Alþýðublaðið - 12.02.1966, Side 11

Alþýðublaðið - 12.02.1966, Side 11
amtök íþróttafrétta- manna 10 ára á mánudag /jbróttafréttamenn minnast afmælisins í dag í DAG minnast íþróttafrétta- menn þess, að tí\i ár eru liðin síðan Samtök íþróttafréttamanna OOOOOOOOOOOOOOO Ármann sigraði og setti 2 met Tvö met voru sett á Reykja- víkurmeistaramótinu í sundi sem fram fór í Sundhöllinni í fyrrakvöld. Boðsunds- sveitir Ármanns í 4x100 m. skriðsundi settu metin, í kvennasundinu synti Ár- mannssveitin á 4.58.2 min. Gamla metið var 5.03,9 mín. og sama sveit átti það. — í karlasundinu synti Ármanns sveitin á 4.13,5 mín., en gamla metið, sem ÍR átti, var 4.15,1 mín. Sundmótið er stigakeppni og sigraði Ármann, hlaut 78 stig, ÍR kom næst með 45 stig, Ægir hlaut 32 stig og KR 5. Að sundmótinu loknu fór fram úrslitaleikur Reykja- víkurmótsins í sundknattJ 1 leik. Ármann sigraði KR 5- 3 í jöfnum og skemmtileg- um leik. Nánar verður rætt um mótið í blaðinu á morgun. >OOOOOOOOOOOOOOC voru stofnuð hér á landi. í ára- tugi hafa slík samtök, verið starf- andi á hinum Norðurlöndunum, og fyrir frumkvæði norrænna í- þróttablaðamanna voru stofnuð alþjóðasamtök íþróttablaðamanna fyrir rufnum fjórum áratugum, og gerðust íslendingar aðilar að þeim fyrir þremur árum. Árið 1954 hófu samtök íþrótta- fréttamanna á Norðurlöndum sam starf um árlegar ráðstefnur, til fræðslu og kynningar, og var fyrsta ráðstefnan haldin í Osló það ár. Hugmyndina að þessu norræna samstarfi átti Per Chris- tian Andersen, ritstjóri við Aft- enposten i Osló, sem látinn er fyr- ir fáum árum. Árið 1955 komu hingað til lands nokkrir danskir íþróttablaðamenn, i sambandi við landsleik í knattspyrnu, milli ís- lendinga o^ Dana. Meðal þeirra var Carl Ettrup, formaður danska íþróttablaðamannasambandsins, og dvaldist hann hér um tíma og kynntist ýmsum starfsbræðrum sínum, m. a. Atla Steinarssyni, íþróttaritstjóra Morgunblaðsins. Þá um haustið var fyrirhuguð ráð stefna norrænna íþróttablaða- manna í Danmörku og bauð Et- trup Atla til ráðstefnunnar og ennfremur bauð hann ÍSÍ að senda ritstjóra íþróttablaðsins, en ÍSÍ sá sér ekki fært að taka þessu boði og gekkst Atli þá fyrir því, að Sigurði Sigurðssyni íþrótta- f'-éttamanni útvarpsins yrði boð- ið Sátu þeir Atli og Sigurður þessa ráðstefnu og kynntust þarna ýms- um forustumönnum norrænna í- þróttablaðamanna, sem allir hvöttu til þess, að stofnuð yrðu samtök íþróttafréttamanna á ís- landi, og að íslendingar gerðu3t fullgildir aðilar að samstarfi Norðurlandanna á þessu sviði. — Þótt þessi stétt væri þá, og sé enn, fámenn hér á landi, ákváðu þeir Atii og Sigurður að boða til stofnfundar Samtaka íþrótta- fréttamanna og var stofnfundur- inn lialdinn 14. febrúar 1956 og verður 10 ára afmæli samtakanna þvi á mánudag. Stofnendur sam- takanna voru fjórir, fundarboð- endurnir tveir og Frímann Helga- son, Þjóðviljanum og Hallur Sím- onarson, Tímanum. Atli Steinars- son var einróma kjörinn formað- ur samtakanna og Frímann Helga son ritari og voru stjórnarmenn ekki fleiri fyrstu árin. Smám sam- an fjölgaði í stéttinni og Örn Eiðs son, Alþvðublaðinu, var kosinn í stjórn, ásamt þeim Atla og Frí- manni og var stjórnin þannig skip uð þar til á síðasta aðalfundi. — Aðalfélagar í samtökunum eru nú 8, en réttindi aðalfélaga hafa þeir einir, sem að staðaldri skrifa um iþróttir í blöð, svo og íþróttafrétta maður útvarpsins. Aukafélagar geta þeir orðið, sem um stundar- sakir skrifa um einstakar íþrótta greinar eða eru íþróttaritstjórum til aðstoðar, og hafa aukafélagar verið um 10 talsins. Núverandi stjórn Samtaka í- þróttafréttamanna er þannig skipuð: Sigurður Sigurðsson er Framliald á 6, síðu. Stofnendur Samtaka íþróttafréttamanna, talið frá vinstn: Frunann Iíelgason, Haliur son, Atli Steinarsson og Sigiirðiu- Sigurðsson. M nd: JV. Svigmótið í Hamragili hefst kl. 1 e. h. á laugardag, ferðir verða frá Umferðamiðstöðinni v. Hringbraut kl. 10 f. h. og kl. 12 á hádegi. Stórsvigsmót Ármanns ! í Jósefsdal hefst kl. 2 e. h. á I sunnudag, ferðir frá Umferða- | miðstöðinni við Hringbraut kl. 10 • f. h. og 1 e. h. Á báðum þessum . mótum eru 80 keppendur frá i Völsungum á Húsavík, Akureyri, ísafirði. Siglufirði, Ólafsfirði og Reykjavíkurfélögunum fjórum, ÍR, KR, Ármanni og Víking. ís- landsmeistarinn Kristinn Bene- diktsson keppir um þessa helgi á móti í Noregi, en aðrir beztu skíðamenn og konur landsins eru meðal keppenda á mótunum um helgina. í Hamragili mun Valdi- mar Örnólfsson sjá um brautar- lagningu, en í Jósefsdal mun Stefán Kristjánsson form. Skíða- sambands íslands sjá um brautar- lagninguna. Þeir sem leggja leið sína í Hamragil á laugardag og í Jósefsdal á sunnudag mun gef- ast tækifæri til að sjá beztu og Jósefsdal um helgina Körfuboltinn íslandsmótið í körfuknatt- leik heldur áfram um helg- ina að Hálogalandi. í kvöld kl. 20,15 verða háðir þrír leikir, fyrst leika ÍR og Ár- mann í 2. fl. karla og síðan ÍS—KFR og ÍR—KR í I. flokki karla. Á morgun á sama tíma fara fram tveir leikir í I. deild, sem báðir geta orðið hinir skemmtilegustu, fyrst leika íslandsmeistarar KR við ÍKF og síðan Reykja- víkurmeistarar KFR og Ár- mann. VmWMMMVUMtlMMUMHWt' Þessi mynd er tekin í leik Vals og SC Leipzig í Evrópuhikarkeppiit kvenna í handknattleik í vikunni. Það er Sigrún Ingólfsdóttír, sem er hindruð ólöglega og vítakast er dæmt á SC Leipzijr, Mynd: JV. Skíðamót í Hamragili skíðamenn landsins í braut. Hitt- umst heil á fjöllum um helgina. í ÍR-skálanum eru kaffiveitingar á laugardag, á sunnudag verða kaffiveitingar í Ármannsskálan- um. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. febrúar 1966 %1

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.