Alþýðublaðið - 17.02.1966, Blaðsíða 10
£tfY-v'Vv'vvS
BIBLÍAN
Framliald af 7. síðu.
uitum er þannig snúið við? Auð-
vitað er það rétt, að það er oft
og tíðum erfitt að greina milii
boðsátapar kirkjunnar á fyrsta
stigi og sjálfs meistarans. Þeir,
sem skrifuðu Nýja testamentið,
hbfðu margskonar sjónarmið, og
persónuleg viðhorf. Hver fvrir sig
hafði tilhneigingu til að draga
eitt fram og láta sem minnst á
iöðru bera. Hver fyrir sig 'hafði
Sína aðferð, sinn stil, sinn skóla.
Og stundum hafa orð predikar-
anna vafalaust runnið saman við
orð meistarans sjlálfs. Og eng-
inn vafi er á því, að þeir hafa
stundum lagt ólík'ar meiningar í
það, sem þeir höfðu frá að segja.
En hvernig stóð á því að þeir
skrifuðu bækur eins og guðspjöll
in? Væri það ekki harla urtdar-
legt, ef slík hefðu verið
skrifuð þar sem enginn áhugi
var lengur fyrir hinu sögulega
í lífi Jesú og starfi, heldur að-
einS því, sem skeði eftir upp-
risuna? Og hvernig stendur á
því að þrátt fyrir allt, sem ólíkt
er, mlá finna vissan megin-
'kjarna, vissan meginJþrtáð í þvi,
sem iþeir segja frá? Og hvernig
stendur á því, að þessir menn,
ef þeir á annað borð tóku upp
á því að búa til sögur um Krist,
gerðu hann þá ekki úr garði
samkvæmt hugmyndum þjóðar-
inn'ar, í stað þess að draga upp
mynd, sem svo Víða stangast á
við það, sem eðlilegast hefði
verið? Ástæðan er í sjálfu sér
ofur-einföld. Hún er sú, að þess
ir höfundar Nýjatestamentisins
bjuggu sér ekki til einhvern
krist, heldur höfðu þeir náin
kynni af svo einstæðri per-
sónu, að hún hafði sprengt af
sér fjötra mannlegra ímyndana,
4/jbýdi liblaðid
Blaðburðarbörn vantar í eftirtalin hverfi:
Kleppsholt - Lindargötu
Laugaveg efri Hverfisgötu I og II
Laufásveg Lönguhlíð Bergþórugata.
Alþýðublaðið sími 14900.
Fylgizt þér
vel með?
Hver sá sem vill fylgjast með viðburðum dagsins, innan
Jands og utan, verður að lesa fleiri en eitt dagblað. —
ALÞÝÐUBLAÐIÐ flytur ítarlegar fréttir, bæðí inn-
lendar og erlendar, póltískar greinar, allskonar fróðleik,
og skemmtiefni.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
en samt sem áður haft þau á-
hriff með predikun sinni, breytni
sinni og verkum, að þeir, sem
höfðu nógu opinn huga, gengu
honum á hönd bæði sem drottni
og bróður. 9á Jesús, sem guð-
sþjöllin boða, hann hefir verið
raunveruleg, söguleg persóna, og
tboðskapur hans nær til þeirra,
sem komast í snertingu v>ð hann
í heimi biblíunnar. Gamla testa-
mentið er borið uppi af boð-
stkapnum um hann sem væntan-
legan og ókominn. Nýja testa-
mentið er vitnishurðurinn um
hann sem sögulegan veruleika.
En í nútímanum — á sjálfri
atómöldinni — er hann oss ná-
læg-ur í anda sínum og áhrifum
og í biblíunni Þegar vér erum
hér saman komin í kirkjunni,
erum vér hér ekki til þess, að
■séístakir siðir verði framkvæmd
ir, heldur trl þe'ss, að hver ein-
staklingur get» komist í snert-
ingu við orð og böðskap Jesú.
Ekki hins fjarlæga, sem hul-
inn er í helgum siðum eða há-
spekilegum guðfræðiformúlum,
heldur han's. sem biður fyrir
syndurum, læknar sjúka, fyrir-
gefur sekum, reisir upp dána,
og predikar fátækum fagnaðar-
erindi réttlætis, gleði, friðar og
fagnaðar í heilögum anda.
TIL BAKA TIL BIBLÍUNNAB.
Kæru tilheyrendur!
Það er mikið talað um, að ís-
lenzika kirkian þarfnist endur-
nýjunar og nw kraftar. Ég efast
ek'ki' um; að það sé rétt. En vér
skulum þá ekki láta oss sjást yf-
ir það, að kirkjan er ekkert, op
jafnVel biblían er eins og hver
önnur bók, — ef þú sjálfur
persónulega mætir þar ekki þeim
hinum sama Jesú og biblían seg-
ir fdá. Þegar ég segi: Til baka
til bibliunnar, þá á ég í raun-
inni við þetta: Til baka til þess
Jesú, sem boðaður er í biblíunni.
