Alþýðublaðið - 06.02.1966, Síða 2

Alþýðublaðið - 06.02.1966, Síða 2
imsfréttir .....síáastlidna nótt ★ JODHELL BANK: — Vísindamenn við stjörnuathugunar stöðina í Jodrell Bank í Bretlandi hafa tekið við nýjum ljós- inyndum frá sovézku tunglflauginni „Lúna-9“. Að sögn Tass óttu síðustu upplýsingarnar frá tunglflauginni að toerast i gær. Sovézkir vísindamenn eru mjög ánægðir með myndasending- flrnar frá tungiinu. * WASHINGTON: — Johnson forseti hélt í gær til Honolulu á Hawaii þar sem 'hann hyggst ræða allar Wiðar ástandsins í Vietnam við bandaríska og suður-vietnamiska ráð herra, þeirra á meðal forsætisráðherra Suður-Vietnam. Nguyen Cao Ky. Bankaráð og bankastjóri: Þorvaldur Guðmundsson, Höskuldur Ólafsson, Egill Guttormsson og ðlagn- ús J. Bryn.iólfsson. } 5 ár frá stofniin I * BRÚSSEL: — Alvarlegt ástand liefur skapazt í belgísk um stjórnmálum þar sem samsteypustjórn jafnaðarmanna og kristilegra sósialista hefur sagt af sér, en í gær hafði Bald- vin konungur ekki fallizt á lausnarbeiðni Pierre Harmels forsætisráðhena Stjórnin féll vegna hinnar langvarandi deilu við lækna, sem hafa boðað verkfall á mánudag. Hins vegar lýstu leiðtogar lækna því yfir í gær, að þeir mundu aflýsa .verkfallinu ef konungur tæki lausnarbeiðni stjórnarinnar til greina. ★ PARÍS: —. Háttsettur starfsmaður frönsku gagnnjósna _|)jánustunnar hefur játað að hann hafi vitað um áformin um að ræna marokkaska stjórnarandstöðuleiðtoganum Ben Barka fimm mánuðum áður en honum var rænt Starfsmaðurinn, iVfarcel Leroy majór, hefur verið rekinn úr stöðu sinni. ★ NÝJU DELHI: — Verð á matvælum hefur lækkað tals vert á Indlandi þar eð stórar 'kornbirgðir eru væntanlegar frá Bandaríkjunum. Alls berast 90 skipsfarmar af toveiti og maís t*J indverskra iiafna í febrúar og marz, að sögn formælanda feandaríska sendiráðsins í Nýju Delhi í gær. Johnson forseti fcefur tilkynnt, að Bandaríkin muni senda ýmis önnur mat- væii að verðmæti 210 milljónir dollara til Indlands. Mat- vælaaðstoð Bandaríkjamanna verður því alls 4.5 milljónir lesta. ★ HONKONK: — Norður-vietnamiskar flugvélar skutu niður •h’ær toandarískar flugvélar á fimmtudaginn, að því er segir. í frétt frá Hanoi til fréttastofunnar Nýja Kína. Þetta eru fyrstu •fréttir sem borizt hafa af loftbardögum yfir Norður-Vietnam SÍðan árásarhiénu iauk. ★ AÞENU: — Ein kona beið bana í kröftugum jarðskjálfta í þorpinu Kresti í Mið-Grikklandi í gærmorgun og öll hús í Iþorpinu hrundu til grunna. Jarðskjálfans varð vart á stóru svæði. 80% húsa í þorpinu Kerassohori eyðilögðust, en engan ínun hafa sakað. ★ LONDON: — Enn eru slæmar horfur á lausn í launa- deilu starfsmanna brezku járnbrautanna. Stjórn félagsmanna hefur hafnað síðasta launatilboði ríkisjárnbrautanna. Verzlunarbankans VERZLUNARBANKI IST ANDS hefur þessa dagana verið starf ræktur í fimm ár og tíu ár eru síðan Verzlunarsparisjóðuri nln tók til starfa. Þegar Verzlunar- sparisjóðurinn var stofnaður fyr ir tíu árium síðan var bann til húsa í Hafnarstræti. Jók«t starf- semi hans með hverju ári og ár >ð 1961 var Verzlunarbankinn stofnaður. Um áramótin síðustu námu heildarinnistæður við bank ann 544 millj. kr. en útlán bank ans voru á sama tíma 429 millj. kr. Undanfarið hefur staðið yfir mikil stækkun og breytingar á húsnæði bankans við Bankastræti, sem verða munu til mikils hag ræðis fyrir starfsfólk og viðskipta vini. í ræðu sem Egill Guttormsson, formaður bankaráðs, ‘hélt í til- efni afmælisins sagði liann með al annars: Hinn fjórða febrúar 1956 var haldinn fundur kaupsýslumanna og verzlunarmanna hér í Reykja vík. Sóttu hann á annað hundrað manns. Fundurinn samþykkti að beita sér fyrir stofnun sparisjóðs, er var valið nafnið Ve“zlunar- sparisjóðurinn. Alls urðu stofn- endur og ábyrgðarmenn sparisjóðs ins 310 