Alþýðublaðið - 06.01.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.01.1966, Blaðsíða 16
iÍjuw-mjw- MENN skulu gæta vel drauma sinna á þessari nóttu. Sú er að minnsta kosti gömul þjóðtrú að þeir draumar væru sérstaklega merkilegir, sem fólk dreymdi á þrettándanótt; meira mark væri á þeim takandi en öðrum draum um, af því að á þeirri nóttu átti Austurvegsvitringana á sínum tíma að hafa dreymt fyrir fæðingu Krists. Þrettándanóttin hefur því stundum verið kölluð draumanótt in mikla. Frá þessu segja þjóðháttafræð ingar i þykkum bókum og við rifj um þetta upp af því að nú er kom inn þrettándi og allt jólahald þar með blessunarlega úr sögunni að þessu sinni. Þrettándinn var lengi fram eftir öldum haldinn helgur og þá voru á sveimi alls konar vættir sem þó eru oftar taldar tengdar sjálfum áramótunum. Eimdi lengi eftir af þessari helgi þrettándans, og kom það fram í því, að menn gerðu þá gjarnan vel við sig í mat og drykk og kölluðu þá veizlu „að rota jólin“. Nú er þessi þrettándahelgi að vísu fyr ir bí að mestu leyti, nema hvað útvarpið ætlar ekki að gleyma að þrettándann ber upp á fimmtudag, ráðgerir að leika danslög fram eft ir kvöldi í staðinn fyrir sinfóní urnar, sem þó eiga fimmtudags kvöidin samkvæmt gamalli hefð. Eins hefur örlítið borið á því und anfarin ár í einum nágrannabæ höfuðstaðarins að unglingar liefðu sig nokkuð í frammi á þrettánda kvöldi og stæðu fyrir óknyttum. Er það að sjálfsögðu gert til að bæta það upp, að nú hin síðari ár hafa unglingar yfirleitt hagað sér mjög skikkanlega á gamlárskvöld, ólíkt fullorðna fólkinu, sem á hinn bóg inn heldur sér flest á mottunni á þrettándanum. Er þetta að mörgu leyti góð þróun, að kynslóðirnar skuli þannig skipta með sér óláta dögunum, því að það væri óneit ánlega dálítið langt gengið, ef allir landsbúar, ungir sem gaml ir, væru vitlausir í einu. Ein blessun fylgir þrettándanum og hún er sú að þá er með góðri samvizku hægt að fleygia jóla trénu út í ö°kutunnu. off er bað áreiðanlega mkill léttir fvrir marg an eieinmanninn. sem frúin hefnr pfckað oft á dag til að h'reinsa upd barrið umhverfis iólatréð síð an á aðfangadag. Eiginlega er það svo mikili viðburður að losna við bet.ta tré, að það væri ærið til efni sérstakrar veizlu. enda tiðka-t slíkt. víða á Norðurlöndum. Sá sið ur er til, að á þrettándanum er jóiatréð ,,rænt“ sem kallað er; bá er allt. skrautið tekið af bví og allt sæleætið. sem hefur verið hengt á bað. étið. og auðvitað er náð i eitthvað tiJ að slrola því öllu iaraan niður með. Síðan er trénu i ! Ég sá, að nokkur ung- menni vitnuðu í Vísi í gær og töldu, að 18 ára ungling ar væru ekki nógu þroskað ir til þess að fá kosninga rétt. Ætli mætti ekki bæta því við, að fæstir yrðu það nokkurn tíma. . . Deila má um það, hvort afstaða föðurins, sem segist ávallt hafa elskað söngkon una, en vill þó hafa hana sem fjarst sér og syni sínum sé jafn mannleg. . . . Kvikmyndagagnrýni i Mogga. Ég fór með kallnn í bíó tll þess að láta hann sjá beztu mynd í heimi. Hún heitir auðvitað It‘s a mad madf mad, mad, World. En hann er svo kreisí, að hon um leiddist, . . kastað út, og ef vel á að vera, þarf að fleygja því beina leið út um gluggann og láta sig einu gilda hvað undir er. Þennan sið þyrfti að taka upp hér almennt. Þá losnuðu menn við að bera jólatréð niður alla stiga og reyna að koma því í öskutunn una, sem að sjálfsögðu hefur ekki verið tæmd síðan fyrir jól og er yfirfull fyrir löngu. Það væri miklu hreinlegra að fleygja trénu út um gluggann eða fram af svöl unum, og ef það væri almennur siður, mundi enginn taka neitt til þess. Menn vissu þá á hverju þeir ættu von, og þeir sem hættu sér ná lægt mannabústöðum á þrettánda kvöld gætu engum um kennt nema sjálfum sér, ef þeir fengju allt í einu jólatré í hausinn, sem kæmi svífandi af tíundu eða fimmtándu hæð í einhverju háhýsi Á þessu væri heidur ekki svo mik il hætta, því að auðvitað væru allir vitibornir menn þá inni að losa sig við jólatréð sitt með til heyrandi seremóníu, af hinum þarf ekki að hafa áiiyggjutf; þeir bjarga sér alltaf. ! '<x>0000000000000000000000<>0000000 Húmorleysi Okkar kímni er ógnar slyng, afraksturinn nógrur, en ekkert kætir íslending utan það sé rógur. LÆVÍS 0<><XKXXX>00<X><XK>0<X>0<>C><X^<><><X><>00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.