Alþýðublaðið - 19.01.1966, Page 8

Alþýðublaðið - 19.01.1966, Page 8
Uppsalahréf irá Svövu Jakobsdáttur j TVÆR NYJAR SKALDSOGUR Uppsölum í janúar 1966. NÝ skáldsaga eftir Per Olof Sundman kom út í haust. Nefn- ist hún Tvá dagar, tvá nátter, (Norstedts), og er útkoma hennar af mörgum talin einn helzti bókmenntaviðburður hér á sl. ári. Fyrsta bók Sundmans, sem var smásagnasafn, kom út 1957. Síðan hefur hann stöðugt unnið á og með skáldsögu sinni Expeditionen (1962) aflaði hann sér frægðar einnig erlend- is. Sú bók hefur þegar komið út á frönsku og í undirbúningi mun vera þýðing á fleiri er- lendar tungur. Fyrir skömmu hlaut Sundman bókmennta- verðlaun Sænsku Akademíunn- ar. Þau verðlaun eru veitt ár- lega og þ.vkja ærin viðurkenn- ing þeim, er hlýtur. Bókin Tvá dagar, tvá natter fjallai- um leit tveggja manna, kennara og lögregluþjóns, að afbrotamanni, sem er á flótta undan réttvísinni í eyðilegu, snæviþöktu fjallalandslagi N.- Svíþjóðar. Þennan söguþráð hefur Sundman áður notað í smásögunni Skytten og kvik- myndinni Jakten, en þá kvik- mynd gerði hann í fyrra í sam- vinnu við annan. Ekki fer fjarri, að manni komi í hug kvikmynd við lestur bókarinn- ar; að því stuðlar kannski fyrst og fremst raunhlítur, hlutbund- inn frásagnarhátturinn; öll at- burðarás sögunnar er séð raun- hæfum myndum. En reginmun- ur er þó á kvikmyndinni og bókinni að því leyti, að sagan er sögð í 1. persónu. Það er kennarinn, Olle Stensson, sem segir söguna; beinlínis og ó- beinlínis miðlar hann sínum skilningi á atburðum og persón- um. Hvað er veruleikinn? Það er efni, sem Sundman hefur alla tíð fjallað um. Og þetta efni er óaðgreinanlegur hluti af stil hans, hlutbundnum frásagnar- hættinum. í raun vitum við ekk- ert um veruleikann nema það, sem við sjáum, heyrum, þreif- um á. Við vitum ekkert um það, sem er undir yfirborðinu eða hvort nokkuð dylst þar yfir- leitt. Að því leyti er stíll Sund- mans í ætt við þann stíl, sem menn kenna gjarnan við Hem- ingxýay. „Stundum langar mann að vita hvað einhver annar er að hugsa eða brjóta heilann um.” segir Olle Stensson á einum stað. „Maður getur auðvitað spurt hann að því. Kannski svarar hann. Þar fyrir veit maður ekki hvað hann er að hugsa — eða hvað hann er að brjóta heilann um. Maður veit aðeins hverju hann svarar.” í samræmi við þessa sannfær- ing sína segir Olle Stensson söguna. Hann er sannfærður um, að hann sé að gefa hlut- lausa og sanna mynd af atburð- um og fólki. En einmitt hér ' gengur Sundman feti framar, því að engir tveir menn skynja veruleikann á sama hátt; eng- ir tveir segja sömu. sögu án þess að eitthvað beri á milli. Og smám saman, næstum án þess að lesandinn verði þess var fyrr en eftir á, fær hann einmitt gegnum veruleikaskyn Stensons allt aðra mynd af veruieikanum. Þrátt fyrir í- trekaðar fullyrðingar Stensons um heimsku og ragmennsku lögregluþjónsins, Karls Olofs- , sons, fær lesandinn í lokin allt annað álit á honum, þó að Sven Delblanc. Stensson geti að öllu leyti stutt skoðun sína raunverulegum at- burðum. í huga lesandans er það ekki heimska eða rag- mennska, sem stjórnar gerðum lögregluþjónsins, heldur