Alþýðublaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir sidasflidna nótt WASHINGTON: — Dean Rusk utanríkisráðherra sagði í 4gær, að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin að taka til athugunar itivort viðurkenna bæri Vietcong-hreyfinguna ef Norður-Vietnam y idi taka þátt í friðarviðræðum. Hann sagði þetta á fundi í utan- cíkismálanefnd öldungardeildarinnar, þar sem hann svaraði gagn- cýni á stefnu Bandaríkjanna í Vietnam. Fundinum var útvarpað og sjónvarpað. MIAMI: — Leitogar sambands bandarískra sjómanna og tiaínarverkamanna vöruðu Johnson forseta við því í gær að með- Ijmir sambandsins mundu ekki vinna við uppskipun úr erlendum skipum, sem sigla til Norður-Vietnam, ef stjórnin hindraði ekki sigiingar þessara skipa. Stjórn sambandsins kemur aftur saman til íundar eftir nokkrar vikur og ef stjórnin hefur ekkert aðhafzt 4 inálinu verður hótunin framkvæmd. Neitað verður að vinna við Bií skip frá löndum sem eiga skip sem eru í ferðum til Norður- Vtetnam. Bannið mun snerta hundruð kaupskipa og farþegaskipa írá löndum eins og Bretlandi, oregi, Sviþjóð, Danmörku, Frakk- tandi og Ítalíu. SAIGON: — Bandarískir landgönguliðar hafa lokið um- fangsmiklum aðgerðum gegn Vietcong og hafa 1250 skæruliðar íallið í þessurn aðgerðum. Bandarískar flugvélar réðust í gær á samgönguleiöir og hernaðarleg skotmörk víða í Norður-Vietnam, svu og á stöðvar Vietcong í S-Vietnam. í Saigon er sagt að um 4,500 norður-víetnamiskir liermenn komi í hverjum mánuði til Suður-Vietnam. Búizt er við að í næstu viku verði gerðar breytingar á Saigonstjórninni, og hér er um að ræða afleiðingar af Honolulu- cáðstefnunni. WASHfNGTON: — Landvarnaráðherra Bandaríkjanna, Ro- fcert McNamara skýrði í gær landvarnaráðherrum Bretlands, V- l-'ýzkalands, Ítaiíu og Tyrklands frá áætlun Bandaríkjanna um svar við hugsanlegri árás. Ráherrarnir sitja á fundum og ræða hvernig fcæía megi samvinnuna um skipulagningu kjarnorkuvarna, en ekki er búizt við að gerðar verði ákveðnar tillögur. RÓM: — Litlar breytingar verða á hinni nýju samsteypu- stjórn mið- og vinstriflokkanna á Ítalíu, að því er sagt var í Róm í gærkvöld, en svo virðist sem tilraunir Aldo Moros til sjórnar- tnyndunar hafi tekizt. Búizt er við að Moro leggi fram ráðherra- lista sinn í næstu viku. Fanfani verður sennilega áfram utanríkis- cúðherra. Búizt er við að Pietro Nenni og Emilio Colombo verði r-araforsætisráðherrar. BRÚSSEL: — Paul-Wilhelm Segers, 65 ára gamall verka- lýðsleiðtogi úr Rristilega sósíalistaflokknum, hóf í gær tilraunir sínar til að leysa alvai-legustu stjórnarkreppu sem sögur fara af í Belgíu frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Segers, sem Baldvin ifconungur fól stjórnarmyndun í fyrrakvöld, á um tvær leiðir að velia: limynda þjóðarstjórn þriggja stærstu flokkanna eða 2) mynda nýja samsteypustjórn sósíalista og kristilegra sósíalista. JÓHANNESARBORG: — Að minnsta kosti 157,500 lítrar af eldsneyti hafa verið fluttir með bílum frá Suður-Afríku til Rhodesíu daglega í þessari viku, samkvæmt áreiðanlegum heim- lldum í Jóhannesarborg í gær. Bandaríkin fiís að ræða viðurkenningu Vietcong Washington, 18. 