Alþýðublaðið - 12.01.1966, Blaðsíða 6
GLUGGINN
160 ára og
aldrei veikur
Heilsan er það mikilvægasta í j
lífinu segir sá maður, sem senni- j
lega er elztur í heiminum, hinn !
160 ára gamli Rússi Sjirail Mosli- j
mov, i nýjársboðskap sínum til j
rússnesku þjóðarinnar. Moslimov
hefur aldrei verið veikur og hefur
aldrei þurft að leita læknis. Aftur
á móti hafa á undanförnum árum
margir læknar leitað til hans. Alla
ævi sína hcfur hann búið í fjalla-
þorpi ekki langt frá landamærum
Persíu. Hann álítur, að sitt langa
líf eigi hann að þakka heilnæmu
fjallaloftinu og mikilli líkamlegri
vinnu. í fyrsta sinn, sem hann
kom í stórborg, var árið 1965, þeg-
TEKJU-
HÆSTUR
★ Sean Connery er sá kvikmynda-
leikari, sem í fyrra færði amerísku
kvikmyndahúsunum mesta pen-
inga, samkvæmt því er kvikmynda
blað nokkurt reiknaði út. Hann hef
ur tekið fyrsta sætið af Doris Day,
sem hefur verið fyrst á listanum
þrjú ár í röð. Eftirfarandi leikar-
ar voru þeir, sem færðu kvik-
myndahúsunum mestar tekjur:
Connery, John Wayne, Doris
Day, Julie Andrews, Jack Lemon,
Elvis Prestley, Gary Grant, Ja-
mes Stewart, Elisabeth Taylor og
Richard Burton.
ar hann heimsótti barnabarnabörn
sín í Baku. Moslimov hefur verið
þrígiftur. Núverandi kona hans er
70 árum yngri en hann, sem sagt
90 ára gömul.
SAMTÍNINGUR
Um 1000 málaáhugamenn í Rúss
landi eiga að geta talað ensku
eftir 1 mánaðar nám, án þess þó
að hafa þurft að sitja yfir leiðin
legum lærdómsbókum. Þeir eiga
nefnilega að læra málið í svefni.
Tilrauninni stjórna nokkrir vís-
indamenn í vísindaakademíunni í
Uikraninu. Nemendurnir eiga í gegn
um svefninn að hlusta á 25 fyrir-
lestra af segulbandi og með því
eiga þeir að geta lært mikilvæg-
ustu málfræðireglur í ensku og
læra þúsund erfið orð og orðasam-
bönd.
★
Ökumaður nokkur í Frederiks
■berg í Danmörku var sviptur öku
leyfi í hálft ár vegna þess að bíll
inn, sem hann ók var talinn óöku
fær. Þetta þætti sjálfsagt einhverj
um heldur harður dómur hér á
landi.
Laumufarþegi
Skipstjórinn og stýrimaðurinn
á ítalska skipinu Castel Felice ætl
uETu að kafna úr hlátri, þegar ástra-
líumaðurinn Frank Moriarty, 21
árs, kom á grímuball, sem haldið
var í skipinu þeirra og sagðist
leika laumufarþega. Þér lítið sann-
arlega þannig út, sagði stýrimað-
urinn og hló hrosr ahlátur en hann
hefði \'íst ekki hlegið svo mikið,
hefði bann vitað, að Moriarty var
i raun og veru laumufarþegi á skip-
inu. Hann hafði laumast um borð
í skipið í Vestur-Ástralíu og þrem
fyrstu nóttunum hafði hann eytt
í baðherbergi skipsins. Þá tók hann
að fara um skipið og á hverju ein-
asta kvöldi tók hann þátt í leikj-
um og dönsum uppi á þilfari. Eng
inn grunaði hann um græsku. Þeg
ar átti að halda grímuball, kom
Moriarty á ballið klæddur í galla
buxur, og skituga skyrtu og lét
kynna sig sem laumufarþega en
það fannst öllum viðstöddum af-
skaplega sniðugt. En svo var hann
svo vitlaus að segja stúlku nokk-
urri nafn sitt, og eins og kvenna
er siður, var hún forvitin og hefur
sjálfsagt haft áhuga á manninum.
