Alþýðublaðið - 06.02.1966, Síða 7

Alþýðublaðið - 06.02.1966, Síða 7
Leikfélag Kópavogs: 10 litlir negrastrakar eftir Agatha Christie Þýðandi: Hildur Kalman Leikstjóri: Klemenz Jónsson Leikmynd: Gunnar Bjarnason. „Við leyfum okkur að biðja ykkur að segja ekki frá hver sé morðinginn,” biður Leikfélag Kópavogs fyrir sér í leikskrá sinni. Og eftir frumsýningu á fimmtudagskvöld steig einn leik- enda fram og ítrekaði þessa bón sem líka er sjálfsagt að verða við. Ekki sízt vegna þess að skemmtun leikhúsgesta af sýningunni er öll komin undir því að þeir viti ekki „hver sé morðinginn,” þetta leik- rit Agöthu Cristie leggur allt upp úr því að halda áhorfendum sín- um í hugarspennu allt til leiks- loka. Hér á orðið „æsispenn- andi” við ef nokkru sinni. Og blóðsúthellingar leiksins eru eftir því. Um skeið virðast allar horfur á því að leiknum verði sjálfhætt fyrr en varir vegna þess að éng- inn leikandi standi lengur uppi. Agatha Christie er alkunnur meistari sakamálasögunnar. Beztu sögur hennar eru gerðar með mik- illi hugvitsíþrótt, smámunalegri rökvísi sem gerir sögulausnir hennar sjálfsagðar og augljósar að sögulokum, þó lesandi geti ekki fyrir sitt litla líf ráðið fram úr gátunni meðan á sögunni stendur. „Auðvitað,” andvarpar lesandinn feginshugar, þegar allt er farið vel, leggur bók- ina frá sér — og tekur til við þá næstu. Það er að segja: ef hann er á annað borð forfallinn í saka- málasögur. Þá er Agatha jafnan ómótstæðileg. Þurrleg kímni hennar, hæfileiki að skapa sögum sínum trúverðugt, hversdagslegt andrúmsloft þar sem ekkert er þó sjálfsagðara en eitt morð eða svo, eru miklu áhrifasterkari en allur tuffaskapurinn og pjattið í Jam- esi Bond. En á þessa verðleika Agöthu icynir sem sagt ekkitil neinna muna í 10 litlum negra- strákum. Það er hrein og klár spennusaga sem hugtekur lesanda sinn, eða áhorfanda eins og nú í Kópavogi, með því að raða upp fyrir honum líkum, uppmála ógn og skeifingu í viðureigninni við óþekktan morðingja sem allt virð- ist megnugt, í stað þess að reyna á litlu gráu sellurnar í höfði hans. Sögur Agöthu Christie gerast ævinlega með betra fólki brezku, í þessu tilfelli í sumarhúsi úti á einangraðri eyju. Þangað safnast valinn hópur úr „the upper mid- dle class” í þeirri veru að eiga saman þægilega helgi. Sem fer Helga Harðardóttir og Auður Jónsdóttir. nú öðruvísi en ætlað var. Þessu fólki er safnað saman og leitt fyrir sjónir áhorfenda í fyrsta þætti leiksins; þar reynir á haga hönd Agöthu að skapa hrollvekju sinni nógu sannferðugt andrúm fyrirfram. En ekki er því að neita að Leikfélagi Kópavogs fórst held- ur en ekki óhönduglega að lýsa þessu fólki á sviðinu; var sumt næsta broslegt í þeirri viðureign, og fjarri því að óvanur og ósam- stæður leikhópur félagsins fengi á sig þann rétta brezku blæ. Á þetta reyndi miklu minna þegar á leið leikinn og morðöld- in var hafin enda óx leikendum fiskur um hrygg eftir því sem fækkaði á sviðinu. Þó Klemenzi Jónssyni leikstjóra takist engan veginn að skapa sýningu sinni hæfilega áhyggjulausan, hvers dagstrúan hugblæ í upphafi, hef- Sviðsmynd úr Tíu litlum negrastrákum. ur honum óneitanlega lánazt að gæða