2. (NTB-Reuter.) Dean Rusk utanríkisráðherra sagði í dag, að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin að ræða viðurkenn ingn á Vietcong hreyfingunni ef Norður- Vietnamstjórn væri fús að taka þátfl í frið'arviðræðum. Hann sagði þetta á fundi í uta« ríkisnefnd öldungadéildarihnar þar sem hann svaraði gagnrýní á stefnu Bandaríkjanna í Vietnam og var fundinum. útvarpað og sjón varpað. Utanríkisráðherrann svaraði epufcnii|(gu ffcrmanns neCndarÍxui ar, J. William Fulbrights, sem minntist á þau ummæli forsætis ráðlierra Suður Vietnam, Nguyen Cao Ky, á Honolulu-ráðstefnunni að hann mundi ekki undir nokkr nm kringumstæðum viðurkenna Vietcong-hreyfinguna. Dean Rusk sagði, að ummæli Kys þyrftu ekki að koma á óvart þeg ar þess væri að gæta að hann væri leiðtogi lands, sem ætti í harðri baráttu, Hann minnti á að John son forseti hefði látið í það skína í júlí í fyrra, að vandamálið í sam bandi við hlutverk Vietcong væri ekki óyfirstíganlegt. Ef Hanoi vill setja^t að samningaborðinu verð ur þetta eitt þeirra mála. sem tek in verða fyrir, sagði Rusk. Um grundvöll hernaðaraðstoðar j innar við Suður Vietnam sagði Rusk að návist Bandaríkiamanna í landinu ætti rót sína að rekia til '•kuldbindinga samkvæmt varn arsáttmála Suð-Austur Asíu (SEA TO). Utanrlkisnefnd öldungadeild arinnar liefði staðfest SEATO «átt málann á sínum tíma með mikl im meirihluta og nefndin hefði gert sér grein fyrir hinum víðtæku áhrifum þessarar skuldbindingar Aðeins einn öldungadeildarmaður ■sem nú er látinn hefði greitt at kvæði á móti staðfestingu sáttmál ano en 82 með. Þegar utanríkismálanefnd hóf yfirheyrslur sínar í sambandi við Vietnamstefnuna fyrir hálfum mán uði var Dean Rusk kallaður fyrir í fjóra tíma varð hann að svara fjölda spurninga, sem í ríkum mæli báru vott um vantrú á stefnu stjórnarinnar. Ýmsir drógu í efa lögmæta nærveru Bandaríkja- manna í Suður-Vietnam og greini legt var að Rusk var annt um að kveða þessar raddir niður á fund inum í dag. Öldungadeildarmenn irnir J. William Fulbright, Wayne Morse, Mike Manríield og Albert Gore greiddu allir atkvæði með SEATO sáttmálanum og þeir voru einnig í hópi þeirra sem drógu lög mæti Vietnamstefnunnar í efa. Ástæðan til návistar okkar í VI etnam er nákvæmlega sú sama mörgum sinnum áður: Nauðsynleg til þess að hefta útbreiðslu komm únismans til að tryggja jafnvægi í ótryggum heimi. Ef Bandaríkja menn eru vitni að því að i-íki er aðild á að SEATO sáttmálanum verður fyrir hernaðarárás eru Bandaríkin skuldbundin til að svara þessari hættu, hvað svo sem önnur aðildarríki SEATO hugsa eða gera. Einnig liefðu skuldbind. ingar Bandaríkjamanna í Suður- Vietnam verið auknar í ýmsum samningum við yfirvöld landsins. Norræni sumarháskólinn haldinn í Finnlandi Norræni Sumarháskólinn verður haldinn í Ábo í Finnlandi 25. júlí WMWtWWMWVMWWVMWVMWWWW Wm»VMWWVliVWtWWWWWVMMWtWtW Nýjar gerðir ritvéla G. H. Melsted, sein hefur um boð fyrir Olivetti skrifstofuvél- arnar, sýndu fréttamönnum í gær nokkrar nýjar vélar sem þeir hafa fengið. Olivetti, hafa framleitt rit- og skrifstofuvél- ar i tæp fimmtíu ár, og raf- mggnsritvélar og reiknivélar síð aslliðin fimmtán ár. „Handknúnu' ritvélarnar eru Olivetti Dora, og Lettera DI. en þær rafknúnu eru Praxis og i Tekne 3. Einnig eru þeir búnir að fá nýja samlagningavél er nefnist Simplex 20. Á fundin- um var einnig staddur Dr Pod- , krajsek, sem er forstjóri Norð- urlandadeilda Olivetti og sýndi hann ásamt Ragnari Borg, for- stjóra, fram á að Olivettivél- S arnar væru mjög stcrkar. $ Viðgerðarþjónusta er með MMMWMMVWWMMMMMMMM g, 19. