Alþýðublaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 8
KONAN OG H IMILIÐ
HiTSTJÓRI: ARNA K. BRYNJÚLFSDÓTTIR.
Spjallað um
grímubúninga
UM þessar mundir er að
hefjast tími grímudansleikjanna.
Dansskólarnir halda flestir grímu-
dansleiki fyrir nemendur sína, og
fleiri félög munu halda grímudans
leiki, sérstaklega þó fyrir börn.
Þegar börnin ætla á grímuball,
vilja þau auðvitað vera i einhverj-
um skemmtilegum grímubúningi
og þau mega helzt ekki þekkjast.
Þess vegna verður lika að nota
grímu. Margar mæður komast í
vanda, þegár ó að fara að utbúa
grímubúninga barnanna. Hvernig
er hægt að útbúa fallega búninga
á ódýran hátt. Ekki er ráðlegt, að
fara að kaupa sérstakt efni í grímu
búning, sem ekki er notaður nema
einu sinni eða tvisvar. Flest efni
eru það dýr. Þess vegna er hent-
ugt að nota t. d. gömul föt, sem
þó verða að passa nokkurn veg-
inn, og breyta þeim, t. d. með því
að kaupa riokkrar filtpjötlur og
líma á gömlu fötin ýmsar litlar
myndir, kafla, teninga, hjörtu í
einum eða fleiri litum. Einnig má
skreyta þannig t. d. dökkar sokka-
buxur. Úr kreppappír má einnig
útbúa ýmislegt, t. d. kraga, út-
búa má allstóra ,,prinskraga“ með
því að klippa tungur upp í papp-
írinn. Úr gylltum pappír má út-
búa ýmislegt höfuðskraut, t. d.
kórónur og ýmiss konar húfur er
auðvelt að búa til úr pappír. —
Telpan á myndinni er í búningi,
sem á að tákna fífil. Kjóllinn er
mjög einfaldur í sniði, og á hann
hafa verið saumuð stór laufblöð
úr dökkgrænu efni, kjóllinn sjálf-
ur er ljósgrænn. Á höfðinu hefur
hún stóra, gula húfu, sem minn-
ir ó krónublöð fífilsins. Drengur-
inn er í eins konar lögreglufötum
með medalíur í barminum. Yfir-
vararskeggið er gert úr hvítri
baðmull. Það er ákaflega skemmti-
legt að útbúa grímubúninga, mörg
börn geta gert það sjálf með of-
urlítilli aðstoð, og margir finna
sjálfsagt upp frumlega búninga,
sem i vekja athygli, þegar á ballið
er komið. Og alltaf eru víst veitt
verðlaun fýrir frumlegustu bún-
ingana, svo að til mikils er að
vinna.
Telpan er í blómabúningri, á að tákna fífil. Kjóllinn er grænn
með dökkgrænum blöðum saumuðum í. Húfan er skærgul og minn-
ir á blómkrónu fifils. Drengurinn er í eins konar lögreglubúningi.
Yfirvararskeggið er úr hvítri baðmull.
Á myndinni til hægri sést hvernig barnsfótur hefur aflagast
í of þröngum skó. Á myndinni til vinstri sést aftur á móti heil-
brigður fótur barns, sem notað hefur rétta skó.
Skórnir eru að breikka.
VEUIÐ GÓÐA SKÓ
ALLIR vita, hversu mikið það
hefur að segja, að rétt skótau
sé notað, bæði fyrir börn og full-
orðna. Of þröngir skór og skór
sem ekki eru smíðaðir með heil-
brigði fótanna í huga, skekkja
tærnar og því fylgir vanlíðan.
Eins og sést á myndinni að ofan til
hægri hefur stóra táin skekkzt
inn á víð og tábeinið um leið
stækkað. Oft stækkar það svo mjög
að skurðaðgerðar þarf með. — Á
myndinni til vinstri sést hvernig
fóturinn á að liggja í skónum,
þannig að eðlilegt sé. Skilyrðis-
laust ætti ætíð að kaupa barnaskó
með réttu lagi og vel rúma, svo
að þeir þrengi hvergi að fætin-
um. Skór hinna fullorðnu eru háð
ir duttJungum tízkumeistaranna,
og undanfarið hafa skórnir farið
í þá átt að breikka, og támjóu
skórnir, sem hafa verið hvað vin-
sælastir eru nú heldur á undan-
haldi.
UPPSKRIFTIR
Ýmislegt úr
súkkulaði
SúkkulaSi-mokka-
drykkur.
Setjið 100 gr. af isuðusúkkulaði
eða mjólkursúkkulaði í pott, brjót-
ið það fyrst niður í -bita (3 matskeið
ar af kókói má nota í staðinn
fyrir súkkulaði) ásamt ca. Vz 1.
af mjólk. Ifitið þar til súkku-
iaðið er leyst upp. Þegar suðan
hefur komið upp, er potturinn tek-
inn af hellunni og hrært saman
við súkkulaðið hálfri matskeið af
Neskaffi eða kaffiessence. Bætið
í sykri eftir smekk. Drykkinn má
bera fram, hvort sem er kaldan
eða heitan. Þeyttum rjóma er
sprautað ofan á.
Súkkyláðflengiur
meS möndlum.
60 gr. af mjólkursúkkulaði.
120 gr. af möndlum.
120 gr. af sykri.
2 eggjahvítur.
Berið örlitla olíu á tvær-þrjár
bökunarplötur. Bræðið súkkulaði-
bitana í skál yfir gufu. Hrærið þar
saman við möndlunum og sykr-
inum. Stífþeytið eggjahvíturnar
og hrærið þær saman við möndlu
deigið. Setiið síöan á bökunar-
plöturnar með teskeið og mótið
hverja köku ílanga, hafið nóg bil
á milli kakanna.
Mokka-marengs.
30 gr. mjólkursúkkulaði
1 teskeið Neskaffi
3 eggjahvítur
180 gr. sykur.
Brjótið súkkulaðið í bita og
látið það bráðna í skál yfir gufu.
Hrærið kaffinu saman við. Stíf-
þeytið eggjahvíturnar. Bætið í þær
helmingnum af sykrinum og þeyt-
ið. Síðan er afganginum af sykr-
inum og súkkulaðideiginu bætt
út í. Kökurnar eru látnar drjúpa
með teskeið á plötuna og látnar
þcrna í ofninum við mjög lítinn
hita í ca. 2 klst.
g 6. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