Alþýðublaðið - 12.01.1966, Síða 5

Alþýðublaðið - 12.01.1966, Síða 5
Verkamanttafélagið Tiliögur Uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn eða trúnaðarmenn félagsins fyrir órið 1966, liggja frammi í skrifstofu fé- lagsins frá og með 13. þ.m. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar, fyrir kl. 6 e.h., föstudaginn 14. þ.m. þar sem stjórnarkjör á að fara fram 22. og 23. þ.m. ----- Kjörstjórn Dagsbrúnar. Ingra Voronina varð 29 ára gömul. Fyrir utan að vera einn af beztu skautahlaupurum í heimi va'r hún mjög falleg og aölaðandi kona. Flutti fyrirlestra í Danmörku HINN 25. JÚNÍ s.l. tilkynnti stjórn Sjóðs Melmu og Kaj Lang vads til eflingar menningartengsl um íslands og Danmerkur, að ihún hefði ós'kað eftir því við Þjóð minjavörð, dr. Kristján Eldjárn, að hann tækist á hendur fyrir- iestraferð til danskra lýðháskóla á vegum sjóðsins og dveldist auk þess í Danmörku nokkurn tíma- til að heimsækja dönsk sofn. Þjóðminjavörður dvaldist í Dan mörku 18. nóv. til 5.. des. s.L á vegum sjóðsins. Flutti- hann -fyr- irlestra um íslenzka - sögu og manningu í fimm lýðháskólum,' tveimur á Sjáíandi, einum á Fjórii og tveimur á Jótlandi,., þ^.á.m, í. Askov. Vöktu fyrirlestrarnir mikla athygli- og var • fyrirlesaranum- hvarvetna vel tekið.' Þjóðmlnja- vörður heimsótti einnig ýrriis dönsk söfn, í Árósum, Kaup- mannahöfn og víðar,. .og_ átti. við, ræður við danska safnmenn. - ye Auglýslngasíml ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14900 Það er ekki oft sem við heyrum . um morðmál í Sov- étEÍkjunum, enda ekki sagt frá slíkum málum, slysum eða 'Öðru þvi “sém aflaga fér í því heimshorni. En erfiðlega 'genguír,, að, þagga eitfc 'mál , niður,. því ,við sögu koma -heimsþekkt hjón. Inga Vor- onina, sem var heimsriieistari í skautahlaupi kvenna, var stungin til bana með hnífi og hefur maður hennar verið handtekinn og er grunaður um glæpinn, en hann hefur verið landsliðsþjálfari í þess- ari grein um nokkurra ára bil. Lögreglan i Moskva neitar að. gefa upplýsingar um h'vort Sergei hefur verið ákærður fyrir morðið. Opinber tilkynning um dauða Ingu var ekki gefin út fyrr en sl. .þriðjudag, en hve- nær hún lézt hefur ekki ver- ið látið uppi. Eftir því sem næst verður komizt átti morð- ið sér stað eftir að hjónin höfðu rifist heiftarlega á beimili þcirra og var konan lögð þar hnífi. Hún komst út úr húsinu og leitaði á náðir nágranna, en lézt þar stuttu síðar. Eina opinbera tilkynn- ingin um þetta mál er þess efnis að konan sé látin. Inga Voronna varð 29 ára gömul og varð í fyrsta sinn heimsmeistari árið 1957. Hún vann í sinni grein í heims- meistarakepprjinni alls fjór- um sinnum og átti þar fyrir utan heimsmet í mörgum vegalengdum. Þegar hún dó var hún í góðri þjálfun fyrir næstu heimsriieistarakeppni. Ásamt manni sínum, sem nú er í varðhaldi, var liún með- limur í Skautaklúbbi hersins í Moskva. Eitt af því sem Inga átti ógert var að verða Olympíumeistari, en hún gat ekki tekið þátt í Vetrarolymp- íuleikunum 1960 í -Banda- ríkjunum eða 1964 í Austur- ríki vegna veikinda. ■f r F RIMERKIFRIMERKI Frímerki prenfuð á aluminíum Mikið hefur verið rætt og rit að um aluminíum-verksmiðjuna, sem rísa á af grunni við Straum vík, sunnan Hafnalrfjarðar. Það væri e.t.v. engin goðgá, að láta sér til hugar koma, að póststjórn in íslenzka gæfi út frímerki prent uð á aluminíum, daginn þann sem verk'miðjan