mann- úð, samúð með afbrotamannin- um og næmleikur fjallamanns- ins. Sá næmleikur stendur fyr- ir sínu, þó að hinum ómennt- aða Iögregluþjóni veitist erfitt að tjá sig með orðum. A hinn bóginn breytist einn- ig sú mynd, sem Stensson gef- ur af sjálfum sér. Skynsemd- armaðurinn, sem hampar þekk- ingu sinni og yfirburðum, verð- ur þreytandi smámunaseggur, athafnir hans stjórnast ekki af karlmannlegum krafti og ró- legri yfirvegun, heldur tillits- lausri hörku, eigingirni og mannfyrirlitningu. Per Olof Sundman. Þessi hárfína, nær ómerkj- anlega breyting á viðhorfi er meistaralega gerð; en hún er gerð með næstum undirfurðu- lega einföldum meðulum: með því að láta sögumanninn vera fulltrúa þeirrar manngerðar, sem lesandinn sjálfrátt eða ó- sjálfrátt tekur afstöðu gegn, vekur Sundman tortryggni les- andans jgagnvart Stensson. — Lesandijin brýzt smám saman undan [ áhrifavaldi Stenssons sem hlútlauss sögumanns; af- leiðingin verður sú, að lesand- inn fær víðari yfirsýn, annan skilning en sögumaður ætlast til. Veruleikaskyn lesandans færist ' að lokum út fyrir þrönga skynjun Stenssons, þótt hann sjái alla tíð með augum hans, og sver sig frekar í ætt við alskyggnt auga kvikmynda- vélarinnar. Um afbrotamanninn fáum við harla lítið að vita. Hann neit- ar að segja til nafns síns og engin skjöl ber hann á sér, sem gefið gætu raunhæfar upplýs- ingar. Þeir geta ekki einu sinni verið fullkomlega öruggir um, að þeir hafi náð réttum manni. í raun vita þeir aðeins, hvern- ig hann lítur út, hann er hærri en Olle Stensson og breiðari um herðar en Karl Olofsson. Og jafnvel af útlitinu er ekki hægt með góðu móti að gizka á aldur hans. Mennirnir þrír dveljast sam- an heila nótt í fjallakofa. Olle og Karl skiptast á um að vaka yfir fanganum. Til átaka kqm- ur milli fangans og Karls; það eru hrottaleg átök, sem Stens- son er valdur að í þeirri trú, að það hafi verið óhjákvæmi- legt. í bókarlok eru þeir litlu nær hver um annan; nafngiftir og nafnleysi eru að því leyti jafnmáttvana tæki til skilnings. HOMUNCULUS. Sagan Homunculus eftir Sven Delblanc, sem út kom í haust hjá Bonniers, hefur vak- ið geysiathygli. Þetta er þriðja skáldsaga Delblancs; fyrir fyrri bækur sínar, Eremitkráft- an (1962) og Prástkappan (19- 63) hlaut hann mikið lof gagn- rýnenda og þykir nú einna á- hugaverðastur yngri rithöfunda í Svíþjóð. Á sl. ári varði hann doktorsritgerð við Uppsalahá- skóla, sem fjallaði um Gustav III. og hirðskáld hans. Titillinn Homunculus leiðir hugann að efnafræðingum mið- alda, sem gerðu tilraunir með sköpun manns eftir efnafræði- legum leiðum; þá mannveru nefndu þeir einmitt homun- culus. Homunculus er í rauninni byggð upp sem reyfari eða njósnasaga. Sebastian Verdén, fyrrum kennara í efnafræði, tekst að skapa mann. Tilraun- ir sínar gerir hann í baðkar- inu; hráefni eru m. a. kalk og joð, járn og brennisteinn, eig- ið þvag og blóð og síðast en ekki sízt dropi af dularfullum, rauðum vökva, sem Sebastian hefur komizt yfir hjá meistara sínum. í þessum dropa felst hin lifandi trú; efnafræðin ein nægir ekki. Stórveldin í austri og vestri heyja æðisgengið kapphlaup til að ná af