Það er tilvera hans, sem gefur
bæði kirkjunni og biblíunni gildi
sitt. Og þó að kirkjan kveði sam
kvæmt hinum slungnustu brag-
reglum, ög þó að biblían væri
til í skrautbandi í hverjum ein-
asta bókaskáp, þá væri það til
lítils, nema þú sem einstaklingur
finnir persónulega þörf fyrir
Jesúm Krist.
Því hefir stundum verið hald-
ið fram, að ógerningur sé að
finna hinn, raunveruiega og sögu
lega Jesú, því að hver maður
lesi með sínum gleraugum. alveg
éins og hver höfundur skrifaði
með sínum penna. Og sannarlega
er hún til, sú óskhyggja að finna
þann Jesú, sem hver fyrir sig
kann að þrá. Dulsæiismaðurinn hef
ur fundið þar dulspekmginn', ör-
eigaforinginn hefir fundið þar
bylt|lngamaþ ninn, fagurkerinn
hefir fundið þar hið guðdóm-
lega Skáld, bænarmaðurinn hinn
hógláta einfara, og bardagamað
urinn hinn ódeiga og óhrædda
víking í andans heimi. Einn
hefir fundið hinn álvarlega
siðapoStuIa, annar sorgarinnar
Son og hinn þriðji sér gleðina
■geisla frá honum í allar áttir.
Mennimir hafa átt erfitt með að
fella persónuleika Josú inn í
nokkurt einhliða form, — en er
það ekki sökum þess, að sjálfur
er hann svo mikill, að engin
mannleg- mynd xiær honum full-
koinlega. Vér finnum hjá hon-
um svo fjölþættan persónuleika,
að hann stfgur yfir öll mannleg
takmörk. í ölhi þessu mannlega
bla'sir við öss orð guðs, máttur
og dýrð. Og ég þekfki engan
mann, karl eða konu, sem ekki
hefir þörf fyrir 'hann, að sínu
leíti ein's og samtímamenn hans.
Og hvað er kristin kirkja á
hverjum tíma annað en sam-
félag þeirra, sem í trú ig kær-
leika vilja honum fvleia og með
ihonum vera. Innan þessa sam-
félags eru margar skoðanir og
stefnur, en eitt er oss öllum
sameiginlegt, — að vilja stefna
til baka til bibl'íunnar til fund
ar við Jésú sálfan.
INN í HEIM BIBLÍUNNAK.
Til baka til biblíunnar merk
ir þannig að fara inn í heim
biblíunnar til fundar við Jesúm
Krist. Til þess þarf ekki að-
eirts að iesa hana, verða henni
handgenginn, heldur einnig að
fræðast um hana, sköpun
hennar óg þróun. En jafnvél
öll biblíuvísindi veralda'rinnar
nægja ekki til þess að þú kom
ist að fótum Krists eða í hans
fylgd. Biblíuvísindin hjálpa þér
til að skilja heim bihlíunnar, öld
ina, sem Jesús Kiristur lifir.
Þau skýra strauma og stefnur
samtímans, gefa orðunum merk-
ingu og atburðunum líf. Án
þeirrar fræðslu getum vér ekki
verið. Eins og sá sem vill kynn
ast skáldinu Agli Skallgrímssyni,
verður að leggja leið sína inn í
heim islendingasagna, þannig
verður sá að dvelja langdvöl-
um í heimi bihliíunnar, sem vill
koma til móts við Jesú frá Naz-
aret. En. það þýðir ekki. að þú
hverfir úr þeim heimi, sem skap
arinn hetfir með fæðingu þinni
sett þig inn í. Þvert á móti
munnt þú verða hæfari til að
þjóna guði i veröldinni, — fórn-
fúsari í elSku þinni, iðnari i
bænagjörð sinní og hugrakkari
í baráttunni, þegar áhrif Krists
fylgja þér inn í hinn virka dag.
Og það er þannig, sem kristin
kirkja endurnvjast, — að kristn
ir menn endurfæðast, rísi upp
fiá dauðum os verði að nýjum
mönnum. Framtíð Ijóðsins er
ekki undir því komin, að gamlir
bragarhættir séu teknir upp, held
ur hin-u, að Ijóðið sé innblásið
af guðs anda. Framtíð kirkjunn
ar er ekki tryffgð með þvi að
siðir og hættir fái eamlan svip,
heldur hinu, að sérhver maður
öðlist nýja þrá til að lifa í
sanríéiagi við Krlst, trú. á hon-
um og þjóna honum.
Móðir nokkur sagði við son
sinn: Nú er auðfundið. hvar þú
hefir verið, og með hverjum.
Hún þekkti álhrifin, sem sonur
'hennar hafði orðið fyrir Þann-
ig á það að vera auðfundið,
hvar vér höfum verið, — það
á að koma í ljós í lífi slálfra
vor, hvort vér V'fnm verið
inni i biblíunnar heimi hjá hon
n m, sem engin öld má án vera.
Guði.
í hans nafni, amen.
Áugiýsið í álþyðublaðinu
Augiýsinoðfíminn 14906
17. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