Alþýðublaðið - 12.01.1966, Side 1

Alþýðublaðið - 12.01.1966, Side 1
Miðvikudagur 12 janúar 1966 - 46. árg. - 8. tbl. - VERÐ 5 KR. SKILNAD KAUPMANNAHÖFN, 11. janúar (NTB-RB). — Tina Wiegels, sem er þriggja mánaðá gömul, fannst í dag heil á húfi í Helsingör, 40 km fyrir norðan Kaup- mannahöfn, hjá 22 ára gamalli, giftri og barnlausri konu, sem lét fóstur um miðjan ágúst. Seinna í kvöld úrskurðaði borgarrétturinn í Kaupmanna- höfn konuna og mann hennar í 14 daga varðhald. Hjónin heita Conny Birgit Andefsen og ■ Leif Andersen, 20 . ára gamall verkamaOur i skipa- smíðastöð. Frú Andersen er á- kærð samkvæmt 261. grein hegn- ingarlaganna, sem fjallar um frelsissviptingu. Maðurinn er á- kærður samkvæmt sömu grein og til vara eftir 215. grein, sem fjall- ar um „þann, sem sviptir persónu undir 1S ára aldri umönnum for- eldra." Samkvæmt hegningarlög- Allt síðan 14. desember, er Tinu litlu var raent, hafa foreldrar hennar beðið milli vonar og ótta. unum má dæma mann í allt að fjögurra ára fangelsi fyrir frelsis- smptingu. Ef frelsissvisptingin er gerð í gróðaskyni éða stendur lengi má dæma viðkomandi í 1- 12 ára fangelsi. Frú Andersen játaði í viðurvist tveggja lögregluþjóna kl. 12,30 aS það hefði verið hún sem 14. des- ember hefði haft Tinu litlu á brott með sér fyrir utan Dælls Varehus í Kaupmannahöfn í því skyni að ala hana upp sem eigin dóttur. Konan var haldin ákafri löngun til að eignast barn. Lögreglan hefur fengið 4.200 á- bendingar í Tinu-málinu, en á- Framh. a 14. siðu Kaupmannahöfn NTB. ÞEGAR frú Andersen, =rú serrt rændi Tínu litlu, mætti fyrir rétti í gærkvöldi Ikvaðst hún. thafa óttazt að maðui- hennar færi fram á skilnað. Frú Anden- sen lét fóstur í ágúst og þorði ekki að segja manni sínum frá. því af ótta við hann færi frá henni. Hún skýi-ði svo frá, að þegar hún var í Kaupmannahöfn 14. desember að kaupa jóiagjafir hefði hún ákveðið að stela bami og láta líta svo út sem þið væri hennar eigið. Frú Andersen játr aði sekt sípa en rnaður hennar ekki. Hann sagði, að frá því hann sá barnið fyrst 14. desem her og þar til nú hefði hann haldið að barnið væri dóttir sin. Frú Andersen tjáði réttinum. að hún hefði legið fyrir fyrstu þrjá dagana eftir að hún rændi Tinu. Þegar maður hennar kom Framhald á 14. í iðu. Samvinnutryggingar ríða á vaðið: BODA STÖRLÆKKUÐIÐGJOLD NJA GÆINUM OKUMÖNNUM Reykjavík. — Samvinnutryggingar hafa ákveð- ið að gera mikla breytingu á fyr- irkomulagi bifreiðatrygginga sinna. Er breytingin í því fólgin að verðlauna þá sem valda tjón- um með miklum afslætti af trygg- ingaiðgiöldum, en hækka aftur iðgjöldin á þeim sem valda end- urtekmim tjónum í auknum mæli. Jafnframt taka Samvinnutrygg- ingar nú upp hagstæða tryggingu fyrir ökumann og farþega gegn aðeins 250 króna iðgjaldi. Undanfarið hafa staðið yfir til- raunir hjá tryggingarfélögunum til að ná samkomulagi um fyrir- komulag í þessa átt. Þær til- raunir fóru út um þúfur í gær- morgun, en Samvinnutryggingar hafa nú riðið á vaðið og tilkynnt þessar breytingar, sem munu hafa í för með sér mikla iðgjalda- lækkun fyrir mikinn þoi'ra öku- manna. I fréttatilkynningu frá Sam- vinnutryggingum um þetta mál segir m. a.: „Samkvæmt þeim upplýsingum, sem nú liggja fyrir, virðist af- koma ábyrgðartrygginga bifreiðá á síðastliðnu ári þannig, að ið- gjöldin nægi fyrir tjónum og kostnaði. Endanleg útkoma ein- PYamh. á 14. síðu. Barnsrán í Englandi - Sjá Gluggann bls. 6 a

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.