honum leyndarmál- inu. Það kapphlaup er háð af miskunnarleysi bæði út á við og innbyrðis; nokkur mannslíf eru einskis virði, þegar um er að ræða að tryggja heimsyfir- ráð. Hernaðaryfirvöld Sví- þjóðar skírskota til þjóðholl- ustu Sebastians, Ieyndarmál hans sé bezt komið hjá hinum friðelskandi og hlutlausu Sví- um. Þeir eygja þarna mögu- leika að vinna bug á fólkseklu í atvinnulífinu og treysta varn- arher sinn. En Sebastian hefur ekki skapað mann stórveldum til framdráttar. Að því leyti er enginn greinarmunur gerður á Svíum, Rússum og Bandaríkja- mönnum. „Vald þitt er góð- viljað og lítið,” segir Sebastian við forsætisráðherra Svíþjóð- ar, „vegna þess að Svíþjóð er lítið land. En ef þú eignaðist leyndarmál mitt, fengir þú mikið vald til umráða, eða rétt- ara sagt, mikið vald fengi um- ráð yfir þér, og mikið vald mundi kannski breyta þér.” Kýklóparnir, þessir fulltrúar stórþjóðanna, sem keppa um heimsyfirráðin, ógna mannkyn- inu. Samkvæmt lífsformúlu þeirra eru menn dregnir í dilka, gefin nöfn, neytt upp á þá skoðunum. Kýklóparnir hafa míkrófónsauga á hverjum manni. Þeir, sem þykjast greina ákveðinn tilgang í gerð- um þeirra og áætlunum, eru eingöngu hlægilegir. Sebastian er maðurinn, sem stendur einn, öllum óháður. Möguleikann til björgunar hefur hver maður í sér, ef hann aðeins stendur einn og afneitar allri þjónustu við kýklóparia. „Þess vegna stend ég einn um nótt í bað- herbergi mínu og reyni að skapa mann, sem ég get sett fram fyrir ykkur sem ögrun, Framhald á 15. síðu. Orson W ORSON WELLS varð fimmtugur í fyrra og ætiaði hann að halda upp á afmæii sitt með því að frumsýna siöustu mynd sína á kvikmyndahádðinni í Cannes það ár, en myndin heitir Chimes at Midnight. En eins og oft hefur komið fyrir Wells áður varð hann að hætta myndatökunni í miðju kafi vegna fjárhagsvandræða og varð hún ekki tilbúin í fyrra en vonir standa til að hún verði fullgerð fyrir kvikmyndahátíðina í Cannes í hau_t. Orson Wells hef ur ekki valið höfund að handriti sínu af verri endanum en hann er William Shakespeare Chimes at Midnight er byggð á atriðum úr fjórumj leúkritum Shakespeares, Þau eru Hinrik II. og I. og II. hluti Hinriks IV. og The merry wives of Windsor. Þessum fjór- um leikritum kemur Falstaff fyrir og gerir hann úr þeim eina og sömu persónuna og leikur auðvitað sjálíur Falstaff. Wells stjórnar sjálfur kvikmyndatökunni. Falstaff er með einhverja stærstu ýstru sem sést hefur, sítt hvítt hár og falskt nef, en Wells lætur stækka, á sér nefið í öllum kvikmyndum sem hsnn leikur í. Kvikmyndatak an hófst veturinn 1964 nálægt Barcelona og hefur síðan verið haldið áfram víða um Spán með löngum og mörgum töfum. Valdir leikarar eru í hverju hlutverki. Eins og áður er sagt leikur Wells sjálfan Fal taff. í hlutverki Hin riks IV. er John Gielgud, Marina Vlady leikur L,dv Percy, Jeanne Moreau leikur Doll Tearseet, Marg aret Rutherford leikur veitinga konuna Quicklv og Keith Baxter fer með hlutverk Hal prins. Leík konurnar koma allar fram ófarðað Orsota Wel'ls er vörpulegur maður veriki Quickly veiíingakonu. 8 19- lanúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.