Hún fór því að athuga farþega-
listann til þess að vita eitthvað
meira um Moriarty. En enginn með
því nafni var á listanum, og Mori-
arty endaði ferðina lokaður inni
í skipsklefa. En ferðin var ekki
til einskis fyrir hann, því við kom-
una til Southamton viðurkenndi
hann að hafa reynt að ferðast sem
laumufarþegi aðeins til að safna
efni í bók, og það hefði £ raun-
inni tekizt ágætlega. Hann var
samt sendur aftur til Ástralíu og
fara ekki frékar sögur af honum
enn sem komið ér.'
S 12. janúar 1966 - ALÞÝ0UBLAÐI0
RANIENGLA
í Englandi stendur nú
yfir leit að fimm ára
gamalli telpu, sem hvarf
30. des. sl. Telpan heitir Diane
Tift, og hún var á leið heim
til. sín frá ömmu sinni og afa,
aðeins nokkur hundruð metra
leið, þegar hún hvarf. Ekkert
hefur komið í ljós, sem geti
bent til, hvar telpan er, hið síð
asta sem frétzt hefur af henni
er, að hún var að róla sér á
leikvelli, en þangað hefur hún
sennilega farið, er hún var á
leið heim til sín. Amma hennar
áminnti hana um að fara beint
heim, en Diane vildi fara til
mömmu sinnar, sem var að þvo
í þvottahúsi nokkurn spöl frá
heimilinu. Allt er óvíst um af-
drif telpunnar. Svipað atvik
átti sér stað í september, er sex
ára telpa, Margaret Reynolds,
hvarf á leið í skólann, en það
gerðist í Birmingham skammt
frá heimili Diane, sem er í Blox-
wichstaffs. Margaret Reynolds
hefur ekkj fundizt þrátt fyrir
mikla leit. Álitið er, að ef til
vill hafi '•ami maður rænt báð
um stúlkunum.
Diane Tift, hvarf á leið heim til sín.
Mæður fylgja börnum sinum í og úr skóla.
Mynd af Diane hefur verið
liengd upp í verzlunarglugga
um allt nágrennið, ef vera ‘
skyldi, að einhver gæti gefið
upplýsingar, sem leiddu til að
telpan fyndist. Allt lögreglulið
héraðsiris tekur þátt í leitinni
og einnig froskmenn sem
kanna skui'ði og vötn í nágrenn-
inu.
Mikill ótti hefur gripið um
sig meðal mæðra í Englandi og
láta þær börn sín ekki fara
ein í skólann. Einnig er brýnt
fyrir bömunum að tala ekki
við ókunnuga.
OOOOOOOOOOOOOOóOOOOOÓOOó OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
✓
MAL VEGNA THALIDOMIDBARNANNA
Sænska lyfjafyrii-tækið Astra
hefur ei prófað nóg áhrif thali-
domidlyfsins, segja foreldrar thali
domidbamfinna. Það var vitað, að
lyfið var óskaðlegt fyrir mæðúrn-
ar, en áhrif þess á fóstur höfðu
aldref verið prófuð. Þetta, er ein
af aðalákærunum i máli þvi, er
foreldrafélag hinna vansköpuðu
thalidomidbarna í Svíþjóð og Nor
egi hefur höfðað gegn Astra. Mál-, neurosedyn meðan hún gekk með
ið er hið fyrsta sinnar tegundar í! baniið. Lögfræðingurinn ki-efst
sögu sænsks réttar. , liálfrar milljón sænskra króna í
bætur til drengsins. Ef málið
Fyrst er málið aðeins höfðað vinnst, mun verða ki'afizt bóta fyr
fyrir hönd eins af börnunum, fjög-j ir önnur vansköpuð. börn vegna
urra ára drengs, Rolf Lager, sem thalldomíds, þar á meðal erú 10
fæddist útlimalaus. Og samkvæmt j dönsk börn. Lögfræðingurinn heí-
þvi, sem lögfræðingurinn segir ur rannsakað svó mörg atriði í
vegna þess að móðirin fékk lyfið Framhaid á 10- síðn. '