kollinum. En á þessu getur orðið misbrestur og rótgrónir meistarar geta fengið herfilegustu útreið ef slakað er á árvekninni. Hér sjáum við tvö dæmi um stórmeistara á hálum ís. Fyrra dæmið er frá skákmót- inu í Skoplje, sem fram fór í ágúst síðastliðnum. Það eru þekktir meistarar sem eigast við, Ungverjinn Portisch, sem varö sigurvegari mótsins og Júgó- slavinn Matanovic. Hann tapaði ernni skák á mótinu og hér sjá- um viö þá skák. Hvítt: Portisch. Svart: Matanovic. Catalan. 1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5, 0-0 0-0 6. d4 dxc 7. Re5 c5 8. dxc Dc7 8. ... DxD 9. HxD Bxc hefði að líkindum leitt til jafnteflis. En svartur leggur út á hættu- lega braut. 9. Rxc Bxc 10. Rc3 Hd8 11 Bf4! Bxff? Betra var 11. ... De7, þó hvítur hafi mun betri stöðu. 12. KxB e5 13. Rb5 og hvítur vann létt. Ef 13. ... De7 14. Bd2 Dc5f 15. Be3 Rg4f 16. Kgl og hvftur hefur mann yfir. Seinna dæmiö er frá skák- mótinu í Vinkovic, Júgóslavíu, sem fór fram mánuö; eftir mót- ið í Skoplje. Hér feta þeir Ivkov (hvítt) og Robatsch (svart) í fótspor Portisch og Matanovic 9 fyrstu leikina. Eftir 10. leik hvíts, Rc3 breytti svartur hins vegar til. 10. ... Bxft? Robatsch hefur án efa verið kunnugur skák Portisch—Mat- anovic og ætlar nú að bæta um. Því ekki að taka peðiö strax? Matanovic lék millileiknum 10. ... Hd8 og fékk illa meðferð. En Ivkov hefur kynnt sér mögu- leika stöðunnar betur og hefur svarið á reiðum höndum. 11. HxB DxR 12. HxR! Svartur situr nú uppi meö koltapað tafl. Skiptamunsfómin tætir sundur svörtu kóngsstöð- una og það verður lítið um varnir. 12. ... gxH 13. Bh6 Rc6 Ekki gekk 13. ... He8 14. Re4 Rd7 15. e3, með hótununum Dg4 og Rd6 14. e3 Hd8 15. Dh5 e5 16. Re4 De6 17. Dh4 og svartur gaf. Ef 17. ... f5 18. Rf6f Kg8 19. Dg5 og mát verður ekki varið. Eða 17. . .. Kt8 18. Rxf HgS 19. RxH KxR 20. BxR bxB. 21. Dd&t Jóhann Sigurjönsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.