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ágætum hjá fyrirtækinu, cnda fær það ekki sendan söluvarn- ing af nýjum gerðum, fyrr en Hannes Arnórsson, viðgerða- sérfræðingur fyrirtækisins er búinn að fara út til að kynna sér viðhald og viðgerðir á lion um. Rafmagnsvélarnar eru mjög fullkomnar, og mun nán- ar sagt frá þeim síðar. Fðgnaður íslenzk- ameríska félagsins Íslenzk-ameríska félagið heldur kvöldfagnað að Hótel Borg næst- komandi þriðjudagskvöld og hefst hann kl. 20,30. Á fagnaðinum mun Ómar Ragn- arsson flytja skemmtiþátt á ensku, en hann var samin sérstaklega og fluttur á íslendingasamkomu í New York nýlega. Þá munu The Keflavík Hootenanny Entertainers syngja og leika. Á eftir verður stiginn dans. Aðgöngumiðar eru seldir í skrif- stofu félagsins, Austurstræti 17 og í Hansabúðinni, Laugaveg 69. Borðpantanir á Hótel Borg. Fé- lagsmönnum er heimilt að taka með sér gesti. -5. ágúst n.k. og er það 16. sum- arið, sem skólinn starfar. Oftast hafa sótt um 250 stúdentar, kandi- datar og liáskólakennarar frá öll um Norðurlöndunum, en tilgangur sumarháskólans er fyrst og fremst að gefa sérmenntuðum mönnurn kost á að ræða efni, sem liggja á mörkum ýmissa fræðigreina og hamla þannig gegn of mikilli sér hæfni. Jafnframt gefst mönnum gott tækifæri til að kynnast þeim, er stunda hliðstæð störf á Norður löndum eða glíma við svipuð vanda mál og viðfangsefni. Að vetrinum eru haldnir umræðufundir í öllum háskólabæjum Norðurlanda til undirbúnings þátttöku í sumarliá- skólanum. Svo hefur einnig verið í Reykjavík og verður í vetur. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á þátttöku í Norræna SumarháskóS anum en hún er lieimil öllum þeim, er lokið hafa stúdentsprófi, skulu snúa sér til Þóris Einars- sonar, viðskiptafræðings, Iðnaðar- málastofnuninni, fyrir 1. marz næstkomandi. Merkjasala kvennadeild- ar S.V.F.Í. á sunnudag Á isunnudaginn kemur, sem er Góudagurinn, efnir kven,nadeild SVFÍ í Reykjavík til sinnar ár legu merkjasölu. Kvennadeildin er löngu orðin Reykvíkingum k"nn f”-!- 'iifí blómlega félagsstarf og þáttor hinna fórnfúsu kvenna að ölluui slysavarna- og maumi—. -m verður aldrei að fullu þakkaður og metinn. í tilefni 35 ára afmælis deildar innar á sl. ári lét hún reisa stórt og vandað skipbrotsmannaskýli á Hornströndum nyrði’a og gaf SV FÍ. Og nú’fyrir skemmstu afhentu konurnar SVFÍ yfir 500 þúsund kr. til starfsemi félagsins. Foreldrar eru vinsamlega beðn ir að leyfa sem flestum börnum að selja merki kvennadeildarinní ai\ en merkin verða afhent í öll um barnaskólum borgarinnar, Sjð mannaskólanum og húsi SVFÍ á Grandagarði og hefst kl. 9,30. REYKVÍKINGAR. Munið merkja sölu kvennadeildar SVFÍ á sunnu daginn kemur. Kaupið merkin og styðjið með því starfsemi deildar innar að auknum slysavörnum í landinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.