hana hraða og spennu, stíg- andi til loka. Enda fylgdust áhorf- endur hugfangnir með óvæntri og æsilegri framvindunni á svið- inu og tóku sýningunni virktavel. Þessi sýniríg er líkleg til að verða Leikfélagi Kópavogs aflasælt fyrirtæki; á hitt skal ég engan dóm leggja hversu þroskavæn- legt verkefni leikurinn er áhuga- leikurum félagsins. Leikendur í Kópavogi eru sem sagt næsta ósamstæður hópur og margir að líkindum harla óvanir sviðinu. Enda var viðvaningsbrag- ur mikill á framgöngu og fram- sögn þeirra flestra eða allra; — hefði leikstjóri eflaust mátt leggja betri rækt við limaburð leikenda og framkomu á sviðinu sem einatt var harla stirðleg og klaufsk. Á- stæðulaust er að nefna þau öll með nöfnum, en sérstaka athygli vakti, eins og oft áður í Kópa- vogi, Auður Jónsdóttir, sem lýsti forstokkuðum kvenskratta (Emi- líu Brent) haglega og með kímni sem annars gætti ekki í þessari sýningu. Magnús B. Kristinsson (Sir Lawrence Wargrave) var harla einhliða í hlutverki sínu í upphafi en náði á því verulegum tökum áður en lauk; Björn Magn- ússon (dr. Armstrong) var ekki fjarri lagi þegar fram kom í hug- sýki og taugaveiklun læknisins; Theódór Halldórsson var spaugi- legur í upphafi (William Blore) en virtist æði óstyrkur þegar á leið. Elskendurnim í leiknum, sem Agöthu vorri lætur nú aldrei vel að lýsa, voru Helga Harðardóttir og Sigurður Grétar Guðmundsson og varð ekki meira úr þeim en efni stóðu til, - en Sigurður höndl aði raunar eitthvað af drengsleg- um þokka Philip Lombards. Fólkið sem hér kemur við sögu er frem- ur persónugerðir, týpur, en ein- staklingar, og að Því leyti ekki ó- hæg viðfangsefni. En það verður að segjast eins og er að leikend- ur Leikféiags Kópavogs, megnuðu fæstir að sýna þær sem trúverð- ugar manngerðir, — það var spenna sögunnar sjálfrar sem bar uppi sýningu þeirra. — ÓJ. NB. — Umsögn nn'n um sýn- ingu Þjóðleikhússins á Hrólff og Á rúmsjó sem birtist st. sunnudag var því miður mjög lýtt af prentvillum, raunar flest- um auðlesnum í málið. Bagaleg- ast var að á einum stað var Valdimar Helgason nefndur Lár- usson — þó auðséð væri af sam- henginu við hvorn Valdimar var átt. En skylt er að biðjast vel- virðingar á þessu þó seint sé. MtMMMHWMtMWMmMHW Johnson til Hðwaii Washington, 4. 2.(NTB-Reut er.) — Lyndon B. Johnson forseti tilkynnti í kvöld, að hann færi á morgun til Hon olulu á Hawaii þar sem hann mun ræða ííarlcga viff hátt setta handaríska og suður- vietnamiska ráffherra, þeirra á meffal Nguyen Cao Ky for sætisráffherra, um allar hliff ar Vietnmmálsins. í fylgd meff forseta verffur Dean Rusk utanríkisráffherra Robert McNamara landvarna ráffherira, ráffuneytisstjórar landbúnaðarráffuneytisins og heilbrigffismálaráffuneytisins auk annarra ráðhnauta. Func! inn í Honolulu sækja einrí ig sendiherrar Bandaríkí anna. í Saigon, Sfenry Cabot Lodge, og yfirmaffur banda rríkai herlifí ins í íJ.-Virít-* nam, William Westmorelanct her^höfffingi. Forsetinu er væntanlegur aftuy til Washington á þriff jrí daginn. MMtUMMMMUUtHHMMMM ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. febrúar 1966

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.