talsins. Lagði hver á- byrgðarmaður fram 5 bús. kr. sem stofnfé. í fyrstu stjó>*n voru viKmír af hálfu stofnenda þeir Úr afgreiðslu V verzlunarbankans. Egill Guttormsson stórkaupmaður og Þorvaldur Guðmundsso.i for- stjóri, en bæjarstjórn Reykjavík ur kaus Pétur Sæmundsson í stjórn sparisjóðsins. Verzlunarsparisjóðurinn tók til starfa 28. sept. 1956. Var starf semi ihans til húsa að Hafnar- stræti 1. Mjög fljótlega kom í ljós að sparisjóðurinn átti góðu gengi að fagna og óx starfsemi hans örugglega með hverju ári. Á öndverðu ári 1960 sneri stjórn sparisjóðsins sér til þáverandi ríkisstjórnar og óskaði bess að ábyrgðarmönnum Verzlunarspari- sjóðsins yrði heimilað að beita sér fyrir stofnun hlutafélags til bankarekstui-s, er yfirtæki alla starfsemi Verzlunarsparis.ióðsins. Árið 1960 var hafizt handa um stofnun 'hlutafélags til banka- reksturs. Hlutafé bankans er 12 millj. kr. Stjórn Verzlunarspari- sjóðsins boðaði til stofnfundar Verzlunarbanka ísiands hf. og var sá fundur haldinn í Tjarnar bíói 4. febrúar 1961, og sóttu hann á fjórða hundrað manns. Ár mann Snævarr háskólarektor var til ráðuneytis um stofnun bank ans. Verzlunarbankinn tók síðan til starfa 8. apríl 1961 og jafn- framt liætti Verzlunarsparisjóður inn störfum. Var bankinn til húsa í Bankastræti 5. Hefur starfsemi bankans aukizt mjög með hverju ári allt síðan. Ljóst er að stofnun sem ekki hefur starfað lengri tíma hefur varið miklum tíma, fyrirhöfn og ''■ostnaði í uppbyggingu og mótun st.arfseminnar. Því má segja að •Vrirtækið standi um þessar mund ir á tímamót-um, þar sem nú hef 'ir verið tryggð varanlega starfs aðstaða um næstu framtíð Bank 'nn hefur nú fest kaup á allri Húseígninni Bankastræti 5 og hafa verið framkvæmdar gagn- ^erar breytingar á húsinu og þar skömið nauðsynleg aðstaða til hankareksturs. Er þeim nú að ærða lokið og er það von okkar <pm að stjórn bankans stöndum lún bætta starfsaðstaða verði ’rundvöllur bættrar þjónustu við úðskiptamenn og aukinna við- •kiþta. Við munum nú geta boð ð . viðskiptamönnum okkar afnot >ankáhólfa, sem komið er fyrir , kjallara hússins, auk afnota af næturhólfi. Þá verða teknar í notk un fljótvirkar vélar til bókunaf og bókhalds og mun það fyrir- komulag hafa í för með sér bætta vinnuhagræðingu og fljótari af- greiðslu. Þá er unnið að tillög um um stofnlánadeild við bank- ann. Verzlunarbankinn bindur miklar vonir við að þær takmark anir sem eru á heimild bankanna til erlendra viðskipta verði af- numdar, svo að bankar landsina hafi svipaða starfsaðstöðu og getl boðið viðskiptamönnum sínum al hliða bankaþjónustu. Verzlunarbankinn rekur nú tva útibú. Annað að Laugavegi 172 og hitt í Keflavik. I stjórn bankans eiga nú sætl Egill Guttormsson, stórkaupmað- ur, Þorvaldur Guðmundsson for* stjóri og Magnús J. Brynjólfsson. Bankastjóri er Höskuldur Ólafs> son, lögfræðingur. >00000000ooooooo- Hverjir eru nefndir? Eftir skrif danska blaðs- ins Berlingske Aftenvis hef ur mntal um væntanlegar forsetakosningar 1968 auk- izt til muna, og var þó mik- ið skeggrætt om það mál áður. í gær leit inn á ritstjóm Alþýðublaðsins mikiU áhuga maður um stjómmál, sem fylgist jafnan vel með tali um þau efni. Hann kvaðst hafa heyrt tíu menn nefnda sem hugsanieg forsetaefni. Nöfnin voru þessi: Agnar Kl. Jónsson, ráðu- neytisstjóri; Birgir Thor- Iacius, ráðuneytisstjóri: Em il Jónsson, ráðherra; Gunn- ar Thoroddsen, ambassador; HalltJór Laxnes> rMmfund ur; Haraldur Guðmunds- son, fyrrverandi ráðherra; Hinrik Sv. Björnsson, am- bassador; Jónatan Hallvarðs son, hæstarét'ardómari; Stef án Jóh. SteLuissoai, fyrjr- verandi ráðherra og Torfi Hjlartairson, tollstjótri. >000000000000000 2 6. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ t

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.