Alþýðublaðið - 12.01.1966, Blaðsíða 9
KASTUÓS
Rússar vilja Vietnamráðstefnu
ALBANXR hafa ljóstrað upp því leyndarmálf, að Rúss-
ar hafi í hyggju að boða til ráðstefnu kommúnistaflokka
um baráttuáætlun í VietnammáliniU' Ferð Sjei^pins til
Hanoi virðist farin í því skyni að fá norður-vietnamiska leið
toffa til að taka þátt í ráðstefnunni. Rússar virðast reyna
að grafa undan áhrifum Kínverja í Hanoi og í því skyni
munu þeir auka aðstoð sína við N-Vieínam, en tilgangurinn
yrði sá að stöðva styrjöldina en ekki að færa hana út. Frá
þessu segir Victor Zorza, einn færasti sovétfræðingur Vest-
urianda, í eftirfarandi grein.
Ho Chi Minh
RÚSSAR hafa á laun farið þess
á leit við leiðtoga helztu komm
únistaflokka heims að þeir komi
saman til ráðstefnu, þar sem
ræða skuli áætlun um samræmdar
aðgerðir í Vietnammálinu. Leið
togar Norður- Vietnam hafa til
þessa neitað að taka þátt í slíkri
ráðstefnu og hinn raunverulegi
tilgangur með heimsókn Sjelep-
ins til Hanoi er að leggja fast að
Ho Chj Minh og samstarfsmönn
um hans að senda fulltrúa til rúð
stófnunnar.
|?essar upplýsingar eru eftir al
banskri heimild, aðalmálgagni
albanska kommúnistaflokksins,
„Zerj i Poullit", sem oft og tíðum
hefur ljóstrað upp um leynileg
ráðabrugg í deilu Rússa og Kín
verja. Blaðið segir, að ráðstefna
þessi verði haldin ,,bráðlega“ og
boðið sé til hennar leiðtogum
kommúnistaríkjanna auk leiðtoga
kommúnistaflokkanna í Frakk
landi og Ítalíu. Blaðið segir að
hvorki Kína né Albanía muni
senda fulltrúa, en bætir því við
að valdamennirnir í Mo kvu hafi
undirbúið „djöfullegt samsæri"
að tryggja þátttöku Norður-Viet
nam og Norður Kóreu.
★ „DJÖFULLEGT SAMSÆRI“
Albanska málgagnið kveðst þess
fullvist, að leiðtogar þessara
tveggja asísku flokka falli ekki
tfryfrgast éins ag niyndin bér
með sér.
fyrir þessari „niðurrífandi ögr-
un“ og muni ekki láta undan,
„hvorki fyrir þvingunum þeim né
því trúlausa lýðskrumi“ sem Sjel
epin muni hafa í frammi við þá
þegar hann reyni að sannfæra þá
um „nauðsyn og mikilvægi slíks
fundar fyrir baráttu vietnamisku
þjóðarinnar.“
Þar sem „Zeri i Popullit" ljóstr
ar upp þessu leyndarmáli bendir
allt til þess, að yfirmenn blaðsins
í Peking hafi alvarlegar áhyggj
ur af þeim hugsanlega möguleika
að sendiför Sjelepins heppnist og
Moskvu takist 'að lokum með hinni
fyrirhuguðu ráðstefnu sinni að ná
þeim ásetningi sínum að einangra
Kínverja.
Tilgangur greinarinnar er ber
sýnilega sá, að gera leiðtogunum
í Hanoi erfitt með að fallast á
boð Rússa um að senda fulltrúa
á ráð'-tefnuna, því að þá gæti
litið út fyrir að þeir hefðu beygt
sig fyrir sovézkum þvingunum.
Ganga má að því vísu að grein
in sé runnin undan rifjum valda
mannanna í Peking. Ætlunin var
að halda boðinu til Kínverja
leyndu, engu síður en boðinu til
hinna kommúnistaflokkanna. Ef
Kínverjar hefðu siálfir ljóstrað
upp um leyndarmálið hefðu Rúss
ar fengið átyllu til þess að halda
ráðaeerðum sínum leyndum fyr
i- Kínverjum. Einnig hefði það
svnt, alltof lióslega, að Peking
revndi að skipta sér af hreinum
jnnanlandsmálum Norður-Viet
nam, en það hlýtur þátttaka í þess
ari ráðstefnu að teljast.
