Alþýðublaðið - 12.01.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 12.01.1966, Side 4
Bltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiður GuOnason. — SímaK 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14900. AOsetur: Alþýðuhúsið vlO Hverfisgötu, Reykjavlk. — Prentsmiðja Alþýðu- blaOslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 6.00 elntakiO. tJtgefandi: AtþýOuflokkurinn. Gorgelr Morgunblabsins SÍÐASTLIÐINN sunnudag gerði Alþýðublaðið fjárhagserfiðleika fjögurra af fimm dagblöðum iReykjavíkur að umtalsefni og toenti á, að þar horfði dil vandræða. í gær gerðust þau tíðindi, að Morgunblaðið svar :aði þessari grein allharkalega í leiðara. Vakti at- fhygli, hversu mikil heift kom fram hjá ritstjórum tolaðsins, en þeir hafa ekki eytt svo mergjuðum sví- .virðingum á stjórnarandstöðuna í háa herrans tíð. 'Alþýðublaðið þakkar heiðurinn. Raunar hefur ritstjóri Alþýðublaðsins í skrifum eða tali um þetta mál ekki ráðizt á Morgunblaðið eða amazt við vexti þess, heldur aðeins rætt um, líivernig tryggja megi öllum stj órnmálaflokkum toiaðakost til að ná eyrum þjóðarinnar. Verður því ekki betur séð, en Morgunblaðinu sé áhugamál að íá einokun á dagblaðaútgáfu hér á landi. I Alþýðublaðið vill sérstaklega mótmæla himii ó- lclrengilegu árás Morgunblaðsins á ritstjóra og blaða toienn hinna dagblaðanna. Leiðarahöfundur Morgun jblaðsins ber stéttarbræður sína þeim sökum, að þeir leggi ekki að sér við vinnu, geti ekki skrifað blöð, sem fólk vilji lesa, og stundi eingöngu litaða og jíólitíska blaðamennsku. Þetta hlýtur þá um leið að vera skoðun Morgunblaðsins á ritstjórum og blaða tnönnum 54 blaða, sem hafa hætt útkomu í Sví- þjóð (þar á meðal 28 hægriflokksblaða), svo og á Inmdruðum annarra dagblaða um allan heim, sem fcafa fallið fyrir hinum svonefnda .,blaðadauða“. 'Klþýðublaðið vill leyfa sér að fullyrða, að hin dag- Jdöðin í Reykjavík hafi sízt lélegri blaðamenn en Morgunblaðið, en að mimur á starfsaðstöðu sé mik- III. Osvífni Morgunblaðsins nær þó hámarki, er það óitt þykist vera ópólitískt og hlutlaust blað á borð við stórblöð Bretlands og Bandaríkjanna! Hvxlík fjarstæða! Morgunblaðið er eins gegnsósa af póli- iík og nokkurt annað dagblað á Íslandi, þótt það laafi meiri möguleika til að fela hlutdrægni sína. Fréttir þess eru meira eða minna litaðar af pólitík éftir því sem þörf þykir, hverju sinni. Efni þess er valið til að efla Sjálfstæðisflokkinn og þá fyrst og fremst þann hluta flokltsins, sem blaðið leggur Isíessun sína yfir. Breytir engu þótt menn úr öðrum flokkum skrifi minningargreinar um framliðna í fíiaðið eða það reyni að lægja óánægjuraddir flokks Tíianna með því að leyfa gagnrýni á einstaka stjórn arathöfn sinna ráðherra. Sá gorgeir, sem fram kemur í leiðara Morgun- .liiaðsins, sýnir, hvers vænta má, ef það nær einokun & dagblaðautgáfu — með Visi sem síðdegisdoríu. Nú aetti þjóðin að skilja betur hversu nauðsynlegt er að f'-Nggja útkomu hinna dagblaðanna og hindra ein- ckun. s 7$Í1Z. janóar 1966 --ALÞÝÐU8LAÐIÐ V Útsala hjá And rési í öllum deildum - MIKIL VERÐLÆKKUN Herradeild (I. hæð) Karlmannaföt verð frá kr: 600,00 — Terylene-buxur verð frá kr: 375,00 — Stakir karlmannajakkar verð frá kr: 845,00 — Drengja- föt og stakir drengjajakkar, vinnubuxur margar stærðir o. m. fl. mjög ódýrt. Dömudeild (götuhæð) Kápur verð frá kr: 500,00 — Dragtir verð frá kr: 500,00 — Nælon- sloppar verð frá kr: 195,00 — Blússur og fleira lágt verð. Herradeild (götuhæð) Herraskyrtur á kr: 95,00 — Herraskyrtur prjónanælon á kr: 140,00 — Drengjaskyrtur á kr: 110,00 — Bindi á kr: 50,00 — Hanzkar á kr: 50,00 — Gallábuxur (drengjastærðir) frá kr: 130,00 — Galla- huxur (karlm.stærðir) á kr: 175,00. NOTIÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI OG GERIÐ GÓÐ KAUP MEÐAN ÚRVALIÐ ER MEST. jJS_ ^OOOOOOO-'VOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ir Raett um dautt mál í útvarpinu. ir Alþingi á Þingvöllum eða í Reykjavík. ir HvaS veldur ölvun við akstur mörgum slysum? -jit Bréf meff fyrirspurnum. 