þar suður frá seturi vélar sínar í gang. Nei, góðir hálsar og safnarar, engin fjarstæða væri það, að nota alúm iníum-þynnur í frímerki, fordæmi eru fyrir því. Lítum á þetta frí merki frá Ungverjalandi, sem myndin hér sýnir. Það er alúm iníummerki, gefið út fyrir 10 ár um, eða í október 1955. Ástæðan fyrir þessari útgáfu var í fyrsta íagi alþjóðaþing léttmálma-fram leiðenda og einnig til að minnast þess að 20 ár voru liðjn frá bygg ingu fyrstu aluminíumverksmiðj unnar í Ungverjalandi. Póststjórn Ungverja var svo hugkvæm, að láta nota aluminíum þynnuir í staS pappírs, til þess að prenta merkin á. Vildi hún með því m. a. sýna hve framþróunin í notkun léttmálma væri ör og vaxandi. Ýms „teknisk" ljón urðu þó á veginum svo þetta mætti takast. Framleiða þurfti aluminíum ,,filmu“, sem væri 99,5% hreint aluminíum og þykkt þess þurfti að vera aðeins 0,009 mm. Þetta tókst og voru það Csepel málm verk'miðjurnar, sem gátu fram leitt þessar þynnur nákvæmlegá eins og óskað vár eftir. Þegar farið var að prenta frímerkin kom í ljðs að auka þurfti þrýstinginn í prentvélunum allmikið, einnig þurfti að nota sérstaka gerð af prdntsvertu. svo í lagi væri Eftir nokkrar tilraunir tókst þetta svo, að prentunin varð fyrsta flokks. En þó var næsta vandamálið hvem ig ætti að koma fyrir lími aftan á ig, að örþunnur límpappír var sett ur aftan á frímerkin. Fleira þurfti að athuga í sambandi við útgáfu þe-sara alúminíum merkja. Það kom m.a. í ljós að sú venjulega stimpilsverta, sem Ungverjar not uðu, dugði ekki á þessi nýju mcrki. En ekki var gefizt upp. Framleidd var sérstök stimpil sverta, sem toldi á aluminíum. í lieild varð þessi fdmerkja útgáfa til þess að auka liróður Ungverja heima og erlendis. Hún sýndi, svo að ekki varð um deilt að þpir stóðu mjög framarlega í framleiðslu og notkun léttmálma einkum alumíns. Aluminíum er silfur hvítur málmur og mjög létt ur. Ilann var fyrst uppgötvaður árið 1825 en þó liðu mörg ár, eða fram til ársins 1886, að mönn um tókst að yfirvinna tæknilega erfiðleika á framleiðslu hans. Síð an hefur notkun þessa málms far iú ört vaxandi, því að vegna létt íeika síns. hentar hann mjög vel til flugvélasmíði. Nú á dögum má . segja að aluminíum sé notað f allt mögulegt, jafnvel aluminíumliús hcyrast nefnd. Þessi ungversku aluminíum írf- merki voru ekki gefin út í hS»- upplagi, enda seldust þau upp mjög bráðlega og eru nú einhvear dýrustu frímerki UngverjalandS frá seinni árum. Verðgildi þeirrá sem burðargjald var 5 forint og myndin á merkinu er af fyrstu aluminíumverksmiðju landsins og sýni'-t vel vera kynnt undir bræðsluofnum hennar. Ofar reykn' um sést flugvél fljúgandi í stcími . á horn merkisins. Frímerki þetta varð mjög vinsælt meðal safnara út um víða veröld. HINN 22. desembcr síðastliðinn veitti dóms- og kirkjumálaráðu- neytið hcraðsdómslögmönnunum Jóni Finnssyni og Birni Sveiii- björnssyni leyfi til málflutningg fyrir Hæstarétti. Frá þessu segir í nýlegu Lög- birtingabiaði, og í næsta blaðirár eftir eru auglýstar lausar ellef»» stöður við bæjaríógetacmbættið'i Hafnarfirði, en þar hafa hinir nýji**' hæstaréttarlögmenn báðir starfað: ura árahil, en láta nú af störfum til að mótmæla veitingu bæjarffc getaembættisins þar, eins- og fiam* kom í blaðafregnum í nóvembt*^ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. janúar 1966 $?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.