+ KÍNVERSKAR ÁSAKANIR.
Peking hefur upp á síðkastið
sakað Moskvu um að hafa valdið
sundrungu meðal hinna vietnam-
isku leiðtoga. Moskva reyni að
..erafa undan einingu vietnamisku
þjóðarinna” andspænis hinni
bandartsku árás“ — en með bessu
er gefið-til kynna, að égreiningur
ríki um það, livernig Norður-Viet
nam skuli bregðast við hinum
auknu hemaðaraðge^ðum Banda
ríkjamanna. Tillaga Moskvu um
Vietnamráðstefnu hlýtur að hafa
orðið til þm-s að auka á þennan
ágreining og eins og nú er ástatt
hlýtUr ágreiningurinn að koma
fram í deilum milli ,,hægri“ og
„vinstri” arms, milli kommúnista
sem fylgja Rússum að málum og
kommúnista er fylgja Peking að
málum.
Rússar hafa beitt þeirri aðferð
gegn öðrum kommúnistaflokkum
sem við svipaðar innbyrðis erjur
hafa átt að etja, að einangra fyrst,
fylgismenn Kínverja og fá því síð
an framgengt að þeim verði vikið
úr flokksforystunni. Ef Moskvu
tækist að koma einhverju slíku
til leiðar í Hanoi væri þess ekki
langt að bíða að einhvers konar
friður kæmist á í Vietnam.
Þar með er ekki sagt, að valda
mennirnir í Moskvu vilji að hin
ir vietnamisku kommúnistar hætti
baráttu sinni, en mörg teikn eru
á lofti um -— þrátt fyrir opinber
ar yfirlýsingar í öfuga átt —
að sovézkir leiðtogar séu því
hlynntir, að samningaviðræður
verði hafnar.
★ AUKIN AÐSTOÐ
Ef til vill verða Rússar að bjóða
talsvert aukna hernaðaraðstoð til
þess að efla þann arm kommúnista
flokksins í Hanoi, sem fylgir þeim
að málum, enda þótt þeir hafi
skýrt tekið fram að þeir séu ó
sammála Kínverjum um það að
ósigur Bandaríkjamanna í Viet-
nam sé á næsta leiti. Aðstoð
Framhald á 10. síðn
Ýmsir ætla að vopnahlé í Vietnam
yrði álíka ótryggt og varð raunin
í Kóreu á sínum tíma,
Aðalfundur
VerzkmarmatiEiafélags
Reylfjavíkur
verður haldinn í Leikhúskjallaranum mið-
vikudag 19. janúar n.k. kl. 20,30.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórn V. R.
Framtíðarstarf
Máður eða kona óskast til aðstoðar við rann-
sóknarstörf. Stúdentspróf eða hliðstæð
menntun æskileg.
Hafrannsóknarsíofrtunin,
Skúlagata 4, sími 20240.
Handbók bygginga-
manna 7966
fæst á skrifstofu Sambands byggingarmanna Laugar
vegi 18 sími 2-28-56, bóka- og ritfangaverzlunum og
skrifstofum sambandsfélaganna.
Samband byggingamanna.
Útsala - Útsala
ÚTSALAN ER HAFIN.
MIKIL VERÐLÆKKUN.
Komið og gerið góð kaup.
GRETTISGATA32
Hef opnað
LÆKNINGASTOFU
í Aðalstræti 4, Ingólfs Apóíek.
Viðtöl -eftir samkomulagi. Viðtaisbeiðnir hl. I-
síma 2 1788 eða 2 1872.
Sérgrein: Húðsjúkdómar.
Sæmuncfur K|arfaussoti.
-2 í
Auglýsingasíminn er 14906 |
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. janúar 1966 $.