00000000000000000000000000000000« UEILURNAR UM staösetningu alþingis voru endurvaktar lijá Sig urði Magnússyni í útvarpinu á mánudagskvöld. EndurflutMiiignr alþingis til Þingvalla hefur verið deilumál allt frá dögum Fjölnis manna og ungmennafélögin gerðu það að sínu máli upp úr síðustu aldamótum. Og enn lifir í kolun um. Þó er þetta að flestra dómi dautt mál, enda er þjóðfclagið orðið annað og öll skipan manna byggða og málefna önnur en var fyrrum. Mér flnnst það næstum minna á málefnafátækt að taka isvona mál til umræðu opinber lega. VEGMÓÐUR SKRIFAR: „Þú nýtur þe=s Hannes minn, að mér virðist þú jafnan hafa viljað hafa lieldur það er sannara reynist, þó þú upp á síðkastið, hafir haft land búnaðinn á homum þér — líkt og blað þitt, hefur löngum liaft, sem ég hefi þó lesið síðan Ólafur Friðriksson var ritstjóri. ÞAÐ ER RÆTT á þingi og í blöðum og allsstaðar um ölvun við akstur sem á að valda 95% af öll um slysum. Nú situr sízt á mér að mæla slíku bót, gömlum kunn ingja bakkusa'r, enda ekki velferð hans sem ég hef í huga, - og mér að meinalausu þótt hann væri kveðinn í kútinn að fullu. UMFERÐARMÁLIN eru engin gamanmál og því verður að taka þau alvarlegum tökum. Ég veit að I áfengi er sumum mikill bölváld ur og því gladdi það mig að sjá yfirlýsingu einhvers umferðarpost ula í dagblöðunum um að aðeins 95 af 2995 umferðarslysum væri að kenna ölvun við akstur og ölv uðum mönnum á hestum postul anna. Þetta eru 3,01%. Segðu mér hreinskilnislega gamli kunningi. — allt þetta umtal á þingi og í blöðum, bauð þér ekki í grun að miklu meira en 3,01% væru drukknir ökumenn? EF VIÐ DRÖGUM drukkna göngugarpa frá verður naumast eftir meir en 2% sem drukknir 1 ökumenn eru valdir að. Það þýðir raunverulega, að ef allir slíkir, og ekki skal ég mæla þeim bót — væru gerðir höfðinu styttri, lækk aði slysafjöldinn um tvo af hundr aði eða hlutfallslega úr 100 nið ur í 98. Árvökulir lagaverðir gera mikið gagn með aðhaldi sínu að þecsum mönnum — ef þeir fara ekki í eltingaleik við þá. DON QUIJOTE barðist af dugn aði við sínar vindmyllur. — eða kannski er það til nokkurs að íhensiá bakara fyrir snúð. því að verður þá ljóst að bakarinn átti minni þátt í þessu en nokkurn grunaði. Umferðarsérfræðingar okkar hljóta að geta leyst frá skjóðunni og sagt okkur hvar skórinn krepp ir, svo allir geti tekið höndum sam an — lagzt á eitt — að lækka slysatöluna svo um munar. KANNSKI HEYRIRÐU bráðum aftur frá mér og þá um Hrauns holts-hrúgaldið á Hafnarfjarðar vegi — ef mér tekst að afla upp lýsinga um hversu margir tugir bíla hafá lent í þeirri umferðar gildru sém trúlega átti að vera vegarbót." ÞAKKA FYRIR BRÉFIÐ. Um aðalefni þess skal ég ekkj ræða, en hitt vil ég segja að hvorki Alþýðublaðið né ég erum andvíg landbúnaði. Hitt er allt annað mál að þessi elzti atvinnuvegur þjóð arinnar er ekki hafinn yfir gagn rýni — og þó hef ég ekki gagn rýnt sjálfan landbúnaðinn, enda hef ég ekkert vit á lionum. Ég lief aðeins rætt það opinberlega, hvað allar uppbæturnar eru orðn ar geigvænlegar og spurzt fyrir um það, hvort þarna sé ekki ein liver feyra í búskaparháttum sam félagsins, Hannes á liorninu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.